Morgunblaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VESTURHEIMI
Tengsl Almir Joakimsson, talsmaður Íslendingafélagsins, sýnir Ástu Sól
Kristjánsdóttur upplýsingar um fólk af íslenskum ættum í Brasilíu.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
HAFINN er undirbúningur Snorra-
verkefnis á vegum Þjóðræknisfélags-
ins fyrir ættingja Brasilíufaranna og
er stefnt að því að það verði haldið
hérlendis vorið 2009. Í haust verður
ferð á slóðir Brasilíufaranna á vegum
ÞFÍ í samstarfi við Vesturheim sf. og
er hún meðal annars liður í undirbún-
ingi Snorraverkefnisins.
Almar Grímsson, formaður ÞFÍ,
segir að markmiðið með þessu sér-
staka Snorraverkefni og haustferð-
inni sé að stofna til samstarfs við af-
komendur íslenskra landnema í
Brasilíu.
Ásta Sól Kristjánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri ÞFÍ, fór á slóðir Ís-
lendinga í Brasilíu fyrir jól, kynnti af-
komendum þeirra Snorraverkefnið
og lagði grunninn að ferðinni í haust.
Hún segir að heimamenn hafi sýnt
mikinn áhuga á Snorraverkefninu og
einn afkomandinn hafi sagst vera
tilbúinn að koma með 12 manna hóp.
Hún hafi aflað sér upplýsinga um
Brasilíumenn af íslenskum ættum
hjá Íslendingafélaginu í Florianapol-
is, í Curitiba og Rio de Janeiro og
ætti eftir að setja sig í samband við
fleira fólk.
Sambærileg verkefni
Snorraverkefnið (www.snorri.is)
er samstarfsverkefni Norræna fé-
lagsins og Þjóðræknisfélags Íslend-
inga. Það fer fram á Íslandi, hófst
sumarið 1999 og hafa 133 ungmenni
tekið þátt í því. Tilgangurinn með
verkefninu er fyrst og fremst að gefa
18 til 28 ára ungmennum af íslensk-
um ættum í Norður-Ameríku tæki-
færi til þess að kynnast uppruna sín-
um og hvetja þau til að varðveita og
rækta íslenskan menningar- og þjóð-
ararf sinn. Um sex vikna verkefni er
að ræða. Sambærilegt verkefni fyrir
íslensk ungmenni hefur verið í Mani-
toba síðan 2001 og hafa 43 krakkar
tekið þátt í því auk þess sem tvær
stúlkur fóru á sams konar verkefni í
Ontario í fyrrasumar. Ennfremur
hefur verið boðið upp á verkefni hér-
lendis fyrir eldra fólk (Snorri plús)
frá 2003 og hafa 54 tekið þátt í því.
Ásta Sól segir að verkefnið fyrir
Brasilíufólkið verði með svipuðu sniði
og það verði sennilega um fjögurra
vikna langt.
Margar ferðir
Brasilíuferðin verður í lok nóvem-
ber og er gert ráð fyrir um tveggja
vikna ferð. Ásta Sól hitti fulltrúa
brasilískrar ferðaskrifstofu í ferðinni
og verður hún ÞFÍ innan handar en
Vesturheimur sf., ferðaskrifstofa
Jónasar Þórs sagnfræðings, sér um
ferðina eins og aðrar ferðir ÞFÍ. Í
sumar verður eins og undanfarin ár
boðið upp á ferðir á slóðir Íslendinga í
Kanada og Bandaríkjunum, meðal
annars til Minnesota, Norður-Dakóta
og Manitoba, Toronto, Montreal og
Ottawa, Klettafjallanna og til Hali-
fax.
Snorraverkefni fyrir
ættingja Brasilíufaranna
Þjóðræknisfélagið
skipuleggur
Brasilíuferð í haust
MINNINGARATHÖFN um hjónin
Ollu og Stefan J. Stefanson frá
Gimli í Manitoba verður í Bústaða-
kirkju miðvikudaginn 13. febrúar
næstkomandi og hefst hún klukkan
15.00.
Stefan J. Stefanson, fyrrverandi
bóndi og fógeti í Manitoba, andaðist
á sjúkrahúsinu á Gimli í Kanada 2.
janúar sl., nær 93 ára að aldri.
Hann fæddist í Gimli 13. febrúar
1915. Eiginkona hans til 64 ára var
Olla Einarson, sem andaðist 20. jan-
úar 2000. Lífshlaups Stefans var
minnst á Gimli laugardaginn 26.
janúar síðastliðinn.
Stefan og Olla stofnuðu ferða-
skrifstofuna Viking Travel á Gimli
með Marjorie og Ted Arnason, þá-
verandi bæjarstjórahjónum, og
skipulögðu 20 leiguferðir til Íslands
á áttunda og níunda áratugnum, en
1975 tóku þau á móti rúmlega 1.400
gestum frá Íslandi. Undanfarin ár
tók Stefan auk þess á móti mörgum
hópum og einstaklingum frá Ís-
landi. Hann var manna fróðastur
um Gimli og nágrenni og miðlaði
óspart úr viskubrunni sínum á
góðri íslensku. Síðustu fjögur árin
var Stefan sérstakur gestur á ár-
legu þjóðræknisþingi ÞFÍ í Reykja-
vík, en hann var kjörinn heið-
ursfélagi þess 2004.
Þjóðræknisfélag Íslendinga hef-
ur í samvinnu við prestana sr.
Braga Friðriksson og sr. Gunnar
Matthíasson undirbúið athöfnina.
Vegna minningarathafnarinnar á
miðvikudag koma tvö börn þeirra
hjóna og eitt barnabarn til landsins.
Það eru systkinin Lorna og Eric og
Tristin, dóttir Lornu.
Þeim sem vildu minnast Stefans
og Ollu er bent á Safn íslenskrar
menningararfleifðrar á Gimli sam-
kvæmt ábendingu ættingja og hef-
ur ÞFÍ opnað reiking í Landsbanka
íslands nr. 0116 05 070754 (kenni-
tala: 610174-2059) fyrir framlög.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Hátíð Eftir athöfnina á Gimli. Frá vinstri: Almar Grímsson, formaður ÞFÍ,
Lorna Tergesen, Eric Stefanson og Tristin Tergesen.
Minningarathöfn um
Stefan J. Stefanson
ⓦ
Upplýsingar í síma
461 6011/ 840 6011
Helgamagrastræti
Oddeyrargötu
Huldugil
Innbæ
Eyrarlandsveg
Blaðburður verður
að hefjast um leið og
blöðin koma í bæinn.
Á AKUREYRI
VESTURLAND
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
ÞAÐ er óhætt að segja að for-
ráðamenn Golfklúbbsins Leynis á
Akranesi hafi farið ótroðnar slóðir á
haustdögum þegar GL gerði sam-
starfssamning við Golfklúbb Reykja-
víkur. Heimir Fannar Gunnlaugsson
formaður Leynis segir að vissulega
hafi samningurinn vakið athygli og
skiptar skoðanir séu um ágæti hans.
„Við stóðum frammi fyrir nokkrum
spurningum sem við þurftum að
svara. Taprekstur til margra ára til
viðbótar var ekki ásættanleg nið-
urstaða. Við gátum ekki minnkað
gæðin meira á umhirðu vallarins og
það er nauðsynlegt að fara í ýmsar
framkvæmdir og endurbætur. Við
teljum að með þessum samningi við
GR getum við snúið blaðinu við og
byggt klúbbinn okkar upp og greitt
niður skuldir. Í stuttu máli gengur
samstarf GL og GR út á það að á
næstu 5 árum mun GR sjá um rekstur
Garðavallar á Akranesi, umhirðu vall-
arins og daglegan rekstur sem því
tengist. Hinsvegar er aðgangur fé-
lagsmanna GL sem og óháðra golf-
áhugamanna með nákvæmlega sama
hætti og verið hefur undanfarin ár.
Heimir Fannar segir að borið hafi á
misskilningi í umræðu manna á milli
hvað samninginn varðar.
Vildu ná lendingu
„Við kynntum málið á félagsfundi í
nóvember og á þeim fundi röktum við
forsögu málsins. GL og GR náðu ekki
samkomulagi um vinavallasamstarf
árið 2007 og við vildum ná lendingu í
því máli. Árið 2006 var slíkur vina-
vallasamningur á milli GL og GR en sá
samningur skilaði ekki tilætluðum ár-
angri. Við fórum því að leita að öðrum
lausnum og ég er ekki í vafa um að sá
samningur sem gerður var s.l. haust á
eftir að efla okkur og að sama skapi
getur GR boðið sínum félagsmönnum
upp á betri þjónustu,“ segir Heimir
Fannar. Garðavöllur var stækkaður í
18 holur árið 2000 og frá þeim tíma
hefur rekstur klúbbsins gengið upp og
ofan. Heimir segir að með samstarfs-
samningum við GR geti Leynir ein-
beitt sér að frekari uppbyggingu á
Garðavelli. „Hinn almenni fé-
lagsmaður í Leyni fær vonandi betri
þjónustu af okkar hálfu. Við getum
unnið betur að félagsstarfi okkar og
ekki síst unnið markvisst að uppbygg-
ingu í barna- og unglingastarfi okkar.“
Formaðurinn segir að margir hafi
efast um ágæti samningsins og talið
að Akurnesingar væru að láta GR fá
öll völd í klúbbnum.
„Það er skýrt tekið fram í samn-
ingnum að vallarnefnd Leynis ber
áfram ábyrgð á skipulagi og fram-
kvæmdum á vellinum. Það er mikil
þekking og reynsla til staðar hjá GR
á vallarumhirðu og við erum ekki í
vafa um að umhirðan á vellinum verð-
ur í hæsta gæðaflokki. Við höfum
skuldbundið okkur til að framkvæma
fyrir 25 milljónir kr. á næstu 5 árum.
GR mun leggja til starfsmenn í ýmsar
endurbætur og framkvæmdir sem
hafa staðið til lengi hjá okkur.“ Heim-
ir bendir á að gert sé ráð fyrir 8.000
heimsóknum á Garðavöll á næsta
sumri frá kylfingum sem eru í GR.
„Að mínu mati mun verslun og þjón-
usta á Akranesi njóta góðs af þessum
samningi. Þeir sem heimsækja Akra-
nes nota ýmsa þjónustu sem er í boði
á svæðinu. Við erum því bjartsýnir á
að þetta samstarf eigi eftir að styrkja
okkar bæjarfélag sem og Golfklúbb-
inn Leyni,“ sagði Heimir Fannar
Gunnlaugsson.
Leynir fer ótroðnar slóðir
Árvakur/Sigurður Elvar
Samstarf Heimir F. Gunnlaugsson, formaður Leynis, segir að með sam-
starfi við GR verði hægt að byggja upp klúbbinn og greiða niður skuldir.