Morgunblaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 11 FRÉTTIR SKIPULAG Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir að meira en helm- ingur af öllu nýju verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem byggt verð- ur í borginni á tímabilinu 1998-2024 verði byggður á svæðinu vestan Kringlumýrarbrautar. Þetta eru samtals 466 þúsund fermetrar, en samtals er ráðgert að byggja 920 þúsund fermetra af verslunar- og skrifstofuhúsnæði á þessu tímabili. Á móti kemur að fyrirhugað er að rífa um 240 þúsund fermetra af iðn- aðarhúsnæði og vörugeymslum á svæðinu. Á sama tíma og þessi mikla upp- bygging á atvinnuhúsnæði er fyr- irhuguð vestast í Reykjavík eru áform um sáralitla uppbyggingu á slíku húsnæði í úthverfunum. Ekki er t.d. fyrirhugað að byggja neitt verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Breiðholti og mjög lítið í Árbæj- arhverfi. Skipulag borgarinnar gerir jafn- framt ráð fyrir að á tímabilinu 1998-2024 verði byggðar 17.400 nýjar íbúðir í Reykjavík. Þar af verða 11.500 íbúðir byggðar í út- hverfunum, þ.e. Grafarholti, Úlf- arsárdal, Norðlingaholti, Graf- arvogi, Breiðholti, Árbæ og Geldinganesi. Gert er ráð fyrir að byggðar verði 5.700 íbúðir á svæðinu vestan Kringlumýrarbrautar. Þar er m.a. um að ræða byggð á Lýsislóðinni, Mýrargötusvæðinu, Bykó-reit, lóð Landhelgisgæslunnar við Seljaveg og á Eimskipsreit. Þá er gert ráð fyrir að byggðar verði 500 íbúðir með þéttingu byggðar í sjálfri mið- borginni m.a. með niðurrifi á eldra húsnæði. Mikil uppbygging í atvinnuhúsnæði í miðborginni                  ! " ) *+  * ,  - +  . !-/ 0  !. ! )1  * / 0 *2 /!-3-/-/!  - +  . !- 0  !. ! 4  *4 .5 *  2  - 6  /- *0 - 6  -*) 1 *   - - 6   4  0    7+879 $!&(' "!$(' !&(' $!$(' !%'' #!"'' &!((' $!$(' ' ' ' ' '' $#!#'' )/  :.   ""% !$(' #!#'' !#'' $!$(' &!''' $!#(' &!"'' !%(' (!(' "'' %'' ' (' ("!'' 45! 1. #'#$ !&'' #!((' !$(' ' #'' !(' (' #!$'' (!(' "'' %'' ' (' &!$'' 7  ###!''' !#$%!''' #&$!''' ##!''' !' "!''' #'!''' $"!''' ##'!''' !''' ##%!''' #&!''' &!''' !''' $!% "!''' 45 5 / 5 #'#$*    45  / 5 ""%;#'#$* ! $ !''' #&!''' ("!''' $!''' &$!''' $!''' !''' % !''' #%!''' # &!''' #&!''' ' ' !&'!'''     !  " #! $ ! FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Skipulag í Reykjavík gerirráð fyrir að stöðugt meiraaf atvinnuhúsnæði verðibyggt í vestari hluta borg- arinnar en mestöll stækkun á íbúðabyggð mun eiga sér stað í út- hverfum í austari hluta borgarinn- ar. Á næstu árum verða þrír mjög fjölmennir vinnustaðir fluttir á Vatnsmýrarsvæðið í Reykjavík. Þetta eru Háskólinn í Reykjavík, Kennaraháskólinn og starfsemi Landspítalans í Fossvogi. Þetta þýðir að um eða yfir 10 þúsund manns sem áður sóttu vinnu og nám í Fossvog, Ofanleiti, Stakka- hlíð og Höfðabakka munu innan nokkurra ára starfa í Vatnsmýri. Kjartan Magnússon borgar- fulltrúi sagði á fundi sjálfstæðis- manna um borgarmál í síðasta mánuði að hann teldi að það hefðu verið mistök að úthluta lóð undir Háskólann í Reykjavík við Öskju- hlíð. Þetta auki enn á umferðar- vandann í borginni sem sé ærinn fyrir. Um 3.000 nemendur eru í Há- skólanum í Reykjavík og kennarar eru um 250. Framkvæmdir við ný- byggingu skólans eru hafnar en gert er ráð fyrir að þar stundi nám um 5.000 manns í framtíðinni. Tækniháskólinn hefur sem kunnugt er sameinast HR en hann er við Höfðabakka. 18 þúsund bílar koma daglega að nýjum spítala En það er ekki bara HR sem er að færa starfsemi úr Ofanleiti og Höfðabakka. Ákveðið hefur verið að sameina Kennaraháskólann Há- skóla Íslands og undirbúningur undir að flytja starfsemina við Stakkahlíð að Suðurgötu er hafinn. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvenær verður hafist handa við byggingarframkvæmdir og lóð hef- ur ekki verið úthlutað. Yfir 2.000 nemendur stunda nám við Kenn- araháskólann, um helmingur í fjar- námi. Daglega sækja yfir eitt þús- und skólann heim, bæði nemendur og kennarar og búast má við að þeim fjölgi ef áform um að lengja kennaranám ganga eftir. Undirbúningur að byggingu nýs spítala í Vatnsmýri er langt kominn en með nýjum spítala er m.a. fyr- irhugað að flytja starfsemi LSH við Fossvog í Vatnsmýri. Í skýrslu sem unnin var í tengslum við byggingu nýs spítala er fjallað um umferð við spítalann. Þar kemur fram að þegar hann er fullbyggður muni umferð að honum og frá verða þrisvar sinnum meiri en hún var árið 1997. Ferðir öku- tækja til og frá spítalanum, þegar hann hefur að fullu verið tekinn í notkun, verði um 18 þúsund á hverjum degi borið saman við 6 þúsund árið 1997. Í skýrslunni kem- ur fram að á tímabilinu 7:30 til 8:30 á morgnana muni 2.160 bílar koma inn á bílastæði spítalans. Miðað er við að 83% þeirra sem erindi eiga á spítalann, komi þangað með bíl og þar af 11% sem farþegar. Lögð er áhersla á það í skýrslunni að reynt verði að gera almenningssamgöng- ur eins aðlaðandi og kostur er, en tekið er fram að í forsendum fyrir útreikningunum sé ekki reiknað með að hlutfallslega fleiri muni nota þann ferðamáta í framtíðinni. Í dag eru 1.264 bílastæði við Landspítalann við Hringbraut. Mið- að við núverandi starfsemi eru þetta of fá stæði. Reiknað er með að 3.200 bílastæði verði við nýja spít- alann. Í skýrslunni er tekið fram að þetta kunni að vera of lítið og huga þurfi að því hvort útbúa þurfi fleiri stæði. Í dag eru um 590 bílastæði við Landspítalann í Fossvogi. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um hvað margir leggja leið sína á LSH í Fossvogi á hverjum degi en fullyrða má að þeir skipti þúsund- um, þ.e. starfsmenn, sjúklingar og aðstandendur þeirra. Varlega áætl- að er því óhætt að fullyrða að flutn- ingur HR í Öskjuhlíð, flutningur Kennaraháskólans í Suðurgötu og flutningur starfsemi LSH í Foss- vogi í Vatnsmýri fjölgi þeim sem eiga erindi á Vatnsmýrarsvæðið um a.m.k. 10 þúsund manns á degi hverjum. Á sama tíma og verið er að flytja störf vestar í borgina fjölgar íbúum austast á höfuðborgarsvæðinu hins vegar stöðugt. Árið 1997 bjuggu 42% borgarbúa í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi. Þetta hlutfall var komið í 46% í árslok 2006. Þá eru ótaldir íbúar Mosfellsbæjar en þar búa í dag um 8 þúsund manns. Samkvæmt aðalskipulagi Reykja- víkur verður stærstur hluti upp- byggingar á íbúðarhúsnæði á kom- andi árum í austari hluta borgarinnar, þ.e. í Úlfarsárdal, Grafarholti, Grafarvogi og Árbæj- arhverfi. Byggja þarf 45-50 mislæg gatnamót Vegagerðin hefur undanfarin ár tekið saman tölur um umferð á ein- stökum vegum á landinu. Tölur fyr- ir árið 2007 liggja ekki fyrir. Tölur fyrir árin þar á undan sýna að um- ferð er stöðugt að aukast. Árið 2000 fóru um Ártúnsbrekkuna 65.700 bílar á dag en árið 2006 var umferð- in komin upp í 77.500 bíla. Þetta er 18% aukning á sex árum. Árið 2000 var umferð um Reykjanesbraut við Breiðholtsbraut 42.000 bílar á dag en árið 2006 var fjöldinn kominn upp í 50.500 bíla. Þetta er 20% aukning. Í skýrslu um stofnvegakerfi á höfuðborgarsvæðinu sem unnin var fyrir Vegagerðina og kom út sl. sumar segir að ef þróun byggðar og umferðar verði með svipuðum hætti næstu áratugina og verið hefur undanfarin ár, „sé ekki ólíklegt að ástand umferðar versni í stofnkerf- inu, jafnvel þótt fjárveitingar í ný- framkvæmdir verði svipaðar og á undanförnum árum“. Í skýrslunni segir að á undan- förnum árum hafi verið byggð 17 mislæg gatnamót en á næstu árum þurfi að byggja 45-50 mislæg vega- mót til viðbótar. Það þýði að verja þurfi 2 milljörðum króna að jafnaði á hverju ári næstu 50 árin í nýfram- kvæmdir í stofnvegakerfi höfuð- borgarsvæðisins. Á að byggja í Vatnsmýrinni? Eins og hér hefur verið bent á byggist það skipulag sem Reykja- víkurborg vinnur eftir á því að fjölga íbúum í úthverfum í austari hluta borgarinnar og samhliða er verið að fjölga störfum vestast í borginni, m.a. með því að staðsetja alla háskóla borgarinnar þar. Gísli Marteinn Baldursson, for- maður umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar, sagði á fundi sjálfstæð- ismanna sem minnst var á hér að framan, að hluti lausnarinnar á sam- gönguvanda borgarinnar væri að byggja íbúðabyggð í Vatnsmýrinni. Hann gekk raunar svo langt að segja á fundinum að þetta væri stærsta umhverfismál sem borg- arbúar stæðu frammi fyrir. Þetta myndi m.a. leiða til þess að fólk sem byggi í Vatnsmýrinni gæti gengið í vinnuna til hinna fjölmennu vinnu- staða sem þar verða. Engin úttekt hefur verið gerð á því hvaða áhrif íbúðabyggð í Vatns- mýri hefði á umferð. Heimildarmað- ur sem blaðið ræddi við hjá Vega- gerðinni sagði þó óhætt að fullyrða að mörg þúsund manna byggð í Vatnsmýrinni myndi auka umferð um Miklubraut og Hringbraut að mun. Það má einnig velta því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að hafa fjölmenna vinnustaði nær úthverf- unum líkt og Kjartan Magnússon nefndi á fundi sjálfstæðismanna. Það ætti að geta stuðlað að minna umferðarálagi vestar í borginni. Um 10 þúsund manna vinnustaðir fluttir í Vatnsmýri á næstu árum Á næstu árum er fyrirhugað að flytja þrjá fjölmenna vinnustaði á Vatnsmýrarsvæðið. Þetta eru Háskólinn í Reykjavík, Kennaraháskólinn og Landspítalinn í Fossvogi. Það lætur nærri að um 10 þúsund manns sæki þessa vinnustaði dag hvern. Á sama tíma teygist byggðin enn lengra til austurs.   ! +< 399 2=> >  ? 0 @ 7 A : 0 67>B72=> 49387 98@7> 7> )73 7>3@C>BD> 0EF7A<6D> "! '' ' &#!''' #$! ''' !' ''  !''' "!''' (!''' #%!'''$!''' !'' ' #(!''' #(!''' ((!''' $(!''' $ !'' ' #'!''' #"! ''' !''' #!'''!''' &#!''' (!''' !''' ##!''' (!''' $$!''' #&!''' # !'' ' #!''' # !''' # $   3-/-  ) .   !''' %  & /  + * ! '' ' &    C  1 *#!'' ' &    C  1 *('' (  )     &   (  )                   &   Í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Reykjavíkurborg fyrir einu ári um ferðavenjur borgarbúa kemur fram að 77% borgarbúa á aldrinum 16-80 ára ferðast á eigin bíl til vinnu og í skóla, þar af voru 4% farþegar í bílnum. 12% fara fótgangandi, 7% fara með strætó og 2% fara á reiðhjóli. Fæstir fara á bíl í yngsta og elsta aldurshópnum. Könnunin leiddi í ljós að um 83% fólks á aldrinum 35-54 ára fara til og frá vinnu á eigin bíl. Innan við 2% í þessum aldurshóp nota strætó. Um 10% ferðast fót- gangandi og um 3% hjóla. Fólk var einnig spurt hvernig grunnskólabörn þess hefðu farið í skól- ann. 69% sögðu að börnin gengju í skólann, en hvorki meira né minna en 34% sögðu að börnin færu með bíl í skólann. Ekki var mikill munur milli hverfa nema hvað hlutfallslega fleiri börn í Vesturbæ og Árbæ fara með strætó í skólann eða 12%. Könnunin var gerð í nóvember og desember árið 2006. Úrtakið var 1.200 manns og svarhlutfall var 63%. 77% fara á bíl til vinnu eða í skóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.