Morgunblaðið - 17.02.2008, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuhúsnæði
Mjög gott iðnaðarhúsnæði BG Bílakringlunnar ehf að Grófinni 7 í
Keflavík er til sölu. Húsið selst í einu lagi, það er um 900 fm og skiptist í
vinnusali, sprautuklefa, skrifstofur og gistirými fyrir starfsmenn. Húsið
er byggt á árunum 1968-1972 sem bílasprautunar- og réttingarverk-
stæði og er með 9 innkeyrsluhurðir. Stórt port er við húsnæðið.
Húsið er staðsett í næsta nágrenni Helguvíkur
og hentar fyrir ýmsan rekstur.
Nánari upplýsingar veita Birgir, S: 897-5246
og Börkur, S: 899-8049
Álver í Helguvík!Til leigu við Laugaveg
Til leigu 202 fm glæsilegt verslunarhúsnæði
á besta stað við Laugaveg.
Upplýsingar gefur Helgi í síma 862 1680.
Skrifstofuhúsnæði til
leigu við tjörnina
Um 100 fm. skrifstofuhúsnæði er til leigu á
Tjarnargötu í Reykjavík.
Húsnæðið er á 2. hæð og skiptist í 3 herbergi +
sal sem gæti hentað sem móttökuherbergi,
salerni, eldhús og geymsla.
Húsnæðið er í góðu ásigkomulagi, parket á
gólfum og tilbúið til útleigu.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 893 4504.
Húsnæði til leigu
300m² gott skrifstofuhúsnæði við Fiskislóð til
leigu strax. Nýlega innréttað og næg bílastæði.
1500m² lagerhúsnæði við Tunguháls. Góð
lofthæð í nýlegu húsi. Laust í maí.
Nánari upplýsingar í síma 893 1162.
TOYS”R”US hefur fengið góðar viðtökur á Íslandi. Þess vegna auglýsum við nú eftir enn fleira starfsfólki.
Hefurðu:
• Reynslu af verslunarstörfum?
• Nokkurra ára starfsreynslu eða menntun?
• Áhuga á að kynnast alþjóðlegum viðskiptum?
• Hæfileika til að starfa með öðru fólki?
Við bjóðum upp á starf í nútímalegu fyrirtæki sem er stærsta leikfangaverslunarkeðja heims. Það er alltaf nóg
að gera og hver dagur býður upp á einhverjar nýjungar.
Starfið felst í að sinna öllum tilfallandi verkum í versluninni; raða í hillur, afgreiða viðskiptavini,
taka á móti vörum og annast rýmisstjórnun.
Umsækjendur hefji störf sem fyrst. Nánari upplýsingar á vef okkar www.toysrus.is eða í verslun
TOYS”R”US sími: 55 00 800.Sendið umsókn til:
TOYS”R”US
Smáratorg 3
IS- 200 Kópavogur eða
loen-is@toysrus.is merkta „Afgreiðslufólk“eða „Aðstoðarverslunarstjóri“
hið fyrsta og í síðasta lagi 25. febrúar. Umsækjendur verða
ráðnir jafnóðum. Takið vinsamlegast fram hvar þið sáuð
þessa auglýsingu.
TOP-TOY A/S er
móðurfyrirtæki
leikfangaverslananna
BR og TOYS"R"US á
Norðurlöndunum sem opna nú
á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa
rúmlega 2.000 manns í fleiri en 250
verslunum. Vöxtur TOP-TOY er undir dyggu
starfsfólki kominn. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í
Danmörku. Starfsumhverfið er óformlegt. Lesið meira um
TOP-TOY á: www.top-toy.com
Við auglýsum eftir
afgreiðslufólki í fullt starf
Mývatns- Laxársvæðið
Starf sérfræðings
Umhverfisstofnun auglýsir laust til umsóknar
starf sérfræðings hjá stofnuninni á verndar-
svæðinu við Mývatn og Laxá. Í starfinu felst
m.a. umsjón með gestastofu ásamt dagleg-
um rekstri verndarsvæðisins í umboði
Umhverfisstofnunar.
Svæðið er verndað samkvæmt lögum um verndun Mývatns
og Laxár í Suður - Þingeyjarsýslu nr. 97/2004. Markmið
laganna er að stuðla að náttúruvernd í samræmi við sjálf-
bæra þróun og tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði
ekki stefnt í hættu af mannavöldum. Lögin eiga jafnframt að
tryggja vernd
líffræðilegrar fjölbreytni á víðáttumiklu vatnasviði Mývatns
og Laxár ásamt verndun jarðmyndana og landslags með
virkri náttúruvernd, einkum með tilliti til vísindalegra,
félagslegra og fagurfræðilegra sjónarmiða.
Eftirfarandi kröfur um menntun, reynslu og þekkingu eru
hafðar til viðmiðunar við val á umsækjendum:
● Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýst getur
í starfi
● Þekking á umhverfismálum, útivist, náttúrutúlkun og/eða
landvörslu er kostur
● Reynsla af almennum rekstri er kostur
● Reynsla eða þekking á fræðslu til mismunandi hópa
● Þekking á verndarsvæðinu er kostur
● Góð íslensku- og enskukunnátta auk Norðurlandamáls
Eftirfarandi kröfur um hæfni eru hafðar til viðmiðunar við val
á umsækjendum:
● Tekur ákvarðanir og fylgir þeim eftir
● Sýnir frumkvæði og sjálfstæði í starfi
● Er skipulagður og með ríka þjónustulund
● Sýnir lipurð í mannlegum samskiptum
Næsti yfirmaður sérfræðingsins er deildarstjóri náttúruvern-
dar á sviði náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og
hlutaðeigandi stéttarfélags.
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Umsóknir um ofangreint starf skulu sendar til
Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða
á netfangið ust@ust.is, eigi síðar en 4. mars 2008.
Upplýsingar um starfið veita Guðríður Þorvarðardóttir deil-
darstjóri og Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri, sími 591 2000.
Gert er ráð fyrir að starfsmaðurinn geti hafið störf 1. maí n.k.
Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun og vern-
darsvæðið á www.ust.is
M
bl
9
71
49
0
Njótum umhverfisins og stöndum vörð um það saman.
Raðauglýsingar 569 1100
Veiði
Meðalfellsvatn
Stjórn Veiðifélags Kjósarhrepps auglýsir hér
með eftir tilboðum í allan veiðirétt í Meðalfells-
vatni frá 1. apríl 2008 til 31. mars 2009. Heimilt
er að bjóða í veiðiréttinn til lengri tíma. Veiði er
einungis heimiluð á stöng og er fjöldi þeirra
ótakmarkaður. Allt löglegt agn er heimilað.
Tilboð skulu berast í lokuðu umslagi, merktu
„Meðalfellsvatn”, til lögmannsstofunnar
Lögmáls ehf., Skólavörðustíg 12, Reykjavík,
fyrir kl. 16.00, föstudaginn 7. mars n.k. Þau
verða síðan opnuð, að viðstöddum þeim bjóð-
endum sem þess óska, í veiðihúsi félagsins við
Ásgarð, Kjósarhreppi, laugardaginn 8. mars
nk., kl. 14.00. Nánari upplýsingar veitir formað-
ur félagsins, Ólafur Þór Ólafsson, sími 566 7042.
Stjórnin áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna þeim öllum.
F. h. stjórnar Veiðifélags
Kjósarhrepps,
Ásgeir Þór Árnason hrl.
Fljótaá
Nokkrir lausir veiðidagar í Fljótaá í sumar.
Fjórar stangir, aðeins leyfð fluguveiði og
laxi sleppt.
Talsverð bleikja er í ánni. Gott fimm svefn-
herbergja veiðihús fylgir, hentar bæði
fjölskyldum og fyrirtækjum.
Upplýsingar á netfangi : vivvi@icy.is
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
sími 569 1100