Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 7
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Mesta kanóna síðrokksins þegarsú stefna reis hvað hæst um
síðustu aldamót var hiklaust kan-
adíska sveitin Godspeed You Black
Emperor! Fremur hljótt hefur verið
um þá sveit undanfarin fimm ár eða
svo og margir teknir að undrast
hvort hún sé komin endanlega í gröf-
ina. Sveitin ku vera í híði um óákveð-
inn tíma en er ekki hætt. Meðlimir
hafa verið að sýsla við hin og þessi
bönd á meðan Godspeed hefur verið
í roti, og þar fer fremst A Silver Mt.
Zion. Tónlistarmiðilinn Drowned in
Sound átti viðtal við Efrim Menuck,
einn af forvígismönnum Godspeed
en sveitin sú var/er alræmd fyrir
megna fjölmiðlafælni. Viðtalið var
vegna nýrrar A Silver Mt. Zion plötu
sem kallast 13 Blues for Thirteen
Moons og kemur út 25. mars á veg-
um Constellation. Í viðtalinu ræðir
Menuck um að ákveðinn pirringur
hafi verið kominn upp í hinu ofur-
pólitíska bandi Godspeed og hann
hafi hreinlega ekki nennt þessu
lengur. Menuck tók síðan fyrir í
spjalli við Pitchfork-vefinn að God-
speed væri endanlega hætt, en orð-
rómur þess efnis gaus upp fljótlega
eftir Drowned in Sound viðtalið.
Breska skrýtirokksveitin Clinic,sem gerir út frá Liverpool, hef-
ur tilkynnt um nýja plötu. Heitir hún
hinu hressilega nafni Do It! og kem-
ur út í apríl á vegum Domino. Þetta
verður fimmta plata sveitarinnar og
ku vera öllu melódískari en síðasta
plata, Visitations (2006). Líkt og með
aðra furðusveit, The Residents, hafa
meðlimir Clinic aldrei sýnt á sér
andlitin og fela þau oftast á bak við
skurðlæknagrímur.
Minneapolissveitin The Replace-ments er ein af þessum goð-
sögulegu sveitum, gríðarlega áhrifa-
rík og á pikkfastan sess í hjörtum
margra
tónlistar-
aðdáenda,
einkanlega
vestanhafs.
Sveitin
starfaði frá
1979 til
1991 en átti
sitt blóma-
skeið um
miðjan ní-
unda áratuginn þegar tímamótaplöt-
ur á borð við Let it Be og Tim komu
út. Plötur sveitarinnar fá nú þá yf-
irhalningu sem þær eiga skilið, en
fremsta endurútgáfufyrirtæki
heims, Rhino, sér um þau mál.
Fyrstu plöturnar koma út núna í
apríl en um er að ræða breiðskíf-
urnar Sorry Ma, Forgot To Take
Out The Trash, Hootenanny og Let
It Be og stuttskífuna Stink. Verða
þær allar vel útilátnar, með b-
hliðum, prufuupptökum og áður
óheyrðum lögum. Síðar á árinu er
það svo það sem eftir stendur, plöt-
urnar Tim, Pleased To Meet Me,
Don’t Tell A Soul og All Shook
Down. Það er fyrrum umboðsmaður
sveitarinnar, Peter Jespersson, sem
hefur litið til með endurútgáfunni
ásamt eftirlifandi meðlimum. Þeir
eru Kevin Westenberg, sem keyrir
ágætlega stöðugan sólóferil, Chris
Mars, sem starfar í dag sem lista-
maður og Tommy Stinson, sem spil-
ar nú á bassa með Guns’n’Roses (og
hefur því eðli málsins samkvæmt
fremur lítið að gera). Bróðir hans,
Bob Stinson, lést 18. febrúar árið
1995, útlifaður eftir áralangt sukk og
svall.
TÓNLIST
Clinic
Replacements
Eftir Padraig Mara
padraig@hi.is
Sagt er að maður geti ekki dæmt bók eftirkápunni en það sama er ekki hægt aðsegja um plötur. Umslag snældu hljóm-sveitarinnar Bad Brains sem kom út
1982 og var samnefnd sveitinni ber með sér við-
vörun um hverju búast skal við. Stórskorin en
nákvæm elding úr svörtum himni sem rýfur þak
þinghússins í Washington innrammað af litum
hans hátignar Haile Selassie. Með fyrstu útgáfu
sinni báðu Bad Brains ekki um orðið – þeir skor-
uðu á þig að hlusta ekki.
Sem hljómsveit voru Bad Brains sjokkerandi
að öllu leyti. Í jaðarmenningu sem var yfirþyrm-
andi hvít voru þeir svartir. Meðan aðrir banda-
rískir pönkarar voru svo ungir að þeir vissu bara
hvað það var sem þeir trúðu ekki voru heilarnir
sanntrúaðir rastafarar. Í tónlistargeira þar sem
hæfileikar voru ekki bara ónauðsynlegir heldur
litnir hornauga voru þeir þjálfaðir djassarar.
Bad Brains voru í andstöðu við kyrrstöðu. Þeir
gátu ekki horfið í hópinn. Þeir urðu að rústa.
Og það var nákvæmlega það sem þeir gerðu.
Frá upphafi til enda er frumraun Bad Brains
eins og flutningalest og það er þitt að rúlla með
henni. Kassettuformið gerði það ekki bara auð-
veldara að búa til ný eintök og dreifa henni frá
pönkara til pönkara heldur voru lögin þétt sam-
an með litlu plássi milli laga. Þú náðir varla and-
anum. Pönk sækir kraft sinn í reiði, því er ekki
hægt að neita, og af henni er nóg á þessari upp-
töku, en þegar flestar pönksveitir létu reiðina
leiða sig út í vitleysu og gera lögin að subbulegri
þvælu voru lög heilanna sett saman og spiluð af
hernaðarlegri nákvæmni. Slamdansklassíker-
arnir sem komu fram hér: Fearless Vampire
Killers, og hin tryllti Big Takeover, báru með
sér tónlistarlega þætti sem höfðu ekki heyrst áð-
ur í pönkinu, tímasetningar og skiptingar sem
menn voru ekki lengi að kópíera og gera að klisj-
um.
Bad Brains voru óttalausir. Pönkararnir fengu
vissulega útrásartónlist hjá þeim en á þessari
snældu og í síðari verkum þeirra fylgdu lög með
andlegum og trúarlegum boðskap. Hér heyrðu
hárlausir harðkjarnamenn í skúmaskotum
Bandaríkjanna sitt fyrsta döbb og sinn fyrsta
rasta-lofsöng.
Bad Brains hófu feril sinn í Washington DC
en skutu rótum í harðkjarnasenu New York.
Tónlistarlegir hæfileikar hljómsveitarinnar
neyddu aðra innan geirans nær og fjær til að
taka sig saman í andlitinu og ná tökum á hljóð-
færum sínum. Sem ungir menn urðu söngvarinn
HR, bassaleikarinn Darryl, Earl trommuleikari
og gítarleikarinn Dr. Know fyrir miklum áhrif-
um frá bók Napoleons Hills Think and Grow
Rich og trú þeirra á möguleika sína til að hafa
áhrif er augljós í textum þeirra og sannaði sig
þegar pönkhreyfingin tók upp boðskap um sam-
stöðu og jákvæðni þó að hann hafi oft verið kýld-
ur í gegn með hnúunum. Andlega innblásin upp-
steytstónlist Bad Brains hefur endurómað
gegnum árin í ýmsum myndum og m.a. getið af
sér Krishna-harðkjarnahreyfinguna og Youth
Crew „straight edge“-stílinn.
Frá fúsjóndjassi yfir í döbb, Chick Corea hittir
Burning Spear með viðkomu í Dead Boys, þann-
ig sýna Bad Brains áhrifavalda sína á fyrstu út-
gáfu sinni og blandan var eldfim. Sem hljómsveit
breyttu þeir grunni senu sem var vegalaus, þeir
komu inn sem utangarðsmenn og unnu sér ekki
bara inn virðingu heldur lotningu. Bad Brains
boða frið með kylfuna á lofti og ást sem virkar
eins og stigið sé á brjóstkassann í þungu stígvéli.
Sanntrúaðir rastafarar
POPPKLASSÍK
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Þ
að er mikið skrafað um fram-
leiðsluvinkillinn á samtímapoppi, að
til dæmis gjörsamlega hæfi-
leikasnauðum stúlkukindum sé
smalað inn í stúdíó þar sem þær eru
látnar gaula í hljóðnema án tillits til
nokkurrar getu þar að lútandi. Síðan er vélað um
afraksturinn með hjálp svokallaðs „auto-tuner" eða
söngstilli. Engu skiptir hvort stúlkurnar kunni að
syngja eða ekki, en öllu skiptir að brjóstastærðin sé
ásættanleg, andlitsfallið snoturt og varirnar mun-
úðarfullar. Þetta gerist þó eftir að þær hafa ber-
strípað sig fyrir myndatöku, og ef eitthvað vantar
upp á þar er myndin fótósjoppuð undir drep.
Ný kvennapoppsbylgja í Bretlandi hristir nokk-
uð upp í þessu módeli.
„Venjulegt fólk"
Bretarnir eru skrítnir, þótt þeir virðist alltaf jafn
naskir á að þefa uppi hæfileikafólk, fóstra það og
skjóta síðan upp á stjörnuhimininn svo að við hin,
sem ei erum enskumælandi, getum fylgst með.
Þetta dálæti þeirra á kornungum söngkonum jaðr-
ar þó við blæti, það er eins og einhver undirliggj-
andi viktoríanskur pervertismi sé að finna sér út-
gönguleið.
Helsta nýlundan við þessa bylgju er áhersla á
„venjulegu stúlkuna“; hún er með fæturna á jörð-
inni og klæðir sig og talar eins og fólk gerir flest.
Það er svo annað mál, að það er búið að hampa
pæjutöktunum svo mikið að þeir eru líklega orðnir
að tísku eða stíl. Þá reynir á glögg augu og eyru að
sjá hver er „raunverulegur" og hver ekki.
Upphaf bylgjunnar má rekja til Lily Allen, en
„ska-popp“ hennar sló rækilega í gegn í Bretlandi
árið 2006. Rætt var um söngkonuna sem myspace-
undur, en líkt og með Arctic Monkeys, langvinsæl-
ustu sveit Breta um þessa mundir, vakti hún fyrst
athygli á því vinsæla vefsvæði en hún hafði komið
nokkrum prufuupptökum þangað inn. Kate Nash
múraði svo þessa „hreyfingu" inni og er að mörgu
leyti ágæt frummynd stefnunnar. Hún er með
þykkan Lundúnahreim, semur lögin sín sjálf og
glamrar undir á gítar. Textarnir eru hispurslausar,
oft kaldhæðnar frásagnir úr hversdagslífinu, upp-
fullar af slangri sem virka um leið sem einskonar
samfélagsgagnrýni. Hráar myndir af Bretlandi
eins og það horfir við ungviðinu í dag. Að þessu
leytinu til er Nash að ganga inn í hefð þá sem The
Jam hrundu í gang á pönktímabilinu og hefur verið
haldið á lofti af The Streets t.d., listamenn sem má
með nokkrum erfiðismunum tengja inn á þessa
tónaflóðsbylgju.
Nash er þá engin fegurðardís, meira svona
krúttaraleg eða dúlluleg. En þó með bein í nefi og
gírugan munn þar fyrir neðan. Tónlistarlega er
þetta póstmódernískt popp þar sem öllu ægir sam-
an en þessi bylgja einkennist meira af háttum og
viðhorfi listamannanna, þ.e. hvernig þeir bera sig
fremur en uppbyggingu sjálfrar tónlistarinnar,
sem getur verið margvísleg.
Söngviss
Að vanda stillti BBC í upphafi þessa árs fram þeim
listamönnum sem munu mynda „hljóm" þessa árs.
Í tveimur efstu sætunum eru ... jú, þið giskuðuð
rétt ... tvær ungar söngkonur. Í efsta sæti var hin
nítján ára Adele sem syngur sálartónlist, minnir
dálítið á landa sinn Joss Stone (sem hóf ferilinn
fimmtán ára). Í öðru sæti var svo hin velska Duffy,
og fetar hún einnig sálartónlistarstiguna. Fyrstu
breiðskífur þeirra beggja eru sjóðandi heitar í
Bretlandi; Adele platan sem er nýkomin út selst í
bílförmum og sat í efsta sæti breska vinsældalist-
ans í upphafi mánaðar og Bretarnir bíða með önd-
ina í hálsinum eftir Duffy, en plata hennar kemur
út í upphafi næsta mánaðar. Nýjasta undrið er svo
hin átján ára gamla Laura Marling. Ólíkt hinum
tveimur leitar hún eftir innblæstri í enskri þjóð-
lagatónlist og hefur henni verið líkt við Joni Mitch-
ell, Joan Baez og Sandy Denny, takk fyrir. Fyrsta
plata hennar, Alas I Cannot Swim, er nýkomin út.
Já, söngvissu ungviðinu er hent miskunnarlaust
inn í bresku poppmaskínuna nú um stundir en tím-
inn leiðir svo í ljós hvort alvöru listamenn, ef ein-
hverjir, séu þarna innan um.
Tónafljóð
Bretar eru duglegir við að finna poppinu nýjar
brautir og það nýjasta eru kornungar stúlkur
þar sem meiri áhersla er lögð á getu þeirra til að
syngja og spila en útlitið. Að sönnu bylting-
arkennd hugsun!
Kate Nash Einskonar frummynd nýju stúlknapoppsstefnunnar. Hún er með þykkan Lundúnarhreim,
semur lögin sín sjálf og glamrar undir á gítar.