Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2008, Page 8
Líkami
hinna
þöglu
Eftir Sigrúnu Sigurðardóttur
sigruns@lhi.is
É
g virði fyrir mér
gylltan ramma
sem stendur á
stofugólfi í íbúð
Þórdísar Erlu
Ágústsdóttur
ljósmyndara. Í
rammanum er
mynd af konu. Þetta er rauðhærð kona
með frekar ljóst hörund. Örlitlar krull-
ur. Augnlitinn þekki ég ekki og heldur
ekki andlitsfallið. Það eina sem ég veit
um konuna er hvernig sköp hennar
(eða píka) líta út. Ljósmyndin er hluti
af myndaröð af kvensköpum sem Þór-
dís sýndi undir yfirskriftinni Helgir
staðir árið 2004 í sal Íslenskrar graf-
íkur við Tryggvagötu í Reykjavík.
„Mig langaði að sýna fegurðina sem
býr í hverjum líkama fyrir sig,“ segir
Þórdís og bætir við: „Það er sífellt ver-
ið að reyna að fjötra kvenlíkamann og
steypa allar konur í sama form. Mig
langaði aftur á móti til að sýna hvað
konur væru í raun ólíkar – hvað fjöl-
breytnin væri mikil. Þetta var mín að-
ferð til að vekja athygli á því hvernig
sífellt er verið að beita kvenlíkamann
ofbeldi, hvernig verið er að reyna að
steypa hann í staðlað og ákveðið mót
sem er honum ef til vill ekki eðlilegt og
miðar að því að má út öll einstaklings-
einkenni,“ segir Þórdís og bætir svo
við: „Fólk gerir sér engan veginn grein
fyrir því hvað það býr mikil fjölbreytni
í þessum líkamshluta og því fannst
mér upplagt að nota sköpin til að
draga upp ákveðna mynd af konum.
Þetta eru fyrst og fremst portrett af
konum. Myndirnar eru allar af konum
sem ég þekki og voru til í að láta
mynda sig svona.“
Þórdís bendir ennfremur á að þar
sem hún var að ljósmynda líkamshluta
sem oftar er sýndur í klámfengnu sam-
hengi fremur en í sýningarsal hafi
framsetningin skipt hana miklu máli.
„Hluti af þessu öllu var að rífa píkuna
úr því samhengi sem hún er oftast
sýnd í. Ég setti ljósmyndirnar því í
ramma sem í flestum tilvikum eru not-
aðir undir fjölskyldumyndir sem
hanga á vegg. Á vissan hátt eru þessar
myndir einskonar fjölskyldumyndir og
eiga í mínum huga ekkert skylt við
klámmyndir. Samhengið og framsetn-
ingin skiptir svo miklu máli. Hvað er
klám og hvað ekki og hvað hefurðu
leyfi til að sýna og hvað ekki? Flestum
þykir dálítið mál að horfa á þennan lík-
amspart og ekki síst að horfa á hann í
opinberu rými – en ef við horfum bara
á þessar myndir sem ljósmyndir af
konum eins og þær eru í raun og veru
þá eru þær mjög áhugaverðar fag-
urfræðilega séð. Svona lítur konulík-
aminn líka út.“
Raunveruleikatilfinningin
verður óbærileg
Þórdís hefur haldið áfram að vinna
með líkamann í ljósmyndum sínum á
síðustu árum og myndað afmarkaða
hluta hans á ágengan hátt. „Líkaminn
er svo mikið feimnismál í nútíma-
samfélagi og ég hef verið að nota ljós-
myndina til að skoða hvernig við nálg-
umst hann. Mín samræða við heiminn
fer fyrst og fremst fram með ljós-
myndum. Ljósmyndin er bæði per-
sónuleg og gott skráningartæki. Hún
gefur mér möguleika á að segja
ákveðna sögu, að sýna heiminn eins og
hann er eða eins og ég sé hann, og um
leið gerir hún mér kleift að tjá mig um
vissa þætti í lífinu, t.d. um líkamann,
stöðu hans í samfélaginu og um tengsl
líkama og náttúru.“
Meðal þess sem Þórdís er að skoða í
ljósmyndum sínum er hversu nálægt
líkamanum við getum farið og hvers
vegna við umgöngumst hann á allt
annan hátt en til dæmis náttúruna.
„Náttúran og innviðir hennar þykja
bæði stórbrotin og falleg en það má
ekki koma of nálægt líkamanum. Fólk
á erfitt með að horfa á nærmyndir af
líkamanum og ég tala nú ekki um
myndir sem sýna opnun líkamans eða
innviði hans. Líkaminn, líkt og náttúr-
an, er háður gangi tímans, hann þrosk-
ast, hrörnar og jafnvel rotnar og það
sem nútímamaðurinn á ef til vill erf-
iðast með að sætta sig við; hann hefur
ekki fullkomna stjórn á eigin líkama
sem getur tekið upp á því að afmynd-
ast, veikjast eða jafnvel það sem er enn
meira feimnismál, fitna og eldast.“
Ljósmyndir Þórdísar af líkamshlutum
gera það að verkum að tilfinningin fyr-
ir raunveruleikanum verður næstum
óbærileg. Við horfum á ljósmyndirnar
og finnum fyrir eigin dauðleika. Áttum
okkur á því að við erum efni sem tím-
inn vinnur á. Líkt og náttúran. „Ég
vinn mjög markvisst með tengsl
mannslíkama og náttúru í myndum
mínum og skoða hvern líkamspart út
af fyrir sig eins og landslag,“ segir
Þórdís.
Samhliða ljósmyndum af lík-
amanum hefur Þórdís myndað ís-
lenska náttúru og nálgast hvort
tveggja út frá svipuðum forsendum.
Hún myndar fellingar, form og drætti í
landslagi jafnt og á líkama. Hvort
tveggja nálgast hún af virðingu og
ákveðinni undirgefni. „Ég er mjög
Sjóndeildarhringurinn „Þegar ég tek landslagsmyndir þá er það birtan, himininn og sjóndeildarhringurinn, sem opnar
Þórdís Erla Ágústsdóttir er einn af átta ljósmyndurum sem sýna nú í Þjóð-
minjasafninu. Þórdís hefur vakið athygli fyrir myndir af mannslíkamanum,
vinnandi fólki og náttúru. „Líkaminn er svo mikið feimnismál í nútíma-
samfélagi og ég hef verið að nota ljósmyndina til að skoða hvernig við nálg-
umst hann,“ segir hún í viðtali um verk sín.
Þórdís „Ég er svo leitandi manneskja
og finnst nauðsynlegt að vera með
mörg verkefni í gangi á sama tíma.
Sumar hugmyndir vinn ég áfram
með árum saman og svo eru aðrar
sem ég leita aftur í hvað eftir annað.“
Án titils „Hluti af þessu öllu var að rífa píkuna úr því samhengi sem hún er oftar sýnd í. Ég setti ljósmyndirnar því í
ramma sem í flestum tilvikum eru notaðir undir fjölskyldumyndir sem hanga á vegg,“ segir Þórdís um skapamyndir sína
8 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók