Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Soffíu Auði Birgisdóttur soffiab@hi.is U ndanfarin ár hefur það talist til undantekninga að smásagnasöfn hljóti tilnefningu til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs en í ár er um tvö slík að ræða, frá Danmörku og Noregi. Bækurnar eiga það sameiginlegt að höfundar þeirra eru kvenkyns og fæddar sama ár en um afar ólíkar sögur er að ræða, bæði hvað varðar frásagnarhátt, innihald og efn- istök. Bók hinnar dönsku Naja Marie Aidt (f. 1963) ber titilinn Bavian og hefur að geyma 15 smásögur sem allar eiga það sameiginlegt að þar bregður höfundur upp myndum úr hvers- dagslífinu sem hún tekur síðan út á ystu brún, ef svo má að orði komast. Þetta er hnitmiðaður og kraftmikill texti og Aidt tekst að skapa afar sterka stemningu innan hverrar sögu. Sem dæmi má taka söguna Mýbitið (Myggestik) þar sem aðalpersónan, ungur maður, fær mý- bit sem smátt og smátt bólgnar upp og veldur honum æ meiri vanlíðan þar til hann neyðist til að leita læknis. Þá byrja vandamálin fyrst fyr- ir alvöru; hann fær pensillínofnæmi og verður æ veikari eftir því sem vikurnar líða. Frásögn- in er einföld en óhugnaðurinn nær sterkum tökum á lesandanum sem fylgist skelfdur með því hvernig ungi maðurinn missir tökin, ekki bara á líkamlegu ástandi sínu heldur ekki síð- ur á hinu andlega. Sögur Aidt eru afar áhrifa- ríkar í grótesku raunsæi sínu og sýn hennar á hversdagslífið er beinlínis uppáþrengjandi. Naja Marie Aidt hefur gefið út átta ljóðabæk- ur og þrjú smásagnasöfn auk þess sem hún hefur skrifað nokkur leikrit og kvikmynda- handrit. Hún er talin meðal fremstu rithöf- unda Dana af sinni kynslóð. Sögur hinnar norsku Merethe Lindstrøm (f. 1963) eru ólíkar sögum hinnar dönsku jafn- öldru hennar hvað frásagnarmátann snertir. Hér er textinn lágstemmdur og frásögnin fremur hæg en í hverri sögu verður fljótlega ljóst að mikið kraumar undir yfirborðinu. Reyndar mætti tengja atriði úr sögunni Snigl- arnir við áðurnefnda sögu Aidt því að þar fær önnur aðalpersónan hælsæri sem plagar hana æ meira eftir því sem líður á frásögnina, þar til segir í lokin: „Ég tylli fætinum í mölina og reyni að stíga í hann. Ég finn að húðin á hæln- um hefur alveg flagnað af. Ég finn fyrir mjúku, hráu holdinu.“ Í hinum sjö sögum Gjestene reynir Lindstrøm einmitt að nálgast kjarnann, holdið hrátt, í þeim samskiptum sem hver þeirra lýsir. Sögurnar hverfast allar um mannleg samskipti, oft samskipti tveggja ein- staklinga sem eru ófærir um að tjá þær tilfinn- ingar sem leynast undir sléttu yfirborðinu og einmanaleikinn er yfirþyrmandi. Þannig kall- ast söguefnið á við frásagnarháttinn á fágaðan en ágengan máta. Merethe Lindstrøm hefur sent frá sér sex smásagnasöfn, fimm skáldsög- ur og eina barnabók. Fyrir Gjestene hlaut hún einnig tilnefningu til norsku gagnrýn- endaverðlaunanna. ... og heimur á heljarþröm Bipaviljongen. En berättelse om svärmer eftir hina finnsku Leenu Krohn (f. 1947) nálgast reyndar einnig form smásagnasafnsins. Hér er um að ræða frásögn í mörgum stuttum köfl- um sem saman mynda sterka heild enda hni- tast þær allar um sama staðinn, gamalt hús sem gegndi á árdögum sínum hlutverki geð- spítala.Undirtitill bókarinnar, frásögn af sveimum, vísar til þess að í bókinni er sagt frá hópum – eða sveimum af verum – sem halda fundi sína í húsinu; hús geta búið yfir sál sem er mótuð af þeim sem í þeim dveljast. Og um Býflugnaskálann sveima alls konar mannverur og verur á mörkum þess mannlega og af þeim eru sagðar sögur sem smám saman mynda myrka heimsmynd – eða kannski fremur ragnarök. Erfitt er að gera bók Krohn skil í stuttu máli, hún yfirstígur flestar skilgrein- ingar á bókmenntagreinum. Hér eru frásagnir sem vísa til fréttaskýringa, vísindarita, líf- fræði, sálfræði og heimspeki en umfram allt er stíllinn oft tilþrifamikill og skáldlegur. Verkið hefur fantasíska drætti og mætti skilgreina það sem framtíðar- eða vísindaskáldskap. Hér eru könnuð mörk hins mannlega sjálfs og spáð í hugtök á borð við eðli og óeðli, náttúru og ónáttúru, mennsku og ómennsku. Umfram allt hefur bókin sterka heimspekilega og pólitíska skírskotun og textinn er víða sláandi í áhrifa- ríku myndmáli höfundar. Reyndar mætti lýsa þessari bók Krohn sem harmljóði um framtíð- ina, en um leið verður að geta þess að húmor höfundar setur vissulega mark á frásagn- arháttinn. Leena Krohn hefur áður verið til- nefnd til Bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs; það var fyrir réttum áratug síðan, árið 1988 þegar Thor Vilhjálmsson bar sigur úr býtum. Hlutskipti kvenrithöfundar Hin bókin sem Finnar tilnefna í ár er kannski enn óvenjulegri í því samhengi sem hér um ræðir því hér er á ferðinni fræðileg ævisaga með skáldlegu ívafi. Bókin heitir Fredrika Charlotta född Tengström. En Nationalskalds hustru og er eftir Merete Mazzarella (f. 1945) sem er prófessor í norrænum bókmenntum við Helsinkiháskóla. Hún hefur gefið út fjölda bóka, bæði fræðirit og sjálfsævisöguleg rit og skáldsögur. Finnska dómnefndin skilgreinir verkið sem ævisögulega esseyju og segir að fagurfræðileg tök höfundar skipi því tvímæla- laust í hóp fagurbókmennta. Reyndar hafa bækur sem teljast kannski fremur fræðirit en skáldrit nokkrum sinnum áður verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og árið 1965 féllu þau í skaut Olofs Lagercrantz fyrir slíkt verk, en deildi þeim reyndar með William Heinesen. Bók Mazzarella fjallar, eins og titillinn ber með sér, um eiginkonu eins frægasta þjóð- skálds Finna, Johans Ludvigs Runeberg (1804-1877), og hér er bæði um að ræða ævi- sögu hennar og endurmat á hlutverki hennar í skáldferli eiginmannsins og ekki síst end- urmati á hennar eigin skrifum. Mazzarella gerir upp við ýmsar mýtur sem skapast hafa í kringum persónu Charlottu og hún gerir upp við skrif fræðimanna um þau hjón bæði. Og þetta gerir hún á afar aðgengilegan máta, auk þess sem hún skrifar fallegan stíl og þótt verk- ið sé augljóslega rótfast í traustum rann- sóknum og fræðum er greinilegt að sú sem hér stýrir penna er ekki síður skáld en fræðimað- ur. Saga Charlottu Tengström/Runeberg varpar almennt ljósi á stöðu kvenrithöfunda á nítjándu öld og hefur ótvírætt bókmenntasögulegt gildi. Hvort slíkt verk á upp á pallborðið hjá dómnefndinni á eftir að koma í ljós. Vestnorræn ljóðlist Ljóð hins færeyska Carls Jóhans Jensen (f. 1957) og hinnar samísku Synnøve Persen (f. 1950) eru eins ólík og nótt og dagur. Bók Syn- nøve Persen Meahci šuvas bohciidit ságat / Av skogens sus spirer nytt er sorgarslagur, dótt- urtorrek. Hér er ort af tærum einfaldleika um sárustu sorg mögulega, barnsmissi. Um er að ræða ljóðabálk sem tekur lesanda með í ferð í gegnum sorgarferlið. Ljóðmælandi, móðirin, er í nánu sambandi við náttúruna og umhverf- ið og upphafið segir frá því hvernig hún skynj- ar yfirvofandi ógnina: „ég finn það á húðinni / heyri það í fuglatístinu / sé það í starandi aug- um uglunnar / skynja það í krunki krákunnar // þennan dag er laufið svo grænt / hafflöturinn glitrandi kyrr / kóparnir kafa meðfram landi / leika á skelfingu mína // ég er ekki reiðubúin / Litið til fortíðar, nú Um tilnefningar til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs 2008 Birgitta Lillpers Nu försvinner vi eller ingår Carl Frode Tiller Hringurinn þrengist Carl Jóhan Jensen September í bjørkum Eva Runefelt I ett förskingrat nu Jens Smærup Sørensen Mærkedage Leena Krohn Bipaviljongen Merete Mazzarella Fredrika Charlotta ... Merethe Lindstrøm Gjestene Þann 29. febrúar næstkomandi verður tilkynnt í Stokkhólmi hvaða bók hlýtur Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs í ár. Að þessu sinni eru lagðar fram tólf bækur; tvær frá hverju hinna stærri Norðurlanda sem og Íslandi, ein frá Færeyjum og ein frá samíska málsvæðinu. Engin tilnefning hefur komið frá Grænlandi undanfarin tvö ár. Í pottinum eru núna átta prósa- verk og fjórar ljóðabækur. Eitt prósaverkanna er ævisaga í esseyjuformi og annað liggur á mörkum skáldsögu, smásagna og heimspekirits. Verðlaunin verða afhent á 60. þingi Norð- urlandaráðs sem haldið verður í Helsinki í lok október. Naja Marie Aidt Bavian Synnøve Persen Meahci šuvas bohciidit.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.