Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2008, Blaðsíða 4
því leyti að höfundurinn skrifar algjörlega ófl-
úraðan stíl – ekki hversdagslegan því það er
ekkert hversdagslegt við Gröndal – en hann
notar náttúrlegt orðaval, eins og ég ímynda mér
að hafi verið honum tamt. Þegar ég skrifa
prósastíl reyni ég að hafa músík í honum. Ég
nota ekki, nema þá fyrir skelfilega slysni, orð
eða orðalag sem mér er ekki tamt í eðlilegu
máli. Háfleygt og skáldlegt orðaval nota ég ekki
nema sem húmor.“
Mikilvægi sjónarhornsins
Í formála Úrvalsbókarinnar segir Halldór Guð-
mundsson að þú hafir lagst í rannsóknir á sjónar-
horni og frásagnartækni. Útskýrðu það aðeins.
„Það liggur líklega í hlutarins eðli að sagna-
höfundur velti fyrir sér sjónarhorni og frásagn-
artækni. Ég er búinn að vera lengi að og eitt af
því sem maður áttar sig á og lærir á er mik-
ilvægi sjónarhornsins. Fyrstu skáldsögu mína
lauk ég við 23 ára gamall. Hún var þriðju per-
sónu saga með þremur aðalpersónum. Hjá Máli
og menningu fannst mönnum sagan ekki nógu
góð og ákváðu að gefa hana ekki út, mér til mik-
illa sárinda. En það rann fljótlega upp fyrir mér
að það var eitthvað meingallað við söguna. Svo
fann ég hvað var að. Ég hafði verið að skrifa um
þrjá stráka sem voru séðir utan frá og fyrir vik-
ið urðu þeir allir fremur keimlíkir og þess vegna
var erfitt fyrir lesanda að ná sambandi við þá. Í
næstu tilraun ákvað ég að skrifa söguna sem
fyrstu persónu frásögn. Þegar ég fór að skrifa
fann ég að á þessum tveimur frásagn-
araðferðum var reginmunur. Þannig varð til
fyrsta útgefna skáldsaga mín, Þetta eru asnar
Guðjón.
Seinna þegar ég var að skrifa Djöflaeyjuna
og Gulleyjuna, sem þriðju persónu frásögn, þá
fann ég að það sjónarhorn hentaði því söguefni
vel vegna þess að persónur verksins eru svo
margar. Í vissum köflum langaði mig til að kom-
ast nær einstökum persónum, eins og til dæmis
flugkappanum sem deyr. Ég brá á það ráð að
birta brot úr dagbókum hans þannig að hann
fengi eigin rödd.
Fyrsta persónu frásögn og þriðju persónu
frásögn skapa ólík hughrif. Í Djöflaeyjunni og
Gulleyjunni eru sagðar sögur af því þegar Baddi
ryðst blindfullur um miðja nótt inn í húsið til
ömmu sinnar og ræðir við hana um heim-
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
A
lveg frá því ég var smá-
krakki hefur mér þótt
eftirsóknarvert að
kunna að segja sögur,“
segir Einar. „Í fjöl-
skylduboð komu frænk-
ur sem sögðu sögur,
pabbi var leigubílstjóri
og stundum fór ég með
honum í Hreyfilskaffi þar sem menn sátu saman
með blik í augum og höfðu gáfu til að sjá hvað
var sérkennilegt og sögulegt í aðstæðum sem
þeir höfðu upplifað og gátu miðlað því sín á milli
í leiftrandi frásögnum. Í þeirra veröld var mikið
um söguefni. Ég upplifði þessa munnlegu
sagnahefð á sama hátt og ég upplifði hversu
stórkostlega gaman var að lesa góðar bækur.
Góð bók segir frá áhugaverðu fólki við sögu-
legar aðstæður. Hið sama gildir um munnlegar
sögur. Þar skiptir máli að kunna að velja rétt
orð. Ég hef aldrei haft neitt á móti því að vera
kallaður sögumaður. En það sem ég hef stund-
um rekið mig á er að fólki finnst það dálítið bil-
legur stimpill. Í þau ár sem ég var að læra bók-
menntir á háskóla var alltaf verið að leita eftir
því hvert höfundurinn væri að fara með verkum
sínum. Hann átti að vera að segja svo miklu
meira en bara sögu. Og oft og tíðum er það svo.
Sumir höfundar eru beinlínis að skrifa pólitísk-
ar, heimspekilegar eða guðfræðilegar allegórí-
ur. Þegar þessir höfundar koma í viðtöl til að
segja frá bókum sínum þá segja þeir að með við-
komandi verki hafi þeiri viljað varpa ljósi á sam-
félagsklandrið eða eitthvað slíkt. Þegar fyrstu
bækur mínar komu út var ég spurður hvað ég
væri að fara og ég sagði: Mér fannst þetta
skemmtileg saga og langaði til að segja hana.
Og þá hugsuðu held ég margir að það væri nú
létt verk og löðurmannlegt. Ég aðhyllist enn
bernskulærdóm minn, að góð saga hafi gildi í
sjálfu sér án þess að sé meðfram verið að kenna
til dæmis umferðarreglurnar.“
Forðast upphafinn bókmenntastíl
Þú hefur verið að sinna munnlegri sagnahefð, til
dæmis í dagskrá í Landnámssetrinu með KK og
sömuleiðis erlendis, er það ekki rétt?
„Jú, ég hef troðið upp með munnlegar frá-
sagnir, meira að segja líka erlendis. Fyrir tíu ár-
um eða svo voru haldin sagnamannakvöld í
Kaffileikhúsinu. Þar tróð ég tvisvar upp og
sagði sögur og ekki löngu seinna fór ég sem
þátttakandi á sagnakvöld erlendis. Í þessum re-
nessansi munnlegu sagnalistarinnaar hafa verið
tveir straumar í gangi. Víða erlendis hafa menn
orðið sér meðvitaðir um mikilvægi þess að varð-
veita gamla sagnahefð og gamlan sagnaheim.
Þá hafa verið dregnir upp menn frá afskekktum
héruðum í Skotlandi eða á Hjaltlandseyjum,
gjarnan bergrisalegir menn með sítt skegg sem
hafa viðhaldið sagnahefð frá liðnum tíma og
horfnu þjóðfélagi og þykir eftirsótt að fá að
hlýða á. Hinu sama hef ég kynnst í Skandinavíu.
Þar koma menn frá héruðum sem ekki eru í al-
faraleið og segja sögur úr horfnum heimi. Þetta
er allt saman mjög gott og þarft. En á móti
kemur að þarna er verið að gera hina lifandi
sagnalist að einhvers konar þjóðdansafélagi.
Það má ekki gleymast að munnleg sagnalist
snýst fyrst og fremst um núið, að segja frá ein-
hverju úr sínum heimi og sinni veröld, eitthvað
sem maður hefur upplifað eða heyrt um. Og
segja frá á þann hátt sem manni er eðlislægt.
Og það eru alltaf einhverjir sem kunna það og
geta gert betur en aðrir.
Munnleg frásagnarlist og skrifleg er upp að
vissu marki sama listgreinin. Maður vinnur með
orð og er að segja frá fólki og í frásögninni er
ákveðin atburðarás. Þegar maður er að segja
sögur munnlega þá er maður í beinum tengslum
við þann sem er að hlusta og fær viðbrögð um
leið. Þegar ég segi sögur munnlega þá er ekkert
leikrænt í kringum það. Ég segi frá alveg á
sama hátt og þegar ég sit með vinum og kunn-
ingjum og er að taka þátt í að eiga innihaldsríka
samveru.“
Hefur þessi virðing fyrir munnlegri frásagn-
arlist smitast inn í verk þín?
„Hún tengist stíl að því leyti að ég hef alltaf
reynt að skrifa stíl sem mér er eiginlegur. Ég
hef forðast upphafinn bókmenntalegan stíl. Er-
lendir höfundar sem ég hrífst af, eins og Hem-
ingway og Bukowski, eru meistarar hins ein-
falda, beina og óflúraða stíls. Sama má segja um
helstu höfunda okkar Íslendinga. Bók sem ég
gríp alltaf í reglulega, Dægradvöl eftir Benedikt
Gröndal, sker sig frá ritverkum samtíma síns að
spekileg efni og slær upp partíi. Í hinni köldu ep-
ísku fjarlægð þriðju persónu frásagnar er auð-
velt að gera slíkt kómískt. En þegar ég sviðset
samskonar atburði í Fyrirheitna landinu og set í
fyrstu persónu frásögn ungs óstyrks manns sem
býr í húsinu með konu sinni og barni þá verður
það, sem áður var fyndið, yfirþyrmandi og næst-
um skelfilegt. Í fyrstu persónu sögu er miklu
meira návígi og frásögnin litast af tilfinningum
þess sem segir frá; hann er til dæmis kannski
logandi hræddur og það smitast út í textann ef
rétt er á málum haldið. En alvitrir sögumenn
standa álengdar og geta glott að öllu saman.
Stormur kom út árið 2003 en ég var byrjaður
á henni átta árum fyrr, áður en ég skrifaði
Óvinafagnað sem er margradda skáldsaga. Að-
alpersónan Stormur átti að vera, tja, mælskur
og vel gefinn drullusokkur; maður sem hefur
sérstakt lag á að sjá það fyrirlitlega í öllu og
jafnframt það fáránlega í öllum öðrum en sjálf-
um sér. Ég byrjaði að skrifa Storm sem fyrstu
persónu frásögn. Ég sá að það væri algjörlega
nauðsynlegt, söguefnið yrði einskis virði og
myndi deyja nema sem fyrstu persónu frásögn.
Lykilatriði í sögunni var rödd Storms, orðfæri
hans, sjónarhorn hans og hæfileiki til að gera
allt fáránlegt og smátt. En svo fór að renna upp
fyrir mér að það gæti orðið einhæft og yfirþyrm-
andi, að vera með þessa eintóna rödd á 300 blað-
síðum. Þegar ég otaði handritinu að vinum og
ættingjum fannst flestum það fyndið og
skemmtilegt, en næstum allir höfðu á orði að eft-
ir 200 síður hefðu þeir verið búnir að fá nóg af
þessum náunga. Þar með lagðist þetta verkefni
eiginlega á ís. Ég hugsaði með mér: Þetta er
rétt, það gengur ekki alveg að vera með rödd
þessarar persónu í gegnum heila skáldsögu. Þá
fór ég að velta því fyrir mér hvernig ég gæti
sameinað þessar tvær aðferðir; haft rödd þess
sem er að upplifa en losna samt við skafanka
fyrstu persónu frásagnarinnar sem er sá að ekki
er hægt að segja frá neinu nema því sem við-
komandi sér eða upplifir. Þá las ég um deilur
sem urðu vegna þess að Graham Swift var sagð-
ur hafa stolið frásagnaraðferð frá William
Faulkner. Faulkner beitti margradda frásögn í
As I Lay Dying en sú aðferð var ekki mikið not-
uð þar til Swift beitti henni í Last Order. Swift
var sakaður um ritstuld, sem er brandari í sjálfu
sér enda voru þessar ásakanir fljótlega hlegnar
Hef alltaf haft
áhuga á töffurum
4 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Í Úrvalsbók Einars Kárasonar, sem Mál og menning gefur út, er að finna sautján verk höfund-
arins, þar á meðal fimm heilar skáldsögur, smásögur, ljóð og þætti. Halldór Guðmundsson skrif-
ar formála bókarinnar og nefnir þrjá eiginleika sem hann telur einkenna höfundarferil Einars:
óbrigðult minni á bækur og texta, næmt auga fyrir karakterum og einlæga frásagnargleði. Ein-
ari hefur löngum verið lýst sem frásagnarglöðum sögumanni og hefur síst á móti þeirri lýsingu.