Morgunblaðið - 11.02.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2008 29
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa opnar kl. 9-
16.30, boccia kl. 10, félagsvist kl. 13.30.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa opin 9-12.
Leikfimi kl. 10, myndlist kl. 13-16, brids
kl. 14.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif-
stofan í Gullsmára 9. er opin á mánu-
og miðvikudögum kl. 10-11.30, s. 554-
1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á
miðvikudögum kl. 15-16, s. 554-3438.
Félagsvist í Gullsmára á mánud. kl.
20.30, í Gjábakka á miðvikud. kl. 13 og á
föstud. kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, kaffitár kl. 13.30, línudanskennsla
kl. 18, samkvæmisdans byrjendur kl. 19.
og framhald kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin, leiðbeinandi verður til
hádegis, gler- og postulínsmálun kl.
9.30, og 13, lomber og canasta eftir há-
degi, kóræfing kl. 17, og skapandi skrif
kl. 20.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu-
línshópur kl. 9, ganga og hádegisverður,
handavinna, brids kl. 13 og félagsvist kl.
20.30 .
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl.8, kvennaleikfimi kl. 9.
og 10.30, gönguhópur kl. 11, glerskurð-
arklúbbur kl 13, biblíulestur kl. 14, miðar
á Ívanov í Þjóðleikhúsinu 20. feb. seldir
í Jónshúsi alla vikuna, í Garðabergi á
morgun kl. 13-15. Skráning í spila- og
skemmtiferð á Garðaholt 21. feb.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur
opnar, m.a. tréútskurður og fjölbreytt
handavinna kl. 9 - 16.30, sund og leik-
fimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.50,
frá hádegi spilasalur opinn, kóræfing
fellur niður. Uppl. um starfsemina á
staðnum og s. 5757720. Strætisvagnar
S4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg.
Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin kl.
9,opin handavinnustofa, útskurður kl. 9-
12, bænastund kl. 10, hádegismatur,
myndlist kl. 13- 16, kaffi kl. 15.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga
kl.10, handmennt-gler kl.10, Gaflarakór-
inn kl. 10.30, handmennt-gler kl.13, fé-
lagsvist kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl.
9-16, hjá Sigrúnu, kortagerð, handstú-
kuprjón o.fl. Jóga kl. 9-11, Sóley Erla,
spilamennska kl. 13-16.
Hæðargarður 31 | Fjölbreytt dagskrá.
alla daga. Dæmi: skapandi skrif, Bör
Börsson í Baðstofunni, bridge, fram-
sögn og upplestur, spjallhópurinn „Þeg-
ar amma var ung“, bókmenntahópur í
Betri stofunni, söngur, línudans, söngur
og Listasmiðjan opin alla daga! Mál-
verkasýningu Stefáns Bjarnasonsr er að
ljúka. S. 568-3132
Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús-
inu, Dalsmára kl. 9.30.
Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í
Kópavogsskóla kl. 14.20. Upplýsingar í
síma 564-1490.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun,
þriðjudag, er sundleikfimi í Grafarvogs-
sundlaug kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu-
stund og spjall kl. 9.30, handverks og
bókastofa kl. 13, kaffiveitingar, söng og
samverustund kl. 15.
Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur
Laugardal | Leikfimi fyrir eldri borgara
mánud. kl. 12, þriðjud. kl. 11, fimmtud. kl.
11.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan og handa-
vinnustofa opnar kl. 9-16, boccia kl. 10.
Hárgreiðsla sími 588-1288, Fótaað-
gerðarstofa sími 568-3838.
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborg-
arsvæðinu | Brids kl. 19, í félagsheimili
Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu,
Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9.15-
15.30, handavinna og boccia kl. 9, leik-
fimi kl. 11, hádegisverður kl. 11.45, kór-
æfing kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók-
band, morgunstund, boccia, handment,
upplestur framh.saga kl 12.30, sungið
með Sigríði kl. 13.30, hárgreiðslu og
fótaaðgerðarstofur opnar alla daga,
frjáls spilamennska eftir hádegi.
Þórðarsveigur 3 | Mánudagur: kl. 10.
Félagsráðgjafi (annan hvern) kl. 13, sal-
urinn opinn, kl 13.15 leikfimi, kl 14.45,
boccia.
Kirkjustarf
Grafarvogskirkja | TTT fyrir börn 10-12
ára í Grafarvogskirkju og Húsaskóla kl.
17-18. Æskulýðsfélag fyrir unglinga í 8.-
10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20.
Hallgrímskirkja | Kyrrðar- og bæna-
stundir kl. 12.15, í umsjá Sigrúnar V. Ás-
geirsdóttur.
Þorlákskirkja | Foreldramorgunn í
bókasafni þriðjudagsmorgunn kl. 10 og
12.
dagbók
Í dag er mánudagur 11. febrúar, 42. dagur ársins 2008
Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jobsbók 36, 15.)
Sagnfræðingafélag Íslands býð-ur til fyrirlestrar á morgun,þriðjudag, kl. 12.05 í fyr-irlestrarsal Þjóðminjasafns-
ins. Fyrirlesturinn er hluti af fyr-
irlestraröðinni Hvað er varðveisla? og
fyrirlesari er Unnur María Berg-
sveinsdóttir sagnfræðingur sem flytur
erindið Hvað er að heyra? Varðveisla
munnlegra heimilda.
„Í erindinu skoða ég bæði hvaða
sérstöðu munnlegar heimildir hafa
hvað varðar varðveislu vandmeðfar-
inna miðla og einnig ræði ég efnislega
skráningu munnlegra heimilda,“ segir
Unnur, en hún er verkefnisstjóri hjá
Miðstöð munnlegrar sögu.
Að sögn Unnar er hætta á að tölu-
vert af upptökum skemmist og glatist:
„Líftími segulbandsupptaka er yf-
irleitt frá 10 til 30 ár, eftir gæðum
segulbandsins. Elstu segulbönd, sem
hefðu hugsanleg verið nothæf fyrir 10-
15 árum geta nú þurft meðhöndlun
forvarðar til að vera nothæf,“ segir
Unnur. „Brýnt er að koma þeim upp-
tökum sem við eigum á stafrænt form,
en slíkt krefst mikillar vinnu og
tæknilegrar færni, sem m.a. kann að
skýra hvers vegna söfn á landinu, sem
oft eru bæði fjársvelt og und-
irmönnuð, hafa látið varðveislu og
skráningu á þessara heimilda mæta
afgangi.“
Unnur leggur á það áherslu að í
stafrænni vinnslu felist ekki endanleg
lausn á vörslu munnlegra heimilda:
„Þegar fram líða stundir munu þau
snið sem við notum á stafrænum upp-
tökum í dag verða úrelt, en stafræn
geymsla hefur þó í för með sér mikið
hagræði við aðgengi og yfirfærslu á
nýtt geymslusnið,“ útskýrir hún.
Unnur segir einnig töluvert vanta á
skráningu munnlegra heimilda: „Það
getur m.a. skýrst af því að skráning
slíkra heimilda er mun tímafrekari en
t.d. skráning ritaðra heimilda,“ segir
hún. „Meðal markmiða Miðstöðvar
munnlegrar sögu er að aðstoða söfn
við skráningu munnlegra heimilda, og
er unnið að gerð leiðbeininga um
skráningu munnlegra heimilda í sam-
vinnu við handritadeild Lands-
bókasafns.“
Fyrirlesturinn á þriðjudag er öllum
opinn og aðgangur ókeypis. Finna má
nánari upplýsingar um fyrirlestraröð
Sagnfræðingafélags Íslands á slóðinni
www.sagnfraedingafelag.net.
Sagnfræði | Fyrirlestur á þriðjudag um varðveislu munnlegra heimilda
Upptökur kunna að glatast
Unnur María
Bergsveinsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 1978. Hún lauk
stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskóla
Vesturlands 1997,
BA-gráðu í sagn-
fræði og frönsku
frá HÍ 2003 og
leggur nú stund á meistaranám við
sagnfræðiskor sama skóla. Unnur hef-
ur starfað við ýmis rannsóknarverk-
efni, var starfsmaður á ættfræðideild
Íslenskrar erfðagreiningar og hefur
frá 2007 verið verkefnisstjóri hjá Mið-
stöð munnlegrar sögu.
Uppákomur
Bókasafn Kópavogs | Röð erinda um ástina
hefst á Bókasafni Kópavogs 14. febrúar kl.
17.15. Alls eru erindin 5, um 1 klst hvert sinn,
vikulega til 13. mars. Sólveig Anna Bóasdóttir,
Guðfinna Eydal, Þorgrímur Þráinsson, Katrín
Jónsdóttir og Óttar Guðmundsson ræða hvert
sitt sjónarhorn. Ókeypis aðgangur, allir vel-
komnir.
ÞAÐ frystir víðar en á Fróni þessa dagana. Kanóræð-
ararnir í Chateau Frontenac-liðinu brutust í gegnum ísinn í
kappróðri á afmælishátíð í Quebec í Kanada í gær.
Hátíðarhöldin standa í sautján daga og þar verður keppt
í margs konar íþróttum og boðið upp á menningardagskrá í
tilefni af 400 ára afmæli borgarinnar.
Brotist í gegnum ísinn
Reuters
FRÉTTIR
LANDSBANKINN hefur fært
SÍBS, Sambandi íslenskra
berkla- og brjóstholssjúklinga,
gjöf að upphæð 2.000.000 kr. í
tilefni af 40 ára afmæli Árbæj-
arútibús Landsbankans. Í
fréttatilkynningu kemur fram
að Björgólfur Guðmundsson,
formaður bankaráðs Lands-
bankans, hafi fært fulltrúum
SÍBS gjöfina á föstudaginn á af-
mælishátíð útibúsins, á opnu
húsi fyrir viðskiptavini og gesti
og gangandi.
SÍBS fagnar sömuleiðis tíma-
mótum í ár en í haust verða 70
ár liðin frá stofnun sambands-
ins.
Landsbankinn
styrkir SÍBS
Ljósmynd/Árni Torfason
Gjöf F.v.: Halldór J. Kristjánsson bankastjóri, Helgi Hróðmarsson,
framkvæmdastjóri SÍBS, Sigurður Rúnar Sigurjónsson, formaður
SÍBS, Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs, og Þor-
steinn Þorsteinsson, útibússtjóri Árbæjarútibús.
STOFNUN stjórnsýslufræða
við Háskóla Íslands og Félag
forstöðumanna ríkisstofnana
efna í dag, mánudag, til mál-
þings. Þar verður rætt um nýjar
leiðir í opinberri þjónustu; leið-
ir sem byggjast á vali notenda
og samkeppni milli þeirra sem
veita þjónustuna, að því er segir
í tilkynningu.
Fyrirlesari verður Julian Le
Grand, prófessor við London
School of Economics, en hann
er einn fremsti fræðimaður
Breta á sviði heilbrigðis- og vel-
ferðarmála, og höfundur fjölda
bóka, m.a. The Other Invisible
Hand: Delivering Public Servi-
ces through Choice and Com-
petition, 2007. Auk fjölda trún-
aðarstarfa fyrir bresku
ríkisstjórnina er prófessor Le
Grand einn helsti höfundur
þeirra umbóta ríkisstjórnar To-
nys Blairs sem lúta að nútíma-
væðingu í opinberri þjónustu og
var hann m.a. ráðgjafi forsætis-
ráðherra við innleiðingu stefnu
bresku stjórnarinnar um aukið
valfrelsi notenda og samkeppni
innan opinberrar þjónustu.
Við erindi prófessors Le
Grand munu í lokin bregðast
þau Rúnar Vilhjálmsson, pró-
fessor í heilsufélagsfræði, og
dr. Sigurbjörg Sigurgeirs-
dóttir, stjórnsýsluráðgjafi í heil-
brigðisráðuneytinu, en hún
skrifaði doktorsritgerð sína hjá
prófessor Le Grand. Stjórnandi
verður Arnar Þór Másson, að-
junkt í stjórnsýslufræðum við
HÍ og sérfræðingur fjár-
málaráðuneytisins í stjórnsýslu-
umbótum.
Málþingið hefst klukkan
15.05 og stendur til klukkan
17.00. Nauðsynlegt er að skrá
þátttöku í gegnum: http://
www.stjornsyslustofnun.hi.is
Rætt um samkeppni
og val í opinberri þjónustu
VEIÐILEIÐSÖGUMAÐURINN Con van
Wyk frá Tanzaníu mun fjalla um villi-
dýraveiðar í Afríku á fræðslufundi í versl-
uninni Ellingsen þriðjudaginn 12. febrúar
kl. 16.30.
Con van Wyk ólst upp í Gwaai-dalnum í
Zimbabwe og kynntist ungur veiðum í at-
vinnuskyni. Veiðar á villtum dýrum eru
mikilvæg atvinnugrein víða í Afríku. Þær
eru stundaðar undir eftirliti opinberra að-
ila og stuðla að stjórn á stærð dýrastofna
auk þess að vera mikilvæg tekjulind.
Con van Wyk hefur starfað við veiðileið-
sögn frá því seint á 8. áratug 20. aldar í Zim-
babwe, Suður-Afríku og undanfarin níu ár í Tanzaníu. Hann hefur
leiðbeint fjölda veiðimanna, m.a. íslenskra, sem margir hafa náð að
fella verðlaunadýr. Hann hefur tvisvar orðið fyrir árás ljóna og
einu sinni flóðhests. Þá veiktist hann af svefnsýki og lifði þetta allt
saman af.
Veiðisögur frá Afríku
Baráttuherferð gegn reykingum
EFNT hefur verið til tveggja
mánaða baráttuherferðar gegn
reykingum, frá 1. febrúar til
31. mars, og nýtur Krabba-
meinsfélagið góðs af. Artasan
ehf. sem er umboðshafi fyrir
nikótínlyfið Nicotinell á Íslandi
stendur að herferðinni.
Í fréttatilkynningu segir að
ætlunin sé að hvetja og hjálpa
fólki til að hætta að reykja auk
þess að styrkja og efla starf-
semi Krabbameinsfélagsins.
„Landlæknir hefur lýst reyk-
ingar eitt alvarlegasta heilsu-
vandamál 21. aldarinnar og í
ljósi þess hve mikið gagn nikó-
tínlyf gera í baráttunni gegn
reykingum, munu 20 kr. af
hverri seldri pakkningu af Ni-
cotinell-nikótínlyfinu (sem
hjálpar reykingamönnum að
minnka reykingar og hætta að
reykja) renna óskiptar til
Krabbameinsfélagsins. Her-
ferðinni er ætlað að undirstrika
sameiginleg markmið Krabba-
meinsfélagsins og Nicotinell í
baráttunni gegn reykingum.
Á Íslandi eru reykingar
helsta orsök margra ótíma-
bærra og lífshættulegra sjúk-
dóma, auk dauðsfalla sem
koma hefði mátt í veg fyrir en
um 80% allra lungnakrabba-
meinstilfella hérlendis eru af
völdum reykinga,“ segir í til-
kynningu.