Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.12.2007, Qupperneq 5
alvin n er óleg- tap ekki sem hans spila höf- ð til. kilaði bara agði inn ið um var num. a- Ég ð lum r n og luta n n né rik d - hlut ftur . var 27 g m n MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 5 Heiðmar Fel-ixson var rekinn af leikvelli á 35. mínútu fyrir grófan varnarleik í gær þegar lið hans, Burgdorf, gerði jafntefli á heimvelli við Emsdetten í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik, 26:26. Heiðmar hafði áður skorað eitt mark. Burgdorf er í 6. sæti með 17 stig eftir 14 leiki.    Sigurður Ari Stefánsson varmarkahæstur hjá Elverum með átta mörk þegar liðið vann stórsigur á Kragerø, 39:26, í norsku úrvals- deildinni í handknattleik í gær. Ingi- mundar Ingimundarson skoraði fjögur mörk fyrir Elverum en Sam- úel Ívar Árnason komst ekki á blað hjá liðinu, sem Axel Stefánsson þjálfar. Magnús Ísak Ásbergsson skoraði fimm marka Kragerø- liðsins. Elverum er í 8. sæti af 12 lið- um með 10 stig að loknum 11 leikj- um. Kragerø rekur lestina án stiga.    Spænska handknattleiksliðiðAdemar León hefur gert skammtímasamning við brasilíska línumanninn Carlos Luciano Ertel. Hann á að hlaupa í skarðið fyrir Sig- fús Sigurðsson til áramóta en Sigfús þurfti að gangast undir aðgerð í síð- ustu viku. Ademar vann í gær sigur á Valladolid, 29:27, og er í fimmta sæti spænsku 1. deildarinnar. Árni Sigtryggsson náði ekki að skora fyr- ir Granollers sem vann Algeciras, 35:30, og lyfti sér upp í 11. sæti.    Portland sigraði Barcelona,27:26, í stórleik spænsku 1. deildarinnar í fyrrakvöld en þar skoraði Christian Malmagro sigur- markið á síðustu sekúndu leiksins. Fyrir vikið eru Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real með þriggja stiga forystu, með 22 stig, en síðan koma Barcelona með 19 stig, Aragón og Portland með 18 stig og Ademar León með 16 stig.    ValdimarÞórsson skoraði fjögur mörk og Guð- laugur Arnars- son eitt þegar HK Malmö tapaði fyrir fyrir Red- bergslid, 28:21, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik í gærkvöldi.    Franski ökuþórinn SebastienLoeb landaði í gær sínum fjórða heimsmeistaratitli í röð í rall- akstri, er hann varð þriðji í velska rallinu á Citroen-bifreið sinni. Loeb er þar með kominn í hóp með Finn- unum Juha Kankkunen og Tommi Makinen, sem einnig hafa sigrað fjórum sinnum. Fólk folk@mbl.is Sigurinn á Hvít-Rússum tryggði ís- lenska landsliðinu annað sætið í riðl- inum en þrjár efstu þjóðirnar kom- ast áfram í fyrrgreinda umspilsleiki sem fram fara í lok maí og í byrjun júní á næsta ári. Dregið verður um hvaða þjóðir mætast í umspilinu 16. desember í París, á lokadegi heims- meistaramóts kvenna sem hófst þar í gær. „Mótið hófst skelfilega hjá okkur með stórtapi fyrir Litháum en lauk með sannkölluðum glæsibrag,“ sagði Júlíus glaðbeittur en hann þjálfar landsliðið ásamt Finnboga Grétari Sigurbjörnssyni. „Fyrir leikinn við Hvít-Rússa sagði ég við stúlkurnar að þrátt fyrir að við værum búin að ná takmarkinu yrðum við að fara í leikinn af fullri ferð og freista þess að vinna. Það hefði mikil sálfræðileg áhrif að ná öðru sætinu í riðlinum fremur en því þriðja. Þetta gekk eftir og ég er afar hamingjusamur maður eins og allir leikmenn liðsins eru einnig eftir að hafa leikið fimm erfiða leiki á sex dögum og unnið fjóra þeirra. Mér skilst á leikmönnum að þeir hafi aldrei unnið fjóra leiki í röð með landsliðinu svo það hefur náð góðum áfanga með sigrinum á Hvít-Rúss- um,“ sagði Júlíus ennfremur sem ásamt leikmönnum hefur unnið hörðum höndum að því að byggja landsliðið upp. Margir leikmanna þess eru lítt reyndir í alþjóðlegum handknattleik og er meðalaldur landsliðsins nú 21,7 ár að sögn Júl- íusar. Vörnin og markvarslan frábær „Ég er mjög ánægður með sig- urinn á Hvít-Rússum sem gert höfðu jafntefli við Litháa sem við töpuðum fyrir með 16 marka mun. Leikurinn var eins og ég reiknaði með mjög erfiður en stúlkurnar sýndu mikinn styrk og gáfust aldrei upp þrátt fyrir að lenda undir, m.a. fjórum mörkum í hálfleik, 15:19. Í síðari hálfleik gekk vörnin mun betur hjá liðinu og markvarslan var líka framúrskar- andi hjá Berglindi [Írisi Hansdótt- ur]. Við jöfnuðum leikinn í síðari hálfleik og síðustu tíu mínúturnar var kurr í leikmönnum Hvít-Rússa, greinilegur hiti og stress og ótti við að tapa fyrir okkur þar sem við vor- um komin með tveggja til þriggja marka forskot,“ sagði Júlíus en ís- lenska liðið náði að vinna síðari hálf- leik, 16:11, og sigra í leiknum með eins marks mun, 31:30. „Hvít-Rússar hafa á að skipa mun hávaxnara og reyndara liði en við. Tíu leikmenn eru yfir 1,80 metrum, þar af eru fjórir yfir 1,84 metrum sem þýðir mjög hávaxnar konur. Að- eins einn leikmaður okkar liðs er yfir 1,80 þannig að munurinn var mikill. Segja má að varnarleikurinn og markvarslan hafi verið frábær í tveimur síðustu leikjunum, gegn Bosníu og Hvít-Rússum. Um leið fengum við mörg hraðaupphlaup sem gáfu mikilvæg mörk. Sóknar- leikurinn gekk vel á köflum einnig þar sem við fengum góð mörk utan af velli. En í heildina var það varn- arleikurinn og markvarslan sem lagði grunninn að árangrinum,“ seg- ir Júlíus sem segir að íslenska liðið hafi hagnast mikið á því að innan raða þess séu 16 góðir leikmenn sem allir hafi tekið jafna ábyrgð, hægt hafi verið að jafna álaginu á alla leik- menn sem hafi svo sannarlega skilað sér þegar á keppnina leið og þreyta fór að segja til sín. Nú taka við umspilsleikir í vor um sæti á HM sem fram fer í Makedón- íu í byrjun desember á næsta ári. Júlíus segir að nú verði að byggja of- an á þá reynslu sem hafi fengist í riðlakeppninni í Litháen og búa landsliðið vel undir það verkefni sem er framundan. „Þessi árangur hefur gríðarlega þýðingu fyrir liðið, nú hafa stúlkurnar sannað það fyrir sjálfum sér að þær geta unnið sterk- ar handknattleiksþjóðir og þannig náð settum markmiðum og kannski rúmlega það,“ sagði Júlíus Jónas- son, landsliðsþjálfari kvenna í hand- knattleik. Mótið hófst skelfilega en lauk með glæsibrag Í úrvalsflokki Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sem var veik í upphafi keppninnar í Litháen hristi það fljótlega af sér og lék svo vel að hún var valinn í úrvalslið mótsins sem tilkynnt var í mótslok í gær. „VIÐ þjálfararnir erum ákaflega stoltir af liðinu að lokinni þessari keppni, ekki bara vegna þess að það náði takmarkinu heldur gerði gott betur en það,“ sagði Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í gær, eftir sigur á Hvít-Rússum, 31:30, í lokaleik ís- lenska landsliðsins í forkeppni Evrópumótsins í Penevezys í Lithá- en. Sigurinn á Hvít-Rússum er góð búbót fyrir íslenska liðið sem hafði á laugardaginn, með sigri á Bosníu, 27:22, tryggt sér sæti í umspils- leikjum þar sem útkljáð verður um um keppnisrétt á EM sem fram fer í Makedóníu eftir ár. Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Ísland komið í umspil EM eftir sigra á Bosníu og Hvíta-Rússlandi ALEXANDER Petersson, landsliðsmaður í handknattleik, lék ekki með Flensburg um helgina vegna ökklameiðsla en liðið er komið á toppinn í þýsku 1. deildinni. Flensburg lagði Magdeburg 34:28 og komst upp fyrir Kiel sem tapaði fyrir Nordhorn. Einar Hólmgeirsson tók lítinn þátt í leiknum og var ekki meðal markaskorara. Alexander sneri sig á ökkla fyrir tveimur vikum en vonast er til að hann verði leikfær þegar Flensburg mætir Rhein-Necker Lö- wen eftir hálfan mánuð. Liðband í ökklanum er skaddað en slitnaði ekki og því þarf fyrst og fremst að gefa bólgunni tíma til að hjaðna. Ekkert verður leikið í þýsku 1. deildinni um næstu helgi vegna vináttulandsleikja hjá þýska landsliðinu. Alexander ekki með Alexander Petersson RAGNAR Óskarsson fór meiddur af leik- velli þegar lið hans, Nimes, vann Istres á útivelli, 27:25, í frönsku 1. deildinni í hand- knattleik í fyrrakvöld. Ragnar byrjaði leik- inn með látum og skoraði fjögur mörk úr fimm skottilraunum á fyrstu tuttugu mín- útunum. Þá varð hann hins vegar fyrir því óláni að fá högg á hnéð og kom ekki meira við sögu. Ragnar tjáði Morgunblaðinu að hann hefði verið í vörn þegar atvikið átti sér stað. Leikmaður Istres hljóp á hægri fót Ragnars og kom við það hnykkur á hnéð. Ragnar fer í óm- skoðun í vikunni og þá fæst væntanlega úr því skorið hvort um alvarleg meiðsli er að ræða. Ragnar sleit krossbönd í um- ræddu hné haustið 2002. Nimes er nú í 4.–8. sæti með 12 stig eftir 11 umferðir. Ragnar meiddist Ragnar Óskarsson EMIL Hallfreðsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, fór meiddur af leikvelli í hálfleik þeg- ar lið hans, Reggina, tapaði 3:0 fyrir Sam- pdoria í ítölsku A-deildinni á laugardagskvöldið. Emil fékk þungt högg á lærið undir lok fyrri hálfleiks þegar varn- armaður Sampdoria setti hnéð í læri Emils: ,,Lærið er tvöfalt í dag enda segja læknarnir að mikil blæðing sé inn á vöðvann. Þetta er þó ekkert stórmál og vonandi mun það ekki taka marga daga að jafna sig á þessu,“ sagði Emil í samtali við Morgunblaðið í gær. Ekki er víst að Emil missi af neinum leik hjá Reggina en leik liðsins gegn AC Milan, sem fara átti fram um næstu helgi, hefur verið frestað vegna þátttöku Milan í heimsmeistarakeppni félagsliða. Það eru því tæpar tvær vikur í næsta leik hjá Reggina. ,,Lærið er tvöfalt“ Emil Hallfreðsson ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik er eitt 20 liða sem taka þátt í umspili Evrópukeppn- innar í vor. Níu lið komust áfram úr undanriðlum þar sem keppni lauk um helgina. Auk Íslands er um að ræða eft- irtaldar þjóðir: Hvíta-Rússland, Litháen, Slóvakíu, Portúgal, Svart- fjallaland, Tékkland, Tyrkland og Ítalíu. Ellefu þjóðir fóru beint í umspilið og þurftu ekki að taka þátt í und- ankeppninni. Ljóst er að mótherji Íslands kemur úr þeim hópi en í honum eru eftirtalin lið: Austurríki, Króatía, Danmörk, Spánn, Holland, Pólland, Rúmenía, Slóvenía, Serbía, Svíþjóð og Úkra- ína. Þessi 20 lið leika um 10 sæti í úr- slitakeppni EM sem fram fer í Makedóníu í árslok 2008. Sex lið fara beint í úrslitakeppnina en auk gestgjafanna í Makedóníu eru það Þýskaland, Frakkland, Rússland, Noregur og Ungverjaland. Tuttugu lið leika um 10 sæti á EM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.