Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 88. TBL. 96. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Sólarferð 37 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu á bílinn í dag í Bankastræti kl.11 Ókeypis áfylling ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 02 96 0 4/ 08 BAKAR Í DÝRTÍÐ BJARNA VARÐ AÐ ÓSK SINNI — HANN FÉKK HRÆRIVÉL Í AFMÆLISGJÖF >> 18 unin hefur verið á gengi krónunnar í marsmánuði má því leiða að því líkur að TEF hafi hagnast myndarlega á því að veðja á fall krónunnar. Þegar árið 2006 var hann með umtalsverðar skortstöður í íslensku krónunni. Slái á móðursýki á markaði Íslenska ríkið ætti að kaupa hluta af skuldabréfum bankanna, sem nú eru á eftirmarkaði, til að slá á þá móðursýki sem einkennir skuldabréfamarkaði hvað varðar skuldabréf íslensku bankanna. Þetta segir í nýrri skýrslu greiningardeildar Merrill Lynch, sem telur að vandamál íslensku bankanna liggi í fjármagnsflæði. Íslenska ríkið gæti til dæmis ákveðið að kaupa öll skuldabréf bankanna sem komi til greiðslu á næstu þremur árum og gæti slíkt inngrip að mati Merrill Lynch slegið á áhyggjur fjárfesta. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is EINN þeirra erlendu fjármálamanna sem hagnast hafa á veikingu íslensku krónunnar stærði sig af því árið 2006 að hann vildi láta minnast sín sem mannsins sem gerði Ísland gjaldþrota. Hugh Hendry, yfirmaður fjár- festingasviðs hjá breska vogunarsjóðsfyrirtækinu Eclectica Asset Management, sagði þetta m.a. í viðtali við breska blaðið Times 8. júlí 2006. Einn sjóða Eclectica, The Eclectica Fund (TEF), fjárfestir í hlutabréfum og gjaldmiðlum, hvort heldur sem er með hefðbundinni fjárfestingu eða svokölluðum skortstöðum, sem fela það í sér að fjárfestir veðjar á að viðkomandi hlutabréf eða gjaldmiðill falli í verði. Í yfirliti yfir stöðu sjóðsins í febrúarmánuði kemur fram að um 10% af fjárfestingum sjóðsins í gjaldeyri eru skortstaða í íslensku krónunni, en ekki er gefið upp nákvæmlega hve staðan er stór. Miðað við það hver þró- Hagnast á gengisfalli  Fjárfestirinn Hugh Hendry vildi verða þekktur sem maðurinn sem gerði Ísland gjaldþrota  Hefur hagnast á því að veðja gegn íslensku krónunni Í HNOTSKURN » Úrvalsvísitala kauphall-arinnar hækkaði um 2,47% og er nú rúm 5.050 stig. Hefur vísitalan lækkað um 20% frá áramótum. » Gengi krónunnar hækkaðisömuleiðis, þ.e. um 2,84%. Stendur gengisvísitalan nú í 153,4 stigum, en var 157,75 stig við opnun markaða í gær. Hefur gengi krónunnar lækkað um 23% á fyrsta fjórðungi árs- ins. » Velta á millibankamarkaðinam 76,3 milljörðum króna. Vildi gera | 4, 13 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FORSTJÓRI Samkeppnisstofnunar telur að yfirlýsingar forsvarsmanna fyrirtækja og samtaka fyrirtækja að undanförnu um verð- lag eða fyrirætlanir um breytingar á verði geti raskað samkeppni og skaðað hagsmuni neyt- enda. Á undanförnum dög- um hafa forsvarsmenn fyrirtækja og samtaka fyrirtækja fjallað um verðhækkanir. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði fyrir nokkr- um dögum að ef gengislækkun krónunnar gengi ekki til baka mætti búast við 20% hækkun á innfluttum matvörum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra stórkaupmanna, sagði í samtali við RÚV um helgina að búast mætti við 20-30% hækkun á matvöru á næstunni. Eftir bún- aðarþing fyrir nokkrum vikum ræddi Morg- unblaðið við nokkra forystumenn bænda um verðbreytingar og birti viðtölin undir fyr- irsögninni „Sátt um hækkanir nauðsynleg.“ Andrés segist með orðum sínum hafa ver- ið að ræða um að gengi krónu hafi lækkað mikið og hráefnisverð hafi hækkað. Hann segist telja að sér hafi verið heimilt að leggja út af þessum staðreyndum. Samkvæmt samkeppnislögum er sam- tökum fyrirtækja óheimilt að ákveða sam- keppnishömlur eða hvetja til hindrana sem eru bannaðar. Samkeppniseftirlitið hefur þegar gert athugasemd við Bændasamtökin og hefur einnig óskað eftir upplýsingum og skýringum á ummælum Andrésar Magn- ússonar. Í yfirlýsingu sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér segir að það geti raskað sam- keppni og skaðað hagsmuni neytenda ef fyr- irsvarsmenn fyrirtækja gefi t.d. nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaðar verðhækkanir eða lýsi yfir vilja til verðhækkana. Slík um- fjöllun geti verið til þess fallin að hvetja keppinauta á markaði til verðhækkana og stuðlað að ólögmætu samráði. „Við munum fylgjast mjög vel með því að það sé ekki verið að nýta aðstæður og fjöl- miðla til þess að koma af stað verðhækk- unum sem grundvallast á samráði og eiga sér ekki eðlilegar forsendur,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseft- irlitsins. | 6 Fá gula spjaldið Yfirlýsingar um verð- hækkanir ólöglegar? Páll Gunnar Pálsson „NÚ hafa veiðimenn enga afsökun fyrir því að nota björgunarvestin ekki, þessi eru meðfærileg og virka,“ sagði Bjarni Júlíusson, formaður öryggis- nefndar SVFR. Hann reyndi nokkur veiðivesti með floti í kuldanum í Soginu í gær, með aðstoð Björg- unarfélags Árborgar. Sjóbirtingsveiði hefst í dag. Morgunblaðið/Einar Falur Veiðimenn gæti ýtrustu varúðar Stangveiðitímabilið hefst í dag Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is FÍLHARMÓNÍUSVEITIN í New York, Fílharmóníusveitin í Vín- arborg, Sinfóníuhljómsveit Lund- úna, Orchestre de Paris og Sinfón- íuhljómsveitin í Cleveland verða meðal þeirra úrvalshljómsveita sem staðfest er að leika muni í Tónlistarhúsinu við Reykjavíkur- höfn eftir vígslu þess 2010. Danskur fiðluleikari fékk þá hugmynd að gaman væri að fá bestu hljómsveitir heims til Norð- urlandanna og hún er nú orðin að veruleika. Sjö norræn og norður- þýsk tónlistarhús verða vett- vangur þessarar risavöxnu tón- leikaraðar, en meðal þeirra eru fjögur tónlistarhús sem enn eru í smíðum. Auk Tónlistar- og ráð- stefnuhússins í Reykjavík eru það Tónlistarhúsið í Kaupmannahöfn, Músíkhöllin í Helsinki og Elbu- fílharmónían Hamborg. | 15 Innrás hljóm- sveita Bestu hljómsveitir heims á leiðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.