Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Þ
að er óþarfi að hafa
mörg orð um marg-
brotinn feril Eyþórs.
Þekktastur er hann
líklega sem einn af
liðsmönnum Mezzo-
forte en auk þess
hefur hann starfað
með ógrynni tónlistarmanna, hérlendis
sem erlendis. Og nefndur Karl Sig-
hvatsson er t.a.m. einn þeirra sem Ey-
þór hefur unnið með.
„Ég og Kalli vorum góðir vinir,“ rifjar
Eyþór upp. „Ég spilaði talsvert með
honum á sínum tíma. Fyrsta skiptið sem
ég kom fram í sjónvarpi var þegar ég
spilaði með hljómsveit sem hann hafði
sett saman. Þá var ég sautján ára lík-
lega. Svo var ég í hljómsveitinni hans
sem kallaðist Reykjavík Rhythm Sec-
tion. Við lékum t.d. á eftirminnilegum
tónleikum í Laugardalshöll sem voru
undir heitinu Rokk gegn her (1980). Við
lékum verk eftir Kalla sem heitir „Tára-
gas“. Kalli leigði sýningarvél og sýndi
frá óeirðunum frægu á Austurvelli árið
1949 þar sem táragas var m.a. notað til
að kveða niður æsingarmenn. Hann
varpaði þessu upp á tjald og sat fremst-
ur á sviðinu við orgelið, íklæddur lög-
reglubúningi. Það var mikill reykur á
sviðinu en svo illa vildi til að það kvikn-
aði í filmunni og hún fuðraði upp. Og
það jók nú frekar á áhrifin ef eitthvað
var...“
Klessundir
Ærslagangur sem þessi lýsir hamhleyp-
unni Kalla Sighvats ágætlega. Enginn
komst ósnortinn undan Karli, og gildir
þá einu hvort að Karl var uppi á sviði
eða utan þess.
„Ég sat stundum á bekknum hjá
Kalla þegar við vorum að spila,“ heldur
Eyþór áfram. „Við vorum stundum með
hljómborðið uppi á orgelinu. Þannig að
ég fékk góða innsýn í trikkin hans. Ég
nálgast þetta Þursadæmi þannig að ég
reyni að gera því skil sem Kalli gerði.
Ég bæti ekki miklu við frá eigin brjósti.
Kalli var einstakur spilari ... og óvenju-
legur. Það er samt erfitt að setja putt-
ann nákvæmlega á hvernig það lýsti sér.
Hann var mjög frjáls og frjór og lét sér
ekki nægja að leggja einhverja hljóma.
Hann fór óvenjulegar leiðir, a.m.k. í
rokkinu, og nýtti sér djassaðar og fram-
úrstefnulegar hljómsetningar. Hann
spilaði þétta hljóma sem hann kallaði
sjálfur klessundir. Fimmundir, sexundir
og svo klessundir. Það var alveg sama
hversu lítið og ómerkilegt verkefnið var,
hann lagði sig alltaf allan fram. Hann
setti mark sitt alltaf rækilega á allt sem
hann kom nálægt.“
Þetta má t.d. heyra hjá Þursum. Þó
að Karl hafi staldrað tiltölulega stutt við
er nærvera hans afar sterk, og skemmst
að líta til annarrar hljóðversplötunnar,
Þursabit.
„Kalli var hallur undir bræðinginn
eins og við í Mezzoforte enda vorum við
allir í Reykjavík Rhythm Section! Þegar
við í Mezzoforte erum að byrja ... þetta
var árið 1977 ... er ótrúleg gróska í ís-
lenskri tónlist og það í ýmsum geirum.
Maður bar ótakmarkaða virðingu fyrir
Þursunum og músíkinni sem þeir voru
að búa til. Hún er rosalega flott og mikið
pæld. Í þessu sambandi má geta þess að
sem unglingur fór ég í gegnum skeið
þar sem ég hlustaði eiginlega ekki á
neitt annað en Gentle Giant – og það
voru full tvö ár! (Egill Ólafsson hefur oft
minnst á þessa sveit í tengslum við
Þursaflokkinn. Innsk. greinarhöf-
undar). Þursarnir leituðu dálítið í þá átt.
Þursarnir voru í raun hálfgerð átrún-
aðargoð og fólkið sem raðaðist í kring-
um Þursanna, Stuðmenn og Spilverkið,
þetta voru meistararnir þegar maður
var að stíga fyrstu skrefin.“
Eyþór ræðir mikið um þá miklu
áherslu sem var þá á samspil og æfing-
ar. Menn leituðust við að þétta sig og
draga eitthvað einstakt fram í samein-
ingu.
„En svo fór allt í vitleysu um miðjan
níunda áratuginn þegar allt var vaðandi
í hljóðgervlum sem enginn vissi hvernig
ætti að nota almennilega,“ segir Eyþór
þá. „Maður heyrir að menn eru að prófa
sig áfram og fyrir vikið eru mörg ár í
tónlistarsögunni uppfull af ónýtri mús-
ík. Þegar maður horfir til baka er óskilj-
anlegt að fólki hafi fundist þetta boð-
legt.“
Eyþór hefur verið að æfa stíft með
Þursunum undanfarnar vikur.
„Þetta er búið að vera mjög skemmti-
legt því að þetta minnir mig á þá tíma
þegar hljómsveitir æfðu nótt sem nýtan
dag. Tónlistin var flókin en hún var ekki
skrifuð. Þetta var bara æft í tætlur og
nýjum og nýjum smáatriðum bætt við
til að gera þetta pínulitíð flóknara;
skreyta þetta aðeins. Það er botnlaus
vinna á bakvið svona hluti. Vegna þessa
er svo gaman að vera í hljómsveit, menn
hópa sig saman í skúr og eru óþreytandi
við að liggja yfir hlutunum og nostra við
þá. Gera þá dýpri og skemmtilegri.
Þessi músík er algerlega á þessari línu
og þannig hafa þessar æfingar upp á
síðkastið verið. Þetta er eins og að vera
kominn í skúrinn aftur, enda erum við
að æfa í pínulitlum skúr heima hjá Ás-
geiri trommara.“
Og tónlistin flæðir úr Þursunum sem
aldrei fyrr.
„Ég vissi t.d. ekki að Egill ætti svona
mikið af efninu,“ segir Eyþór. „Hann
leggur til mikið af hráefninu og það er
nokkuð ljóst að þetta band er honum
mjög kært. Framlag hinna er þá í engu
minna, og það hefðu engir aðrir menn
getað þetta. Það hefði enginn annar
trommuleikari en Ásgeir Óskarsson
getað spilað þessa músík. Trommu-
leikur hans er afar frjór og hug-
myndaríkur. Eins er með Tomma og
Þórð Árna. Þórður er t.d. alveg ein-
stakur gítarleikari, sólóin hans eru með
ólíkindum vel uppbyggð. En þar að auki
er mikill karakter í bandinu. Þetta er
músík en líka einhvers konar stemn-
ing.“
Þegar músíkin dó
Eyþór gengur ekki óreyndur til sam-
starfs við Þursanna, en hann hefur t.d.
verið í Stuðmönnum undanfarin tíu ár.
„Svo þekkir maður þá úr „session“-
geiranum, ég var að spila með Tomma
og Geira inn á plötur í gamla daga.
Þannig að það lá kannski beint fyrir að
ég myndi ganga inn í þetta hlutverk,
Eyþór Gunnarsson leysir Karl heitinn Sighvatsson af á endurkomutónleikum
Hins íslenzka Þursaflokks í Laugardalshöll í kvöld. Samferðamenn Eyþórs full-
yrða að hann sé besti hljómborðsleikari/píanisti sem starfandi er á landinu og
víðar ef út í það er farið og maður heyrir að sú yfirlýsing er byggð á bláköldu,
raunhæfu mati fremur en að verið sé að ljúka tilfinningaþrungnu en um leið
innantómu lofi á góðan félaga. Eyþór getur eðlilega lítið sagt til um þetta en
þarf þó „ekki að hafa mikið fyrir þessu,“ eins og hann orðar það.
Stemningin
skiptir öllu máli