Lesbók Morgunblaðsins - 16.02.2008, Síða 15
FJÖLMENNT var á
MM tónleikunum í
fyrrum Glaumbæ,
sennilega einum bezta
strengjasal höf-
uðborgarsvæðisins og
því vel valinn undir
strengjaverk kvölds-
ins þar sem sér-
staklega ein– og tví-
leiksstykkjunum veitti
ekki af ríkri ómfyll-
ingu. Eini ókosturinn
var þrálátt lampasuð
salarins (í námunda
við tóninn G) er setti
óumbeðinn org-
elpunkt á veikustu
staði.
Þrjú fyrstu verkin
höfðu heyrzt áður, þar af tvö nýlega í
Sigurjónssafni, þ.e. Boat People eft-
ir James Blachly og Gríma Jónasar
Tómassonar, hvort tveggja fyrir
fiðlu og selló Hlínar Sigurjónsdóttur
og Julia MacLaine. Á milli flutti Þór-
ir Jóhannsson einleiksverk Karólínu
Eiríksdóttur fyrir kontrabassa frá
2002, Gradus ad Profundum, og nutu
öll atriðin ljómandi góðrar túlkunar.
12 mín. löng fjórþætt Dans svíta fyr-
ir Matta fyrir fiðlu eftir Báru Gríms-
dóttur var áheyrileg smíð, borin
uppi af seiðandi þjóðlegri tónmennt
heima og heiman en gat líka brydd-
að á afstraktara tónmáli. Þótt snún-
ustu kaflar útheimtu nánast virtúósa
spilamennsku, komst Ólöf Þorvarðs-
dóttir merkilega vel frá sínu.
Andi meistara Bartóks var ekki
langt undan í lokaþætti Báru, og
ekki ósvipaðra áhrifa gætti á köflum
í sópandi meðferð Hlínar og Martins
Frewer á 10 mínútum [reyndust 15]
fyrir 2 fiðlur, nýju dúói eftir Hildi-
gunni Rúnarsdóttur. Raunar hefði
eins mátt nefna svítuna „10 æfingar“
því flestir þættir tak-
mörkuðu sig við til-
tekna áferð eða leik-
máta. Þrátt fyrir
nokkur dæmi um
ljóðræna angurværð
einkenndust flest
númerin af kraft-
miklu fjöri, stundum
innblásnu af balkan-
skri sveitafótmennt,
og eiga óefað eftir að
heyrast aftur. Fyrir
utan að hér fór
fyrsta íslenzka verk-
ið fyrir fiðludúó, og
má það eiginlega
furðu gegna.
Tónleikunum lauk
með safaríku And-
ante tranquillo úr
pólskum kvartetti fyrir 4 fiðlur eftir
Grazinu Bacewicz (1913–69) með
þátttöku 4. fiðlara kvöldsins, Krist-
ínar Bjargar Ragnarsdóttur. Raun-
ar að viðbættu „aukalagi“ (einsdæmi
á MM?) í formi örstutts þáttar úr
„svo til óspilandi“ nýju fiðludúói eftir
Atla Heimi Sveinsson. Svona til að
minna á að það „væri til“, eins og
Hlíf kynnti. Var því, sem öllu und-
angengnu, bráðvel tekið og ekki að
ástæðulausu.
Sópandi
bogfimi
TÓNLIST
Listasafn Íslands
Blachly: Boat People (2006). Karólína
Eiríksdóttir: Gradus ad Profundum
(2002). Jónas Tómasson: Gríma (2007).
Bára Grímsdóttir: Dans svíta fyrir Matta
(1991). Hildigunnur Rúnarsdóttir: 10
mínútur fyrir 2 fiðlur (frumfl.). Bacewicz:
Andante tranquillo. Félagar úr strengja-
hópnum Aþenu. Laugardaginn 9. febrúar
kl. 16.
Myrkir músíkdagar – Kammertónleikar
bbbbn
Ríkarður Ö. Pálsson
Hildigunnur Hefur samið
fyrsta íslenska verkið fyrir
fiðludúó, kraftmikið fjör.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2008 15
SEINT held ég að fáist skýring á því
hvers vegna Ezra Pound ánetjaðist
fasisma og gyðingahatri. Hann hafði
verið leiðtogi enskra, húmanískra
módernista en festist á millistríðs-
árunum í hagfræðilegu öngstræti
sem leiddi til þess að hann taldi sig
hafa fundið leiðtoga lífs síns í fasist-
anum Benito Mussolini. Það sem
meira er; fordæming hans á okri og
vantrú hans á kapítalismanum leiddi
hann út í megnasta gyðingahatur því
að margir bankamenn voru af gyð-
ingaættum.
Þekktasta verk Ezra Pound frá
þessu tímabila var ort þegar öll sund
voru lokuð. Fasisminn á Ítalíu hafði
orðið undan að láta fyrir innrás
Vesturveldanna og Pound var kom-
inn á bak við lás og slá fyrir áróður
sinn í þágu fasismans í fangelsi ná-
lægt Písa á Ítalíu. Þar yrkir hann
Söngvana frá Písa sem voru hluti af
stærri söngvabálki. Þeir hafa nú
birst í þýðingu Magnúsar Sigurðs-
sonar og verð ég að segja að það
þykir mér nokkur dirfska og reynd-
ar afreksverk. En jafnframt finnst
mér umhugsunarefni hvort það hafi í
raun einhverja þýðingu að íslenska
verkið vegna þess hversu lítið það
breytir um aðgengi okkar að ljóðver-
öld Pounds.
Eftir að hafa eftir bestu getu bar-
ist í gegnum þetta torf – því að torf
er það – takast á í mér, eins og svo
mörgum öðrum lesendum verksins,
andstæðar kenndir, annars vegar
hrifning á stílsnilld höfundar og ljóð-
rænum styrk hans og hins vegar við-
urstyggð á pólitískum og siðferð-
islegum lágkúruhætti mannsins.
Hugsa sér hvílíkur snillingur það er
sem þjappar öllum hörmungum
mannkynsins þessi örlagaár saman í
snarpa mynd af sjálfum sér:
Líkt og einsamall maur úr sundr-
uðu búi
úr skipbroti Evrópu, ego scriptor.
Hér er það ego scriptor, höfund-
urinn sem einmana einn reynir að
byggja sér borg úr brotum sinnar
tilveru, jafnvel þótt allt sé í rústum í
kringum hann. En veltum einnig
fyrir okkur hvernig skáldskapurinn
getur villst af leið með yfirlýsingum
á borð við það að „einu mennirnir
sem gerðu eitthvað af einhverju viti
voru H.,M.“ En þeir H og M voru
Hitler og Mussolini. Er hægt að
horfa á listaverk án þess að velta
fyrir sér pólitískum tilgangi þess?
Verkið er óaðgengilegt og breytir
þýðingin litlu um það. Söngvabálkur
Pounds er svo hlaðinn flóknum og
langsóttum vísunum að það er ein-
ungis fyrir færustu fræðimenn að
lesa hann til fulls sér til gagns og
ánægju. Þetta eru elítubókmenntir
þar sem nægir ekki að kunna 14
tungumál og aðskiljanlegt letur
heldur flysjar lesandi hægt og hægt
merkingarlag utan af merkingarlagi
þar sem nauðsynlegt er fyrir hann
að þekkja vel til menningarsögu og
ekki síst sögu 20. aldarinnar. Úti-
lokað er að þýða nema þann texta
ljóðaflokksins sem er á nútíma-
ensku, vegna þess að það væri stílrof
og atlaga gegn fúgustíl hans. Því er
svo margt óljóst og
langsótt að þær 562 at-
hugunargreinar sem
með þýðingunni fylgja
duga engan veginn til
skýringar og heldur
ekki hinn 46 blaðsíðna
inngangur þýðandans
og þó er hvort tveggja
til mikilla bóta.
Þýðing Magnúsar
Sigurðssonar er að
mínu mati góð. Ég
treysti mér ekki til
mikils samanburðar
við frumtextann en leit
sérstaklega á 81. söng-
inn og þann kafla sem
einna þekktastur er enda er hann
eins konar uppgjör skáldsins við líf
sitt:
Það sem hjartað elskar varir,
restin er drasl
Það sem hjartað elskar mun ekki
rifið úr greip þér
Það sem hjartað elskar er þín
sanna arfleifð
Hvers veröld mín, hvort mín,
hvort þeirra
eða hvort mun hún engra?
Frumgerðin á ensku hefur að vísu
yfir sér örlítið meiri hátíðleika sem
að mínu viti yrði dálítið ankanna-
legur á íslensku: „What thou lovest
well remains, / the rest is dross …“
En texti Magnúsar sem hér birtist
og framhald hans nær samt heild-
arsvip og blæ kvæðisins og það er
fyrir öllu.
Vissulega eru Söngvarnir frá Písa
stórbrotið listaverk. En innan um
alla fegurðina er slíkur ljótleiki, slíkt
siðferðislegt og andlegt skipbrot, að
kvæðaflokkurinn verður ávallt um-
deildur. Íslenskun hans, svo tak-
mörkuð sem hún þó hlýtur að vera,
sökum þúsunda tilvísana á aðskilj-
anlegustu tungumálum, hlýtur að
sæta nokkrum tíðindum í bók-
menntaheiminum enda er hér ber-
sýnilega mikil vinna að baki.
BÆKUR
Skafti Þ. Halldórsson
Ljóðaþýðing
eftir Ezra Pound, Magnús Sigurðsson
þýddi, ritaði inngang og setti saman skýr-
ingar. Háskólaútgáfan. 2007 – 187 bls.
Söngvarnir frá Písa
Magnús Sigurðsson Ezra Pound
Líkt og einsamall maur
Árvakur/Frikki
Benedikt „Þessi tónlist nýtur sín vel í nýju þráðlausu heyrnartólunum mínum og lyftir and-
anum í hæðir, þar sem spuni og strúktúr takast á líkt og í hversdagslífinu.“
Hlustarinn
Ásíðustu djasshátíð í Reykjavík skellti égmér á útgáfutónleika Agnars Más Magn-
ússonar djasspíanista í Iðnó og keypti í leiðinni
diskinn hans, Láð. Diskurinn hefur að geyma
10 tónsmíðar eftir Agnar sem hann flytur
ásamt Matthíasi Hemstock trommuleikara og
hinum unga en margreynda kontrabassaleik-
ara Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni. Þeim til
fulltingis er fjögurra manna blásturssveit sem
ljær tónlistinni heillandi blæ. Þessi tónlist nýt-
ur sín vel í nýju þráðlausu heyrnartólunum
mínum og lyftir andanum í hæðir, þar sem
spuni og strúktúr takast á líkt og í hversdags-
lífinu. Tónlist Agnars er í senn þjóðleg og ljóð-
ræn en svo er hann einfaldlega svo frábær og
skapandi píanisti að unun er á að hlýða.
Ég er svo búinn að ákveða hvaða diski ég festi
kaup á næst. Þá ætla ég að setja mig í stell-
ingar fyrir dymbilvikuna og verða mér úti um
Passio eftir Arvo Pärt. Sú magnaða tónsmíð
verður flutt í Hallgrímskirkju á skírdag. Verk-
ið er um margt óvenjuleg passía, m.a. fyrir það
að Pärt lætur einsöngvarakvartett túlka ev-
angelistann en ekki tenórsöngvara. Ég býst
við að útgáfa með flutningi Hilliard Ensemble
verði fyrir valinu. Fyrir á ég ágætis útgáfu en
ég á þó von á enn magnaðri tilþrifum frá Bret-
unum.
Benedikt Ingólfsson söngvari.
Lesarinn
Undanfarna daga hef ég verið að gluggaí afar forvitnilega bók sem kom út á
síðasta ári hjá Háskólaútgáfunni og ber
heitið Fjölmenning á Íslandi. Bókin skiptist
í tólf kafla en höfundar eru sextán talsins.
Umfjöllunarefnið er hið fjölmenningarlega
samfélag, gerð þess og þróun. Rætt er um
ýmsar hliðar þess og þætti, eins og tvítyngi
og móðurmál, sjálfsmynd einstaklinga og
þjóða(r), menningu og trúarbrögð, stað-
almyndir og fordóma. Birtingarmyndir
þessara þátta geta svo sannarlega verið
margvíslegar. Til dæmis birtast fordómar
og vanhugsaðir sleggjudómar um tiltekna
hópa ekki einungis á vefsíðum óþroskaðra
unglinga heldur og ekki síður í framkomu
og hátterni fullorðins fólks sem lýsir sér í
tómlæti og hroka í garð hinna aðfluttu og
fjölskyldna þeirra. Og það læra börnin sem
fyrir þeim er haft. Þessi bók ætti með ein-
um eða öðrum hætti að eiga greiða leið inn í
skólakerfið, á öll stig þess. Afar gagnlegt og
upplýsandi rit fyrir hvers konar Íslendinga
framtíðarinnar.
Þórður Ingi Guðjónsson, íslenskufræðingur.
Árvakur/Frikki
Þórður „Þessi bók ætti með einum eða öðrum hætti að eiga greiða leið inn í skólakerfið, á öll
stig þess,“ segir Þórður um ritið Fjölmenning á Íslandi.