Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is É g ætlaði aldrei að verða kennari,“ segir Auður mér þegar ég spyr hana hvernig hún hafi endað í kennslu. „En tungumál lágu mjög vel fyrir mér þannig að ég fór í mála- deild og þegar ég var í Háskólanum fór ég í stundakennslu og lenti í því að kenna unglingum. Það gekk raunar ekk- ert voðalega vel til að byrja með og ég lenti í miklu strögli við að vinna með þessu unga fólki. En það var þó eitthvað sem kveikti í mér og framtíðin var í raun ráðin þarna, ég hef stundað kennslu allar götur síðan og alltaf haft mjög gaman af.“ Of hægfara breytingar Það hefur margt breyst á þeim rúmu fjörutíu árum sem hafa liðið síðan Auður hóf kennslu. Nám í ensku hefur orðið sífellt stærri þáttur í kennslu skólanna, nýjustu námskrár miða við að enskukennsla hefjist í fjórða bekk en í sum- um skólum er byrjað að kenna nemendum ensku strax í fyrsta bekk, oft að ósk foreldra. „Það hafa orðið geysilega miklar breytingar frá því ég var að læra tungumál. Þá var þetta bara klárt og kvitt – að lesa, þýða og læra mál- fræðina. Síðan hefur heilmikil þróun orðið og margt hefur breyst en ég verð þó að segja það að mér finnst ekki nógu mikið hafa breyst. Það er ákveðin tregða í skólakerfinu almennt, skól- inn er frekar íhaldssöm stofnun – og það er vissulega ekki alslæmt en mér finnst að þróun- in í tungumálakennslu hefði mátt vera hraðari. Þetta er gjörbreyttur heimur og kröfurnar um tungumálakunnáttu miklu meiri, þannig að ég held að við getum tekið okkur verulega á.“ Hún telur íslenska skóla ekki hafa fylgt þró- un í kennslufræðum nógu vel eftir. „Nei, við höfum ekki fylgst nógu vel með því sem hefur verið að gerast annars staðar – eða kannski fylgst með en ekki verið nógu dugleg við að koma slíkum breytingum í framkvæmd hér. Það er náttúrlega meira en að segja það að koma á breytingum og flókið kerfi til staðar fyrir sem getur tekið langan tíma að breyta.“ Hún nefnir sem dæmi alla þá tæknimiðla (net, tölvuglærur, betri sjónvarpstækni o.fl.) sem komið hafa fram á sjónarsviðið og segir þá alls ekki nógu markvisst notaða þótt vissu- lega auðveldi þeir allt starf. „En þarna þurfum við að nema ný lönd og vera duglegri að nýta þetta á þann hátt að það sé eitthvert virkilegt vit og gagn að.“ Áratugagömul umræða En eins og annað breytist þetta hægt. „Það hefur verið um að ræða nýjar kennslu- fræðilegar áherslur bæði hér í KHÍ sem og í HÍ um áratugaskeið en það skilar sér ekki allt- af nógu vel út í skólana. Ég veit ekki alveg af hverju, kannski er fyrirstaðan á vettvangi svona sterk. Svo er líka mikilvægt að nem- endur falli ekki í þá gryfju að kenna eins og þeim sjálfum var kennt, þá verða náttúrlega ekki miklar framfarir. En það er oft þungt fyr- ir fæti hjá nýjum kennurum. Þeir koma oft uppfullir af nýjum hugmyndum og löngun til að breyta hlutunum, en oft er fyrirstaða sem kemur í veg fyrir það, skólamenningin er ekki alltaf tilbúin að takast á við nýjungar. En þetta er auðvitað mjög misjafnt eins og allt í okkar skólakerfi, það er ekkert eitt í gangi þar enda skólarnir margir.“ Hún segir mikla grósku hafa verið í rann- sóknum á tungumálanámi erlendis um langt skeið og tilgreinir sérstaklega Evrópuráðið sem hún segir hafa unnið þrekvirki í að þróa áfram tungumálakennslu. „En ég held að við þurfum að leggja áherslu á að tungumála- kennsla snúist um kennslu lifandi máls og nýt- ist nemendum þegar fram í sækir. Það þarf að benda þeim á að tungumál er eitthvað sem gagnast þeim alls staðar í lífinu, alveg sama hvaða svið þeir velja sér svo þegar þar að kem- ur. Þá hefur verið of mikil áhersla á kennslu á bók og ekki nógu mikil áhersla á að tengja námið út fyrir skólastofuna.“ Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að vera vel talandi og segir Íslendinga oft mjög góða að tjá sig óformlega. „En við þurfum bara að geta svo margt fleira, við erum svo lítil þjóð að við þurfum að standa skrefinu framar í þessum efnum til þess að vera samkeppn- ishæf.“ Nauðsynlegur orðaforði háskólanema Ágætis dæmi um þetta er námsefnið sem nem- endur þurfa að lesa þegar upp í háskóla er komið. Á meðan milljónaþjóðir geta margar boðið upp á námsefni nær eingöngu á móð- urmáli þá er langstærstur hluti námsefnis í ís- lenskum háskólum á ensku, bækur og greinar sem Auður segir að þurfi oft mjög góða lestr- arhæfni til að skilja almennilega, en hún hefur tvívegis gert könnun á þessu stökki sem nem- endur þurfa að taka frá almennri ensku fram- haldsskólanna yfir í fræðiensku háskólanna. „Það er ákveðinn orðaforði sem fólk þarf að hafa til að geta lesið hvaða texta sem er með góðu móti. Þetta er kallað akademískur orða- forði, sem er ekki alveg nógu nákvæm nafn- gift, en þetta er svona orðaforði sem þú rekst á í öllum blaðagreinum og fræðigreinum, orð sem líma textana saman.“ Umræddur orða- forði er að vissu leyti á milli hins almenna orðaforðagrunns sem flestir hafa tileinkað sér í framhaldsskóla og svo orðaforða fræðanna. „En þegar þú ferð í háskóla þá eru það ekki hugtökin í greininni sjálfri sem standa í vegi fyrir skilningi, því þau eru venjulega útskýrð í fyrirlestrum, heldur er það þessi svokallaði akademíski orðaforði sem ekki allir kunna. Þetta eru ekki nema þúsund orð um það bil, sem eru mjög mikilvæg, en í mínum rann- sóknum sá ég að þarna flaskaði fólk oft og þennan orðaforða þarf að efla mjög, á þessu stigi kemst þú ekki lengur af bara með þessi 2.000 orð sem eru talin vera grunnurinn, held- ur þarf að byggja ofan á þann grunn.“ Spurð um nýlega umræðu í viðskiptalífinu þess efnis að Íslendingar ættu að stefna að því að enskan öðlist jafnmikið vægi og íslenska segir Auður okkur alls ekki vera tilbúin fyrir slíkt. Ein grein bókarinnar veltir upp þeirri spurningu hvort enska á Íslandi hafi stöðu er- lends tungumáls, annars tungumáls – eða ein- hvers annars – og Auður telur okkur vera þarna á milli. „Ég held að enskan eigi svolítið langt í land með að verða annað mál en það eru mörg einkenni á þessu millibilsástandi, á milli erlends máls og annars máls, sem við þurfum að skoða miklu betur og það er í farvatninu, það er verið að leggja grunninn að stórri rann- sókn til að kanna þetta betur.“ Íslenska vs. enska Enskan hefur oft verið litin hornauga eftir því sem hún hefur orðið meira áberandi í þjóð- félaginu og sumir málræktarmenn hafa haft horn í síðu hennar. „Ég hef aldrei skilið það að enskan skemmi og eyðileggi máltilfinninguna eins og margir vilja halda fram. Rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á að þar sem byrjað er að kenna börnum ensku snemma hafi það ekki haft áhrif á máltöku þeirra í móðurmáli, yfirleitt eru fræðimenn á því að því fleiri tungumál sem krakkar hafi á valdi sínu því betra og með betri tungumálakennslu verði máltilfinningin betri svona almennt, þegar til lengri tíma sé litið. En ég er dálítið leiðinleg á móti að því leytinu til að ég myndi vilja að móðurmáls- kennslan yrði skoðuð svolítið. Þar er lögð allt- of mikil áhersla á málfræði og skylda hluti, eins og maður sér til dæmis í samræmdum prófum í íslensku. Það mætti leggja miklu meiri áherslu á tjáningu, bæði skriflega og munnlega, sem og heildstæða sýn á málið, frekar en að vera búta þetta svona í sundur. Þannig hef ég stundum verið að segja við ís- lenskukennara að í staðinn fyrir að jagast yfir að enskan skemmi fyrir megi þeir líta í eigin barm.“ En samræmdu prófin segir hún þó að hafi einnig orðið enskunni skæð. „Þau eru stýr- andi, því miður, og það er ekki nógu gott því samræmdu prófin prófa ekki nema örlítinn hluta af markmiðum námskrárinnar.“ Hún vill þó ekki endilega slá þau af. „Það er allt í lagi að vera með svona stöðluð könn- unarpróf, en það er óþarfi að leggja þau fyrir alla á sama tíma, og ekki þá í lok tíunda bekkj- ar, heldur frekar í níunda bekk eða við upphaf tíunda bekkjar þannig að skólarnir gætu notað niðurstöðurnar sér til gagns.“ En til þess að það sé mögulegt er þó algjört grundvall- aratriði að koma munnlegum þætti að. „Það er ekkert að marka samræmt próf í er- lendu tungumáli þegar ekki er prófað munn- lega, það er bara út í hött.“ Og þarna hafa samræmdu prófin stórskaðað enskuna og haft áhrif á annað námsmat. „Það er ekki prófað munnlega í öllum skólum sem er mjög slæmt vegna þess að þetta munnlega er svo stór hluti af málnotkuninni almennt. En því miður hefur komið í ljós að kennarar nota ótrúlega lítið ensku í tímum og ef að þeir gera það ekki þá gera krakkarnir það ekki. Maður hefur rekið sig á það að krökkum finnst mjög einkennilegt að tala ensku í tímum – og það merkilega er að enskan virðist meira notuð í byrjendakennsl- unni en í efstu bekkjum sem er svolítið merki- legt. Hins vegar læra krakkarnir að tala þrátt fyrir það og eru margir mjög færir í að bjarga sér, en það er bara ekki nóg – þetta er svo tak- markað talmál að það nægir ekki eitt og sér.“ Lifandi mál í nýjum heimi Árvakur/Árni Sæberg Með bókina Auður er mjög sátt við nýju bókina. „Þetta er eitthvað sem maður hefur saknað, við höfum haft góðar erlendar bækur en það er mikill fengur að því fyrir nemendur að lesa eitthvað um enskukennslu sem tengist þeirra eigin þjóðfélagi.“ Bókin Teaching and Learning English in Ice- land kom út nýlega hjá Háskólaútgáfunni. Bókin er í flokki rita frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og er til heiðurs Auði Torfadóttur, sem nú er ný- hætt störfum sem enskukennari við Kenn- araháskóla Íslands. Auður hefur kennt ensku í meira en fjóra áratugi og þótt breyting- arnar á þeim tíma hafi verið gríðarlegar tel- ur hún að þær hefðu í raun mátt vera meiri. Í HNOTSKURN »Teaching and Learning English in Ice- l and, er fyrsta bókin í nýrri ritröð greina- safna og ráðstefnurita hjá Stofnun Vigdís- ar Finnbogadóttur. Þær Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir ritstýra henni. »Alls koma 13 höfundar við sögu ogskrifa um jafn ólíka hluti og sögu enskukennslu, ritfærni á milli tungumála, kanadíska fjölmenningu og upplýs- ingatækni, sem og almennari viðfangsefni enskukennslu. » Þeir koma oft uppfullir af nýjum hugmyndum og löngun til að breyta hlutunum, en oft er fyrirstaða sem kemur í veg fyrir það, skólamenningin er ekki alltaf tilbúin til að tak- ast á við nýjungar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.