Morgunblaðið - 23.01.2008, Side 1
STOFNAÐ 1913 22. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
EKKI ALVEG BÚIÐ
EF STRÁKARNIR VINNA Í DAG OG Á MORGUN
EIGA ÞEIR MÖGULEIKA Á 5. SÆTI >> ÍÞRÓTTIR
Í HNOTSKURN
» Verðmæti stærstu eigna Ex-ista hefur fallið um 180 millj-
arða króna frá hæsta verði í sum-
ar.
» Vandræði Exista verða veru-leg ef verð eignanna fellur
um 7,5% til viðbótar.
» SEB Enskilda leiðréttir eigiðfé Exista fyrir söluhagnaði af
eignum Sampo sem færður var
með hlutdeildaraðferð til óráð-
stafaðs eigin fjár í reikningum
Exista.
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Exista berst fyrir lífi
sínu og gæti neyðst til að selja eignir sínar, að mati
greiningardeildar sænska bankans SEB Enskilda.
Í nýrri greiningu bankans á Sampo, sem er meðal
stærstu eigna Exista, segir að verði 5 til 10% frekara
verðfall á eignum Exista þá megi reikna með að félag-
inu verði sá einn kostur nauðugur að selja eignir sínar
bæði í Sampo og Storebrand.
Bankinn færir rök fyrir þessari staðhæfingu með
því að reikna upp eiginfjárstöðu Exista þar sem nið-
urstaðan er sú að eigið fé félagsins sé í raun ekki
nema 365 milljónir evra, eða 35,4 milljarðar króna. Sé
rétt með farið þýðir það að eiginfjárhlutfallið, sem
mælir hversu hæft félagið sé til að standast tap á
rekstri og geti staðið við skuldbindingar sínar, hefur
lækkað umtalsvert. En samkvæmt reikningum félags-
ins í septemberlok var staða eiginfjár um 264 millj-
arðar króna og eiginfjárhlutfallið 32%. Stærstu eignir
Exista eru hlutir í Sampo. Kaupþingi, Bakkavör,
Storebrand og Skiptum, sem rekur Símann. SEB
Enskilda metur þessar eignir nú á um 5 milljarða evra
og bendir á að ekki þurfi nema 7,5% verðfall á eignum
Exista til að þurrka út „raunverulega“ eiginfjárstöðu
félagins.
Lánakostnaður 43 milljarðar á ári
Í skýrslunni er ennfremur bent á að skuldir Exista
hafa aukist allverulega frá miðju ári 2006 til sept-
emberloka 2007 þegar skuldastaðan nam 5,5 millj-
örðum evra, eða 534 milljörðum króna. Sé svo reiknað
með að árlegur kostnaður af lánunum sé um 8% þá
kosti öll lánin, upp á 5,5 milljarða evra, um það bil 440
milljónir evra á hverju ári. Það svarar til tæplega 43
milljarða íslenskra króna.| 4
SEB Enskilda segir Exista
nú berjast fyrir lífi sínu
„Raunverulegt“ eigið fé að ganga til þurrðar Gætu neyðst til að selja eignir
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
ÞAÐ er alveg skýrt í lögum að ef
borgarfulltrúi forfallast leysir vara-
maður hann af. Einu undantekning-
arnar frá þeirri reglu eru ef fram-
boðslistinn er sameiginlegur listi
einhverra stjórnmálaflokka eða sam-
taka, en þá verður slíkur listi líka að
leggja fram upplýsingar um vara-
menn strax að kosningum loknum.
Fyrir liggur að Margrét Sverris-
dóttir, sem skipaði 2. sætið á lista F-
listans fyrir síðustu borgarstjórn-
arkosningar, styður ekki ákvörðun
Ólafs F. Magnússonar að ganga til
liðs við Sjálfstæðisflokkinn.
F-listinn var borinn fram af Frjáls-
lynda flokknum og óháðum. Ekki var
skilgreint sérstaklega hverjir fram-
bjóðenda listans voru óháðir. Bæði
Ólafur og Margrét voru á þeim tíma í
Frjálslynda flokknum. Þau gengu
hins vegar úr honum þegar átök urðu
um forystu flokksins.
Staða Ólafs myndi á engan hátt
breytast þó að hann gengi í Frjáls-
lynda flokkinn á ný. Hann og Mar-
grét væru þá að vísu hvort í sínum
stjórnmálaflokknum, en Margrét yrði
eftir sem áður varamaður hans. Í 24.
gr. sveitarstjórnarlaga er ákvæði um
að á sameiginlegum framboðslista sé
hægt að ákveða að aðrir en fyrsti
varamaður leysi aðalmann af. Fram-
boðslisti verður hins vegar að til-
kynna um slíkt strax að loknum kosn-
ingum. Þessi undantekningarregla á
því ekki við um þá stöðu sem nú er
uppi í borgarstjórn.
Formenn verða að vera
af framboðslistanum
Ólafur vinnur nú að því að skipa
menn í nefndir. Samkvæmt reglum
Reykjavíkurborgar um fundarsköp
verða formenn nefnda að koma úr
hópi borgarfulltrúa eða varaborg-
arfulltrúa, þ.e. þeirra sem sátu á
framboðslistanum. Óbreyttir nefnd-
armenn þurfa hins vegar ekki að hafa
verið á listanum.
Árvakur/Kristinn.
Samherjar Margrét og Ólafur F.
hafa verið samherjar í pólitík.
Engin
undan-
tekning
Aðeins Margrét
getur leyst Ólaf F. af
VÍÐA var slæmt veður í gær og gerði sterk austanátt nokkurn usla í Reykjanesbæ. Þar sökk bátur í Keflavíkurhöfn og annan rak á land. Áhöfnin á Þerney RE
101 fór ekki varhluta af brælunni eins og sést á meðfylgjandi mynd. Spáð er SV 8-15 m/sek. í dag og éljum suðvestanlands en léttskýjuðu norðanlands.|6
Þerney mætir krafti Ægis
Ljósmynd/Bergþór Gunnlaugsson
MARGRÉT Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi F-listans, seg-
ist í samtali við Morgunblaðið í dag ekki geta séð fyrir sér að-
stæður þar sem hún ætti þátt í að fella nýja borgarmeirihlut-
ann í Reykjavík. Margrét segist hafa fundið á mánudag að
hún treysti ekki Ólafi F. Magnússyni þegar þau ræddu orð-
róm um að hann ætti í viðræðum við sjálfstæðismenn um
myndun nýs meirihluta. Hún segir Ólaf og Vilhjálm Þ. Vil-
hjálmsson hafa boðið sér til fundar í gær en hún hafi afþakkað
boðið, þrátt fyrir „meldingar“ um að hún gæti valið um for-
mennsku í nefndum. Hún játar að sér hafi þótt Ólafur hallast
um of að Frjálslynda flokknum, sér sýnist sem flokksmenn telji sig eiga í honum
hvert bein. Margrét efast um að nýi meirihlutinn hafi burði eða vilja til að fram-
fylgja stefnuskrá F-listans en segist örugglega geta stutt mörg góð mál á
stefnuskránni. Hún segist standa á pólitískum berangri en hún hafi samt ekki
hugleitt að ganga í Samfylkinguna, eða aðra flokka. | Miðopna
Sér ekki aðstæður til
að fella meirihlutann
Margrét
Sverrisdóttir
Ökutímar >> 33
Öll leikhúsin á einum stað
Leikhúsin í landinu
SAMTÖK IÐNAÐARINS
WWW.SI.IS
ÚTBOÐSÞING 2008
Föstudaginn 25. janúar á Grand Hótel Reykjavík kl. 13:00