Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.2008, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 7
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Gæðasveitin Guillemots fráLundúnum hefur tilkynnt um
nýja breiðskífu. Red, sem er önnur
plata sveitar-
innar, kemur út
í endaðan mars.
Kemur platan í
kjölfar hinnar
lofuðu Through
the Window-
pane sem hafn-
aði ofarlega á mörgum árslistanum
fyrir árið 2006. Platan nýja kemur
út í Bretlandi fyrst um sinn en út-
gáfa í Bandaríkjunum verður ekki
fyrr en í haust. Fyrsta smáskífan,
„Get Over It“ kemur út 17. mars.
Dennis Wilson var sá eini úrBeach Boys sem kunni brim-
brettalistina upp á hár og er líka
sá eini sem sendi frá sér sólóplötu
sem eitthvað
þykir spunnið í
(það má svo
endalaust deila
um það hvort ein
frægasta „týnda“
plata rokksög-
unnar, Smile,
sem kom loksins
út 2004, sé
Beach Boys-
plata eða sóló-
plata Brians Wilsons, en þannig
endaði verkefnið). Fyrsta og síð-
asta sólóplata Dennis Wilsons,
Pacific Ocean Blue, kom út árið
1977 og seldist ekkert sérstaklega
vel né fékk hún vinsamlega um-
mæli á sínum tíma. Í gegnum árin
hefur hún þó öðlast költstöðu og
þykir í dag vera hinn merkilegasti
gripur, og kannski að sú staðreynd
að Wilson lést sex árum síðar hafi
hjálpað nokkuð upp á það. Enn
betra fyrir svona þróun er að á
hillunum rykfalla óútgefin lög fyrir
aðra breiðskífu, Bamboo, en hún
var tekin upp á árunum ’77 til ’79
en kom aldrei út.
Pacific Ocean Blue kemur nú út
í sérstakri viðhafnarútgáfu hinn
13. maí, svona rétt áður en sum-
arið brestur á. Platan kom út á
geisladiski árið 1991 en hann varð
fljótlega uppurinn. Platan hefur
verið ófáanleg síðan og hefur hinn
sjaldgæfi geisladiskur selst á yfir
20.000 krónur íslenskar. Viðhafn-
arútgáfan verður tvöföld, á fyrri
diskinum verður upprunalega plat-
an en á þeim síðari verða aukalög.
Þá kemur hún einnig út sem vín-
ylplata. Pacific Ocean Blue var
fyrsta sólóplatan sem kom frá
meðlimi úr Beach Boys en félagar
Wilsons úr sveitinni, frændi hans
Mike Love og bróðir hans, Carl
Wilson, hjálpuðu til við plötugerð-
ina.
Dennis Wilson drukknaði hinn
28. desember 1983, en hafði barist
við fíkniefnadjöfulinn í nokkur ár.
Hin síðskeggjaða sveit MyMorning Jacket gaf síðast út
plötu árið 2005, öndvegisgripinn Z.
Nafn er nú
komið á næsta
grip, og mun
hann kallast
Evil Urges.
Ekkert fleira
liggur fyrir
annað en að
útgáfudag-
urinn er 10.
júní og ein fréttaveitan hafði á orði
að hljómsveit hlyti að vera búin að
„meika“ það þegar það eitt að
plötuheitið lægi fyrir þætti frétt-
næmt. Áðurnefnd Z þótti vera
gríðarlegt framfarastökk fyrir
sveitina og rokkið, sem hefur verið
undir miklum áhrifum frá suð-
urríkjarokkinu svokallaða, var tog-
að og teygt á nýstárlega lund en
upptökustjórnandi var John Leckie
(Stone Roses). Hún er því all-
nokkur, spennan fyrir þessu næsta
útspili, en þeir óþolinmóðustu voru
róaðir niður fyrir tveimur árum er
tónleikaplatan/mynddiskurinn
Okonokos kom út.
TÓNLIST
Guillemots
Dennis Wilson
My Morning Jacket
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Fáir tónlistarmenn njóta jafnmikillarhópdýrkunar eða költstöðu og breskitónlistarmaðurinn Nick Drake. Hannféll ungur í valinn, nánast fyrir rælni
vilja sumir meina – banameinið er talið vera
misskilningur við lyfjainntöku en Drake þjáðist
af fremur illvígu þunglyndi. Aðrir eru þó á því
að um hreint og klárt sjálfsmorð hafi verið að
ræða. Í öllu falli var fráfall Drake mikill harm-
dauði, hvort heldur fjölskyldu eða tónlistar-
áhugamönnum en stöðugt bætist í aðdáenda-
hópinn, enda tónlistin jafnáhrifarík nú og þá.
Þær sterku og stingandi tilfinningar sem liggja
til grundvallar því verki sem hér er til umfjöll-
unar eru jafnviðeigandi í dag og fyrir rúmum
þrjátíu árum.
Breiðskífur Nick Drake urðu þrjár, Fives
Leaves Left (1969), Bryter Layter (1970) og
Pink Moon (1972). Allt eru þetta framúrskar-
andi plötur en það verður að segjast að tvær
þær fyrstu komast ekki nálægt þeirri síðustu
sem er fegurðin holdi klædd, hrein og tær. Á
fyrstu plötunum var hefðbundinni hljóm-
sveitaskipan stillt fram auk strengja, blásturs
og þvíumlíks og fallegar melódíur Drake unnar
til og útsettar. Á Pink Moon, sem var tekin upp
í mikilli sálarangist, standa lögin hins vegar
berstrípuð og nakin, það eina sem hlustandinn
heyrir er gítar og hvíslkennd rödd Drake (og
smávegis píanó í titillaginu). Lögin eru bein-
skeytt og sársaukafull, nálægðin við söngva-
skáldið svo mikil að maður lítur hálfpartinn
undan þegar hlustað er. Á innan við hálftíma, í
gegnum ellefu lög, hellir Drake stanslaust úr
hjartanu og þó að smíðarnar séu æði drunga-
legar eru þær um leið vonbjartar, eins ein-
kennilega og það kann að hljóma. Dómsdagsára
hvílir engu að síður yfir öllu, líkt og höfund-
urinn sé sannarlega kominn að enda vegarins.
Og trúðu mér, þú þarft ekki nema eina hlustun
til að skilja hvað ég er að fara með öllum þess-
um gífuryrðum.
Sagan af því hvernig Drake tók plötuna upp
er nokkurs konar nútíma goðsaga. Hún var tek-
in upp á tveimur dögum, í tveimur tveggja tíma
lotum sem fram fóru í kringum miðnættið.
Drake, sem var ansi þungur á þessum tíma,
mælti vart orð frá munni. Hummaði og jáaði og
leit varla upp frá gítarnum. Upptökumaðurinn,
John Wood, var einn af þeim fáu sem hinn of-
urhlédrægi Drake treysti sem vini en Wood
taldi eðlilega að Drake hefði verið að rúlla lög-
um og lagahugmyndum inn á band í flýti, sem
svo yrði unnið meira í síðar. Hann varð því að
vonum hissa er Drake lagði áherslu á að svona
skyldi platan standa.
Pink Moon er tíður gestur í greinum og list-
um sem fjalla um bestu plötur rokksögunnar og
ekki að ósekju. Um er að ræða algjöra skyldu-
hlustun fyrir alla þá sem hafa vott af áhuga á
dægurtónlist, og þá breytir engu hvaða geira
eða undirstefnu þeir telja sitt heimaland.
Fölur máni
POPPKLASSÍK
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Þ
AÐ var fyrir löngu orðið tímabært
að hin óhjákvæmilega safnskífa
Cardigans kæmi út. Bandið er
núna búið að vera að í sextán ár
og nýtur það mikilla vinsælda að
útspil sem þetta er réttlætanlegt.
Síðustu tvær plötur hafa reyndar gengið svona
og svona í kaupendur og kannski er verið að
kreista síðustu dropana úr sveitinni, án þess þó
að eitthvað hafi verið tilkynnt um slíkt.
Sveitin var stofnsett árið 1992 í Jönköping
en flutti svo fljótlega til Malmö. Peter Svens-
son og Magnus Sveningsson voru þungarokk-
arar en voru orðnir áhugasamir um að setja
saman popptónlist, og melódíuinnsæi þeirra
ásamt tilraunastarfsemi átti eftir að leggja
grunninn að farsæld Cardigans en þeir félagar
hafa átt fremur erfitt með að halda sig við
vinningsformúluna, þá er hún hefur fundist,
eitthvað sem hefur haldið sveit sem aðdáendum
á tánum. Trymbillinn Bengt Lagerberg og
Lars Olof Johansson komu fljótlega til liðs við
þá Svensson og Sveningsson og einnig söng-
konan Nina Persson, sem varð brátt andlit
sveitarinnar út á við. Hljómsveitin flutti inn í
litla íbúð og fyrsta platan, Emmerdale, leit
dagsins ljós árið 1994, plata sem átti eftir að
standsetja sveitina vel og rækilega í heima-
landinu. Þar er að finna lagið „Sick & Tired“,
snúið og skælt skrýtipopp sem vakti mikla at-
hygli hjá bresku tónlistarblöðunum Melody
Maker og NME. Mikil athafnasemi einkenndi
þessi fyrstu ár sveitarinnar en platan Life kom
út strax árið 1995 og sló nokkurn veginn í gegn
á heimsvísu. Ekki bara að hún gengi vel á
Norðurlöndunum, Bretlandi og annars staðar í
Evrópu heldur gerði hún og mikla lukku í Jap-
an og einnig á hinum risastóra markaði Banda-
ríkjanna og var það fyrir tilstilli lagsins „Lo-
vefool“ sem heyra mátti í mynd Baz Luhrman,
Rómeó og Júlía sem sportaði Leonardo DiCap-
rio og Claire Danes í burðarrullum. First Band
On The Moon kom svo út 1996 og þá var mikið
rætt um sænsku nýbylgjuna í poppi; og talað
um hina ómótstæðilegu blöndu af sjöunda ára-
tugs poppi og indírokki sem hljómaði eitthvað
svo fullkomlega eðlilega í meðförum Cardigans.
Gran Turismo, út og þar sýndi sveitin á sér
dekkri hliðar en áður, platan var eins og eft-
irköst af hinni miklu keyrslu sem hafði staðið
yfir í sex ár. Lögin „My Favourite Game“ og
„Erase/Rewind“ urðu vinsæl en hið síð-
arnefnda er nýlega komið út sem niðurhleðsla í
Svíþjóð, endurhljóðblandað af Kleerup. Eftir
Gran Turismo lagðist sveitin í híði og meðlimir
sinntu ýmsum hliðar- og sólóverkefnum. Car-
digans sneru svo aftur árið 2003 með plötunni
Long Gone Before Daylight. Prýðisplata sem
gekk þó ekki vel í aðdáendur, en á plötunni er
tekin sæmilegasta u-beygja og rokk áttunda
áratugarins að hætti Fleetwood Mac ásamt
hippískri kertaljósamúsík var umfaðmað. Til
sönnunar nægði að virða fyrir sér plötu-
umslagið og strítt skegg lagahöfundarins Peter
Svensson. Þá var Persson orðin dökkhærð, en
hafði fram að því verið eins konar kjörmynd
sænsku ljóskunnar. Tveimur árum síðar kom
svo platan Super Extra Gravity út, en á henni
leitaði sveitin aftur í brunn þess popps sem
hafði markað henni nafn tíu árum fyrr. Graf-
arþögn ríkir um næstu skref sveitarinnar en
Persson er um þessar mundir að hljóðrita sóló-
plötu númer tvö, sem hún gefur út undir lista-
mannsheitinu A Camp (sú fyrsta kom út árið
2001). Safnplatan kemur út núna eftir helgi en
fyrir lengra komna er vert að geta þess að
platan kemur einnig út í takmörkuðu upplagi
sem tvöfaldur diskur, og þá með tuttugu og
fjórum sjaldheyrðum lögum.
Cardigans gera upp
Sænska sveitin The Cardigans var í fararbroddi
nýsköpunarinnar sem átti sér stað í sænsku
poppi um miðbik tíunda áratugarins. Ferskur
hljómur hennar og meðreiðarsveita eins og Ray
Wonder og Eggstone vakti margan poppáhuga-
manninn af værum blundi og náði höggbylgjan
langt út fyrir Norðurlöndin. Cardigans gerir nú
upp fjórtán ára litskrúðugan feril á sinni fyrstu
safnplötu sem ber hinn nýstárlega titil Best of.
Cardigans Hljómsveitin er talin meðal allra bestu hljómsveita Svía, aðeins Abba þykir slá þeim við.