Morgunblaðið - 23.01.2008, Page 19
heilsa
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 19
x x x
Þetta ráð dugði hinsvegar skammt. Í
nokkra mánuði hafði
auðkennislykillinn legið
á sínum stað, en einn
góðan veðurdag var
hann horfinn og var
engu líkara en hann
hefði einfaldlega af-
efnast. Í það minnsta
fannst hvorki tangur né
tetur af lyklinum. Nú
voru góð ráð dýr.
Heimabankinn lokaður
og Víkverji þess fullviss
að fokdýrt yrði að fá
nýjan lykil.
x x x
Um næstu mánaðamót fór Vík-verji frekar lúpulegur í bank-
ann til að borga reikningana sína og
hafði síðan orð á því að auðkennislyk-
illinn hefði glatast – eiginlega gufað
upp. Dularfulla auðkennislykils-
hvarfið kom ekki af stað því uppnámi,
sem Víkverji hafði búist við, heldur
var því tekið af stakri stillingu. Auð-
hlaupið reyndist að því að fá nýjan
lykil og það endurgjaldslaust. Þessi
vinnubrögð voru til fyrirmyndar og
þótt Víkverji sé enn ekki orðinn full-
komlega sáttur við lykilinn og eigi
erfitt með að sjá að hann auki öryggi,
er ekki laust við að afstaða hans í
garð fyrirbærisins hafi mildast örlít-
ið.
Víkverja var ekkiskemmt þegar
bankarnir tóku upp á
því að torvelda um-
gengni við heimabanka
með útgáfu svokallaðra
auðkennislykla. Heima-
bankinn hefur valdið
byltingu í bankamálum
Víkverja, ekki síst
vegna þess að með til-
komu hans losnaði hann
við að standa í biðröð
einu sinni í mánuði, en
fátt finnst honum jafn
hvimleitt og biðraðir.
x x x
Víkverji vill helstekki þurfa að burðast með mikið
af smáhlutum. Iðulega þarf að kalla
út björgunarsveitir til að finna hús-
og bíllykla sem lagðir hafa verið þar
sem síst skyldi. Spurningin Hvar er
veskið mitt? er orðin ansi þreytandi á
heimilinu. Og nú bættist við auðkenn-
islykillinn.
x x x
Víkverji ákvað strax að þvælastekki um með þennan lykil um
borg og bý, heldur geyma hann á vís-
um stað á heimilinu. Þetta hafði
reyndar í för með sér að heimabank-
inn hætti að vera alls staðar þar sem
Víkverji var staddur, en niðurstaðan
var þó að það væri betra en að týna
auðkennislyklinum með reglulegum
hætti.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Einar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíðheyrði fregnir að sunnan:
Það er ekki heimska að há,
herrunum sem þjóna,
lýðræðinu og fötin fá,
fyrir milljón króna.
Aldrei næ ég uppí slíkt,
að því hart þó keppi,
hve svakalega rugl er ríkt,
í Reykjavíkurhreppi.
Og Friðrik Steingrímsson:
Á fatakaupum framsóknar
fáar búðir græða,
því engir bráðum eru þar
eftir til að klæða.
Þá Kristján Bersi Ólafsson:
Framsóknarskipið er sokkið í sæ;
samt eru ennþá í flakinu
á fáeinum stöðum hálfrotin hræ
með hnífasettin í bakinu.
Loks Hörður Björgvinsson:
Þegar ég byrjaði þessa vísu
þá var Bingi við stjórn,
en vináttan breyttist í vonda krísu,
sem varð að drottningarfórn.
Valdagræðgis- er voldugt aflið,
vináttu sundur sleit.
Af list átti Fischer lokataflið:
að læðast austur í sveit.
VÍSNAHORNIÐ
Enn af borg
og Framsókn
pebl@mbl.is
Margir freista þess umþessar mundir að takaupp nýja siði og breytalífsháttum sínum til
hins betra. Tilgangurinn er göfugur,
en efndirnar og árangurinn ekki allt-
af að sama skapi eins góð. Ein-
staklingar og fyrirtæki keppast við
að auglýsa þjónustu sína til þess að
hjálpa þeim sem ætla að taka sig á.
Peningaaustur í alls kyns hjálpar-
meðöl á borð við drykki, töflur og
fleira verður hjá mörgum stór hluti
af útgjöldunum fyrstu mánaði ársins.
En sé rétt að málum staðið er vissu-
lega hægt að breyta lífsstílnum, að
sögn Berthu Maríu Ársælsdóttur,
matvæla- og næringarfræðings á
Landspítalanum.
Svelti ekki líklegt til árangurs
Flestar megrunaraðferðir sem
lofa árangri á ákveðnu afmörkuðu
sviði með lítilli fyrirhöfn eru yfirleitt
árangurslitlar, segir Bertha. „Sem
dæmi má nefna auglýstan megrun-
arkúr sem lofar
því að maginn
minnki sé farið
eftir leiðbein-
ingum eða megr-
unarkúr sem lof-
ar þyngdartapi í
svefni sé taflan
tekin að kveldi.
Of hratt
þyngdartap er
jafnframt mjög
varhugavert og
langtímaárangur hefur reynst lítill ef
fólk léttist meira en um um hálft til
eitt kíló á viku. Skiljanlegt er að
miklu meira þyngdartap sé eftir-
sóknarvert svo hægt sé að koma lín-
unum í lag á sem skemmstum tíma.
Þegar hins vegar árangurinn er
gerður upp að nokkrum árum liðnum
er yfirleitt betra heima setið en af
stað farið í sveltið, sem tínir af fólki
kílóin mjög hratt án langvarandi ár-
angurs.“
Einfaldur matur og hreyfing
Það sem flestir átta sig ekki á er
sú staðreynd að við borðum of mikið
segir Bertha. „Við borðum með öðr-
um orðum of margar hitaeiningar
miðað við þá orku sem við þurfum að
nota í daglegu amstri. Leiðin til þess
að leiðrétta það er nokkuð einföld.
Við þurfum að borða færri hitaein-
ingar eða eyða fleiri hitaeiningum.
Ef við veljum að borða færri hita-
einingar er nauðsynlegt að einfalda
matseðilinn, en borða ætíð á öllum
matmálstímum. Þá þurfum við að
sleppa því að kaupa tilbúinn mat í
búðum eða á matsölustöðum, en
velja þess í stað t.d. skyrdós og
brauðsneið ásamt ávaxtabita í há-
deginu og elda sjálf ferskan fisk eða
kjötstykki ásamt kartöflu og græn-
meti á kvöldin. Við þetta sparast fjöl-
margar hitaeiningar því kokkurinn á
veitingastaðnum er ekki að hugsa
um hvort máltíðin verði of hitaein-
ingarík heldur þarf hún einungis að
bragðast vel. Það gerir hún kannski
með sykri og rjóma.
Ef við veljum að eyða fleiri hita-
einingum er aukin hreyfing nauðsyn-
leg. Hjá meginþorra fólks er hreyf-
ing algjörlega takmörkuð við göngu
til og frá bifreiðinni. Í þeirri líkams-
ræktarstöðvavæðingu sem hér ríkir
hefur margt eldra fólk gleymt því að
hægt sé að fara út að ganga eða
synda ef ekki er áhugi fyrir stöðv-
unum. Við eigum hins vegar okkar
tæra loft og frábæru náttúru, sem
unnt er að njóta betur með því einu
að fara út úr húsi.“
Vöðvar brotna niður og rýrna
Mjög mikilvægt er að borða held-
ur ekki of lítið. Þegar farið er í ein-
hvern af þeim kúrum sem í boði eru
er líklegt að ekki sé borðað nóg af
hitaeiningum, að sögn Berthu. „Þeg-
ar líkaminn fær of fáar hitaeiningar
reynir hann að aðlagast þeirri orku
sem hann fær. Afleiðingin verður sú
að við hættum að byggja upp vöðva,
en þeir brotna niður og rýrna vegna
næringarskorts. Þegar vöðvarnir
minnka þurfa þeir minni orku og við
fitnum auðveldar af fáum aukahita-
einingum. Í öllu því framboði sem til
er af góðum og hollum mat viljum við
geta „splæst“ á okkur góðri steik
með tilheyrandi meðlæti endrum og
sinnum þrátt fyrir að vera í átaki. En
ef brennslan er orðin lítil og vöðvarn-
ir rýrir höfum við hreinlega ekki
„efni á“ þessum aukabita og fitnum,
sem fylgir þá í kjölfarið,“ segir
Bertha María og bætir að lokum við
að það hljóti að vera hverjum kapps-
mál að lifa við góða heilsu í líkamlega
góðu ástandi með blóðfituna og blóð-
þrýstinginn innan eðlilegra marka.
„Sú árátta að sækjast eingöngu
eftir grönnu vaxtarlagi þarf ekki að
þýða betri heilsu. Við eigum miklu
fremur að sækjast eftir góðu heilsu-
fari með því að rækta líkamann til að
auka þol, styrk og úthald, gæta þess
að hafa helstu blóðgildi í lagi og
borða bæði holla og eðlilega fæðu.“
„Við getum breytt lífsstílnum“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Réttu tökin Hjálparmeðöl í formi megrunardrykkja og taflna verða hjá mörgum stór hluti af útgjöldunum fyrstu
mánuði ársins. Skilvirkasta aðferðin til árangurs er hinsvegar sú að borða minna og hreyfa sig meira.
Við borðum flest of
mikið miðað við þá orku
sem daglegt amstur
krefst, segir matvæla-
og næringarfræðing-
urinn Bertha María Ár-
sælsdóttir í samtali við
Jóhönnu Ingvarsdótt-
ur. Til leiðréttingar
þarf að borða minna og
hreyfa sig meira.
Sérfræðingurinn
Bertha María
Ársælsdóttir.
Þetta er fyrsta greinin af nokkrum
í greinaflokki, sem er samstarfs-
verkefni Matvæla- og næringar-
fræðafélags Íslands og Morgun-
blaðsins.
www.mni.is
Borða á matmálstímum
Borða hollan mat í hæfilegum
skömmtum
Nota ávexti sem millibita, ekki
ávaxtasafa
Matreiða án mikillar viðbættrar
fitu eða sykurs
Hreyfa sig á hverjum degi, í að
minnsta kosti 60 mínútur
Hvað þarf að gera?
frábær verð um veröldina
- bókaðu í dag!
Kairó
Dubai
Bankok
Manila
!"
#!$ % á www.klmiceland.is
"
" &&'
" &
#
$
(
&
!
$
klmiceland.is
frá ISK 68.900
frá ISK 85.400
frá ISK 101.500
frá ISK 110.700