Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Þeir Spike Jonze og MichelGondry fylgdu báðir gjöfulum ferli í gerð tónlistarmyndbanda eftir með því að leik- stýra sínum fyrstu bíómynd- um eftir handriti Charlie Kauf- man. Nú hefur Kaufman hins vegar sest í leik- stjórastólinn líka, en frumraun hans á því sviði er væntanleg innan tíðar, Synecdoche, New York. Það er í takt við önnur verk Kaufmans að myndin fjallar einmitt um leikstjóra – í leikhúsi að vísu – sem lokar leik- hópinn sinn af til þess að vinna að meistaraverkinu, með þeim afleið- ingum að hann sjálfur fer hægt og rólega að missa tökin á raunveru- leikanum. Þegar við bætist að leik- arinn sem á að leika leikstjórann sjálfan í leikritinu er farinn að leika óþægilega vel verða mörkin á milli leikrits, ímyndunar og raunveru- leika enn óskýrari. Það er Philip Seymour Hoffman sem leikur leik- stjórann sjálfan og Tom Noonan sem leikur leikstjórann í leikritinu, en í öðrum helstu hlutverkum eru Catherine Keener, Emily Watson, Samantha Morton og Hope Davis.    En á meðan Gondry hefur fariðað skrifa eigin handrit hefur Spike Jonze fundið mann sem er ekki síður penna- lipur en Kaufman til þess að skrifa handritið að sinni næstu mynd, rit- höfundinn Dave Eggers, sem hvað þekktastur er fyrir bókina A Heartbreaking Work of Stagger- ing Genius. Þetta fyrsta kvikmyndahandrit hans er hins vegar eftir frægri barnasögu Maurice Sendak, Where the Wild Things Are. Sagan segir af ungum dreng sem villist í land villtra tor- kennilegra skrímsla sem tilbiðja hann sem konung sinn. Sagan er það vinsæl í Bandaríkjunum að kvik- myndatímaritið Empire spáir að hún taki inn einar 200 milljónir og verði þannig einn stærsti smellur ársins (eða næsta árs, sýningartíminn virð- ist eitthvað á reiki) þrátt fyrir að fyrri myndir Jonze hafi einungis hal- að inn tíundina af þeirri upphæð. Hver getur líka staðist loðin skrímsli sem Forest Whitaker og James Gandolfini tala fyrir?    Eggers lætur sér þetta þó ekkinægja heldur er hann líka að vinna handrit fyrir breska ósk- arsverðlaunaleik- stjórann Sam Mendes. Hand- ritið skrifar Eg- gers ásamt konu sinni Vendela Vita, rithöfundi og ritstjóra. This Must Be the Place er vinnu- heiti mynd- arinnar sem virð- ist vera einkennilega gamaldags saga um par sem á von á barni og leitar að hentugum stað til þess að byggja sér heimili, ekki ósvipað og á dögum villta vestursins. Áður en af þessu getur orðið þarf Mendes þó að klára Revelutionary Road, sem fjallar einnig um par og barneignir. En þetta er ekki hvaða par sem er held- ur vinsælasta par kvikmyndasög- unnar, þau Leonardo DiCaprio og Kate Winslet, eiginkona Mendes. Myndin fjallar um erfiðleika í sam- bandi þeirra skötuhjúa á meðan þau berjast við að ala upp tvö börn í út- hverfi í Connecticut. Sumsé eins og framhaldið af Titanic hefði orðið ef þessi helvítis ísjaki hefði ekki verið að flækjast fyrir … KVIKMYNDIR Charlie Kaufman Di Caprio og Winslet. Dave Eggers Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com Því er gjarnan haldið fram að kvikmynda-formið sé náskylt draumum. Passífuráhorfandi, sem situr kyrr í myrkum sal,er mataður með myndaröð af óséðum að- ila sem vinnur á bak við tjöldin. Það sama má segja um sofandi mann sem er mataður með dularfullu myndefni af undirmeðvitundinni. Kvikmyndatækn- in getur haft djúpstæð áhrif bæði á meðvitund og upplifun áhorfanda. Bestu dæmin eru líklega faldar auglýsingar í kvikmyndum, vel heppnaðar áróð- ursmyndir og verk ýmissa súrrealista (að ótöldum kenningum um heilaþvott og hugsanastýringu). Hugmyndir um að hægt sé að framleiða kvikmynd sem geti tryllt áhorfendur og bókstaflega haft áhrif á hegðun þeirra er vissulega heillandi. John Car- penter hefur t.a.m. leikið sér með þessar pælingar í tveimur verkum. Í In The Mouth of Madness (1995) rústa bækur vinsæls hryllingshöfundar geðheilsu lesenda og þegar kvikmyndaaðlögunin kemur loks- ins út missir fólk vitið í milljónatali (enda á mynd- formið greiðari leið að huga almennings). Í sjón- varpsmyndinni Cigarette Burns (2005) fer maður í leit að kvikmynd eftir bandbrjálaðan sérvitring sem er fræg fyrir að hafa gert áhorfendur snaróða í eina skiptið sem hún var sýnd almenningi. Eftir stranga og erfiða leit kemst söguhetjan að því að leikstjóranum hafði tekist að redda sér lifandi engli, sem hann misþyrmdi og vængstýfði fyrir framan tökuvélarnar. Englablóð á filmu er víst nóg til að gera hvern sem er að morðóðum fanti. Hugmyndir af þessu tagi eiga meira skylt við galdra heldur en kvikmyndagerð (sumir vilja þó meina að þetta tvennt sé náskylt, eins og kvik- myndir og draumar). Það er mikil hefð fyrir dul- speki í kvikmyndum og margir virkir galdramenn hafa unnið sem leikstjórar. Frægastur er líklega Kenneth Anger, sem var sjálfur lærisveinn fræg- asta galdramanns 20. aldar, Aleister Crowley. An- ger framreiddi verk sem hann lýsti sjálfur sem galdravopnum til að hafa áhrif á umheiminn. Hann notaði blöndu af magískri táknfræði, dulspeki, forn- um trúarathöfnum og vísunum í samtímapopp- kúltúr til að kalla fram álög á filmu í myndum á borð við Lucifer Rising (1972) og Inauguration of the Pleasure Dome (1954). Anger vildi leggja gald- ur á áhorfendann sem yrði endurvakinn með end- urteknu áhorfi og gæti þannig lifað um ókomin ár. Myndmálið var til þess ætlað að hafa áhrif á ólík stig (undir)meðvitundar í áhorfandanum. Þrátt fyrir að til séu kvikmyndagerðarmenn sem líti á sig sem hreinræktaða galdramenn og vinni meðvitað með formið sem slíkt þá birtist dulspeki- þátturinn oftar í formi tóls sem er notað til að draga fórnarlömbin inn í filmuna í gegnum táknfræði, ritúala og óhefðbundnar frásagnaraðferðir. Fjöldi leikstjóra hefur stuðst við dulspeki á einn eða ann- an hátt í gegnum áratugina. Alejandro Jodorowsky er þekktur kuklari (hann eyddi m.a. rúmum 15 ár- um í að rannsaka og endurvinna upprunalega Ta- rotið frá Marseille) og áhrifanna gætir greinilega í verkum hans (The Holy Mountain (1973) er líklega besta dæmið). Það sama má segja um fræga stutt- mynd Mayu Deren, Meshes of the Afternoon (1943). Werner Herzog gerði róttækar tilraunir með dáleiðslu við gerð myndarinnar Heart of Glass (1976). Og David Lynch, eins og frægt er orðið, styðst við hugleiðslu í listsköpun sinni til að hafa áhrif á og eiga í samskiptum við áhorfendur á djúp- stæðu plani undirmeðvitundar – maður verður að kafa djúpt til að finna stóra fiska, eins og Lynch orðar það sjálfur. Það fer ekki á milli mála að magí- an hefur fyrir löngu hreiðrað um sig í heimi kvik- myndanna og myndar þar kafla sem enn á eftir að rannsaka til hlítar. Töfrar kvikmyndanna SJÓNARHORN » Þrátt fyrir að til séu kvik- myndagerðarmenn sem líti á sig sem hreinræktaða galdra- menn og vinni meðvitað með formið sem slíkt þá birtist dul- spekiþátturinn oftar í formi tóls sem er notað til að draga fórn- arlömbin inn í filmuna í gegnum táknfræði, ritúala og óhefð- bundnar frásagnaraðferðir. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu N okkuð er um liðið síðan hið ást- sæla og í alla staði framúrskar- andi leikstjóratvíeyki sem jafnan er nefnt Coen-bræðurnir sendi síðast frá sér kvikmynd, en það var árið 2004 og verkið sem þá bar fyrir augu áhorfenda var endurgerð á hinni sí- gildu Ealing-gamanmynd, The Ladykillers. Mynd- in olli hins vegar umtalsverðum vonbrigðum, í raun var þarna á ferð fyrsta óumdeilanlega feilspor bræðranna – en sumir voru jafnvel farnir að halda að sú stund myndi aldrei renna upp, slík hafði sig- urganga þeirra verið undanfarna tvo áratugi. En gripurinn sökk undan þunglamalegri sjálfhverfu handritsins og uppblásinni nærveru (og und- arlegum hökutoppi) Tom Hanks í aðalhlutverkinu, og af þessum lánlausu bandarísku frúarbönum hef- ur síðan farið litlum sögum. Myndin sem Coen- arnir gerðu þar á undan var hins vegar skrambi góð, Intolerable Cruelty (2003), en hún gekk hins vegar öfug ofan í bæði áhorfendur og gagnrýn- endur. Sem sýnir hversu mikil ólíkindatól bæði áhorfendur og gagnrýnendur geta verið. Þarna var á ferðinni listilegur farsi sem, líkt og sumar aðrar Coen-myndir, vísaði aftur til „screwball“- gamanmyndahefðar fjórða og fimmta áratugarins, en gjörningurinn er þó ekki nema að hluta nostalg- ískur. Ást bræðranna á hefðinni er augljós en kennileiti hennar eru færð til nútímans, undan þeim er grafið og leikið með þau á meðvitaðan hátt í bæði sögufléttunni og myndmáli. En eyðimerkurgöngunni er lokið. Nýjasta mynd bræðranna, No Country For Old Men, hefur slegið í gegn svo um munar. Hún gerir reglulega vart við sig á uppgjörslistum yfir það sem stóð hæst 2007, hún hefur þegar hlotið mikilvæg verðlaun í kvik- myndaheiminum og var nú fyrir nokkru tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins. Vinnubrögð Coen-bræður mynda undarlega kvikmyndagerð- areiningu. Þeir vinna saman að öllum sínum mynd- um og samkvæmt nafnalistum virðist skýr verka- skipting vera fyrir hendi í samstarfinu. Þannig hefur Ethan Coen tekið að sér framleiðslustörf en Joel leikstýrir og saman skrifa þeir myndirnar. Svona hefur vinnubrögðum þeirra bræðra verið lýst allt frá því þeir gerðu sína fyrstu mynd árið 1984, nýrökkur meistaraverkið Blood Simple, en í ljós hefur hins vegar komið að brögð eru í tafli, hér er um nokkra hagræðingu á sannleikanum að ræða. Staðreyndin er sú að báðir leikstýra þeir myndunum, og báðir ganga þeir í framleiðslu- störfin, en bræðurnir ákváðu hins vegar, eins og til að einfalda hlutina og valda ekki of miklum heila- brotum hjá áhorfendum um hversu samrýndir þeir í raun séu, að skipta verkunum svona á milli sín að nafninu til. Bætist svo við að báðir koma þeir að eft- irvinnslu mynda sinna sem klipparar, en fyrir því hlutverki hefur hinn tilbúni Roderick Jaynes verið skrifaður allt frá fyrstu tíð. Má jafnvel ætla að ákvörðunin um dulnefni á þessu sviði hafi tengst áhyggjum þeirra bræðra af því að vera of áberandi sem höfundar mynda sinna, líkt og það að þeir gengju í jafnmörg störf og raun ber vitni gæfi verk- um þeirra yfirbragð eins konar heimilisframleiðslu. Hér mætti líka benda á að þótt heilmikil hefð sé fyrir samstarfi á ýmsum sviðum kvikmyndagerðar hafa nokkur störf yfir sér ímynd sem ekki sam- ræmist að fullu samvinnuhugmyndinni, og ber þar fyrst að nefna leikstjórastarfið. Afar sjaldgæft er að tveir einstaklingar séu skrifaðir fyrir leikstjórn kvikmynda, en frá og með Frúarbönunum hafa þó Coen-bræðurnir tekið upp þann háttinn og sama á við um framleiðsluhliðina (þótt þeir skýli sér enn á bak við Jaynes-dulnefnið þegar að eftirvinnslunni kemur). Land ekki vært öldruðum mönnum Í þessu samhengi er við hæfi að hnykkja enn frekar á því að ferillinn sem þessir menn eiga að baki er allt að því einstakur. Erfitt er að finna á honum veikan blett. Miller’s Crossing (1990) og Fargo (1996) eru meðal framsæknustu glæpamynda sem komið hafa frá Hollywood um langt skeið, og Rais- ing Arizona (1987), Barton Fink (1991), The Hud- sucker Proxy (1994), og O Brother Where Art Thou (2001) eru undirfurðulegar og yndislegar gamanmyndir sem eiga það sameiginlegt að gera ævintýri hálfgerðra þöngulhausa að umfjöllunar- efni. En í meðförum bræðranna hlýtur þöng- ulhausinn sammannlega vídd, hann verður gam- ansöm og eilítið afbökuð táknmynd fyrir takmarkanir hins mannlega ástands, þetta eru til- vistarlegar kómedíur sem skapa að því er virðist áreynslulaust eigið sértæka skírskotunarkerfi. Þannig bera myndirnar líka skýr höfundareinkenni bræðranna en meðal þeirra er óhætt að telja form- gerð handritanna sem jafnan eru úthugsuð, út- smogin, og algjörlega höggþétt, þau mætti nota sem sýnidæmi í kvikmyndaskóla ef ekki væri fyrir þennan sérstaka skringilega og frumlega eiginleika sem í hvert sinn umbreytist í eitthvað sem ekki er hægt að endurtaka. Og hér situr „slacker-noir“- gamanmyndin The Big Lebowski (1998) í öndvegi – að sumu leyti lagar hún sig að Coen-viðmiðinu, að öðru leyti sker hún sig frá því. En það er eins og eldingu hafi lostið niður við gerð hennar, hún full- komnaði höfundarverkið og er hið ólíklega meist- araverk bræðranna. Mynd sem varð klassísk um leið og hún leit dagsins ljós, en eiginlega óvart og án þess að nokkur yrði hennar var í upphafi. Og svo er það nýjasta myndin, No Country for Old Men. Maður á veiðum í óbyggðum kemur að glæpavettvangi þar sem lík eru stráð um jörðina, jeppar standa yfirgefnir og hellingur af eiturlyfjum bíður fundar. Líka peningar, og þá ákveður mað- urinn að hirða. Þetta reynist vond ákvörðun. Og myndin fjallar um eftirköstin. Eitt af því sem gerir myndina athyglisverða er hvernig bræðurnir breyta um takt frá sínum fyrri myndum (léttleiki er t.d. algjörlega fjarverandi) en viðhalda þó mörgum helstu einkennum sínum í aðlögunarferli sem ekki getur hafa verið neinn hægðarleikur. Þá hefur það ekki heldur verið einfalt mál að viðhalda eigin höf- undareinkennum andspænis verki eftir rithöfund á borð við Cormac McCarthy, án þess að skrum- skæla það. En það tekst Coen-um og hlýtur að telj- ast afrek. Ber er hver að baki … Nýjasta kvikmynd Coen-bræðra, sem áætlað er að sýna hér á landi síðar í þessum mánuði, nefn- ist No Country For Old Men og er þar um aðlög- un á skáldsögu eftir bandaríska rithöfundinn Cormac McCarthy að ræða. Nú fyrir skemmstu var myndin tilnefnd til fjölda Óskarsverðlauna. No Country for Old Men Eitt af því sem gerir myndina athyglisverða er hvernig bræðurnir breyta um takt frá sínum fyrri myndum. Tommy Lee Jones í hluitverki sínu í mynd Cohen-bræðra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.