Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2008, Blaðsíða 9
hrifin af dramatíkinni í íslenskri nátt-
úru og birtunni sem stundum verður
nærri guðdómleg. Þegar ég tek lands-
lagsmyndir þá er birtan, himinninn og
sjóndeildarhringurinn, sem opnar leið
út í frelsið eða inn í eilífðina, það sem
ég mynda oftast. Það sem mér finnst
einna áhugaverðast að glíma við er
hvort og hvernig hægt sé að fanga þá
sterku upplifun sem maður verður ein-
staka sinnum fyrir í náttúrunni. Oft er
þetta aðeins eitt einstakt augnablik
sem á sér stað í sérkennilegu samspili
birtu og umhverfis þannig að úr verð-
ur fagurfræðileg upplifun sem hefur
mikil áhrif á okkur tilfinningalega. Mig
langar að fanga þessa sterku náttúru-
upplifun og koma henni áfram til
áhorfandans. Ef til vill vekja mynd-
irnar minningar um svipaða upplifun
hjá áhorfandanum eða vekja einfald-
lega þrá eftir náttúrunni, þrá eftir
frelsi, að komast í burt …“ og verða
eitt með náttúrunni.
„Hvar eru mörk náttúrunnar?“ spyr
Þórdís og bendir á ljósmynd af sjón-
deildarhringnum áður en hún sýnir
mér mynd af fæðingu barns. „Hvar og
hvernig verður lífið til? Hvert er upp-
haf heimsins? Hvenær hefst inngrip
mannsins?“ bætir hún við og bendir
mér á mynd af keisarafæðingu. „Það
er eins með náttúruna og kvenlíka-
mann. Það er sífellt verið að beita hann
ofbeldi, bæði táknrænu og áþreif-
anlegu.“
Þórdís starfaði í átta ár sem ljós-
myndari á Landspítalanum og vann
þar við að mynda einkenni sjúkdóma,
áverka, uppskurði, umhverfi, starfs-
fólk og allt það sem nauðsynlegt er að
skrá í starfsemi spítala. „Vinna mín á
spítalanum hefur eðlilega haft mikil
áhrif á viðhorf mitt til líkamans og hef-
ur mótað mig mikið sem ljósmyndara.
Í þessu starfi áttar maður sig fljótlega
á því hvað við erum í raun efnisleg og
það efnislega verður á einhvern hátt
mjög áþreifanlegt. Líkaminn er efni
sem stundum þarf að skera í sundur og
sauma saman, opna og loka, og breyta.
Starfið hefur fært mér visst æðruleysi
þar sem maður er reglulega minntur á
það hversu hratt lífið getur breyst.“
Þórdís bætir því við að þetta hafi bæði
verið mjög áhugavert og um leið erfitt
starf. Fyrir ári ákvað hún að snúa sér
að öðrum verkefnum og leggur nú
stund á kennaranám við Listaháskóla
Íslands auk þess sem hún starfar sem
sjálfstæður ljósmyndari.
Sannleikurinn og
skáldskapurinn í lífinu
Þórdís stundaði nám við þann virta
skóla École Nationale Superieure de la
Photographie í Arles í Frakklandi á
árunum 1986-1989 og útskrifaðist það-
an með BA-gráðu. Hún bjó í Frakk-
landi til ársins 1999 en starfaði einnig
um tíma sem ljósmyndari og far-
arstjóri í Túnis, á Spáni og í Portúgal.
Hún myndaði töluvert í Túnis og tók
þá fjölda mynda sem eru hvort tveggja
í senn hefðbundnar heimilda-
ljósmyndir og ljósmyndir sem ýta und-
ir ímyndunarafl áhorfandans og fela í
sér ósagða sögu eða frásögn um við-
fangsefnið sem þær birta. „Það var
mjög gaman að taka myndir í Túnis en
jafnframt mikil áskorun. Til þess að ná
góðum myndum af fólki þarftu fyrst að
stað í nútímasamfélagi. Erum við í
raun ekki alltaf að stilla okkur upp,
búa til leikmynd í kringum okkur og
skapa okkur ímynd. Hvenær erum við
að leika og hvenær ekki? Í þessum
myndum reyni ég að mynda samskipti
fólks á þann hátt að áhorfandinn geti
ómögulega áttað sig á því hvort mynd-
in sé uppstillt eða ekki. Eitt það áhuga-
verðasta við ljósmyndina er tvíræðnin.
Þetta er einskonar leikur að sannleiks-
hugtakinu og um leið sviðsetning á því
hvað sé sannleikur í ljósmyndum og
hvað ekki.“
Alþjóðasamfélagið Ísland
Landspítalinn – háskólasjúkrahús er í
huga flestra tímabundinn íverustaður
sjúklinga, lækna og hjúkrunarfræð-
inga. Á spítalanum dvelur þó fjöldi
annars fólks meirihlutann af sínum
vökutíma. Þetta er fólk sem vinnur við
að skúra gólf, þvo þvott, taka til mat í
býtibúri og vaska upp. Þetta er ósýni-
legt vinnuafl í ýmsum skilningi. Flestir
sem vinna þessi störf eru af erlendum
uppruna, margir tala ekki íslensku og
eiga sér enga rödd í íslensku sam-
félagi. Í framhaldinu af vinnu sinni á
Landspítalanum ákvað Þórdís að taka
myndir af þeim fjölmörgu ein-
staklingum sem þar vinna og venju-
lega eru aðeins kynntir til sögunnar
undir samheitinu „erlent vinnuafl“.
„Landspítalinn er mjög stéttskiptur
vinnustaður. Sem ljósmyndari þar
kynntist ég lítið fólkinu sem vann í
þvottahúsinu, í eldhúsinu eða á sauma-
stofunni. Ég tók vel eftir þessu fólki
þegar ég mætti því í mötuneytinu eða
á göngum spítalans. Þarna vinnur fólk
frá Alsír, Marokkó, Eþíópíu, Nígeríu,
Gambíu, Kína, Víetnam, Jamaíka,
Portúgal, Póllandi, Grænlandi og Dan-
mörku svo dæmi séu tekin. Undir
venjulegum kringumstæðum er þetta
fólk sem fáir taka eftir en það er mjög
mikilvægt fyrir starfsemi spítalans og
án þess væri erfitt að reka hann. Yf-
irleitt er þetta áhugavert og sterkt fólk
sem býr yfir mjög fjölbreyttri reynslu.
Það var mjög auðvelt að mynda þau.
Þau voru svo stolt og um leið róleg og
falleg. Með því að mynda þetta fólk
sem enginn tekur venjulega eftir vildi
ég draga þessa ólíku einstaklinga fram
í dagsljósið og um leið sýna hvernig ís-
lenskt þjóðfélag er að breytast.“
Ljósmyndirnar tók Þórdís á Land-
spítalanum. Við sjáum fólk af ólíku
þjóðerni og ólíkum kynþáttum í sótt-
hreinsuðu spítalaumhverfi og kunn-
uglegum og ópersónulegum klæðnaði
opinbera starfsmanna. Engu að síður
birtast einstaklingarnir okkur sem
sterkar og litríkar persónur. „Mér
fannst mikilvægt að hafa umgjörðina
eins hlutlausa og hægt var,“ segir Þór-
dís. „Þannig kemur persónuleiki við-
komandi betur í ljós. Hann birtist okk-
ur í andlitsdráttum og hárgreiðslu og
kannski smáatriðum eins og spennu
eða augntilliti. Tilgangurinn með ljós-
myndunum var að vekja spurningar
um líf þessa fólks hér á landi, hvers
vegna það kom til Íslands og hvernig
lífi það lifir þegar það er ekki í
vinnunni. Ljósmyndirnar vekja þessar
spurningar og þó að þær svari þeim
ekki þá er það allt í lagi. Hlutverk ljós-
mynda er ekki endilega að svara öllum
spurningum en þær geta fengið fólk til
að hugsa um ákveðna hluti og þannig
verið mikilvægt innlegg í pólitíska um-
fjöllun. Í umræðunni hér á Íslandi er
yfirleitt talað um þau sem einsleitan
hóp, eða ákveðna stærð, en ekki fólk
með tilfinningar, hugmyndir og
reynslu. Ljósmyndin hentar ein-
staklega vel til að segja sögu þessa
fólks. Það er það sem mér finnst vera
kjarninn í þessu öllu, að nota ljós-
myndina sem miðil í það sem hún hent-
ar best. Það er það sem þetta snýst allt
um.“
Ljósmyndir Þórdísar af starfs-
mönnum Landspítalans voru sýndar á
menningarnótt í fyrra. Síðan þá hefur
hún unnið áfram með verkefnið og
hinn 10. apríl var opnað sjálfstætt
framhald af fyrri sýningu í Þjónustu-
miðstöð Miðborgar og Hlíða við Skúla-
götu í Reykjavík.
Hinn 17. maí var svo opnuð samsýn-
ing íslenskra samtímaljósmyndara í
Þjóðminjasafni Íslands. Þar sýnir Þór-
dís ljósmyndir sem sameina flest
áhugavið hennar í ljósmyndun, heim-
ildaþáttinn, frásögnina og hugleið-
ingar um líkamann og náttúruna.
vinna traust þess. Þú verður að vera
mjög kurteis, rólegur og gefa þér góð-
an tíma í að spjalla ef þú ætlar að ná
góðum myndum af fólki á þessu menn-
ingarsvæði.“ Þórdís myndaði bæði
verkafólk við störf, börn að leik á göt-
um úti og herbergisþernur á fínum
hótelum við ströndina. Þetta eru ljós-
myndir sem opna okkur sýn inn í heim
sem flestum hér á landi er framandi.
Þetta eru vel heppnaðar heimilda-
ljósmyndir. „Það sem mér finnst hvað
áhugaverðast við heimildaljósmyndun
er hvernig hægt er að skrásetja veru-
leikann eins og hann er og um leið
segja persónulega sögu,“ segir Þórdís.
Hún sýnir mér ljósmyndir af bænda-
fólki í Suður-Frakklandi sem hún
myndaði á meðan hún var enn í námi.
Þetta eru svarthvítar myndir, teknar í
anda franska meistarans Henris Car-
tier-Bressons. „Þetta er fólk sem er
útslitið af vinnu og orðið gamalt fyrir
aldur fram,“ segir Þórdís og bendir
mér á ljósmynd af hjónum sem tíminn
hefur markað sín spor á. Ljósmyndin
af þeim stangast tvímælalaust á við þá
mynd sem gjarnan er dregin upp af
íbúum Suður-Frakklands. Kannski er
lífið þar ekki alltaf dans á rósum þrátt
fyrir sólina og blámann frá Miðjarð-
arhafinu.
Þórdís segist engan veginn vera
hætt að taka hefðbundin portrett eða
heimildaljósmyndir. „Ég hef mikinn
áhuga á að vinna meira með hvort
tveggja. Ljósmyndin sem miðill er
stórgóð til heimildaskráningar. Ég er
svo leitandi manneskja og finnst nauð-
synlegt að vera með mörg verkefni í
gangi á sama tíma. Sumar hugmyndir
vinn ég áfram með árum saman og svo
eru aðrar sem ég leita aftur í hvað eftir
annað. Sumar hugmyndir lifa áfram en
aðrar deyja. Líkt og ljósmyndirnar.
Ég hengi venjulega upp margar
myndir úr sömu seríu en tek þær síðan
niður eftir því sem ég fæ leið á þeim
þar til bara ein stendur eftir.“
Þórdís hefur á síðustu árum einnig
fengist við hefðbundna heimilda-
ljósmyndun hér á Íslandi. Hún hefur
ferðast um landið og myndað bæði
sveitabæi og þorp kerfisbundið. „Þess-
ar myndir fjalla allar um tímann að
ákveðnu leyti og um leið um heim-
ildagildi ljósmynda. Þorpin og
sveitabæirnir eiga eftir að breytast
mjög mikið á næstu árum og áratug-
um. Þorpin eru oft mjög eyðileg og
húsin oft illa farin, líkt og sveitabæirn-
ir sem sumir hverjir eiga eftir að leggj-
ast í eyði. Mér finnst mjög mikilvægt
að mynda þessa staði eins og þeir eru í
dag. Auk þess að mynda þorp og bæi
hefur Þórdís lagt sig eftir að mynda
kirkjur og kirkjugarða víða um land. Í
þeim myndum birtist okkur einnig
hinn efnislegi veruleiki sem er svo
áberandi í myndum hennar af manns-
líkamanum og náttúrunni. „Af efni
ertu kominn og að efni muntu aftur
verða.“
Þórdís tekur myndir sínar bæði á
filmu og stafrænt en breytir þeim yf-
irleitt ekki með tölvuvinnu. „Ég tek
myndirnar nær alltaf eins og ég nota
þær endanlega. Ég vil frekar gera
hlutina með myndavélinni en að breyta
þeim eftir á í tölvu. Mér finnst ekki
skipta máli hvaða myndavél er notuð
eða hvort það er stafrænn miðill eða
filma. Það áhugaverða liggur í koll-
inum á ljósmyndaranum, hugsuninni
og hugmyndinni. Kannski er aðalmálið
að koma einhverri upplifun á framfæri,
einhverri sýn eða framsetningu á veru-
leikanum.“
Þrátt fyrir þessa sýn á ljósmyndina
er Þórdís mjög meðvituð um þá tví-
ræðni sem felst í því að miðla persónu-
legri sýn með hlutlausum miðli eins og
ljósmyndinni er ætlað að vera. Ljós-
myndin er hvort tveggja í senn heimild
um eitthvað sem átti sér stað á
ákveðnum tíma og vitnisburður um
sýn ljósmyndarans á þennan atburð.
Ljósmyndarinn velur sér sjónarhorn,
afmarkar sjónsviðið með myndavélinni
og rífur hluti úr samhengi. Hvenær
nálgast hann umhverfið sitt eins og
það raunverulega er og hvenær stillir
hann því upp? Þetta eru spurningar og
álitamál sem Þórdís hefur einnig verið
að glíma við í ljósmyndum sínum. Ein
af þeim myndaröðum sem hún vinnur
nú að fjallar um uppstillingar og svið-
setningar í lífi fólks í raunveruleik-
anum og fyrir framan ljósmyndavél-
ina. „Í þessum myndum er ég að skoða
samskipti fólks og hvernig þau mótast
af þeirri ímyndarsköpun sem á sér
leið út í frelsið eða inn í eilífðina, það sem ég mynda oftast,“ segir Þórdís.
Höfundur er menningarfræðingur.
» Fólk gerir sér
engan veginn
grein fyrir því
hvað það býr
mikil fjölbreytni
í þessum líkams-
hluta og því
fannst mér
upplagt að nota
sköpin til að
draga upp
ákveðna mynd
af konum.
Þetta eru fyrst
og fremst
portrett af kon-
um. Myndirnar
eru allar af kon-
um sem ég þekki
og voru til í
að láta mynda
sig svona.ar.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 9