Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is E invalalið , leitt af Agli Ólafssyni, skipaði flokk- inn sem átti fremur snarpan en gjöfulan fer- il; þrjár breiðskífur, eina hljómleikaplötu auk tón- listar við leikrit, söng- leikinn Gretti, ballettinn Sæmund Klemensson og kom auk þess fram í tveimur sjónvarpsþáttum. Þá var sveitin með iðnustu tónleikasveitum hérlendis. Meðlimir, sem voru í kringum 25 ára aldurinn er sveitinni var hleypt af stokkunum, áttu varla bót fyrir brók á meðan sveitin lifði en hrein og heiðarlega ástríða fyrir tónlistinni rak þá linnulaust áfram. Áðurnefndur safnkassi inniheldur auk upp- runalegu platnanna plötu sem hefur fengið heit- ið Ókomin forneskjan. Þar er fram komin, í fyrsta skipti, hin fræga „týnda“ plata hljóm- sveitarinnar sem byrjað var á árið 1984 en datt ítrekað á milli þilja af ýmsum ástæðum. Fleira sjaldgæft og óheyrt prýðir þennan aukadisk, sem verður að teljast sannkallaður hvalreki fyr- ir aðdáendur Þursa og reyndar fyrir áhugafólk um íslenska dægurtónlist almennt. Takturinn tekinn í burtu „Á þessum tíma var engin Loftbrú, engin út- flutningssjóður, auðmenn né bankar,“ rifjar Egill upp. Hann brosir. „Menn lögðu upp á eig- in vegum og þegar við ferðuðumst um Norð- urlöndin og Evrópu í kringum Þursabitsplöt- una var víxill sleginn fyrir sendiferðabíl.“ Tómas samsinnir þessu. „Ég, Þórður (Árnason gítarleikari) og Ásgeir (Óskarsson trymbill) vorum mikið að vinna með öðrum fram að Þursabitsplötunni. Þegar við fórum að vinna Þursabit var hreinlega ákveðið að leggja öllum verkefnum sem gáfu okkur aur,“ heldur Tómas áfram. „Lifibrauðið í heilt ár var þessi litla innkoma sem við höfðum af spiliríi.“ Þursabit var önnur plata sveitarinnar og kom út 1979. Sú fyrsta, Hinn íslenzki Þursaflokkur kom út 1978. Á hljómleikum kom út 1980 og síð- asta plata sveitarinnar, Gæti eins verið, 1982. Egill, Þórður, Ásgeir og Tómas voru kjarni Þursanna en í upphafi var Rúnar Vilbergsson fagottleikari með og þeir Karl J. Sighvatsson og Lárus Grímsson lögðu hönd á plóg síðar á ferl- inum. Þursar störfuðu hratt og vel á meðan þeir lifðu. „Ég held að pródúktífitetið hafi verið miklu meira en eðlilegt getur talist,“ segir Egill. „Ég veit það ekki … kannski var alltof lítið slegið af svona eftir á að hyggja. Strax um haustið ’78, árið sem fyrsta platan kemur út, erum við komnir með upplegg á næstu plötu og rúmlega það.“ Þeir félagar segja að hópurinn hafi smollið vel saman og sköpunarþrótturinn var mikill. Efnið flæddi úr meðlimum, steinninn var slíp- aður frá morgni til kvölds eins og Egill kemst að orði. „Það má örugglega segja að hljómsveitin hafi orðið til vegna ákveðinnar þarfar,“ segir Tóm- as. „Eins og áður segir vorum ég, Geiri og Þórð- ur í mjög mikilli vinnu fyrir aðra og ég bjó hálf- partinn úti í Hljóðrita í um tvö ár. Maður var orðinn hálfleiður og því allt annað að koma inn í þetta batterí. Það var Egill sem sló upp- runalega á þráðinn til okkar og þetta var í upp- hafi einslags tilraun. Við prófuðum þetta á nokkrum æfingum haustið ’77.“ Egill hafði stuttu áður sagt sig úr Spilverki þjóðanna og Stuðmenn lágu í kör. Að gera þess- um íslenska arfi skil hafði verið nokkuð lengi í farvatninu hjá honum en hann vissi ekki ná- kvæmlega hvernig hann ætlaði að fara að því. „Savannatríóið og Þrjú á palli höfðu gert þetta með ákveðnum formerkjum en mig lang- aði til að gera þetta á annan veg. Við áttum eng- ar fyrirmyndir að þessu, þó að auðvelt sé að sjá Við vorum ekki að keppa v Harkið „Þórður keypti tvo fimmtíu kílóa kartöflupoka, frekar en einn, til að eiga örugglega eitthvað í soðið einn veturinn,“ segir Egill og Tóm- as bætir við að reglubundið hafi þeir félagar farið heim til Þórðar í fátækrakássu. HINN íslenski Þursaflokkur er hiklaust ein frambærilegasta rokksveit Íslandssögunnar og upphaflegar tilraunir hennar með sam- slátt rokks og íslenskrar alþýðutónlistar með tilkomumeiri afrekum hérlendrar dæg- urtónlistar. Þursarnir snúa aftur hinn 23. febrúar næstkomandi og halda hljómleika í Laugardalshöllinni ásamt Caputhópnum og um líkt leyti verða allar plötur Þursa endur- útgefnar í glæsilegum safnkassa sem inni- heldur að auki sextán áður óútgefin lög. Les- bók tók tvo Þursa, þá Egil Ólafsson og Tómas Tómasson tali vegna þessa. Þursaflokkurinn Á tónleikum í Laugardalshöll þriðjudaginn 12. júní 1979. Ljósin í bænum komu fram á sömu tónleikum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.