Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 3
lesbók
BERLIN, GERMANY
DANCEWORKS berlin
1 + 2 March
Contact Andy Arndt
laban@andyarndt.com
HELSINKI, FINLAND
Teatterikorkeakoulu
15 + 16 March
Contact Jukka Tarvainen
jukka.tarvainen@teak.fi
LONDON, UK
8 April
10 April
11 April
Contact Maggie Kelly
m.kelly@laban.org
Programmes offered at Laban which fall within the framework for higher education qualifications in the UK are validated by City University, to whom Laban is responsible for ensuring the quality and
academic standards of its undergraduate and postgraduate provision. Laban is incorporated by Trinity Laban. Registered Charity 309998. Supported by Arts Council England with National Lottery funds.
Design Laban 2008 Photo Martin Jordan and Merlin Hendy.
CREEKSIDE LONDON SE8 3DZ UK
T +44 (0)20 8691 8600 INFO@LABAN.ORG WWW.LABAN.ORG
AUDITIONS AND WORKSHOPS
BA HONOURS DANCE THEATRE
ONE YEAR PROGRAMMES
REYKJAVIK, ICELAND
8 + 9 MARCH 2008
Contact Signý Stefánsdóttir
Klassíski Listdansskólinn,
Grensásvegur 14
108 Reykjavik
T 00 354 694 1222
E signys@ru.is
Fast track specialist training also available for dancers, teachers,
notators, choreographers and community artists.
Contact the administrator at your nearest venue, to join a workshop and find out more.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
V
erð á hlutabréfum fellur, fast-
eignamarkaðurinn gírar niður,
vextir eru í hæstu hæðum, olían
hækkar enn og áhrifamenn í at-
vinnulífinu segjast ekki vita
hvað framtíðin beri í skauti sér.
Eru í besta falli svolítið svartsýnir. Talað er
um leiðréttingu eftir þensluna og að menn voni
að skellurinn verði ekki þungur. Einhvernveg-
inn þannig er myndin af íslensku efnahagslífi í
upphafi ársins 2008.
Síðustu árin hefur samfélagið verið á fleygi-
ferð – í upphafinni óvissuferð sem velmegunin
hefur knúið áfram. Erlent vinnuafl hefur
streymt til landsins, einkaneyslan hefur náð
áður óþekktum hæðum, íslensk fyrirtæki hafa
haslað sér völl úti í hinum stóra heimi og sumir
hafa grætt ótæpilega á þessari þeysireið.
Menning og listir hafa húkkað sér far og notið
góðs af velgengni fyrirtækja og einstaklinga;
svokölluðum styrktaraðilum hefur tvímæla-
laust fjölgað og styrktarsjóðir hafa sprottið
upp og veita fé til svokallaðra góðra málefna;
líknarmála, íþrótta og lista. En hvað gerist nú?
Dregur ekki úr fjárstreyminu þegar harðnar í
ári hjá fjármagnseigendum? Eru styrkir of
mikilvægur þáttur í ímyndarsköpun til að
skrúfa fyrir þá? Er það orðin ástríða þeirra
sem stjórna að taka þátt í listalífinu; eignast
framúrskarandi myndverk eða sjá til þess að
tónlist á heimsmælikvaða megi hljóma í tón-
leikasölum?
Á dögunum var tilkynnt um árvissa út-
hlutun starfslauna listamanna frá hinu op-
inbera. Listamönnum eru veitt starfslaun og
styrkir, með þann tilgang að leiðarljósi að efla
listsköpun í landinu. Samkvæmt fréttatilkynn-
ingu bárust 514 umsóknir um starfslaun, flest-
ar frá einstaklingum en 54 frá leikhópum. 100
listamönnum var úthlutað starfslaunum og 10
leikhópum. Alls var um 1.224 mánaðarlaun að
ræða, kr. 234.000 á mánuði. Þetta eru um 286
milljónir króna. Þá fá 28 listamenn heiðurslaun
Alþingis, alls um 50 milljónir króna á ári, og í
liðinni viku var tilkynnt að atvinnuleikhópar
fengju 66 milljónir króna frá leiklistarráði.
Að vanda risu ýmsir upp á afturlappirnar
þegar starfslaunin voru tilkynnt og mótmæltu
því að hið opinbera væri að styðja við listalífið.
„Þetta er mismunun sem á ekki rétt á sér á 21.
öldinni því að ríkisrekin list er list á villigötum
og þjóðfélaginu (og sérstaklega listamanninum
sjálfum auðvitað) til háborinnar skammar,“
skrifar einn nafnlaus bloggari. Hann bætir svo
við: „Skammist ykkar að fara svona með al-
mannafé.“ „Núverandi fyrirkomulag er nið-
urlægjandi fyrir listamennina sjálfa,“ skrifar
annar og sumir vilja láta listamenn vera alfarið
háða markaðslögmálum; „Þeir sem eru svo
lánsamir að finnast þeir hafa listræna hæfi-
leika, að því gefnu að fólki almennt finnist það
líka, ættu ekki að eiga í vandræðum með að sjá
sjálfum sér farboða. Nú ef ekki, þá finnst mér
réttast að þeir fengju sér aðra vinnu,“ skrifar
María Guðmundsdóttir.
Svo eru enn aðrir sem benda á að starfslaun
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
Breyting Síðustu ár hefur verið auðveldara að afla stuðnings við menningarverkefni. „Í dag
heyrast allt aðrar tölur,“ segir Sigurður Gísli Pálmason. Í fyrra söfnuðust 27 milljónir króna
frá einkaaðilum til að styrkja Steingrím Eyfjörð til farar á Feneyjartvíæringinn.
Íslenskt menningarlíf þykir þróttmikið og er
mikilvægur þáttur í ímynd þjóðarinnar.
Kraftinn í menningunni á síðustu árum má að
einhverju leyti þakka auknum stuðningi
einkageirans við menninguna, þar sem
stjórnendur fyrirtækja hafa sýnt henni auk-
inn áhuga. Samstarf við skapandi stéttir er
jákvætt fyrir fyrirtækin. En hvað gerist nú?
Græða allir á menningunni?
Stuðningur fyrirtækja við menningarlífið hefur stóraukist á síðustu árum Listamenn fjármagna list sína að miklu leyti sjálf-
ir Fyrirtækin skapa sér jákvæða ímynd með samstarfi við menningarstofnanir Er að draga aftur úr fjármögnun fyrirtækja?