Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2008, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.2008, Blaðsíða 15
Tinna „Brúðguminn er einfaldlega kvikmynd sem virkar.“ Gláparinn Síðasta mynd sem ég sá í kvikmynda-húsi var Brúðgumi Baltasars Kor- máks. Ég veit að mér er málið skylt þar sem Þjóðleikhúsið færði upp á leikárinu Ivanov eftir Tsjekov í leikstjórn sama leikstjóra, en Brúðguminn er einskonar íslenskun eða íslensk útgáfa á sömu meginsögu í með- förum sama leikhóps, eða sögunni um manninn sem er svo djúpt sokkinn í sjálfs- vorkunn að hann sér ekkert nema eigin óhamingju og allar tilraunir til að bjarga honum frá sjálfum sér mistakast. Ég held samt að ég hafi sjaldan orðið eins meðtekin í bíó og það fullkomlega á for- sendum myndarinnar og burtséð frá allri tengingu við leikhúsið. Brúðguminn er einfaldlega kvikmynd sem virkar. Umhverfið er einstakt og einhvern veginn varð þessi litla eyja, Flatey, að eins- konar smámynd af Íslandi og sagan að dæmisögu um lífið sem er lifað í litlu að- þrengdu samfélagi sem vill vera svo miklu stærra en það er. Þar sem draumar mann- anna eru í raun dæmdir til að mistakast eða snúa upp á sig, breytast í golfkúlur sem eru slegnar á haf út, eða söng sem er sunginn fyrir mófuglinn í sumarnóttinni og ekki aðra. Yndislegar mannlýsingar og af- burðaleikur eru þó það sem gefur þessari mynd gildi umfram annað og þar er engin feilnóta slegin. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2008 15 Lesarinn Þótt ég sé innan um bækur alla daga og vinnivið að búa þær til finnst mér ég einhvern veginn aldrei ná að lesa nóg. Maður kemst aldr- ei yfir allar bækurnar sem freista. En núna var ég að klára Sá sem blikkar er hræddur við dauðann eftir Knud Romer, bók sem kom út á íslensku í vor og er vel þess virði að lesa. Hún er kynnt sem skáldsaga en er þó byggð á upp- vaxtarárum höfundar í dönskum smábæ á sjö- unda áratugnum. Faðir hans er danskur en móðirin þýsk, og þar að auki stolt kona sem lætur ekki kúga sig, en það fellur ekki í kramið í Danmörku á eftirstríðsárunum. Drengurinn Knud þarf fyrir vikið að þola einelti alla sína æsku og fjölskyldan einangrast í þessu fjand- samlega samfélagi. Óttinn, einmanaleikinn og biturðin skína í gegnum frásögnina en um leið er heilmikil kímni og kaldhæðni í textanum. Höfundur fléttar saman sögu drengsins og fjöl- skyldu hans aftur í ættir með því að raða saman minningabrotum og frásögnum og nær þannig vel að lýsa örlögum fólksins og fanga andrúms- loftið á þessum tíma. Sagan sýnir okkur líka hversu stutt er í fordómana og grimmdina í okkur mannfólkinu, og það er ekki síst það sem gerir hana tímalausa og umhugsunarverða. Ingibjörg Helgadóttir, verkefnastjóri ritstjórnar hjá Forlaginu. Ingibjörg „Sá sem blikkar er hræddur við dauðann eftir Knut Romer er vel þess virði að lesa.“ Norðurland Suðurland Austurland Vesturland Í Árbæjarsafni má finna fjölda sýninga og viðburða, þar sem einstökum þáttum í sögu Reykjavíkur eru gerð skil. Heimsókn á Árbæjarsafn er bæði fræðandi og skemmtileg. Opið alla daga í sumar 10-17 www.minjasafnreykjavikur.is Sýningin fjallar um landnám í Reykjavík og byggir á fornleifum sem fundist hafa þar. Þungamiðja sýningarinnar er rúst skála frá 10. öld og veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða frá því um 871 ± 2 ár og eru það meðal elstu mannvistarleifa sem fundist hafa á Íslandi. Opið alla daga frá kl. 10-17. www.minjasafnreykjavikur.is / www.reykjavik871.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÁRBÆJARSAFN Gott heim að sækja HAFNARBORG LISTASAFN ÍSLANDS Yfir hafið og heim - íslenskir munir frá Svíþjóð Endurkast - átta íslenskir samtímaljósmyndarar Í þokunni - Thomas Humery, franskur ljósmyndari Lífshlaup - sýning nema í Háskóla Íslands Spennandi safnbúð og kaffihúsið Kaffitár! Opið alla daga í sumar kl. 10–17. www.thjodminjasafn.is LIST MÓT BYGGINGARLIST 16.5. - 29.6. 2008 Safnbúð Listasafns Íslands - Gjafir listunnandans Ókeypis aðgangur Opið 10-17 alla daga, lokað mánudaga www.listasafn.is Byggðasafn Skagfirðinga www. glaumbaer.is Glaumbær og Minjahúsið Sauðárkróki Síldarminjasafnið á Siglufirði Eitt af stærstu söfnum landsins. Valið besta nýja iðnaðarsafn Evrópu 2004. www.sild.is Söfnin í landinu Gljúfrasteinn – hús skáldsins Mosfellsbæ Hljóðleiðsögn, margmiðlun og gönguleiðir Tónleikar alla sunnud. kl. 16. Opið alla daga frá 9–17 Aðgangseyrir 500 kr. www.gljufrasteinn.is gljufrasteinn@gljufrasteinn.is s. 586 8066 Görðum, 300 Akranes Sími: 431 5566 / 431 1255 www.museum.is museum@museum.is 1. júní - 21. júlí 2008 HUNDRAÐ: Söguleg ljósmyndasýning vegna 100 ára afmælis Hafnarfjarðarbæjar MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN HAFNARFJARÐAR Byggðasafn - Húsasafn Samgöngusafn Safnaverslun - Skógakaffi Opið kl. 9.00-18.30 alla daga www.skogasafn.is Listasalur: Guðjón Ketilsson, Hannes Lárusson, Helgi Hjaltalín. Bátasalur: 100 bátar Poppminjasalur: Rokk Bíósalur: Safneign Opið alla daga 13-17. Ókeypis aðgangur reykjanesbaer.is Heimilisiðnaðarsafnið - Textile museum Blönduósi. Fallegar og skemmtilegar sýningar. Ný sýning textíllistamanns á hverju ári. Opið 1.6.-31.8. www.simnet.is/textile LISTASAFN ASÍ Freyjugötu 41 Halldór Ásgeirsson og P.A. Gette HVAÐA ELDFJÖLL? Síðasta sýningarhelgi Opið 13-17. Lokað mán. Ókeypis aðgangur. www.asi.is/listasafn Listamaðurinn í verkinu - Magnús Kjartansson 18. maí - 20. júlí Kaffistofa - Barnahorn - Myndlistarbækur OPIÐ alla daga kl. 12-18. Ókeypis aðgangur. listasafn@listasafnarnesinga.is Opið dagl. nema mán. 14-17. www.LSO.is Minjasafn Austurlands www.minjasafn.is Opnunartími kl. 11-17 frítt inn á miðvikud. kl. 11-19 Opið: Virka daga kl. 10-17, júní kl. 10-17, júlí kl. 10-18 og ágúst 10-17. Um helgar í júní kl. 13-17. Aðgangseyrir: Fullorðnir kr. 500, lífeyrisþegar kr. 300. Ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri. Minjasafnið á Akureyri & Nonnahús Opið dagl. í sumar kl. 10-17. Gamli bærinn Laufási Opið daglega í sumar kl. 9-18 www.minjasafnid.is og www.nonni.is • S. 462 4162 BYGGÐASAFN VESTFJARÐA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.