Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Síða 1
lesbók TVÆR NÝJAR SINFÓNÍUR ATLI HEIMIR OG JOHN SPEIGHT SEGJA SÖGUR AF STRÍÐI OG FRELSI Í SINFÓNÍUM SEM FRUMFLUTTAR VERÐA Í VIKUNNI>> 12 Hvað það er mikið happ að Reykjavík skuli vera svona lítil, sæt og friðsöm » 2 Árvakur/Golli Þursar snúa aftur Þursaflokkurinn heldur tónleika 16. febrúar eftir langt hlé og af því tilefni kemur út kassi með öllum útgefnum plöt- um þeirra auk áður óútgefins efnis. Arnar Eggert Thoroddsen ræðir við Egil Ólafsson og Tómas Tómasson um sögu Þursaflokksins. »4 Eftir Þröst Helgason vitinn.blog.is Kvikmyndin Darjeeling Limited eftir WesAnderson, sem Græna ljósið sýnir nú íRegnboga og Háskólabíói, hefst á stutt-mynd. Í henni segir frá manni sem hefur sest að í rándýru hótelherbergi á besta stað í París til þess eins, að því er virðist, að láta dagana líða og losna frá lífinu sem plagar hann. Og þar sem hann liggur uppi í rúmi einn daginn og drepur tímann með sjónvarpsglápi hringir síminn, það er unnustan sem hann hafði yfirgefið, hún hefur haft uppi á hon- um, er lent á flugvellinum í París og er á leiðinni á hótelið. Hálftíma síðar hefst uppgjör þeirra sem er lágstemmt og lýsir samskiptum fólks sem skilur hvorki hvað aðskilur þau né tengir. Maðurinn á hótelherberginu, Jake, er einn þriggja bræðra sem segir frá í kvikmyndinni sjálfri. Þeir hittast á Indlandi til þess að finna sjálfa sig og tengslin sín á milli. Þegar líður á myndina kemur í ljós að allir eiga þeir í einhvers konar kreppu: Jake hefur flúið heiminn, Peter á von á barni með konu sem hann taldi sig ætla að skilja við og Francis sleppur rétt svo lifandi úr mótorhjólaslysi sem fær hann til þess að reyna að sameina sundraða fjöl- skylduna upp á nýtt. Í ljós kemur að stuttmyndin segir í raun sömu sögu og kvikmyndin. Enginn í Darjeeling Limited skilur samband eða sam- bandsleysi sitt við annað fólk. Og eftir myndina situr áhorfandinn uppi með ýmsar fleiri spurningar: Hvers vegna þessi stutt- mynd? Hvers vegna missir Bill Murray af Darjeel- ing-lestinni í upphafi myndarinnar og þar með af þessari mynd? Hvers vegna eru sumir með en aðrir ekki? „Ekki telja mig með,“ segja þeir bræður ítrek- að þegar á að hafa þá með í einhverju. Hvernig tengjast hlutirnir? Hvernig vinir hefðu þeir bræður orðið ef þeir hefðu ekki verið bræður heldur bara fólk, eins og einn þeirra spyr. Þeir sem hafa áhuga á þessum spurningum og ekki svörum fari á þessa mannlegu mynd. Kreppubræður Frábærlega leiknir af Jason Schartzman, Owen Wilson og Adrien Brody. Ekki telja mig með MENNINGARVITINN Laugardagur 2. 2. 2008 81. árg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.