Morgunblaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is RÚMLEGA 70% allra upplýsinga um sjúklinga Landspítala eru nú skráð í rafræna sjúkraskrá spít- alans. Jafnhliða er unnið að því að setja eldri sjúkraskrár á rafrænt form. Um 100 milljónir króna eru ár- lega settar til framþróunar og við- bætur verkefnisins, en að auki er fé varið til viðhalds þess. Stjórnendur Landspítala telja að um 900 milljónir króna þurfi til að koma verkefninu á fullt skrið svo aðrar heilbrigðisstofn- anir geti tengst kerfum sjúkrahúss- ins líkt og stefnt er að. Einnig er áætlað að heilsugæslan verði hluti af kerfinu og á síðari stigum læknastof- ur sem starfræktar eru úti í bæ. Slíkt heilbrigðisnet á að virka í allar áttir. Samkvæmt samkomulagi sem fjögur nágrannasjúkrahús gerðu við Landspítalann og undirritað var í fyrradag verður unnið markvisst að tengingu þeirra við Ljóra, rafrænan glugga Landspítala, í þeim tilgangi að auðvelda flæði upplýsinga um sjúklinga sem fá þjónustu hjá stofn- unum. Við undirritun samkomulags- ins tilkynnti Guðlaugur Þór Þórð- arson heilbrigðisráðherra að ráðuneytið ætlaði að setja 25 millj. króna í verkefnið á næstu misserum. Að sögn ráðherrans hefur heilbrigð- isráðuneytið „slegið á“ að heildar- kostnaður við að byggja upp rafræn samskipti gæti verið um 60 milljónir króna. Persónuvernd tefur En aðrir þættir en fjárskortur hafa einnig tafið fyrir uppbyggingu rafrænnar sjúkraskrár sem og heil- brigðisnets á landsvísu og ber þar hæst sjónarmið persónuverndar, þ.e. hverjir eigi að hafa aðgang og að hvaða upplýsingum. Mikil vinna er nú lögð á Landspítala í öryggis- og aðgangsmál í tengslum við þróun hugbúnaðar. Í undirbúningi er svo frumvarp um breytingu á lögum um aðgengi að sjúkraskrám. Rafræn sjúkraskrá LSH er ein af grunnstoðum heilbrigðisnets á landsvísu, enda sjúkrahúsið með langumfangsmestu starfsemi heil- brigðisstofnana í landinu. Unnið hef- ur verið að uppbyggingu skrárinnar í mörg ár en hún samanstendur af öllum kerfum sem snúa að klínískri starfsemi spítalans, kerfa er halda utan um t.d. lyfjagjafir, myndgrein- ingu og aðrar rannsóknarniður- stöður sem og hefðbundnar sjúkra- skrár. „Það er eðlilegt miðað við stærð landsins og spítalans að aðrir geti nýtt þessa þjónustu og út á það gengur málið, að við séum að opna aðgang inn í kerfin okkar,“ segir Björn Jónsson, sviðsstjóri upplýs- ingatæknisviðs LSH. Eitt af markmiðum rafrænnar sjúkraskrár og heilbrigðisnets er að koma í veg fyrir tvítekningar en ekki er óalgengt að sjúklingur fari í samskonar rannsóknir, t.d. hjá heimilislækni og svo aftur á sjúkra- húsi, þurfi hann að leita þangað. „Það er nákvæmlega þetta sem við viljum koma í veg fyrir og það má segja að þegar hafi verið stigin fyrstu skrefin í þá átt,“ segir Björn. Í rafrænum samskiptum felst því bæði tíma- og peningasparnaður. „Ég tel augljóst að með því að setja peninga í þessa þætti megi reikna það til fjárhagslegs sparnaðar mjög fljótlega,“ segir Björn. Þegar eru fyrir hendi ákveðin raf- ræn samskipti milli nokkurra sjúkrahúsa í gegnum Ljórann, þjón- ustu sem veitir heilbrigðisstofn- unum fjaraðgang að upplýsingakerfi LSH. Sem dæmi má nefna samvinnu Sjúkrahússins á Akranesi og Land- spítala um myndgreiningar. Heil- brigðisstofnun Suðurlands og Sjúkrahúsið á Akureyri eru í sam- bærilegu samstarfi við LSH. Þá hafa fyrstu skref um aðgang að sjúkra- skrám og rannsóknarniðurstöðum verið tekin. Sjö skref til framtíðar Landspítalinn hefur mótað fram- tíðarsýn varðandi innleiðingu raf- rænna upplýsinga og samskipta. Eitt verkefnið lítur að því að halda áfram að innleiða sérstök kerfi á spítalanum en markmiðið er að spít- alinn verði pappírslaus í framtíðinni. Samhliða er unnið að sex öðrum verkefnum sem ganga út á að sam- þætta kerfin sem fyrir eru, safna gögnum í gagnagrunna, veita öðrum aðgang í gegnum Ljórann og að veita sjúklingum aðgang að eigin sjúkraskrám. Landspítalinn stendur ágætlega hvað varðar innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár miðað við sjúkrahús í nágrannalöndunum. Hins vegar eru vísbendingar um að við séum að dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar heilbrigðisnet á landsvísu. 70% sjúkraskráa rafræn Árvakur/ÞÖK Myndgreining Rafræn samskipti sjúkrahúsa snúa nú þegar að miðlun upplýsinga um myndgreiningar. VERKLAGSREGLUR sóttvarna- læknis um læknisrannsókn vegna at- vinnu- og dvalarleyfa gera ekki kröfu um sérstaka rannsókn á þegnum EES- landa, að undanskildum Rúmeníu og Búlgaríu. Umsækjendur sem koma frá löndum Evrópu utan EES, frá Mið- og Suður-Ameríku, Asíu eða Afríku eiga að gangast undir læknisrannsókn vegna sóttnæmra sjúkdóma, þar á meðal berkla. Guðrún Sigmundsdóttir, starfandi sóttvarnalæknir, taldi að ekki væri hægt að krefja þegna EES-ríkja, utan Rúmeníu og Búlgaríu, sérstaklega um læknisskoðun við komu hingað til lands. Þeir væru því ekki skoðaðir sér- staklega með tilliti til berkla við komu hingað til lands. Guðrún sagði að fylgst væri með tíðni berkla í einstökum löndum og hvort hún væri að breytast. Ef talin væri þörf á auknu eftirliti með fólki frá tilteknum löndum utan EES yrði brugðist við því. Hafi umsækjendur um atvinnu- og dvalarleyfi fullgilt erlent læknisvottorð að mati íslensks læknis og vottorðið er yngra en þriggja mánaða þarf viðkom- andi ekki að fara í læknisrannsókn hér á landi. Íbúar frá EES-löndum, öðrum en Rúmeníu og Búlgaríu, frá Sviss, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi þurfa ekki að framvísa slíku læknisvottorði, samkvæmt verk- lagsreglunum sem eru frá júlí 2007. Sú læknisrannsókn sem hér um ræð- ir felur m.a. í sér almenna skoðun, könnun á bólusetningum sem umsækj- andi hefur fengið, berklapróf, hvort umsækjandi hafi þarmasmit, lifrar- bólgu B, HIV eða kynsjúkdóma. Einn- ig tekur rannsóknin til landlægra smit- sjúkdóma á því svæði sem umsækjandinn kemur frá. Berklapróf á að gera á börnum sem flutt hafa hingað frá svæðum þar sem berklar eru útbreiddir. Prófið á að gera í tengslum við umsókn um dval- arleyfi þegar börnin koma til landsins. Þegar þessi börn hefja skólagöngu á að ganga úr skugga um að þau hafi geng- ist undir læknisskoðun og berklapróf í tengslum við dvalarleyfi. Innflytjendur frá EES þurfa ekki að fara í berklapróf Árvakur/Þorkell Berklar Víða um heiminn er hart barist við berkla líkt og á þessu berklasjúkra- húsi í Moskvu. Lyfþolnir berklar ógna heilsu margra. LJÓRINN er þjónusta Landspítala, sem veitir heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsfólki utan spítalans fjaraðgang að upplýsingakerfi LSH. Kerfi sem hingað til hafa eingöngu verið aðgengileg á innra neti spít- alans geta nú orðið aðgengileg utan hans. Aðgangur að Ljóranum er háður ákveðnum skilyrðum og takmörkunum og er áhersla lögð á ör- yggi gagna. Öll samskipti milli notenda og þjónustu eru dulrituð auk þess sem notendur hafa eingöngu aðgang að upplýsingum en ekki und- irliggjandi gögnum. Með Ljóranum skapast nýjar forsendur til að sam- nýta auðlindir við rekstur heilbrigðisþjónustu og samvinnu milli heil- brigðisaðila, sem leiðir til bættrar og hagkvæmari þjónustu, segir á vefnum www.ljorinn.is Auðlindir samnýttar Fjárskortur og persónuvernd tefja málið Í HNOTSKURN »Markmið með heilbrigðisnetiá landsvísu er að klínískt starfsfólk hafi aðgang að öllum rafrænum sjúkraskrárgögnum um sjúkling. »Sjúklingar þurfi ekki að faraí óþarfar endurteknar rann- sóknir. »Sjúklingar hafi aðgang aðrafrænum sjúkraskrárgögn- um sínum óháð uppruna þeirra. »Örugg varðveisla gagna ogskýrar aðgangsreglur. »Það er markmið LSH að veitaaðgang að klínískum kerfum sínum til hagsbóta fyrir allt heil- brigðisstarfsfólk. »Þar telur sjúkrahúsið gagna-öryggi og aðgangsstýringar lykilatriði. BERKLAR breiddust ekki út svo neinu næmi á Íslandi fyrr en upp úr aldamót- unum 1900 og árið 1910 tók til starfa berklahæli á Vífilsstöðum. Árin 1896- 1900 voru 167-266 berkla- sjúklingar skráðir árlega á Íslandi, en árin 1900-1910 voru skráð tilfelli 204-495 á ári. Árin 1911-1925 ollu berklar fimmtungi allra dauðsfalla á landinu. Ýmsar ráðstafanir voru með tímanum gerðar til að stemma stigu við berkla- smiti og eflaust muna margir eftir berklaprófum tengdum skólagöngunni. Ákveðið var að hætta að prófa fyrir smiti meðal skólabarna á 9. áratug síð- ustu aldar þegar ljóst var að smit greindist ekki lengur meðal þeirra. Berklar á Íslandi í hundrað ár TÍÐINDIN úr borgarstjórn eru umræðuefni op- ins fundar í Sam- fylkingarfélaginu í Reykjavík í kvöld, 23. janúar, kl. 20.30 á Hall- veigarstíg 1. Gestur fundar- ins er Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri. Fundarstjóri er Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi og for- maður Menntaráðs Reykjavíkur. Fundi sem boðað hafði verið til á sama tíma um kvóta og mannréttindi er frestað um óákveðinn tíma. Ræða nýja stöðu í borginni Dagur B. Eggertsson RANGLEGA kom fram í Morg- unblaðinu í gær í frétt um nýtt arð- semismat vegna Kárahnjúkavirkj- unar að stofnkostnaður vegna Kárahnjúkavirkjunar væri 111.433 milljónir króna. Hið rétta er að kostnaður við Kárahnjúkavirkjun er áætlaður 133.307 milljónir króna. LEIÐRÉTTING Kostnaðurinn 133 milljarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.