Morgunblaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
HAGKERFI ríkja heims eru við-
kvæm fyrir niðursveiflu í kjölfar
lánakreppunnar svokölluðu, á tíma-
bili lækkandi húsnæðisverðs, him-
inhás olíuverðs og verðbólgu.
Þetta er niðurstaða fjármálaráð-
herra G7-ríkjanna, sjö ríkustu ríkja
heims, sem komu saman til fundar
í Tókýó um helgina.
Fulltrúar ríkjanna voru einhuga
um að standa ekki aðgerðalausir
andspænis þessari þróun, á sama
tíma og ríki heims yrðu að ákveða
sjálf til hvaða aðgerða þau gripu til
að vega á móti áhrifunum af kóln-
un hagkerfanna að undanförnu.
Hættan á niðursveiflu í Banda-
ríkjunum hefði aukist og sagði
Peer Steinbrück, fjármálaráðherra
Þýskalands, að ríkin sjö óttuðust
nú að afskriftir vegna
húsnæðislánakreppunnar vestan-
hafs gætu numið alls 400 millj-
örðum Bandaríkjadala, um 27.020
milljörðum íslenskra króna.
Síðustu ár hafa verið ár mikils
hagvaxtar í mörgum ríkjum og
reikna G-7 ríkin með að hægja
muni á vextinum á næstunni.
Dollarinn mun veikjast frekar
Þrátt fyrir það skilaði fundurinn
ekki þeirri afdráttarlausu niður-
stöðu sem fjárfestar höfðu vænst
og var útkoman talin mundu hafa
neikvæð áhrif á gengi hlutabréfa
og Bandaríkjadals næstu daga.
Mikið hefur verið rætt um
áhyggjur af því að kreppa sé yf-
irvofandi í bandarísku efnahagslífi
og sagði Henry Paulson, fjármála-
ráðherra Bandaríkjanna, að nokk-
urn tíma myndi taka að sigla í
gegnum þann efnahagslega óróa
sem þetta stærsta hagkerfi heims
er nú í. Umræður um stöðuna vest-
anhafs voru fyrirferðarmiklar á
fundinum og sagði Ryohei Mura-
matsu, yfirmaður hjá Commerz-
bank í Tókýó, að talið væri að
Bandaríkjadalur héldi áfram að
lækka og að áhyggjur af hugs-
anlegri kreppu í Bandaríkjunum
myndu ekki líða hjá.
Þá sagði Jean-Claude Trichet,
bankastjóri Evrópska seðlabank-
ans, ECB, að bankinn útilokaði
ekki að vextir yrðu lækkaðir eða
hækkaðir, nú þegar áhyggjur af
vexti í evruríkjunum 15 fara vax-
andi.
Hagkerfi heimsins viðkvæmt
fyrir niðursveiflu á næstunni
Fjárfestar óánægðir með niðurstöðu fundar fjármálaráðherra G7-ríkjanna í Tókýó
Reuters
Valdamiklir Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna (t.h.), og hinn
þýski starfsbróðir hans, Peer Steinbrück, stinga saman nefjum í Tókýó.
Í HNOTSKURN
»G7-ríkin eru Bretland, Kína,Frakkland, Þýskaland, Ítalía,
Japan og Bandaríkin.
»Meðal niðurstaðna fundarinsvar að hvetja helstu olíu-
framleiðsluríkin til að auka
framleiðslu, miklar verðhækk-
anir hefðu átt þátt í vaxandi
verðbólgu að undanförnu.
»Henry Paulson, fjár-málaráðherra Bandaríkj-
anna, taldi efnahag landsins
mundu halda áfram að vaxa og
líklega komast hjá kreppu.
DAGUR heilags Haralampi var í gær. Hann er dýrlingur
býflugnabænda innan rétttrúnaðarkirkjunnar og mun
hafa uppgötvað lækningamátt hunangs fyrstur manna.
Þeir sem trúa á dýrlinginn í Blageoevgrad í Búlgaríu
voru meðal þeirra sem heiðruðu heilagan Haralampi.
Þeir söfnuðust saman í kringum kerti sem fest voru við
hunangsglös. Hunang, sem er mikilvæg framleiðsluvara
í Búlgaríu, hefur verið framleitt þar í yfir 3.000 ár.
Reuters
Heilagur Haralampi heiðraður
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
Í GÆR var fórnarlamba húsbruna minnst í
Ludwigshafen í Þýskalandi. Níu manns létust í
brunanum fyrir viku, þar af fimm börn. Fólkið
var allt tyrkneskir innflytjendur.
Bruninn og hvernig staðið var að björgunar-
aðgerðum hefur vakið harðar deilur í tyrk-
neskum og þýskum fjölmiðlum og í kjölfarið
hafa innflytjendamál komist í hámæli.
Tyrkneskir fjölmiðlar höfðu slegið upp fyr-
irsögnum af meintum seinagangi lögreglu og
slökkviliðs við björgunina, auk þess sem grunur
um að nýnasistar hafi kveikt í íbúðarhúsinu hef-
ur kynt undir frekari gagnrýniröddum.
Ekkert hefur enn komið fram sem getur
staðfest að um íkveikju hafi verið að ræða, ann-
að en frásögn tveggja ungra stúlkna sem sögð-
ust hafa séð ókunnan mann í stigaganginum er
kveikt hefði í barnavagni. Lögreglan hefur gef-
ið út yfirlýsingu um að rannsóknin muni taka
langan tíma og að þjóðin verði að sýna þol-
inmæði.
Í Tyrklandi er vel fylgst með málefnum
Tyrkja sem búsettir eru í Þýskalandi og er líf
þeirra hluti af tyrkneskum innanríkisstjórn-
málum, en í Þýskalandi búa nú um 2,7 milljónir
Tyrkja.
Tyrkneski forsætisráðherrann, Tayyip Er-
dogan, var í vikunni staddur í Þýskalandi vegna
öryggisráðstefnu sem haldin er í München.
Hann lagði leið sína til Ludwigshafen á vett-
vang brunans, til að telja kjark í landsmenn
sína. Erdogan hvatti jafnframt landsmenn sína
til að taka aðlögun sína að þýsku samfélagi al-
varlega. Samkvæmt vef dagblaðsins Süd-
deutsche Zeitung er leiðtogi stjórnarandstöð-
unnar í Tyrklandi einnig væntanlegur á
vettvang.
Áhugi tyrkneskra stjórnmálamanna á brun-
anum hefur verið túlkaður á mismunandi hátt í
Þýskalandi. Sumir telja að með honum sé sýnd
eðlileg hluttekning eftir svo skelfilegan atburð.
Greinarhöfundur dagblaðsins Die Zeit kemur
hins vegar fram með þá sýn að áhugi Erdogan
forsætisráðherra sé ekki síður í eiginhags-
munaskyni. Brátt geti Tyrkir kosið bréfleiðis
sem þýði að um 1,7 milljónir Tyrkja geti kosið á
auðveldan hátt. Með ferðinni til Ludwigshafen
auk 20.000 manna samkomu sem hann ávarpaði
í Köln í gær, hafi Erdogan líklega tekist að
verða sér úti um allmarga stuðningsmenn.
Lale Akgün, þingmaður sósíaldemókrata í
Þýskalandi, er af tyrkneskum uppruna. Hún
segir fjöldasamkomu Erdogans lýsandi fyrir
málefni innflytjenda í Þýskalandi. Tyrkneskir
innflytjendur líti ekki á Þýskaland sem heima-
land sitt og Erdogan kyndi undir þeirri tilfinn-
ingu með því að ávarpa svo stóra samkomu, án
þátttöku þýsks leiðtoga. Það ýti undir að Tyrkj-
um þyki þýskir stjórnmálamenn ekki sýna þeim
áhuga, sem tyrknesk stjórnvöld hinsvegar geri.
Hiti í þýskum innflytjendamálum
Níu tyrkneskir innflytjendur létust um síðustu helgi í húsbruna í Ludwigshafen í Þýskalandi
Tyrkneskum fjölmiðlum hefur verið gefið að sök að kynda undir óvilja í garð lögreglunnar
Reuters
Minningarathöfn Zeki Kaplan, eigandi húss-
ins er brann, minnist fórnarlambanna.
Lundúnir. AP. | Camden-markaðurinn
í Lundúnum stóð í ljósum logum á
laugardagskvöldið. Það tók hundrað
slökkviliðsmenn
um þrjár klukku-
stundir að
slökkva eldinn,
sem teygði sig
hátt upp yfir
norðurhluta
Lundúna. Ekki
urðu meiðsli á
fólki en eldurinn
olli miklum
skemmdum á föt-
um og öðrum söluvörum markaðar-
ins. Byggingar í grenndinni urðu
einnig fyrir nokkrum skemmdum,
þ.m.t. Hawley Arms kráin sem er
þekkt fyrir fræga viðskiptavini.
Eldurinn braust út á áttunda tím-
anum á laugardagskvöldið og ekki er
vitað um orsakir hans.
Camden-markaðurinn er einn af
aðal-verslunar- og ferðamannastöð-
um Lundúna og eru sunnudagar þar
þekktir fyrir mikið mannlíf. Í gær
var markaðnum haldið lokuðum og
unnu slökkviliðsmenn að því að
slökkva í glæðunum.
Bruni í
Lundúnum
Camden Glær-
ingar flugu hátt.
Ekki vitað um upptök
eldsins á Camden
JOSE Ramos-Horta, forseti Austur-
Tímor, særðist alvarlega þegar
reynt var að ráða hann af dögum í
gær. Fregnir um miðnætti í gær
hermdu að hann hefði verið skotinn í
magann, en óljóst var hversu alvar-
lega hann var særður.
Árásarmaðurinn var skotinn til
bana á staðnum. Ramos-Horta fékk
friðarverðlaun Nóbels árið 1996, en
A-Tímor fékk sjálfstæði árið 2002.
Morðtilræði
á A-Tímor
Peking.AFP. | Mannasiðir Kínverja eru
ekki nógu góðir til að hæfa Ólympíu-
leikunum sem þar verða haldnir í ár.
Renmin-háskólinn í Peking hefur
hannað „mannasiðastuðul“ sem sýna
á hversu oft íbúarnir haga sér óvið-
eigandi og hvernig yfirvöldum geng-
ur að siða þá til. Stuðullinn, sem er
fenginn með reglulegum skoð-
anakönnunum, var á síðasta ári 73,38
af 80 stigum mögulegum. Tíu þúsund
íbúar voru spurðir út úr og þrjú þús-
und klst. eytt í að fylgjast með hegð-
un á götum úti.
Samkvæmt nýjum athugunum er
ástandið að lagast, er nú hrækt
minna, rusli síður hent og sjaldnar
troðist fram fyrir í röðum en áður.
Haldnir hafa verið „ekki-troðast-í
röðum“-dagar, sektað fyrir hráka og
betlarar fjarlægðir af götunum.
Mannasið-
ir bættir
í Peking
Undirbúningur
fyrir Ólympíuleika
♦♦♦
AÐ MINNSTA kosti 23 létust í Írak
þegar bíll sprakk á markaði í bænum
Balad, norður af Bagdad í gær. Talið
er að um 25 hafi særst. Sprengingin
var mjög öflug og byggingar hrundu.
Tilkynnt var um sprenginguna um
það leyti sem Robert Gates, ritari
varnarmála Bandaríkjanna, kom til
Bagdad. Sprengingin er liður í röð
atburða í Norður-Írak og munu yf-
irvöld í samstarfi við Bandaríkjaher
leita aðferða til að bæta öryggi.
Mannfall
í Bagdad
♦♦♦