Morgunblaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2008 B 13 H ér að sp re nt www.breiddalur.is Atvinna Í fótspor George Walkers óskar eftir að ráða í eftirtalin störf á Breiðdalsvík. Verkefnisstjóri jarðfræðiseturs Starfssvið: Umsjón með framkvæmd, þróun og eftirfylgni við uppbyggingu á jarðfræðasetri til minningar um breska jarðfræðinginn George P.L. Walker í samstarfi við verkefnisstjórn. Menntun og hæfniskröfur: Háskólamenntun í jarðfræði eða tengdum sviðum Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum. Gott vald á ensku. Reynsla af verkefnastjórnun æskileg. Verkefnisstjóri ferða- og menningarmála Starfssvið: Umsjón með framkvæmd ferða- og menningarmála í tengslum við uppbyggingu jarðfræðisetursins í samstarfi við ferðaþjónustuaðila í Breiðdalshreppi. Menntun og hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi. Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum. Reynsla af verkefnastjórnun æskileg. Gott vald á ensku. Nánari upplýsingar um bæði störfin veitir: Páll Baldursson sveitarstjóri Breiðdalshrepps, palli@breiddalur.is, gsm: 896-6716. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. Umsóknum skal skila fyrir 3. mars nk. merktum: Í fótspor George Walkers - Miðstöð um steindir og eldstöðvar bt. Páll Baldursson Ásvegi 32, 760 Breiðdalsvík SECURITY GUARD The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking an individual for the position of Security Guard in the Security Section. The closing date for this postion is February 24, 2008. Application forms and further information can be found on the Embassy’s home page: http://iceland.usembassy.gov/vacan- cies.html Please send your application and resumé to : reykjavikvacancy@state.gov Bifvélavirki / vélvirki eða vanur tækjamaður Flugstoðir ohf. óska að ráða bifvélavirkja / vélvirkja eða mann vanan viðgerðum og viðhaldi bifreiða, véla og tækja til starfa á Akureyrarflugvöll. Starfssvið Starfið felst meðal annars í viðgerðum, viðhaldi og eftirliti á bílum, vélum og tækjum á verkstæði flugvallarins. Starfsmaður mun einnig aðstoða við snjóruðning, hálku- varnir og viðbúnaðar- og neyðarþjónustu. Hann mun einnig sinna afleysingu húsvarðar. Menntun og / eða reynsla Menntun og reynsla í vélvirkjun eða bifvélavirkjun er æski- leg. Umsækjendur með haldgóða reynslu í viðgerðum bíla, véla og stærri tækja koma einnig til greina. Meirapróf er skilyrði. Réttindi á þungavinnuvélar er æskilegt. Við leitum að starfsmanni sem hefur góða samskipta- hæfileika, hefur frumkvæði í starfi, lipra og þægilega framkomu og getur unnið undir álagi. Í boði er krefjandi starf í spennandi starfsumhverfi. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknir Upplýsingar um starfið veita Ingunn Ólafsdóttir, starfs- mannastjóri og Sigurður Hermannsson umdæmisstjóri í síma 424 - 4000. Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun, fyrri störf og mynd sendist starfsmannahaldi Flugstoða, Reykjavikurflugvelli, 101 Reykjavík fyrir 3. mars nk. Umsóknir er einnig hægt að senda á netfangið shard@flugstodir.is Umsóknareyðublöð má finna á heimsíðu Flugstoða ohf. www.flugstodir.is Flugstoðir ohf. er opinbert hlutafélag sem tók yfir þjónustuverkefni Flugmálastjórnar Íslands þann 1. janúar 2007. Hjá Flugstoðum ohf. starfa um 220 starfsmenn. Helstu verkefni fyrirtækisins eru að sjá um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar - og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug yfir Norður - Atlantshafi. Flugstoðir ohf. leggja áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.