Morgunblaðið - 23.01.2008, Síða 16

Morgunblaðið - 23.01.2008, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LAST Rituals, ensk þýðing á Þriðja tákninu eftir Yrsu Sigurð- ardóttur, fær mikið lof í bresk- um fjölmiðlum þessa dagana. Dagblaðið The Times segir breska lesendur verða að gefa tveimur íslenskum glæpasagnahöf- undum gaum, Yrsu og Arnaldi Indr- iðasyni. Gagnrýnandi segir söguna skemmtilega og vel fléttaða, hún blandi saman sögulegum þáttum og hryllingi við líf Þóru Guðmunds- dóttur lögmanns, aðalpersónu bók- arinnar. Daily Telegraph er einnig jákvætt í sinni umsögn um bókina, segir Þriðja táknið ótrúlega létta og leik- andi skáldsögu. Bókin fær fimm stækkunargler á vefnum crims- quad.com, eða fullt hús stiga. Segir þar að hún sé bók sem menn verði niðursokknir í, góð lesning. Kvennaritið SHE gefur bókinni fjór- ar stjörnur af fimm og mælir með henni sem afbragðs glæpasögu. Þessir fjölmiðlar bætast í hóp þeirra í Bretlandi sem lofsungið hafa bókina nú þegar, þ.á.m. Sunday Telgraph sem sagði hana fullkomna frumraun, Guardian sem sagði hana fyndna og áhugaverða og tímaritið Woman and Home sem sagði bókina æsispennandi frumraun. Vefmiðillinn Crime Squad, sem helgaður er glæpasögum, birtir við- tal við Yrsu ásamt umsögn um Þriðja táknið og segir þar að í Þriðja tákninu takist að „lýsa flóknu einka- lífi Þóru en það gefi hinum óvenju- legu aðstæðum í kringum morðið raunverulegan ramma“. Bókin sé góð lesning, haldi lesandanum föngnum. Fullt hús stiga Lofsöngurinn heldur áfram um bók Yrsu Krimmi Last Ritu- als (Þriðja táknið). HÖRÐUSTU rokkurunum fannst sumum lítið leggjast fyrir kappann Lou Reed sem eitt sinn söng: Take a walk on the wild side, þegar hann söng nýverið einkatónleika fyrir hóp bankastjóra og fyrirmenna úr fjár- málalífinu í Parísarborg. Um 500 manns sóttu tónleikana, en þeir voru haldnir í des Champs Elysées- leikhúsinu á Avenue Montaigne, þar sem flottustu búðir bæjarins eru. Lou Reed sem nú er 65 ára glataði þó „kúlinu“ ekki algjörlega, og þegar franskir fjölmiðlar spurðu hann hvað þetta ætti að þýða, sagði hann einfaldlega: „I love Paris“ eða Ég elska París. Lou Reed var einn af meðlimum hljómsveitarinnar Velvet Underground. Lou Reed í örygginu Í HAFNARHÚSINU verður boðið upp á dagskrá af ýmsu tagi á fimmtudagskvöldum sem verður hér eftir opið til kl. 22. Listasafn Reykjavíkur hef- ur af þessu tilefni gengið til samstarfs við ýmsa aðila sem munu koma að dagskránni með einu eða öðru móti. Meðal sam- starfsaðila er félag um heim- ildamyndagerð sem kallast Reykjavík Documentary Workshop en fyrsta mynd þeirra í Hafnarhúsinu verður sýnd fimmtudagskvöldið 24. janúar kl. 20. Titill myndarinnar er Borgarmúrar: Mín eigin Te- heran (2006, enskur texti) eftir íranska leikstjór- ann Afsar Sonia Shafie. Kvikmyndir Fimmtudagskvöld í Hafnarhúsinu Listasafn Reykja- víkur, Hafnarhús. KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði flytur í tilefni tveggja stórafmæla söng- dagskrá til heiðurs stórsöngv- aranum Stefáni Íslandi í Reyk- holti föstudaginn 25. janúar kl. 20.30. Í söngsýningu Heimis um Stefán Íslandi eru raktir þættir úr sögu stórsöngvarans og myndasýningar um ævi og feril Stefáns setja ramma um dagskrána. Söngvarar þrosk- ast, ná hátindi og eldast, en kórar geta endurnýj- ast og enn er Heimir síungur þótt áttræður sé. Er þess skemmst að minnast að kórinn var tilnefndur til Eyrarrósarinnar fyrir framúrskarandi menn- ingarstarf á landsbyggðinni. Tónlist Heimir heiðrar Stefán Íslandi Karlakórinn Heimir. STEINGRÍMUR Eyfjörð, fulltrúi okkar á Feneyja- tvíæringnum síðasta árs, mun næstkomandi laugardag 26. janúar opna sýningu í Nor- datlantens Brygge í Kaup- mannahöfn. Þar mun Stein- grímur sýna verkin Hervarar saga ok Heidreks, Völs- ungasaga, Grýla/Venus og Bo- nes in a landslide. Steingrímur nam myndlist bæði hér á landi, í Finnlandi og Hollandi. Hann hefur haldið 42 einkasýningar. Sýning Steingríms Eyfjörð frá Feneyjatvíæringnum, Lóan er komin, naut um- talsverðrar athygli í Feneyjum og er nú til sýn- ingar í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Myndlist Póstmódernískur þúsundþjalasmiður Steingrímur Eyfjörð Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands er á leið vestur á Ísafjörð. Það stendur mikið til; hljómsveitin held- ur þrenna skólatónleika í dag og á morgun og annað kvöld verða Hátíð- artónleikar í íþróttahúsinu Torf- unesi í tilefni af 60 ára afmæli Tón- listarskóla Ísafjarðar. En því fer fjarri að tónelskir Vest- firðingar láti Sinfóníuhljómsveitina eina um tónlistina, því vel á annað hundrað Ísfirðinga og nærsveitabúa, vel menntað tónlistarfólk og áhuga- fólk um tónlist; kór, einsöngvari, ein- leikari og tónskáld, eiga sinn þátt í tónleikunum, í þremur af fjórum verkum á efnisskránni. Þetta er bara músík Jónas Tómasson er höfundur Sin- fóníettu sem frumflutt verður á tón- leikunum. Jónas á fleiri verk með sama titli í handraðanum, öll bera þau forvitnilega undirtitla; nýja Sin- fóníettan er númer fimm í röðinni og ber undirtitilinn Tré – Til Dísu. „Þessi Sinfóníetta er frá því í fyrra og hefur ekki verið spiluð áður. Hún hefur reyndar yfirskrift eins og hinar, en það er bara tileinkun til Herdísar dóttur minnar og kallast Tré. Við Dísa vitum um þetta tré en enginn annar. Það skiptir heldur ekki máli því þetta er bara músík,“ segir tónskáldið. Jónas segir ákaflega gaman að fá Sinfóníuhljómsveit Íslands vestur, nú séu tíu ár frá því hún heimsótti Vestfirði síðast, en það var á 50 ára afmæli Tónlistarskólans. „Þegar við fréttum af þessu í október, fórum við af stað með Há- tíðakór Tónlistarskólans til að æfa Gloriu eftir Poulenc undir stjórn Beötu Joó, til að flytja með hljóm- sveitinni. Það er heljarmikið til- stand, því þetta er hundrað manna kór. Það er svona þegar eitthvað stendur til, þá gerum við það sem þarf að gera.“ Þriðja verkið á efnisskránni er pí- anókonsert nr. 2 eftir Fréderyk Chopin, en einleikari þar er Anna Áslaug Ragnarsdóttir, dóttir Ragn- ars H. Ragnar sem stofnaði tónlist- arskólann á sínum tíma. Sigríður Ragnarsdóttir, systir Önnu Áslaugar, hefur verið skóla- stjóri Tónlistarskólans um árabil. Hún segir það viðurkenningu fyrir skólann og það starf sem þar er unn- ið að Sinfóníuhljómsveitin komi vest- ur og spili með heimafólki í tilefni af afmæli skólans. „Hljómsveitin kom fyrir tíu árum en þá var aldarminn- ing pabba annað tilefni. Það er mjög gaman hvað heimamenn eru vel virkjaðir til þátttöku,“ segir Sigríð- ur. Of kalt til að kynda Ísafjörður er oft kallaður tónlist- arbær og segir Sigríður að vel hafi verið hlúð að starfsemi skólans og Tónlistarfélagsins í bænum. „Það hefur alltaf verið mikill almennur tónlistaráhugi í bænum. Það byrjaði snemma með Jónasi Tómassyni eldri, sem lagði grunninn að tónlist- arstarfi í bænum snemma á síðustu öld. Hann stofnaði tónlistarskóla 1911 sem talinn er fyrsti formlegi tónlistarskólinn á landinu. Jónas varð að hætta starfseminni 1918 því það var of kalt til að kynda. Það var frostaveturinn mikla. Hann lagði grunninn með tónlistarstarfi í kirkj- unni og með Sunnukórnum sem þá var einn besti kór í landinu. Pabbi kom svo hingað 1948 frá Ameríku. Ég held að hann hafi sett ákveðin viðmið, eða standard sem hann kom með heim frá Ameríku. Fólk hér vildi líka hafa háan standard í tón- listinni, hvort sem það var klassíkin eða önnur tónlist. Þetta andrúmsloft skapaðist hér gegnum áratugi fyrir tilstilli þessara brautryðjenda.“ Tónlistarskóli Ísafjarðar er stór skóli og rekur útibú á Þingeyri, Suð- ureyri og Flateyri. Tónlistarskólar eru líka starfræktir í Bolungarvík og Súðavík. „Kórastarf er mjög öflugt á Ísa- firði. Ég veit ekki hve margir kór- arnir eru en hér er Sunnukórinn, karlakór og kvennakór. Þá er barna- kór starfræktur innan skólans, en líka hljómsveit, lúðrasveit, strengja- sveit og við kennum auðvitað bæði klassíska tónlist og létta tónlist. Við höfum ekki bara haft góðan grunn í klassíkinni; við höfum líka átt mjög góða popptónlistarmenn. BG var nú góður, og Villi Valli, og krakkar héð- an eru í hljómsveitum í dag eins og í hljómsveitinni Reykjavík. Þar eru krakkar úr tónlistarskólanum hér.“ Fjórða verkið á efnisskránni en þó upphafsverk tónleikanna er Hátíð- arforleikur eftir Sjostakovitsj. Ein- söngvari í Gloriu Poulencs er Ingunn Ósk Sturludóttir, en hljómsveit- arstjóri er Bernharður Wilkinson. Tónleikarnir verða sem fyrr segir í Torfunesi og hefjast kl. 20. Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar afmæli Tónlistarskóla Ísafjarðar með heimafólki Alltaf mikill tónlistaráhugi Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Stór Vegna stærðar sinnar þurfti að flytja æfingar Hátíðarkórsins úr Tónlistarskólanum yfir í kirkjuna. TENGLAR .............................................. www.tonis.is www.sinfonia.is Í HNOTSKURN » Tónlistarfélag Ísafjarðar varstofnað 20. maí 1948 og skól- inn 10. október sama ár af Ragn- ari H. Ragnar. » Skólastjóri í dag er SigríðurRagnarsdóttir. um uppruna allra munanna sem hún færir okkur. „Þó er það víst, að þeir aðstoðarmenn, sem Arthur Hazelius stofnandi safnsins hafði á sínum snærum við söfnun muna, voru þeir bestu sem völ var á. Þeir vissu vel hvernig þeir áttu að bera sig að við að skrá þá muni sem þeir höfðu með sér til Svíþjóðar.“ En hvers vegna er þessi gjöf færð Þjóðminjasafninu nú? Cristina Mattsson segir að það hafi alltaf ríkt vinátta milli safnanna tveggja. „Ég kynntist svo Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði fyrir nokkrum árum. Norræna safnið var þá að vinna að samningum við Norðmenn um að skila til þeirra munum úr safninu; og að því búnu fannst mér eðlilegt að taka upp samræður við Margréti um að við gerðum svipaðan samning við Þjóðminjasafnið.“ Meðal gripanna frá Norræna safninu er ýmislegt sem tengist ís- lenska hestinum, söðlar, söðuláklæði og ýmsir gripir úr kopar tengdir reiðverum. Þar eru búningar og búningaskart; prentaðar bækur og handrit. Í frétt frá Þjóðminjasafninu segir að gripirnir séu góður vitnisburður um hagleik og listfengi Íslendinga og mikill fengur að þeim til rannsókna og miðlunar á íslenskum menningar- arfi á Íslandi. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „NEI, ég hef ekki fundið neina sænska fornmuni hér, til að taka með mér, enda er erindi mitt ekki þess háttar,“ segir Christina Mattsson, forstöðumaður Nordiska muséet í Stokkhólmi og hlær við kjánalegri spurningunni. Sannleikurinn er sá, eins og lands- menn vita nú, að hún er komin hingað með stórgjöf til Þjóðminja- safns Íslands, 800 muni, sem hafa verið í eigu sænska safnsins frá því skömmu eftir stofnun þess á 19. öld. Christina Mattsson afhenti gjöfina við athöfn í Þjóðminjasafninu í gær, og tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra á móti henni, að viðstaddri Margréti Hallgrímsdóttur þjóð- minjaverði og fleira fólki. „Það sem ég kem með er úrval þeirra muna sem Norræna safnið lét safna hér á Íslandi á árunum 1874 til 1888. Þetta er um 90% af öllu því sem hér var safnað, en þessa muni höfum við verið að sýna í safninu okkar í Stokkhólmi á síðustu árum.“ Aðspurð segir Christina Mattsson erfitt að segja nákvæmlega til Fornminjar koma heim fyrir vináttu safna Þjóðminjar Christina Mattsson og Margrét Hallgrímsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Madeleine Ströje Wilkens, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.