Morgunblaðið - 23.01.2008, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.01.2008, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BÁTUR sökk í Keflavíkurhöfn í gærmorgun vegna óveðurs og ann- ar losnaði frá bryggju í Njarðvík- urhöfn og rak upp í fjöru. Tjón var auk þess víða um land og fólk var varað við að vera á ferðinni á veg- um landsins. Fór betur en á horfðist Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra, segir að spáð hafi ver- ið suðaustanátt en veðrið hafi verið austlægara og það hafi breytt miklu, tjónið hafi ekki verið eins mikið. Talið er að mesta tjónið hafi ver- ið í Reykjanesbæ í morgunsárið, þegar báturinn Tjaldanes, sem er um 180 tonn, losnaði frá bryggju í Njarðvíkurhöfn og rúmlega 11 tonna báturinn Sunna Líf sökk í Keflavíkurhöfn. Víðir segir að þeg- ar veðrið hafi verið sem verst hafi verið um 40 til 50 sm sjór yfir bryggjunum. Víða var tilkynnt um tjón vegna foks. Til dæmis í Vestmanna- eyjum, í Mýrdal, upp með Vest- urlandi og á Ísafirði. Víðir segir að þó margar tilkynningar hafi borist hafi ekkert meiriháttar tjón orðið. Hins vegar hafi björgunarsveitir staðið í erfiðum verkefnum við erf- ið skilyrði í marga klukkutíma. Ekkert ferðaveður Mjög hvasst var víða um land. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist vindhraði til dæmis 38 metrar á sekúndu klukkan sex í gærmorgun. Vegagerðin varaði við stórhríð og óveðri víðs vegar um landið. Auk þess var varað við flug- hálku, snjóþekju og skafrenningi. Skólahald í uppsveitum Borg- arfjarðar og Árnessýslu féll niður eða var frestað. Ferðum Herjólfs var aflýst. Röskun varð á innan- landsflugi og mikið var um um- ferðaróhöpp en engin alvarleg slys, að sögn Víðis. Byrjað var að kalla út björg- unarsveitir um klukkan þrjú í fyrrinótt og mikil læti voru í veðr- inu næstu klukkutíma, en um há- degi var samhæfingarstöðinni í björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð í Reykjavík lokað. Víða tjón vegna óveðurs Bátur sökk í höfninni og annan rak á land Ljósmynd/Víkurfréttir Á niðurleið Báturinn Sunna Líf KE sökk í Keflavíkurhöfn í gærmorgun vegna óveðurs. Árvakur/Ómar Flóð Víða flæddi yfir bryggjur í óveðrinu í gærmorgun. Í Reykjavíkurhöfn stóðust skip og bátar álagið. FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is NÝLEGA fór fram sameigin- legt útboð níu heilbrigðisstofn- ana á innkaupum lyfja, sem skil- aði 30,5% lægra verði en ella. Þátttakendum í sameiginlegum útboðum hefur fjölgað undanfar- ið, en engu að síður stóðu níu sjúkrastofnanir og 26 öldrunar- stofnanir utan útboðsins að þessu sinni. Því er kostur á að mun fleiri taki þátt, en þarfir hverrar stofnunar hafa áhrif á samstarfs- möguleikana. Þar sem mikið er af faglærðu fólki er til dæmis hægt að kaupa inn lyf sem ekki eru í neytendapakkningum, en ekki þar sem færra faglært fólk er. Þangað þurfa lyf að koma inn- pökkuð og merkt hverjum ein- staklingi. Ljóst er að með stærri útboð- um eykst áhugi lyfjafyrirtækja á að gera tilboð. Tilboðum var ein- ungis tekið í 64 lyfjaflokkum af 90 í útboðinu um daginn, enda bárust ekki tilboð í öllum flokk- um, og tvö þeirra sem bárust gerðu ekki ráð fyrir neinum af- slætti, skv. upplýsingum frá inn- kaupasviði Landspítalans. Þetta ber vitni um lítinn áhuga. Við- ræður hefjast á næstu dögum við stofnanir í Danmörku og Noregi um samstarf, að sögn Bjarna Arthúrssonar hjá starfshópi um samstarf stofnana í lyfjainnkaup- um. Nú þegar eru líkur á að Færeyingar komi inn í íslensk útboð, óháð því hvort af breiðara norrænu samstarfi verður eða ekki. Fjórir milljarðar í lyfjakostnað? Árið 2005 var samanlagður lyfjakostnaður heilbrigðisstofn- ana 3,3 milljarðar króna, þar af ríflega 2,4 á Landspítala, 540 milljónir hjá hjúkrunarheimilum og um 30 milljónir hjá heilsu- gæslu. Á árinu 2007 er áætlað að lyfjakostnaður Landspítalans, stærsta kaupandans á landinu, með 70-90% hlutdeild í mörgum lyfjaflokkum, hafi verið um 2.040 milljónir vegna S-merktra lyfja en 1.130 milljónir þess utan. Ef gert er ráð fyrir svipaðri aukn- ingu annars staðar var heildar- lyfjakostnaður stofnana nálægt fjórum milljörðum 2007. Almennt eru skiptar skoðanir meðal viðmælenda um hvaða ár- angri megi ná með stærri ís- lenskum útboðum, einhverjir telja það litlu breyta fyrir Land- spítalann, en aðallega bæta kjör annarra stofnana sem koma inn í útboð með honum. Aðrir telja það geta breytt miklu fyrir hann. Mun fleiri gætu tekið þátt í sameiginlegum lyfjaútboðum Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson RUSSEL Targ, mágur Bobbys Fischers, er á Íslandi til að kanna lagalegan rétt ættingja skákmeistarans í Bandaríkjunum. Targ var kvæntur eldri systur Fischers, sem lést árið 1998. Hann kom til Íslands frá Bandaríkjunum í gærmorgun í þeim tilgangi að taka þátt í undirbúningi útfarar Fischers, sem hann hélt að yrði síðar en sem kunnugt er fór hún fram í kyrrþey í gærmorgun. Hann segir að sér hafi komið mjög á óvart hve útför Fischers fór fram í miklum flýti og augljóst sé að henni hafi verið flýtt miðað við fregnir sem borist hafi af gangi mála. Bandaríkjamaðurinn segir að mikilvægt sé að ganga frá öllum málum á réttan og lög- legan hátt og því sé hann hingað kominn. Hann hafi sjálfur engan áhuga á fjár- munum, sem Fischer kunni að hafa látið eft- ir sig, en hann beri hins vegar hagsmuni sona sinna fyrir brjósti. Hann hafi því ráðið íslenskan lögfræðing til þess að fara yfir málin, t.d. að fá staðfestingu á því hvort Fischer hafi verið kvæntur og átt barn. Þeg- ar Bobby hafi verið í fangelsi í Japan hafi hann og Miyoko Watai sótt um að fá að ganga í hjónaband en málið hafi ekki náð fram að ganga þar sem hann hafi verið í fangelsi og án vegabréfs. „Ég veit því ekki hvort þau eru gift,“ segir hann og bætir við að sama eigi við um sagnir um sjö ára dóttur Bobbys. Komi annað hvort eða hvort tveggja í ljós hafi hann ekkert meira hér að gera. Kannar laga- legan rétt ætt- ingja Fischers Á LIÐNU hausti voru 46.068 nemendur skráðir á framhalds- og háskólastigi, fleiri en nokkru sinni áður. Eru konur fleiri en karlar á báðum skólastigum. Kemur það fram í samantekt skólamáladeildar Hag- stofu Íslands. Í framhaldsskóla voru skráðir 28.340 nemendur en 17.728 í háskóla. Hefur þeim síðarnefndu fjölgað um 68,9% frá árinu 2000 en um 42,3% á framhaldsskólastigi. Í haust stunduðu 80,4% nemenda nám í dag- skóla, 15,35 voru í fjarnámi og 4,3% í kvöldskóla. Hefur fækkað í kvöldskóla um 8,1% frá 2003 en í fjarnámi er fjölgunin á sama tíma 77,9% eða 3.085 nemendur. Konur eru 53,3% nemenda á framhalds- skólastigi og 63,1% á háskólastigi. Í Há- skóla Íslands eru konur í meirihluta í öll- um deildum nema í verkfræðideild. Þar eru karlar 70,4% nemenda en konur 29,6%. Mestur er munurinn í hjúkr- unarfræðideild en þar eru konur 97,0% nemenda en karlar 3,0%. Í lagadeild hall- ast hins vegar lítið á með kynjunum, 51,9% konur, 48,1% karlar. Konur fleiri í framhaldsnámi                               MÁL Starfsendurhæfingar Norðurlands (SN) er nú í vinnslu í menntamálaráðu- neytinu og búist við að niðurstaða fáist fljótlega. Fram kom í Morgunblaðinu ný- lega að kostnaður við kennslu er að sliga starfsemi SN. Soffía Gísladóttir stjórnar- formaður sagði þá að menntamálaráð- herra hefði tekið erindi hennar vel fyrir ári en síðan hefðu viðbrögð frá ráðuneyt- inu engin verið og málið farið í hnút í með- förum embættismanna þar á bæ. Mál SN í vinnslu í ráðuneytinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.