Vikublaðið - 24.02.1997, Síða 6
(BtiíMJllfjQ
24. febrúar 1997
I
✓
Asama tíma og ráða-
menn láta út úr sér
stóryrtar yfírlýsingar um
vímuefnalaust ísland árið
2002 er gríðarleg aukning
á neyslu eiturlyfja hér-
lendis. Menn tala jafnvel
um faraldur og holskeflu.
Foreldrar standa ráðþrota
og óttaslegnir frammi fyr-
ir vandanum og stjórn-
völd vita ekki í hvorn fót-
inn þau eiga að stíga.
Vandamálið endurspegl-
ast í fjölgun harðra glæpa
á götum úti og auknum
innlögnum eiturlyfjaneyt-
enda inn á Vog. Þó ekki
hvað síst í þeirri stað-
reynd að aldur neytenda
fer hríðlækkandi þannig
að um börn er að ræða í
verstu tilfellunum. Hvar
liggur vandinn? Þetta er
samfélagsvandamál þar
sem rótin liggur hjá for-
eldrum og skólum, segir
Mummi í Mótorsmiðj-
unni. Auknar forvarnir,
hertar refsingar og fjölg-
un í löggæslu eru lausn-
irnar, segir ríkisvaldið.
Á milli áranna 1989 og 1996 jókst
fjöldi einstaklinga yngri en 20 ára á
Vogi um 130%. Þar af var yfir helm-
ingur þeirra stómeytendur á kanna-
bisefni og amfetamín. Þetta er mjög
áberandi aukning úr hverjum árgangi
sem leitar sér meðferðar. Flest er
þetta barnunga fólk mjög illa statt
vegna mikillar vímuefnanotkunar og
alvarlegust er þróunin vegna mis-
notkunar amfetamíns sem aftur er
rakin til neyslu E-pillunnar. Því er
ekki orðum aukið að tala um amfet-
amínfaraldur og að þetta sé skæðasta
heilbrigðis- og þjóðfélagsvandamál
samtímans. Ábyrgðin er ráðamanna
og þeirra sem halda utan um vímu-
efnamál þjóðfélagsins.
Er lögleiðing lausn eða
uppgjöf samfélagsins?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófessor hefur bent á að ein lausnin
í baráttunni gegn ólöglegum fíkniefn-
um gæti verið að lögleiða þau, leið
sem fáir hafa viljað fara. „Það er tví-
skinnungur í stefnu stjórnvalda í
fíkniefnamálum þar sem þau banna
sum fíkniefni en leyfa önnur og jafn-
vel selja þau sjálf. Það má segja að
minn ágæti vinur og nágranni Friðrik
Sophusson sem er yfirmaður áfengis-
og tóbaksverslunar nkisins sé stærsti
eiturlyfjasali landsins. Þegar því er
velt upp hvort eigi að banna eða
leyfa önnur eiturlyf en þau sem nú
eru leyfð þ.e. áfengi og tóbak, þurf-
um við að velta fyrir okkur hvort sé
verra, afleiðingamar af því að banna
slík lyf eða afleiðingamar af þvf að
leyfa þau,” segir Hannes.
Yrði neysluaukningin ekki gríðar-
leg? „Ef við leyfum slík lyf þá geri
ég ráð fyrir að neyslan verði ívið
meiri en það hefur líka ýmsa kosti. í
fyrsta lagi fer lögreglan að sinna því
sem hún á að gera, að vemda eigna-
réttinn og vernda borgarana fyrir
misyndismönnum. í öðm lagi hættir
að vera til svartamarkaður og í þriðja
lagi lækka eiturlyfin stórkostlega í
verði svo að neytendur þeirra eru
ekki lengur knúðir til að fremja glæpi
til að kosta neysluna. Glæpimir em
aðallega vegna þess að eiturlyfin em
svo dýr. Þau eru svona dýr vegna
þess að ríkið bannar innflutning á
þeim. Þetta má því rekja til ríkisaf-
skipta eins og mörg önnur manna
mein. Sjálfur er ég andvígur neyslu
fíkniefna. Með neyslu þeirra eru
menn að fremja hægfara, andlegt
sjálfsmorð í stað þess að takast á við
vanda lífsins.”
„Samfélagið allt
flýtur sofandi að
feigðarósi þegar
kemur að eitur-
lyfjavandanum.
Það er eins og fólk
átti sig ekki á því
hvað þetta er viða-
mikið og útbreitt
vandamál fyrr en
það lendir sjálft í
persónulegum
harmleikjum þessu
tengt.“
Hvað varðar lögleiðingu eiturlyfja
sem lausn á vandanum segir Þórarinn
Tyrfmgsson yfirlæknir á Vogi: „Með
fullri virðingu fyrir Hannesi Hólm-
steini og Emmu Bonino þá eiga þau
ekkert með að vera að úttala sig um
flókinn heilbrigðisvanda sem þau
hafa alls ekki vit á. Þetta er allt ann-
ars eðlis en að það sé hægt að leysa
með einhverjum alhæfingum. Það
getur vel komið til greina að breyta
lögum í þessum málum ef það á við.
Það á ekki við á íslandi.”
Það er mál flestra að lögleiðing eit-
urlyfja sé hin fullkomna uppgjöf
gagnvart vandanum og stórt skref frá
Hannes: „Ég geri
ráð fyrir að neyslan
yrði meiri en það
hefur líka ýmsa
kosti að leyfa eitur-
lyf’
Þórarinn: „Það
verður ekkert gert
án aukinna fjár-
framlaga, við sitjum
í súpunni og verðum
að sinna því fólki
sem á í vanda”
Mummi: „Það
finna sér allir leið
til að lifa af í vond-
um heimi”
„siðmenningunni. „Þá væri verið að
viðurkenna hrikalega hraðvirka tor-
tímingaraðferð sem viðtekin og við-
urkennd gildi í samfélaginu,” eins og
einn viðmælenda Vikublaðsins
komst að orði. En hverjar eru þá leið-
imar?
Leiðir stjórnvalda
í skýrslu dómsmálaráðherra til Al-
þingis um aðgerðir ríkisstjómarinnar
í fíkniefna- og áfengisvörnum sem
var lögð fram í lok síðasta árs em tí-
undaðar þær leiðir sem stjórnvöld
hyggjast fara í baráttunni gegn fíkni-
efnum. Verkefnisstjórn sem dóms-
málaráðherra skipaði til að vinna að
ávana- og fíkniefnavörnum skilaði
inn tillögu í átta liðum. Þar er m.a.
lagt til að foreldrar verði virkjaðir til
að vinna með lögreglu og auknum
upplýsingum verði komið á framfæri
til þeirra. Sjálfræðisaldurinn verði
hækkaður í 18 ár, lögreglumönnum
við ávana- og fíkniefnadeildina verði
fjölgað og komið verði á samvinnu
löggæslu og tollyfirvalda. Auk þess
er mælt með meðferðarúrræðum fyrir
brotamenn sem jafnframt eru háðir
fíkniefnum. Kjarninn er efling for-
vama og fjölgun í löggæslu. En mun
þetta skila raunverulegum árangri?
Þórarinn Tyrfingsson: „Eg hef
ekkert legið á þeirri skoðun minni að
það þurfi að taka verulega á í for-
varnarmálum en það er ekki gert
nema með fjárframlögum. Ég hef
litla trú á að við stjómum þessu þjóð-
félagi með lögum og reglugerðum,
það verður að koma til fjármagn til
þeirra sem hlúa að þessum málum. í
þessar tillögur vantar allar stofnanir
sem tilheyra heilbrigðisráðuneytinu.
Það hefur allt of lítið látið til sín taka
í þessum málum. Hinsvegar verður
sá vandi sem nú er skollinn á ekki
leystur með forvömum. Við sitjum í
súpunni eins og sagt er og það verður
að sinna því.”
Vandinn liggur
hjá heimilum og
skólakerfinu
Mummi í Mótorsmiðjunni hefur
náð góðum árangri í meðferð ungra
vímuefnaneytenda. Sér hann lausn í
sjónmáli? „Efling lög- og tollgæslu
er engan veginn lausnin. Ég trúi á
hina leiðina sem er að uppræta mark-
aðinn og þar emm við með allt niður
um okkur, bæði skólakerfið og fé-
lagsmálastofnanir. Ég veit ekki
hverjum datt í hug yfirlýsingar eins
og eiturlyfjalaust ísland árið 2002.
Það er gjörsamlega óraunhæf hug-
mynd, göfugt markmið en ég sé ekk-
ert sem sýnir raunverulegan vilja til
slíkra hluta.
Ég held að allir einstaklingar finni
sér einhverja leið til að lifa af í vond-
um heimi. Þá er spumingin hvað ég
vel mér. Vímuefni, tölvu eða kynlíf
til að krydda innantóma tilveru og
vanlíðan. Allur vímuefnavandinn
eins og hann leggur sig, ásamt glæp-
unum er afleiðing af ákveðnu þjóðfé-
lagsástandi. Vandinn liggur í uppeldi
og umhverfi barnanna. Fólk með
skýra sjálfsmynd og allt á hreinu fer
ekki að nota eiturlyf. Við vitum öll
að dóp er hættulegt og afbrot nei-
kvæð en samt gemm við það. Það á
að einblína á uppeldisþáttinn og gera
foreldrum kleift að sinn uppeldi
bama sinna.”
En stendur kerfið sig? „Ég segi
fullum fetum að skólakerfið er mikil-
væg uppeldisstofnun en snýst upp í
Ég hef litla trú á að
við stjórnnm þessu
þjóðfélagi með lög-
um og reglugerðum,
það verður að koma
til fjármagn til
þeirra sem hlúa að
þessum málum.
andhverfu sína þegar 30 nemendum
er hrúgað í bekk. Þá fær hver nem-
andi 1 mín. og 25 sek. að meðaltali.
Skólinn er besti staðurinn til að taka
á þessum málum. Eins og hann er
uppbyggður núna getur hann ekki
sinnst þessu hlutverki sínu Kennari
fullur af eldmóði og vilja hefur ekk-
ert rými til að taka á vandanum.
Hann er neyddur til að horfa að-
gerðalaus á fólkið fara í súginn.
Vandamálið er ekki krakkamir, held-
ur fullorðna fólkið og samfélagið
allt.”
Mín krossferð er farin til að benda
á þessa staðreynd. Það má greina
ákveðna vanlíðan hjá börnunum
mjög snemma sem bendir til þess að
síðar meir gætu þau verið í áhættu-
hópi hvað varðar misnotkun eitur-
lyfja. Hvað gemm við ef okkur líður
illa? Við reynum að deyfa okkur. Þá
veljum við til þess einhverja leið,”
segir Mummi.
Ábyrgðin er stjórnvalda
I ljósi mikillar aukningar á eitur-
lyfjaneyslu síðustu árin hlýtur sú
spurning að vakna hvort stjómvöld
séu að bregðast skyldu sinni í barátt-
unni gegn vímuefnabölinu og hvort
nóg sé gert.
Hreinn Hreinsson er félagsráðgjafi
hjá Hafnarfjarðarbæ. Er vandinn að
aukast? „Samfélagið allt flýtur sof-
andi að feigðarósi þegar kemur að
eiturlyfjavandanum. Það er eins og
fólk átti sig ekki á því hvað þetta er
viðamikið og útbreitt vandamál fyrr
en það lendir sjálft í persónulegum
harmleikjum þessu tengt. Ég hef
starfað sem félagsráðgjafi um nokk-
urra ára skeið og það virðist sem
gríðarleg aukning hafi átt sér stað í
neyslu eiturlyfja á þessum tíma. Þetta
er hlutur sem á eftir að höggva að
rótum þeirra gilda sem þjóðfélagið
byggir á ef stjórnvöld taka ekki við
sér og fara frá orðum til aðgerða.
Ábyrgðin er jú að sönnu þeirra að
breyta þeim aðstæðum sem leiða fólk
út í neyslu eiturlyfja,” segir Hreinn.
bgs