Morgunblaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 25
nú lifum í, verk þessi krefjast hug-
leiks og verklegrar hugkvæmni og
þá eiginleika hafði Þorbjörg til að
bera.
Þorbjörg var virkur félagi í
Garðyrkjufélagi Íslands. Á hverju
ári stóðu félagsmenn fyrir pöntun
og kaupum á plöntum frá öðrum
löndum. Eftirlætisplöntur hennar
voru rósir og þótti Þorbjörgu gam-
an að takast á við ræktun þeirra.
Allt hefur sinn tíma; að rækta
garðinn sinn hefur sinn tíma og að
hætta að rækta garðinn sinn hefur
líka sinn tíma. Það þurfti Þorbjörg
að gera þegar heilsan fór að gefa
sig, þeirri ákvörðun fylgdi að hún
þurfti að selja húsið sitt líka, sem
henni þótti erfitt og hún tókst á
við.
Eftir lát Jóns Frímanns kom það
í minn hlut að aðstoða hana við að
komast ferða sinna. Það var auð-
sótt, því hún hafði alltaf verið góð
við okkur og börnin. Þegar hún fór
að kenna sér meins fór læknisferð-
um hennar að fjölga. Ég varð þess
var að hún hafði fengið slæm tíð-
indi en aldrei hafði hún orð á því,
hún bar það í hljóði ein.
Jóhann Sigurjónsson, skáld frá
Laxamýri, frændi Jóns Frímanns,
segir í kvæðinu Sólarlag:
Sólin ilmar af eldi
allan guðslangan daginn
faðmar að sér hvert einasta blóm,
andar logni yfir sæinn.
En þegar kvöldið er komið
og kuldinn úr hafinu stígur,
þá kastar hún brandi á bláloftsins tjöld
og blóðug í logana hnígur.
Jóhann notaði mikið fagrar lík-
ingar og myndríkar. Sólin var í
skáldskap hans mikillar merkingar,
móðir hins viðkvæma lífs jarðar-
innar. Allar konur eru dætur sól-
arinnar og líkar henni að nokkru.
Þegar móðir deyr er sem sól hnígi í
sæ. Þorbjörg var góð móðir, amma
og langamma. Minning hennar
„kastar brandi á bláloftsins tjöld“,
þótt hún sjálf sé hnigin. Í þann
bjarma bláloftsins munum við
vandamenn og vinir Þorbjargar
lengi horfa okkur til hughreyst-
ingar.
En enginn getur umflúið það
sem koma skal. Mennirnir fæðast,
alast upp eins og eilífa smáblómið
sem þroskast, tilbiður Guð sinn og
deyr. Þegar lífið þrýtur eftir þung
veikindi þá er stundin velkomin.
Tími til að kveðja þetta jarðneska
líf og finna ljósið þar sem sólkerfi
himnanna hnýta sinn krans. Þar
sem himinninn og vötnin renna
saman í eitt. Þorbjörg hefur fengið
líkn í þraut.
Fyrir eftirlifendur bið ég um
Guðs blessun og líkn. Með hlýhug
og söknuði kveð ég ástkæra
tengdamóður og vin, sem skilur
eftir sig kærleika og ást sem
þroskast á Guðsríkis braut.
Guðmundur Kr. Aðalsteinsson.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þetta er ein af mörgum bænum
sem amma mín fór svo oft með fyr-
ir mig í æsku og hefur hún fylgt
mér æ síðan. Við amma tengdumst
sérstökum böndum. Ég er fyrsta
ömmustelpan hennar og var sú
eina lengi vel. Hún gætti mín á
unga aldri og var ég alltaf mikið á
heimili ömmu og afa, enda svo
heppin að alast upp í næsta ná-
grenni. Hverfið hennar, Setbergið
og Urriðakotslandið, var hennar
sælureitur alla tíð uns hún fann sér
íbúð við Hrafnistu. Tobba amma
fæddist í Reykholti, sem var henn-
ar heimili uns hún var orðin fjög-
urra barna móðir en hún missti
annað barn sitt, Þorstein, aðeins
fjögura mánaða gamlan. Þegar
fjórða barnið fæddist fluttu þau
amma og afi í nýbyggt húsið sitt.
Þar var mikið af fallegum húsgögn-
um og hlutum, t.d. gluggalistaverk-
ið í stofunni eftir listakonuna Höllu
Haraldsdóttur, rós úr gleri. Rósir,
blóm og gróður almennt voru
hennar stóra áhugamál. Garðinn
sinn ræktaði amma mín við hlið
afa af ástríðu og fékk bæði hrós og
viðurkenningu fyrir. Hún hafði
næmt auga fyrir litasamsetningum
sem sást vel á heimili hannar og
garði. Amma var líka glæsileg
kona, bar sig vel og ávallt fín til
fara.
Minningar mínar um ömmu eru
samtvinnaðar æskuminningum
mínum því hún var órjúfanlegur
hluti af tilveru minni, hún var allt-
af nálæg. Á afmælisdögum mínum
fannst mér stundin ekki raunveru-
leg án ömmu, enda kom hún í
hvert sinn, uppábúin þótt tilefnið
væri ekki stórt. Stundir í garð-
inum og fallega húsinu hennar, lítil
hnáta að leik sem uppgötvar um-
hverfið. Ferðalögin innanlands og
utan sem voru mörg. Má þar nefna
Ameríkuferðina skemmtilegu sem
ég fór í með þeim ömmu, afa og
mömmu, sem á sérstakan stað í
hjarta mínu. Danmerkurferðir síð-
ustu ára til að heimsækja Stebba
bróður og fjölskyldu hans. Sum-
arbústaðaferðir, sú síðasta fyrir
rúmum fjórum árum þegar við fór-
um á ættarmót með fjölskyldu afa
og skoðuðum hringveginn. Í þeirri
ferð gekk ég með ófæddan son
minn, Sigurstein Mána. Afi náði
ekki að sjá langafason sinn, hann
lést viku eftir að hann fæddist en
brosti við fréttina af fæðingu hans.
Amma naut samveru Sigursteins
Mána, þau voru nánir vinir. Nú í
haust fékk snáðinn minn að leggj-
ast í rúmið við hlið hennar og þeim
leið vel saman, spjölluðu og knús-
uðust.
Amma Tobba hefur nú fengið
hvíldina eftir erfið veikindi. Síðast-
liðið sumar greindist hún með ill-
vígt krabbamein sem hún tókst á
við af æðruleysi og reisn líkt og
annan mótvind sem lífið bar henni.
Ég þakka ömmu Tobbu allt, hún
var svo stór hluti tilveru minnar
og sameinaði fjölskyldu sína sem
nú hefur misst svo mikið. Ég bið
algóðan guð að taka ömmu í faðm
sinn og veit að nú er hún hjá afa
Jóni, Vilborgu langömmu, Þor-
steini syni sínum og öðrum ástvin-
um. Elsku mamma, Villi, Jón,
pabbi, Magga, Salla, Steina og
frændsystkini mín. Guð styrki
okkur öll í sorg okkar.
Eva Vilborg Guðmundsdóttir.
Kveðja frá Kvenfélagi
Garðabæjar
Í dag kveðjum við hinstu kveðju
Þorbjörgu Þorsteinsdóttur, heið-
ursfélaga í Kvenfélagi Garða-
bæjar.
Þorbjörg var gerð að heiðurs-
félaga á 50 ára afmæli félagsins
árið 2003 fyrir einstakan félagsleg-
an áhuga og dugnað. Þorbjörg
gekk í Kvenfélag Garðabæjar árið
1956 og þeir voru ekki margir
fundirnir, sem hún mætti ekki á í
gegnum árin, en það er hverju fé-
lagi mikils virði að eiga jafnvirka
og dugmikla félaga og Þorbjörg
var. Þorbjörg sat um tíma í vara-
stjórn félagsins. Hún var mjög
ötul við myndatökur jafnt á fund-
um sem öðrum viðburðum innan
félagsins og hefur félagið notið
góðs af því.
Nú að leiðarlokum þökkum við
Þorbjörgu langt og gott samstarf
og vottum ástvinum öllum innilega
samúð.
Blessuð sé minning Þorbjargar
Þorsteinsdóttur.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 25
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUNNAR S. JÚLÍUSSON
(á Bakka),
síðast til heimilis að Hagaflöt 11,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn
25. janúar kl. 14.00.
Sigrún Gunnarsdóttir, Gísli V. Jónsson,
Ragnheiður Gunnarsdóttir, Björgvin Ó. Eyþórsson,
Viðar Gunnarsson, Hafdís Sigurþórsdóttir,
Daníel Gunnarsson, Sigríður Ingvarsdóttir,
Dröfn Gunnarsdóttir, Magnús Þráinsson,
Ívar Gunnarsson, Bjarney Pálsdóttir
og afabörn.
✝
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför
SIGURJÓNS SIGURÐSSONAR,
Læk,
Skíðadal.
Sérstakar þakkir færum við sjúkraflutninga-
mönnum, læknum og hjúkrunarfólki á Dalvík og
Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Elínborg Gunnarsdóttir,
Jóhanna Sigurjónsdóttir, Hreinn Andrés Hreinsson,
Gunnar Sigurjónsson, Guðrún S. Hilmisdóttir,
Sigurður Sigurjónsson, Elena Teuffer,
Anna Sólveig Sigurjónsdóttir, Ingibjörn Steingrímsson
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma, systir og mágkona,
ÞORBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR,
Boðahlein 21,
Garðabæ,
áður til heimilis að Einibergi 17,
Hafnarfirði,
andaðist föstudaginn 11. janúar á líknardeild
Landakotsspítala.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
23. janúar kl. 15.00.
María Eydís Jónsdóttir, Guðmundur Kr. Aðalsteinsson,
Vilberg Þór Jónsson, Margrét Emilsdóttir,
Jón Snævar Jónsson, Salbjörg Björnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn,
Steinþóra og Sigurður Arndal.
✝
Við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem hafa sýnt
okkur hlýhug og veitt okkur stuðning og styrk við
andlát elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, tengdasonar, bróður og afa,
HILMARS KRISTJÁNSSONAR
Sérstakar þakkir til Þórarins Sveinssonar og alls
starfsfólks á deildum 11b og 11e á Landspítalanum við Hringbraut.
Einnig þakkir til starfsfólksins á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.
Guð blessi ykkur öll.
Valdís Finnbogadóttir,
Finnbogi Hilmarsson, Jakobína Kristín Arnljótsdóttir,
Hilmar Þór Hilmarsson, Sædís Gunnarsdóttir,
Valgerður Hilmarsdóttir, Þorgils Hallgrímsson,
Hulda Bjarnadóttir,
Þormar Kristjánsson, Stefanía Garðarsdóttir,
Sigurður Kristjánsson, Sigurlaug Þorsteinsdóttir,
og afabörn.
✝
Faðir okkar, afi og langafi,
SIGURÐUR B. GUÐBRANDSSON,
lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
þriðjudaginn 15. janúar.
Útför fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn
25. janúar kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta
Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi njóta þess.
Ásta Sigurðardóttir,
Sigþrúður Sigurðardóttir,
Sigríður Helga Sigurðardóttir,
barnabörn og langafabörn.
✝
Elskulegur sambýlismaður minn, sonur, faðir,
tengdafaðir og afi,
ÍVAR GEIRSSON,
Sóleyjarrima 73,
Reykjavík,
lést sunnudaginn 20. janúar.
Bjarney Ólsen Richardsdóttir,
Ólafía Sigurðardóttir,
Anna Rós Ívarsdóttir, Steindór Guðmundsson,
Ólafía Björk Ívarsdóttir, Ragnar Miguel Herreros,
Ívar Örn Ívarsson, Karen Daðadóttir,
Ásta Steindórsdóttir,
Aron Elí Ragnarsson.
Til minningar um
góðan dreng.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
Jakob Hrafn
Höskuldsson
✝ Jakob HrafnHöskuldsson
fæddist í Reykjavík
1. desember 1988.
Hann lést af slysför-
um 1. janúar síðast-
liðinn og var jarð-
sunginn frá
Fossvogskirkju 17.
janúar.
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson.)
Kæra fjölskylda.
Við sendum ykkur
innilegar samúðar-
kveðjur.
Guð blessi ykkur.
Stjórnendur
og starfsfólk
Ártúnsskóla.