Morgunblaðið - 23.01.2008, Síða 21

Morgunblaðið - 23.01.2008, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 21 gamla meirihlutanum þótt menn hefðu haft 100 daga til að semja hann.“ Æskilegasti meirihlutinn Geir kvaðst ekki hafa vitað að mikil alvara væri í viðræðunum fyrr en síðastliðinn mánudag. Hann sagði, líkt og fram hefur komið, að menn hefðu rætt málin án þess að það væru samningaviðræður. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson hefði sagt sér frá því seinni partinn á mánudag hvað væri í bígerð. Geir kvaðst hafa sagt við Vilhjálm að ef hann teldi þetta heppilegt og treysti sér til að láta þetta ganga upp þá skyldi hann bara gera það. Geir var ekki í neinum vafa um hvaða meirihluti væri æskilegastur í borgarstjórn Reykjavíkur. „Það er sá meirihluti sem hér var áratugum saman. Meirihluti Sjálfstæðis- flokksins. Þá kom svona staða aldrei upp. Auðvitað stefnum við að því að það verði þannig eftir næstu kosn- ingar.“ fulltrúa í að Ólafur garstjóri. frá fyrri væri full- við þetta sson væri amaður í hann það mstarfinu. úna studd- um meiri- mánudag]. sig. Menn ál eins og ru í borg- r og hvaða Það finnst núverandi ð ljúka að mningur,“ rg athygl- efnasamn- agningar- „En það ningur í ur engin íkisstjórn Árvakur/Frikki forsætisráðherra segir að umskiptin í borgar- r hafa áhrif á ríkisstjórnina en á liðnu hausti. Ingibjörg kvaðst ekki kannast við neitt slíkt óvænt útspil í undirbún- ingi, hvorki af sinni hálfu né Sam- fylkingarinnar. efði vænt- gshyggju- r að ala af óvæntan. rir málin Árvakur/Frikki Gísladóttir sagði að ríkisstjórnin mundi áfram m og sviptingar í borgarstjórn breyttu engu. Þú ert á réttum stað eins ogþú heyrir,“ segir MargrétK. Sverrisdóttir varaborg-arfulltrúi F-listans bros- andi í dyrunum. Svo stekkur hún inn aftur. Þar hringja tveir símar. Og það voru tveir kostir í stöðunni þegar Margrét lýsti því yfir að hún styddi ekki nýjan meirihluta Frjáls- lyndra og Sjálfstæðisflokks í borg- arstjórn. „Ég get það ekki,“ segir hún. „Um hálffjögurleytið í gær [á mánudag] þóttist ég fullviss um að Ólafur F. Magnússon væri í þessum þreifingum, en ég bjóst ekki við að það yrði frágengið klukkan sjö. Hann hringdi og sagðist þurfa að vita mína afstöðu ef til þess kæmi að nýr meirihluti yrði myndaður. Þá sagði ég: „Hún er skýr. Við Guðrún [Ásmundsdóttir] munum ekki fylgja þér í þeirri vegferð.“ Og ég sagði: „Þú verður að tala við hópinn.“ Þá lét hann eins og ekkert myndi gerast einn, tveir og þrír – hann myndi jafnvel hitta hópinn.“ – Og þú ert ákveðin í þinni sök? „Það vildi svo ágætlega til að ég sat á skrifstofunni, hafði ráðrúm til að hugsa málið og fann að ég treysti ekki Ólafi. Við höfðum talað saman tvisvar um morguninn þar sem ég bað hann um að bera þetta til baka. Hann sagðist ætla að gera það. Svo gerðist það ekki. Já, ég treysti ekki oddvitanum mínum. Og því miður ekki heldur þeim hópi sem hann tal- aði við. Enda höfðu þau ekki verið stjórntæk fyrir skemmstu. Svo fannst mér enn verra hvernig þessu var komið saman. Ég hefði haldið að Sjálfstæðisflokkurinn stæði öðruvísi að málum, talaði við okkur bæði og stillti öðrum upp en Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni. Ég velti því fyrir mér þá og geri enn hvort Vilhjálmur hafi umboð sexmenning- anna í þessum viðræðum, frekar en öðrum. Hann tapaði trausti þeirra og samstarf snýst um traust á fólki. Mér leist bara ekkert á blikuna.“ – En þú varst tilbúin í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir borg- arstjórnarkosningarnar 2006? „Já, þá var ég tilbúin í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Við höfðum unnið kosningasigur og það lá beint við að Sjálfstæðisflokkurinn og F- listinn ynnu saman. Reyndin varð sú að ekki varð af því. Og mér finnst borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð- ismanna of veiklaður núna. Ég hefði viljað sjá að þeir byðu borgarbúum upp á allt annan kost. Og þá er ég að tala um annan oddvita.“ – Hönnu Birnu? „Já, það er sérkennilegt að það er eins og goggunarröðin sé svo stíf í Sjálfstæðisflokknum að því miður hafi það ekki komið til greina.“ – Hefurðu hitt Ólaf eftir myndun meirihlutans? „Nei, hann reyndi að ná í mig í morgun. Og mér var boðið að hitta hann og Vilhjálm. Ég sagði að það væri of seint að bjóða mér það.“ – Hafa þeir boðið þér stóla? „Ég fékk skýrar meldingar um „En hann er í klípu með það að geta ekki sett neinn sem formann í nefnd nema sig sjálfan. Þannig að þau sjálfstæðismenn fá alla formenn í nefndum. Þar liggja völdin.“ – Þú talar um að traust skipti öllu máli. Ertu kannski að setja eigin til- finningar ofar málefnum? „Jú, ætli það ekki. En verður maður ekki að fylgja sannfæringu sinni? Ég hef ekki trú á því að þessi nýi meirihluti hafi burði eða raun- verulegan vilja til að framfylgja stefnumálum F-listans. Ekki höfðu þau það 2006 þegar þau sögðu meiri- hlutaviðræður stranda á flugvall- armálinu. Þannig að ég leyfi mér að efast um að þau ætli raunverulega að vinna að þessum málum. En ég get örugglega stutt mörg góð mál á stefnuskránni.“ – Stangast það ekki á við yfirlýs- inguna fyrr í dag um samstarf þitt við Samfylkingu, Vinstri græna og Framsókn? Verða þeir flokkar ekki í harðri andstöðu við það sem þú sjálf beittir þér fyrir í kosningunum? „Ég er ekki búin að sjá hvernig þetta verður í reynd. En það var- unnið að því að veita málefnum F-listansbrautargengi í fyrrverandi meirihluta og ég treysti því að það geti orðið áfram í okkar samstarfi.“ Reyndi ekki að knýja fram málefnaskrá – En var ekki ágreiningur, til dæmis um staðsetningu flugvallarins og mislæg gatnamót, auk þess sem Ólafur vildi að gerð yrði mál- efnaskrá? „Þá átti hann að reisa ágreining með skýrum hætti. Hann gerði það ekki. Hann talaði um það þegar hann tók við forsetaembættinu að hann hefði hug á því að samin yrði málefnaskrá. Þá voru framundan tveir drekkhlaðnir vinnudagar þá- verandi meirihluta og þeir áttu að snúast um nánari vinnu í þessum sameiginlegu áherslum. En það var ekki eins og hann reyndi að knýja þetta fram í hópnum.“ – Eru þetta ekki bara pólitísk klókindi hjá Ólafi? „Ólafur átti allt frumkvæði að myndun síðasta meirihluta. Fannst honum hann ekkert bundinn af þeirri ábyrgð? Þess vegna er verra þegar hann læðist hægt og hljótt út úr samstarfinu, en ef öðruvísi hefði háttað til. Ég lét þetta yfir mig ganga einu sinni og var búin að semja við þetta fólk um samstarf, en þá var ekki hægt að teyma mig eins og fé til slátrunar á ný: „Jæja, nú er kominn nýr meirihluti, Margrét.“ Eins og öruggt væri að ég keypti það. Fyrir áhrif og völd, jú. En ég vil líka geta lifað með samvisku minni. Það er margt prýðisfólk á meðal Sjálfstæðismanna, en hópurinn í heild er ekki traustur eins og er – og ég held að það sé auðsætt.“ – Hvert er þitt pólitíska bakland? „Ef við skoðum Íslandshreyf- inguna, þá beiti ég mér fyrir frelsi einstaklingsins, samkeppni og um- hverfismálin eru mjög ofarlega á baugi. Ég get alveg lýst því yfir að ég styð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Ég er ánægð með það samstarf og mér hefur fundist það farsælt hingað til. Þannig að ég er nú ekki vinstrisinnaðri en það. Ef það hjálpar fólki að staðsetja mig. Já, ég vil frjálsa samkeppni og einstaklingsframtak, en ég hef hins- vegar alltaf verið félagshyggjukona og sagt að það sé ekki bara vinstra mál að vilja jafnræði og fé- lagshyggju. Þetta á allt að geta farið saman. Þess vegna finnst mér Sam- fylkingin hafa haft jákvæð áhrif á Sjálfstæðisflokkinn, sem var farinn of langt til hægri og farinn að gleyma félagslegum gildum.“ – Hver er þá þinn vettvangur í pólitík? „Ég stend ein á berangri, Pétur!“ segir hún og skellihlær. „Hvernig spyrðu!? Lífsskoðun mín er æðru- laus, ég leyfi mér að segja það, og ég vil ekki vera til sölu fyrir vegtyllur. Ég vil fara þá leið sem ég trúi að sé góð hverju sinni. Svo er ég bjartsýn og glaðvær og held að þetta verði nú allt í lagi,“ bætir hún við brosandi. – Gengurðu ekki bara í Samfylk- inguna? „Nei, ég er ekkert farin að hugsa neitt svoleiðis hvert ég myndi fara, svei mér þá.“ – Myndirðu fella meirihlutann og láta rýma skrifstofurnar ef Ólafur þarf á klósettið, eins og Björk Vil- helmsdóttir lét liggja að? „Nei, alls ekki. Og mér finnst al- veg nóg um. Þetta hefur verið farsa- kennt og það gefur auga leið að ég get ekki fellt meirihlutann með þeim hætti. Svo kemur hann af klósettinu! Ef ég segi eins og er, þá get ég ekki séð fyrir hvaða aðstæður yrðu til þess að ég felldi meirihlutann. En þetta verður Ólafi að mörgu leyti erfitt. Hann verður atkvæðalaus í borgarráði og á engan formann í nefndum, þannig að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur tögl og hagldir í samstarfinu. En ég má ekki stíga inn sem varamaður nema um lög- mæt forföll sé að ræða, þá ann- aðhvort tilkynnt eða boðuð.“ – Hvar standa aðrir á F-listanum? „Það voru sex efstu sem voru fremst í baráttunni. Ég og Guðrún vorum í öðru og þriðja sæti. Ég tel víst að Ásta Þorleifsdóttir í fjórða sæti fylgi Ólafi, en hún var áður í Vinstri grænum. Í fimmta sæti er dóttir Ólafs, sem liggur nú á sæng og var að eignast barn, í sjötta sæti er varaþingmaður Frjálslynda flokksins, Kjartan Eggertsson. Þetta eru sex efstu og það getur meira en vel verið að einhverjir aðrir á listanum sláist í hóp með Ólafi. Ég geri fyllilega ráð fyrir að hann nái að manna nefndir og ráð. Eins og ég segi, það liggur hver sem lund er til í því.“ – Og svo kannski eru þeir hlynntir málefnunum? „Jú, þau segja það auðvitað – þarna séu málefnin öll komin. Og þeim finnst allt í lagi þótt Ólafur hafi ekkert haft samráð við þau. Þau segja mér að minnsta kosti að hann hafi ekkert samband haft. Það er bú- ið að staðfesta það.“ – Að lokum, ertu að höfða mál gegn Frjálslynda flokknum? „Já, ég veit ekki hvar það er statt, en það á að vera búið að dómtaka það. Svo einfalt er það að verkalýðs- foringinn Guðjón Arnar Krist- jánsson greiddi mér ekki uppsagn- arfrest. Og ég ætla að leita réttar míns.“ það að ef ég slægist í hópinn gæti ég valið um formennsku í nefndum.“ – Ég hef heyrt að liður í ósættinu sé að þér finnist Ólafur hallast um of að Frjálslynda flokknum? „Já, það er einn þáttur í því. Hann hefur kannski ekki beint staðfest það, en mér sýnist á viðbrögðum Frjálslyndra að þeir telji sig eiga í honum hvert bein. Og hann hefur ekki mótmælt því.“ „Nánast okkar stefnuskrá“ – Nú segist hann ná fram 70% af þeim málefnum í nýjum meirihluta sem þið settuð á oddinn fyrir kosn- ingar. „Ég held það sé meira að segja ríflega það. Þetta er nánast okkar stefnuskrá, sem við sömdum með fleirum. Og það finnst mér vera póli- tískur gambítur af hálfu nýja meiri- hlutans. Svo segja þau: „Hér eru öll þín stefnumál. Af hverju í ósköp- unum fylgirðu þeim ekki eftir?“ Það er af því að ég vil ekki skilja sálina eftir heima. Framkoman var mjög niðurlægjandi. Ólafur var guðfaðir fyrri meirihluta, búinn að möndla það áður en ég kom að því, og núna býr hann til nýjan meirihluta án samráðs við mig. Mér finnst ég ekki vera að lasta Ólaf, en þetta eru mjög ámælisverð vinnubrögð. Aðrir geta staðfest að hann talaði ekki við bak- landið. Nú er verið að bjóða því fólki sæti í nefndum og ráðum. Og ég segi bara: „Svo liggur hver sem lund er til.“ – Ég get þetta ekki.“ – Heldurðu að Björn Ingi Hrafns- son hafi talað við alla í sínu baklandi áður en hann sprengdi fyrri meiri- hlutann? „Ég hef ekki hugmynd um það. Hann hefur áreiðanlega talað við Óskar Bergsson varaborgarfull- trúa.“ – En hann beið eftir Birni Inga með hinum sjálfstæðismönnunum. „En við erum í öðrum flokki, Ólaf- ur og ég, og hann gerir þetta vitandi að ég er ekki sátt við það sem í upp- siglingu er. Ég sé ekki að það skipti máli hvernig Björn Ingi hegðaði sér, ekki hegða ég mér svona sjálf. Ef til vill eru allir svona í pólitík. Við vor- um með skuldbindingar við fyrri meirihluta og Ólafur átti að reisa ágreining ef hann var óánægður. Hann gaf það til kynna að ég hefði ekki verið nógu dugleg að fá sæti í nefndum fyrir F-listann. En hann hafði sjálfur samið um vegtylluna sem forseti borgarstjórnar er. Ég sagði við fólk að ég hefði frekar vilj- að minni vegtyllu og meiri áhrif í nefndum. Nú tekur hann borg- arstjórann.“ – Og áhrif í nefndum. Mér leist bara ekkert á blikuna Árvakur/Kristinn Ingvarsson Vantraust „Það vildi svo ágætlega til að ég sat á skrifstofunni, hafði ráð- rúm til að hugsa málið og fann að ég treysti ekki Ólafi,“ segir Margrét. Eftir myndun nýs meirihluta í borgar- stjórn horfa margir til Margrétar Sverris- dóttur varaborgarfull- trúa Frjálslyndra, sem hefur tekið afstöðu gegn meirihlutanum. Pétur Blöndal talaði við hana um traust og málefni, áhrif og völd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.