Morgunblaðið - 23.01.2008, Page 23

Morgunblaðið - 23.01.2008, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 23 Á MEÐAN ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks sat við völd í landinu gagnrýndi ég Framsóknarflokkinn harðlega fyrir íhaldsstefnu og fyrir að hafa yfirgefið upp- haflega stefnu sína, samvinnustefnu og fé- lagshyggju. Ég taldi Framsókn of leiðitama Sjálfstæðisflokknum og hafa setið alltof lengi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Nú hefur orðið breyt- ing á. Framsókn er komin í stjórnarand- stöðu en Samfylkingin situr í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Hefur ekki orðið mikil breyting við þetta? Ekki verður þess vart enn. Stefnan er svipuð og áður. Samkomulagið við LEB drýgra en yfirlýsingin 5. des. Ef við lítum á þau mál sem jafn- aðarmenn bera helst fyrir brjósti, málefni aldraðra, öryrkja og lág- launafólks, blasir eftirfarandi við: Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur ekkert hækkað frá því að rík- isstjórnin tók við völdum. Ekkert hefur enn verið gert í kjaramálum láglaunafólks. Skattleysismörkin eru óbreytt, en hækkun þeirra væri mikil kjarabót fyrir láglaunafólk. Ég verð að viðurkenna að ástandið í kjaramálum þessa fólks hefur ekk- ert batnað við tilkomu Samfylking- arinnar í ríkisstjórn. Það er sama ástand og verið hefði með Framsókn áfram í stjórn. Samkomulag það sem gert var 2006 milli LEB og fyrri rík- isstjórnar fól í sér meiri kjarabætur fyrir aldraða en yfirlýsing sú er nú- verandi ríkisstjórn gaf 5. desember sl. Byrjað á öfugum enda Ég taldi víst, þegar Samfylkingin gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn í maí eftir þingkosn- ingar, að lífeyrir aldraðra yrði stór- hækkaður á árinu eins og kosningaloforð voru gefin um. En þær vonir hafa brugðist. Í staðinn ákvað ríkisstjórnin að draga úr skerðingum tryggingabóta hjá þeim sem væru á vinnumarkaði. Það er gott svo langt sem það nær en ég tel að hér sé byrjað á öfug- um enda. Það á að byrja á því að leiðrétta lífeyrinn svo hann dugi til eðlilegrar fram- færslu. Síðan eða sam- hliða má draga úr skerðingum. Samfylkingin gagn- rýndi harðlega í þing- kosningunum vorið 2007, að lífeyrir aldr- aðra hefði ekki hækkað í samræmi við vísitölu- hækkanir. Lífeyrir aldraðra hefði dregist aftur úr í launaþróuninni. Samfylk- ingin sagði: Við ætlum að leiðrétta þetta. Samfylkingin sagðist ætla að láta lífeyri aldraðra duga fyrir fram- færslukostnaði í samræmi við neyslukönnun. Ný neyslukönnun Hagstofunnar var birt 18. desember 2007. Samkvæmt henni eru neyslu- útgjöld einstaklinga komin í 226 þús- und á mánuði, að viðbættri verðlags- hækkun frá því könnunin var gerð. Skattar ekki meðtaldir. Samfylk- ingin sagðist vilja leiðrétta lífeyri aldraðra í áföngum. 60+, samtök aldraðra í Samfylkingunni, sam- þykkti í nóvember 2007 að hækka ætti lífeyri aldraðra í þá upphæð er næmi neysluútgjöldum einstaklinga og að fyrsti áfangi þeirrar hækkunar ætti að taka gildi fyrir lok ársins. Farið á svig við samþykkt 60+ Í fyrstu aðgerðum ríkisstjórn- arinnar var algerlega farið á svig við framangreinda samþykkt 60+. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem taka eiga gildi frá 1. apríl nk. taka aðeins til þeirra sem eru á vinnu- markaði. Það á að draga úr skerð- ingu tryggingabóta hjá þeim sem eru á aldrinum 67-70 ára og vilja vinna. Ríkisstjórnin hefur ákveðið 100 þúsund króna frítekjumark á mánuði fyrir þennan hóp. Einnig á að afnema skerðingu tryggingabóta aldraðra vegna tekna maka. Hæsti- réttur hefur úrskurðað, að það brjóti í bága við stjórnarskrána að skerða lífeyri vegna tekna maka . Þess vegna hefði þessi breyting átti að taka gildi strax í kjölfar dóms Hæstaréttar. Rannsóknarsetur verslunarinnar á Bifröst gerði könn- un á því hve margir eldri borgarar mundu nýta sér það að vinna, ef skerðing tryggingabóta vegna at- vinnutekna þeirra yrði afnumin eða lækkuð. Í ljós kom að 30% mundu nýta sér það. Rannsóknarsetur verslunarinnar segir að það mundi þýða 4 milljarða auknar skatttekjur fyrir ríkissjóð. Samkvæmt því mundi það kosta ríkið lítið sem ekki neitt að draga úr skerðingu trygg- ingabóta á þann hátt sem rík- isstjórnin hefur boðað. Af því sem hér hefur verið rakið er ljóst að Samfylkingin hefur ekki síðustu 7-8 mánuði staðið sig betur í velferðarmálum í ríkisstjórn en Framsókn gerði. Ríkisstjórnin verð- ur ekki dæmd af orðum og yfirlýs- ingum. Hún verður dæmd af verkum sínum. Samfylkingin verður að taka sig mikið á í velferðarmálum. Um síðustu áramót tók Jóhanna Sigurð- ardóttir við lífeyristryggingum al- mannatrygginga. Það er nú í hennar verkahring að leiðrétta lífeyri aldr- aðra og öryrkja á þann hátt að unnt verði að lifa mannsæmandi lífi af honum. Ef Jóhanna stendur sig get- ur hún bætt stöðu Samfylking- arinnar í velferðarmálunum. Sam- fylkingin á eftir að sýna það að hún standi sig betur í ríkisstjórn en Framsóknarflokkurinn. Mun Samfylkingin standa sig betur í stjórn en Framsókn? Björgvin Guðmundsson fjallar um málefni og lífeyri aldraðra »Ég verð að við-urkenna að ástandið í kjaramálum þessa fólks hefur ekkert batn- að við tilkomu Samfylk- ingarinnar í ríkisstjórn. Það er sama ástand … Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. HINN 8. janúar sl. beindi ég spurningum til stjórnenda Land- spítalans um ýmislegt, sem snertir „útvistun“ (sem er fínt orð fyrir einkavæðingu) á störfum lækna- ritara á spítalanum. Hinn 13. jan- úar sl. svarar aðstoðarlækninga- forstjóri Landspítala, Niels Chr. Nielesen, fyrirspurnum mínum. Ég þakka Niels fyrir að veita op- inberlega svör við spurningum mínum þótt þau séu í stikkorðastíl og kalli fyrir bragðið á nánari skýringar sem fulltrúar SFR og BSRB munu ganga eftir í við- ræðum við stjórnendur sjúkra- hússins á komandi dögum. Ég vil ítreka það sem ég hef áð- ur bent á í blaðagreinum, að stjórnendur á Landspítala hafa gefið frá sér afar misvísandi yf- irlýsingar varðandi framtíð læknaritara, nokkuð sem aug- ljóslega þarf að fá botn í. Eitt at- riði í svari Nielsar Chr. Nielsen í umræddri grein tel ég ástæðu til að staldra við en það er skírskotun hans í fund sem forsvarsmenn LSH héldu til kynningar á útboðs- gögnum. Á þennan fund mættu tugir læknaritara. Niels segist svo frá: „Auglýstur var kynning- arfundur fyrir þá sem áhuga hafa á þessu verkefni og var hann hald- inn á LSH þriðjudaginn 8. jan. 2008. Þar mættu mjög margir af læknariturum spítalans sem ég vona að hafi komið af heilum hug til að taka þátt í þessu verkefni, auk fulltrúa 8 fyrirtækja. Þeim voru öllum afhent gögn um verk- efnið og þær öryggiskröfur sem gerðar eru til öryggis gagna. Þeir sem áhuga hafa á verkefninu skila hugmyndum um framkvæmd þess til innkaupasviðs LSH og verða þær þá metnar með tilliti til þjón- ustu og verðs. Berist ekki full- nægjandi hugmyndir verður ekki gengið til samninga um til- raunaverkefnið. Tekið skal skýrt fram að hér er ekki um útboð að ræða, heldur tilraunaverkefni.“ Sá grunur læðist að mér að hér sé verið að hafa í flimtingum graf- alvarlegt mál fyrir þá starfsmenn sem í hlut eiga. Aðstoðarlækn- ingaforstjóri Landspítalans hlýtur að vita að einhverjir læknaritarar mættu á fundinn eingöngu til að fá vísbendingu um hver áform væru uppi varðandi starfsvettvang þeirra og hvort flötur væri á öðr- um lausnum en þarna var boðið upp á. Þetta gerðu læknaritarar „af heilum hug“ og hef ég trú á að fæstir þeirra hafi haft hugarflug til að ætla að stjórnendur Land- spítalans myndu reyna að leggja þátttöku þeirra í fundinum út á þann veg sem aðstoðarlækninga- forstjórinn gerði í grein sinni. Ögmundur Jónasson Af heilum hug Höfundur. er formaður BSRB. skiptamaðurinn vill kaupa fúskara í verkið er það algjörlega á hans eigin ábyrgð ef eitthvað klikkar. En það er í lagi að senda ungan og óreyndan aðila með vikunám- skeið í farteskinu til að gæta hagsmuna borgarans sem treystir því að faglega sé tekið ámálunum, er þetta sanngjarnt og réttlæt- anlegt gagnvart borgaranum? Berum okkur saman við þá sem þurfa að axla svipaða ábyrgð og lögreglan. Læknar, ráðamenn – sumir allavega, starfsmenn LHG, flug- menn, flugumferðarstjórar. Þá held ég að það halli verulega á lögreglumenn í samanburðinum. Lögreglustarfið er í dag orðið hálfgert hugsjónastarf, menn eru í því vegna þess að þeir hafa áhuga á því, hafa metnað til að bera og hafa óþrjótandi áhuga á að leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið betra. Launaþátt- urinn ætti að vera hvetjandi til að fá fólk í okkar raðir með aðra menntun sem þeim nýtist í lög- reglu. Lögreglumenn, oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn að við sýn- um samstöðu og leggjum okkur fram um að mynda öfluga fylk- ingu sem ekki líður lengur að vera olnbogabarn þegar kemur að úthlutun fjármuna til eins af hornsteinum í samfélaginu, eins og ráðamenn kalla lögregluna á hátíðarstundum, en gleyma því að ef hornsteinninn er morkinn eða lélegur getur öll byggingin farið á hliðina. Höfundur er lögreglumaður á Sauðárkróki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.