Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30, jóga kl. 9-10, postulínsmálning og útskurður kl. 13 - 16.30, leshópur kl. 13-15. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handavinna, smíði/útskurður kl. 9-16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45. Upplínar í síma 535-2700. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, vefn- aður, handavinna, fótaaðgerð, línudans. Lagt af stað í borgarrútuferð kl. 13. Styttur bæj- arins skoðaðar. Kaffistopp á Kjarvalsstöðum þar sem Kaja bíður upp á kaffiveitingar. Verð alls kr. 1.700. Skráning í s.535-2760. Dalbraut 18-20 | Félagsvist kl. 14, vinnustofa í handmennt opin kl. 9-16, leiðb/Halldóra frá 9-12, framsögn kl. 14, leiðb/Guðný, félagsvist kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13 og félagsvist kl. 20. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvustarf í Ármúlaskóla frá kl. 15.15, engar mæt- ingakvaðir. Félagsheimilið Gjábakki | Almenn leikfimi, gler- og postulínsmálum og jóga fyrir hádegi, tréskurður og róleg leikfimi kl. 13 og alkort kl. 13.30, heitt á könnunni til kl. 16. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga kl. 9.30, myndl. kl.11, leikfimi og hádeg- isverður kl. 13, bútasaumur kl. 18.15, jóga kl. 20, og Leshópur FEBK Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kyrrð- arstund í kirkjunni kl. 12, spilað þar kl. 13, línu- dans kl. 12, málun kl. 13, tréskurður, trésmíði kl. 13,30, vatnsleikfimi kl. 14. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9 - 16.30, m.a. glerskurður, og perlusaum- ur, létt ganga um nágrennið kl. 10.30. Á morgun er sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug kl. 9.50 og dansæfing kl. 10. Þriðjud. 8. apríl kl. 13. hefst postulíns- námskeið, uppl. um starfsemina á staðnum, s. 5757720 og wwwgerduberg.is Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, myndmennt kl. 10, leikfimi kl. 11.30, glerskurður – frjálst kl. 13, bridge kl. 13, myndmennt kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9-13 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9-11, Björg F. Böðun fyrir há- degi, hádegisverður. Námskeið í myndlist kl. 13.30-16.30 hjá Ágústu. Helgistund kl. 14, sr. Ólafur Jóhannsson, söngstund á eftir. Hár- snyrting. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venju- lega. Listasmiðjan alltaf opin. Félagsvist, Skapandi skrif, Bör Börsson, Müllersæfingar, bridge, Þegar amma var ung, leikfimi, söng- hópur Hjördísar Geirs, Stefánsganga o.fl. Bók- menntaferð til Akureyrar 14.-16. Kíktu við og fáðu alla dagskrána. Uppl.568-3132 Íþróttafélagið Glóð | „Afró“ dansar í Kópa- vogsskóla kl. 14.20-15.20. Uppl. í síma 564- 1490 og 554-5330. Kvenfélag Garðabæjar | Félagsfundur verður 1.apríl í Garðaholti kl. 20. Kaffinefnd kvöldsins skipa hverfi 2, 4, 13 og 20. Konur í kaffinefnd mæta kl. 19. Stjórnin.www.kvengb.is Kvenfélag Langholtssóknar | Kvenfélag Langholtssóknar heldur fund kl. 20 í safn- aðarheimili kirkjunnar. Bingó og kaffiveitingar. Félagskonur eru hvattar til að taka með sér gesti. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi- vísnaklúbbur kl. 9, boccia kvennahópur kl. 10.15, handverksstofa opin kl.11, „Opið hús“ spilað á spil, vist/brids kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30. Leshópur FEBK Gullsmára | Tíu skáldmæltir einstaklingar úr bókmenntahópnum Skapandi skrifum verða gestir Leshóps FEBK í Gull- smára þriðjudaginn 1. apríl kl. 20. sögur, ljóð, söngur og gamanmál, enginn aðgangseyrir. Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin, leiðb/Daníel kl. 9-16, vinnustofa í handmennt opin leiðb/ Halldóra frá kl. 13-16. Myndlistarnámskeið leiðb/Hafdís kl. 9-12. Þrykk og postulín leiðb/ Hafdís kl. 13-16, leikfimi leiðb/Janick kl. 13. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu | Félagsfundur Sjálfsbjargar félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn kl. 19.30 í félagheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Á dagskrá er kosning fulltrúa á þing Sjálfs- bjargar lfs. ATH. þeir félagsmenn einir hafa kosningarétt sem hafa greitt félagsgjaldið fyr- ir árið 2007. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir opnar kl. 9-16. Myndmennt kl. 10.15, enska kl. 11 45, hádegisverður, leshópur kl. 13, spurt og spjallað /myndbandasýning og bútasaumur kl. 13-16, spilað kl. 14.30, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, handavinnustofa, morgunstund leikfimi, gler- vinnsla, hárgreiðslu og fótaaðgerðarstofa opnar allan daginn, upplestur kl. 12.30, fé- lagsvist kl. 14. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10, Bónusbíllinn kl. 12, opinn salur og spilað kl. 13, kaffiveitingar, bókabíllinn kl. 16.45. Kirkjustarf Áskirkja | Opið hús milli kl. 10 og 12 í dag, föndur og spjall, bænastund í umsjá sókn- arprests kl. 12. Eftir bænastundina er borinn fram léttur hádegisverður. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 17.30. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11. Kirkjustarf aldraðra kl. 12. Léttur málsverður, aðalfundur ÍAK kl. 13. 10 -12 ára starf kl 17-18.15. Æsku- lýðsstarf Meme fyrir 9-10 bekk kl. 19.30- 21.30. (www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl.12. Orgelleikur, íhugun og bæn. Kirkjustarf eldri borgara kl. 13-16. Ágúst Ísfeld sýnir myndir úr starfinu, kaffi og meðlæti. Helgistund í kirkju, umsjón Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30-16. Helgistund, handavinna, spil- að og spjallað. Kaffi og eitthvað með því. TTT fyrir 10-12 ára kl. 16-17 í Engjaskóla og kl. 17- 18 í Borgaskóla. Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Stutt helgisund með altarisgöngu og bæn fyrir bænaefnum. Að helgistund lokinni gefst kost- ur á léttum málsverði á vægu verði. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta er kl. 9.15-10.30 í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfs- sonar, héraðsprests. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Hjónaalfa, fyrsta kvöldið í kvöld og endar þann 15. maí. Námskeiðisgjald er 15.000 kr. fyrir parið og innifalið í því eru námskeiðisgögn og matur. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.filadelfia.is og á skrifstofu kirkjunnar í síma 535-4700. KFUM og KFUK á Íslandi | Fundur í AD KFUK verður í dag kl. 20 á Holtavegi 28. Brosum að lífinu. Jóhanna Sigríður Sigurð- ardóttir sjúkraþjálfari sér um efni. Sigríður Jóhannsdóttir flytur hugleiðingu. Kaffi eftir fundinn. Laugarneskirkja | T.T.T. hópurinn kl. 15, kvöld- söngur með Þorvaldi Halldórssyni og Gunnari Gunnarssyni kl. 20, 12 spora hjónin Auður og Þórir flytja Guðs orð og bæn. Trúfræðsla. sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir er kl. 20.30, „Hin máttuga reiði“. Á sama tíma ganga 12 spora hópar til verka. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðarstund kl. 12, tónlist leikin og ritningartextar lestnir, Súpa og brauð kl 12.30, opið hús kl. 13-16, spilað er vist og brids, púttgræjur á staðnum. Njótum þess að eiga samfélag hvert við ann- að, kaffi kl. 14.30 Akstur fyrir þá sem vilja, upplýsingar í síma 895-0169. 80ára afmæli. Í dag, 1.apríl, er Þóra Karítas Árnadóttir, Melabraut 6, Sel- tjarnarnesi áttræð. Í tilefni dagsins tekur hún á móti ætt- ingjum og vinum á Hallveig- arstöðum, Túngötu 14, í dag kl. 17 til 19. Hlutavelta | Þessar stúlkur, Rebekka Sól Jóhannsdóttir og Súsanna Ísabella Jóhanns- dóttir, héldu tombólu við Nóa- tún í Grafarvogi og færðu Rauða krossinum ágóðann, 1.730 krónur. dagbók Í dag er þriðjudagur 1. apríl, 92. dagur ársins 2008 Orð dagsins: En Jesús hrópaði: „Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig.“ (Jh. 12, 44.) Í Háskólanum í Reykjavík er ídag boðið til fundar um nýttfrumvarp til laga um frí-stundabyggðir. Á fundinum munu þeir Ólafur Björnsson hrl. og Sveinn Guðmundsson hrl. og fram- kvæmdastjóri Landssambands sum- arhúsaeiganda fjalla um ólíkar hliðar frumvarpsins. Sveinn Guðmundsson segir frum- varpið komið fram til að bregðast við óheppilegri þróun á leigumarkaði sumarhúsalóða: „Á árum áður bauðst fólki oft ekki annar kostur til að eignast sumarhúsalóð en að leigja skika á bújörð, þó svo eiganda jarð- arinnar langaði gjarna til að selja. Kvaðir um búrekstur og nýtingu leyfðu ekki að gert væri nýtt deili- skipulag og aðrar nauðsynlegar að- gerðir til að sala gæti farið fram, og því leiguleiðin farin í staðinn,“ út- skýrir Sveinn. „Í mörgum tilvikum borgaði fólk ígildi kaupverðs með svokölluðu stofngjaldi, og hefur síðan greitt hóflega leigu. Síðan fer það að gerast á síðustu árum að byrjað er að skipta bújörðum, og aðstaða skap- ast til að selja lóðir undir sum- arhúsabyggð. Þá hafa bújarðirnar áð- ur gengið kaupum og sölum, jafnvel margfaldast í verði, og þegar leigu- samningar eigenda sumarhúsa renna út standa þeir margir frammi fyrir að gerð er krafa um mun hærri leigu á endurnýjuðum samningi, – jafnvel meira en tífalt hærri en var áður.“ Að sögn Sveins fjallar hið nýja frumvarp m.a. um eignar- og ráðstöf- unarrétt þessara lóða: „Ljóst er að eigendur sumarhúsanna hafa lagt mikið fjármagn og tíma í að byggja upp mikil verðmæti á lóðinni sem þó telst í eigu annars aðila. Hafa sum- arhúsaeigendur t.d. staðið straum af vegagerð og vatnsveitu, stundað skógrækt og lóðarbætur fyrir utan svo sjálft sumarhúsið sem reist hefur verið á lóðinni,“ útskýrir hann. „Nýja frumvarpið tryggir sumarhúsa- eigendunum ákveðna réttarstöðu og færir til þeirra ákvörðunarréttinn um að leigja jörðina áfram undir sum- arhúsið. Frumvarpið leitast líka við að tryggja sanngjarnt leiguverð með þeim möguleika að hægt sé að vísa deilum um leiguupphæð til sér- stakrar úrskurðarnefndar eða í gerð- ardóm.“ Fundurinn í dag er haldinn í húsi HR í Ofanleiti frá kl. 12 til 13. Fund- urinn er öllum opinn og aðgangseyrir kr. 2.000 og veitingar innifaldar. Lögfræði | Fundur um ólíkar hliðar frumvarps til laga um frístundabyggðir Eignarhald og yfirráð  Sveinn Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 1958. Hann lauk stúd- entsprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1979, cand.jur. frá Háskóla Íslands 1993 síðar hdl. og hrl. Sveinn hefur síðan starfrækt eigin lögfræðistofu. Eiginkona Sveins er Aðalheiður Valdi- marsdóttir leikskólakennari og eiga þau samtals fjögur börn. Fyrirlestrar og fundir Arctic Trucks | Hálfdán Ágústsson veðurfræðingur heldur fyrirlestur kl. 20, á vegum Jeppaskóla Arctic Trucks þar sem fjallað er um veðurfar til fjalla. Fyr- irlesturinn gefur hnitmiðaðar upplýsingar um hvernig ferðalangar geta nýtt sér veðurspár til að skipuleggja ferðalög sín og meta ferðaveðrið upp á eigin spýtur. Félag nýrnasjúkra | Tengslahópur nýrnasjúkra og að- standenda þeirra heldur fræðslu- og stuðningsfund í Þjónustusetri líknarfélaga Hátúni 10b miðvikudaginn 2. apríl. Ung kona mun segja frá reynslu sinni af því að vera nýrnaveik sem barn og unglingur. Fundurinn hefst kl. 19.30. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur | Dönsku fræði- mennirnir Gunhild Agger og Ib Bondebjerg munu fjalla um danska sjónvarpsþáttagerð í víðu samhengi og ljóstra upp hver galdurinn er á bak við vinsældir þátta eins og Forbrydelsen. Fyrirlestrarnir verða haldnir í Aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofu 222, kl. 16.30. Nánar: www.vigdis.hi.is Fréttir og tilkynningar Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Ráðhúsið á Akranesi frá kl. 10-17. Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd | Dr. Marianne Skytte við Aalborg Universitet mun halda erindi, á málstofu RBF og félagsráðgjafarskorar í Odda stofu 101, um hvernig mismunandi menningarleg viðhorf hafa áhrif á skilning okkar á börnum í mis- munandi menningarhópum og áhrif þess á starf fé- lagsráðgjafa. UM ÞESSAR mundir fer fram alþjóðlegt mót í fíla- pólói í borginni Chiang Rai í Taílandi. Mikla lagni þarf til þess að ná pínu- litlum boltanum með langri kylfu ofan af fíls- baki. Tólf lið sem sam- anstanda af leikmönnum frá fimmtán löndum og öllum byggðum heims- álfum taka þátt og þarf 28 fíla til þess að leikar geti farið fram. Mótið hefst fyrir alvöru í dag en á opnunar hátíðinni í gær var efnt til keppni á milli tveggja svokallaðra stjör- nuliða sem skipuð voru bestu leikmönnum móts- ins. Tveir leikmenn sitja sama fíl, annar hefur stjórn á fílnum en hinn mundar kylfuna. Rétt utan seilingar Reuters FRÉTTIR ÁRIÐ 2006 voru framkvæmdar 849 fóstureyðingar á Íslandi sem er smávægileg fjölgun frá árunum á undan. Þess ber þó að geta að fóst- ureyðingum fækkar ef miðað er við hverja 1000 lifandi fædda, sam- kvæmt upplýsingum úr talnabrunni landlæknisembættisins. Auk þess hefur fóstureyðingum fækkað hlut- fallslega meðal 15 til 44 ára kvenna. Núgildandi lög um fóstureyð- ingar voru sett 1975. Fóstureyð- ingum fjölgaði eftir setningu þeirra en hefur fækkað miðað við fjölda kvenna hin síðari ár. Við nánari skoðun á aldurs- samsetningu þeirra sem fara í fóst- ureyðingu sést að fóstureyðingum meðal 19 ára og yngri hefur farið fækkandi síðustu ár. Hlutfall fóst- ureyðinga meðal 19 ára og yngri af heildarfjölda fóstureyðinga er nú um 19% og hefur það ekki verið lægra eftir árið 1982. Þessi lækkun hefur einkum verið rakin til tilkomu neyðargetn- aðarvarnataflna sem komu á mark- aðinn árið 1998 svo og til öflugs fræðslu- og forvarnarstarfs, sam- kvæmt upplýsingum frá landlækn- isembættinu. 519 ófrjósemisaðgerðir Árið 2006 fóru 519 manns í ófrjó- semisaðgerðir, þar af 313 karlar og 206 konur. Það er nokkur fækkun frá árinu 2005, en ófrjósem- isaðgerðum hefur farið fækkandi síðustu ár Þær voru flestar tæplega 800 í lok síðustu aldar. Árið 2005 voru ófrjósemisaðgerðir í fyrsta skipti hlutfallslega fleiri hjá körlum en konum og jókst munurinn árið 2006. Fjöldi ófrjósemisaðgerða á hverjar 1000 konur á aldrinum 25 til 54 ára var þá 3,3 en 4,6 á hverja 1000 karla á sama aldri. Fóstureyðing- um fer fækk- andi hérlendis AÐALFUNDUR Evrópusamtak- anna verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 2. apríl, kl. 16 í sal Þjóðminjasafnsins. Erindi heldur Árni Páll Árnason alþingismaður. Hefðbundin aðalfundarstörf. Evr- ópumaður ársins og önnur mál. Aðalfundur Evrópu- samtakanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.