Morgunblaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 27
Atvinnuauglýsingar
ⓦ Umboðsmann
vantar á
Hvolsvöll
Upplýsingar gefur
María Viðarsdóttir
í síma 569 1306 eða
á marialilja@mbl.is
Umboðsmaður
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími: 587-8890 • www.rafstjorn.ist r l j í í i: - .r f tj r .i
Rafvirkjar/Kælimenn
Óskum eftir að ráða rafvirkja/kælimann til
framtíðarstarfa. Áhugasamir hafi samband við
skrifstofuna (Gunnar) í síma 587 8890 eða
sendið email á
gunnar@rafstjorn.is
Sýslumaðurinn í Reykjavík
Lögfræðingar
Sýslumaðurinn í Reykjavík óskar eftir að ráða
lögfræðinga til starfa.
Í boði eru áhugaverð og krefjandi störf sem re-
yna á mörg svið lögfræðinnar. Helstu verkefni
eru á sviði þinglýsinga, sifjamála, dánarbúa og
lögráðamála.
Menntunar - og hæfniskröfur:
Embættispróf í lögfræði eða meistarapróf í
lögfræði.
Frumkvæði í starfi.
Lipurð í mannlegum samskiptum.
Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi
fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og viðkomandi
stéttarfélags.
Stefnt er að því að ráða í störfin sem fyrst en
ráðningar miðast við fullt starf. Við ráðningar í
störf hjá sýslumanninum í Reykjavík er tekið
mið af jafnréttisáætlun embættisins og eru
karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um
auglýst störf.
Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og
starfsferil skal senda á netfangið:
syslumadur@tmd.is.
Gengið verður frá ráðningu sam-kvæmt nánara
samkomulagi. Upplýsingar um störfin veitir
Úlfar Lúðvíksson, skrifstofustjóri sýslumanns-
ins í Reykjavík í síma 569 2495.
Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar
2008.
Öllum umsóknum verður svarað.
Gagnlegar upplýsingar um embættið og deildir
þess er að finna á heimasíðu embættisins:
www.syslumadur.is
Handverkshátíðin
í Eyjafjarðarsveit
Framkvæmdastjóri
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að
ráða framkvæmdastjóra eða verktaka til að
hafa yfirumsjón með undirbúningi og rekstri
Handverkshátíðarinnar í Eyjafjarðarsveit,
„Handverk 2008“ sem haldinn verður dagana
8. – 10. ágúst nk. Handverkshátíðin hefur verið
haldinn í Eyjafjarðarsveit á lóð og í húsnæði
Hrafnagilsskóla sl. 15 ár.
Markmið hátíðarhaldsins er m.a. þetta:
Að stuðla að kynningu og sölu á íslensku
handverki og skapa um það verkefni
aðlaðandi umgjörð.
Að efla gæðavitund handverksfólks.
Að auka þekkingu handverksfólks og al-
mennings á þeim vinnuaðferðum, efnis-
vinnslu og efnismeðferð sem einkennir
sögulegt íslenskt handverk.
Að halda námskeið og stuðla að fræðslu
fyrir handverksfólk og annað áhugafólk um
handverk.
Að gera Handverkshátíðina að fjölsóttum
viðburði sem dregur til sín gesti og gang-
andi.
Verkefni framkvæmdastjóra/verktaka er í því
fólgið að undirbúa hátíðarhaldið með það að
markmiði sem að framan er talið sbr. eftirfar-
andi:
Að auglýsa eftir sýnendum og þátttakendum
innanlands í handverkshluta hátíðarinnar.
Að koma á og annast samskipti við væntan-
lega þáttakendur.
Að annast samskipti við erlenda þáttakendur
og greiða götu þeirra.
Að eiga samskipti við ferðaþjónustuaðila,
aðra atvinnurekendur og félagasamtök inn-
an sveitar og utan sem hugsanlega vildu
koma að hátíðarhaldinu með einum eða
öðrum hætti.
Að skipuleggja hátíðarsvæðið og sjá um
uppsetningu á sýningaraðstöðu innanhúss
og á útisvæði.
Að skipuleggja fræðslu- og námskeiðshald.
Að skipuleggja viðburði sem fram fara
samhliða hátíðinni.
Að annast gerð kynningarefnis og sjá á um
útgáfu þess.
Að hafa umsjón með frágangi og skilum að
hátíðarhaldinu loknu.
Hæfniskröfur:
Reynsla af skipulagningu og geta til að vinna
sjálfstætt.
Þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar.
Þekking og/eða menntun á svið menning-
armála og viðburðastjórnunar.
Umsækjandi þarf að geta hafið starf, m.k. að
hluta, sem fyrst eða í síðasta lagi 1. mars nk.
Fullt starf þegar nær dregur hátíðinni. Nánari
upplýsingar um starfið veitir Bjarni Kristjáns-
son, sveitarstjóri, í síma 463 1335 alla virka
daga milli kl. 08.00 og 16.00.
Eyjafjarðarsveit.
Raðauglýsingar 569 1100
Fyrirtæki
Rekstur til sölu
Fyrirtækið er 25 ára gamalt, partasala með
notaða varahluti, verkfæri og fl.
Áhugasamir sendið póst á netfangið:
jeppapartar@simnet.is
Tilkynningar
Deildarfundir KEA
verða haldnir sem hér segir:
Á fundunum verða venjuleg aðalfundarstörf
samkvæmt samþykktum um störf deilda
félagsins.
Deildarfundur Þingeyjardeildar
verður haldinn þriðjudaginn 19. febr. kl.16:30 á
veitingahúsinu Sölku á Húsavík.
Deildarfundur Austur-Eyjafjarðardeildar
verður haldinn þriðjudaginn 19. febr. kl. 20:00 á
Öngulsstöðum.
Deildarfundur Vestur-Eyjafjarðardeildar
verður haldinn miðvikudaginn 20. febr. kl.
16:00 í Þelamerkurskóla.
Deildarfundur Út-Eyjafjarðardeildar
verður haldinn miðvikudaginn 20. febr. kl.
20:00 í Safnaðarheimilinu á Dalvík.
Deildarfundur Akureyrardeildar
verður haldinn fimmtudaginn 21. febr. kl. 20:00
á Hótel KEA.
Aðalfundur KEA verður haldinn þann 8. mars.
Nánari upplýsingar fást á vefsíðu félagsins,
www.kea.is
Stjórnin.
Félagslíf
MÍMIR 6008110219 I° H&V
I.O.O.F. 19 18802118 ll.* I.O.O.F. 10 1882118
HEKLA 6008021119 IV/V
Fréttir í tölvupósti
Atvinnuauglýsingar
sími 569 1100