Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Blaðsíða 4
til listamanna, sem faglega skipuð nefnd hefur
talið hæfa til að hljóta þau út frá listrænum
forsendum, geri þeim kleift að vinna frjálst og
óháð að því að skapa list sem ekki þarf að vera
háð sölutölum. Vissulega er hægt að telja upp
langan lista fólks sem hefur haft gríðarleg
áhrif á menningarsöguna, þótt það hafi ekki
náð að lifa sómasamlegu lífi af listinni.
„Við getum lært það af sögunni að það sem
selst best þessa og hina stundina er kannski
ekki alltaf það sem lifir af, kemst inn í listasög-
una sem merkileg list og gleður mannkynið
kynslóð eftir kynslóð, öld eftir öld,“ skrifar
Sonja B. Jónsdóttir í einni netdeilunni um
starfslaunin.
„Starfslaunin eru undirstaða fagurbóka-
útgáfunnar,“ segir Kristján B. Jónasson, for-
maður Félags bókaútgefenda. „Fagurbók-
menntir væru stórum fátækari ef þeirra nyti
ekki við.“
Opinber starfslaun gera metnaðarfullum
listamönnum fært að einbeita sér að sinni köll-
un og stuðla um leið að öflugu og framsæknu
menningarlífi; er það ekki nokkuð sem gerir
Ísland lífvænlegra og skapar því sérstöðu?
„Öflugt menningarlíf gerir gott samfélag enn
betra,“ segir Ágúst Einarsson, rektor háskól-
ans á Bifröst. Hann hefur reiknað dæmið í bók
sinni Hagræn áhrif tónlistar og segir það fé
sem hið opinbera veitir til listsköpunar hér á
landi skila sér margfalt til baka til samfélags-
ins. Allir græði. Svo má ekki gleyma því að
þúsundir Íslendinga starfa við menninguna.
Hundruð milljóna í styrki
„Fyrirtækið reynir að láta aðra njóta vel-
gengninnar þegar vel gengur,“ segir starfs-
maður eins fjármálafyrirtækisins. Þegar rætt
er um fjármögnun menningar – og annarra
góðra málefna – þá tala allir fyrst um bankana.
Og víst er að bankarnir hafa komið afar mynd-
arlega að málum á síðustu árum. Til að mynda
hafði Menningarsjóður Glitnis 350 milljónir
króna til ráðstöfunar á síðustu tveimur árum
og veitti á áttunda hundrað styrkja. SPRON
er með öflugan styrktarsjóð og hefur um ára-
bil lagt menningunni lið, Kaupþing hefur
sömuleiðis komið af krafti inn á þetta svið, þótt
tölur liggi ekki á lausu, og Landsbankinn mun
styðja íþróttir, menningu og menntir um fleiri
hundruð milljóna á ári. Þar að auki úthlutar
Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur
(dóttur Björgólfs Guðmundssonar) nærri 100
milljónum á ári. Þá hafa önnur fjármálafyr-
irtæki, í höfuðborginni og út um land ekki legið
á liði sínu og styrkt ýmis menningarverkefni í
sínu umhverfi. Ótal félög og einstaklingar hafa
notið góðs af rausnarlegum styrkjunum, en
eins og Ágúst Einarssonar segir, þá „er hægt
að gera ótrúlega mikla hluti í menningar-
málum, með tiltölulega litlum peningum.“
Þá er ónefndur fjöldi fyrirtækja og ein-
staklinga sem hafa verið að hasla sér völl sem
velunnarar menningarinnar. Baugur er nýbú-
inn að úthluta nær 36 milljónum króna í
styrkjum, tónlistarsjóðurinn Kraumur mun
útdeila 50 milljónum á næstu árum, Icelandair
styrkir Airwaves-tónlistarhátíðina og flytur
tónlistarfólk milli landa, Listasjóður Dungals
veitti sína árlegu styrki til ungra myndlist-
armanna á dögunum, Listasjóður Pennans
sömuleiðis, einstaklingar styrkja verðlaun í
listum, verk margra samtímalistamanna hafa
rokið upp í verði og seljast vel, og ýmsir lista-
menn og hópar hafa tamið sér þau vinnubrögð
á síðustu árum að leita eftir fjármagni til verk-
efna hjá fyrirtækjum og einkaaðilum. Svo má
ekki gleyma hugsjónafólki, sem sumt hvert
veitir í kyrrþey háar upphæðir í styrki, án þess
að vera nokkursstaðar getið. Sigurður Gísli
Pálmason var formaður fjáröflunarnefndar
þegar Reykjavík var ein menningarborga Evr-
ópu árið 2000 og hann segir þetta umhverfi
hafa breyst hratt.
„Þá þótti mjög bratt að við lögðum upp með
að máttarstólpar verkefnisins legðu fram fimm
milljónir króna. Mönnum var boðið að dreifa
greiðslunni á tvö ár. Næsti flokkur þar fyrir
neðan voru þrjár milljónir. Það átti sér ekki
fordæmi að fara fram á styrki af þessu tagi –
sumir misstu hökuna niður á bringu við að
heyra upphæðina.
Í dag heyrast allt aðrar tölur. Í fyrra held ég
að hafi, til að mynda, safnast 27 milljónir frá
einkaaðilum til að styrkja Steingrím Eyfjörð
til farar á Feneyjatvíæringinn,“ segir Sigurður
Gísli.
Þórunn Sigurðardóttir er listrænn stjórn-
andi Listahátíðar í Reykjavík. Hún segir að á
hátíðinni 2007 hafi verið slegið met hvað varð-
ar aðkomu fyrirtækja. Kostnaðurinn við hátíð-
ina nam þá um 150 milljónum og þar af komu
tæpar 40 milljónir frá stuðningsaðilum. Tekjur
af miðasölu voru svo næstum annað eins. Þór-
unn segir að í hinu góða efnahagsástandi síð-
ustu ára, hafi reynst mun auðveldara að sækja
fjármagn til einkageirans en áður.
Köllun listafólksins
Þegar rætt er um kostun menningarinnar, má
ekki gleyma listafólkinu sjálfu, sem hundr-
uðum saman knýr listalífið áfram af ástríðu-
fullum metnaði – af köllun. Og við listneyt-
endur njótum þessa hugsjónastarfs. Út um allt
land eru tónlistarmenn að æfa, myndlist-
armenn að mála, teikna, taka myndir, kvik-
myndagerðarfólk að undirbúa metnaðarfull
verkefni, rithöfundar og ljóðskáld að semja –
þetta er langur listi. Í flestum tilvikum er lista-
fólkið að borga með sér; það sinnir ýmsum
störfum og greiðir sína skatta og skyldur til
samfélagsins. Óhætt er að fullyrða að stór
hluti þeirra, og fjölskyldna þeirra færi fórnir
til að listagyðjunni verði þjónað.
Það eru nefnilega ekki stórir hópar ís-
lenskra listamanna sem fá laun fyrir störf sín
við menninguna. Hljóðfæraleikarar Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands eru á föstum launum,
flestir aðrir hljóðfæraleikarar eru í lausa-
mennsku. og ná endum saman með kennslu og
allrahanda hliðarstörfum. Hluti rithöfunda og
myndlistarmanna er heppinn og fær starfs-
laun, þrjá til sex mánuði kannski, sumir eitt ár,
örfáir tvö eða þrjú. Svo líða kannski önnur tvö
eða þrjú ár og þá fá viðkomandi aftur starfs-
laun. Óhætt er að fullyrða að starfslaunatím-
ann grípi listamenn höndum tveim, og einbeiti
sér að sköpuninni sem aldrei fyrr. Þess á milli
vinna þeir aðra vinnu en reyna að vinna að
sköpuninni á kvöldin og um helgar. Og þess
njótum við og þessu má ekki gleyma. Hvert
skyldi framlag listamannanna vera, skiptir það
kannski milljörðum?
Þegar myndlistarmenn setja til að mynda
upp sýningar í opinberum söfnum, eru dæmi
um að þeir fá pening upp í efniskostnað, 60 til
200.000 krónur eru algengar tölur. Svo er
margra mánaða vinna að baki verkunum. Það
er upp á von og óvon hvort þau seljist.
Eiginkona myndlistarmanns sagði í vikunni
!"
""# $ !
%& & &
'% $
(
4 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Þeir sem skipuleggja listrænar uppákomur á borð við tónleika, kvikmyndahátíðir ogmyndlistarsýningar leita oft víða eftir stuðningi. Afar mismunandi er hvaða kröfurþeir sem styrkja viðburði gera á móti. Sumir leggja fram fé og láta framkvæmdarað-
ilum eftir að ráðstafa því eftir þörfum. Algengara er þó að fyrirtæki skilyrði styrkinn á ein-
hvern hátt; fái miða á viðburði eins og tónleika eða nýti sér sýningarsali í uppákomur tengd-
ar sínum rekstri. Þá fá styrktaraðilar að tengja nafn sitt listinni, eins og eðlilegt má telja,
meðan það er innan eðlilegra marka og skyggir ekki á listina.
Stundum er um vöruskipti að ræða en peningar skipta ekki um hendur; það þarf að útvega
farartæki, veitingar á samkomur, gistingu og auglýsingar.
„Auðvitað er sama hvaðan gott kemur, allir peningar hjálpa til,“ segir einn viðmælandi en
viðurkennir að það sé algengara en hitt, að féð fjármagni umgjörðina, kynningu og húsnæði,
en listafólkið og skipuleggjendur greiði í raun með sér. Þá velta sumir fyrir sér hvort þeir
sem styðja listirnar fái á stundum of mikið fyrir of lítið. Til að mynda þekkjast dæmi um það
að fyrirtæki sem styðja uppákomur myndlistarmanna fái í staðinn verk eftir listamennina.
Eigi við þá viðskipti, sem er í sjálfu sér hið besta mál, en tengi nafn sitt uppákomunni um leið,
án þess að greiða að heitið geti fyrir það aukalega.
Fá stuðningsaðilar
mikið fyrir lítið?