Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
738 738
$%
%
9
9
738 ,:8
$%
$%
9
9
5&;<&
=
>
$%
$%
9
9
5 8
$%
&%
9
9
738-
738.
$%
%
9
9
! "#$% &''(
/0
1 21
)&
0&6-#
:
(/0&6-#
@A )
-#
B0&6-#
0 ) C
-#
D#@ 6
#.
!
EF
0&6-#
"
6+ !:
-#
B
C
-#
3
-#
GH7=
)
I:
**#C-#
?
J -#
K-#
4 0 5 67
-#
#
F
-#
)
) F ;
J
)
) FG
)&
G
@ :
!
0&6-#
L&J
:
EF
F0&6-#
=M-
-#
6) -#
?J!! !
)/ -#
4 )/ -#
/ . 5 8
N
)J N&
D:0
-#
D
6
-#
97:
;
7
%
% % %
%
% %
%
% %
%
4 6)
! ? C&,&
!O
"
6
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
/
( 6)
I
I
I
I
I
I
5
!
) ( (
ÍSLENSKA ríkið ætti að kaupa
hluta af skuldabréfum bankanna,
sem nú eru á eftirmarkaði, til að slá á
þá móðursýki sem einkennir skulda-
bréfamarkaði hvað varðar skulda-
bréf íslensku bankanna.
Segir þetta í nýrri skýrslu grein-
ingardeildar bandaríska fjárfesting-
arbankans Merrill Lynch, en þar
segir að skuldatryggingarálag á
skuldabréfum bankanna sé ekki
lengur í neinum tengslum við fjár-
hagslegan styrkleika þeirra eða
eignastöðu.
Telur Merrill Lynch að vandamál
íslensku bankanna liggi í fjármagns-
flæði og segir markaðinn hafa
áhyggjur af því að viðskiptavinir taki
út innlán sín í stórum stíl.
Íslenska ríkið gæti til dæmis
ákveðið að kaupa öll skuldabréf
bankanna sem komi til greiðslu á
næstu þremur árum og gæti slíkt
inngrip að mati Merrill Lynch slegið
á áhyggjur fjárfesta og gert skulda-
bréf bankanna meira aðlaðandi fyrir
þá.
Ofsahræðsla á markaði
Hegðun fjárfesta á eftirmarkaði
með skuldabréf íslensku bankanna
ber einkenni ofsahræðslu, sem ekki
hefur haft áhrif á hlutabréfaverð
bankanna. Kemur þetta meðal ann-
ars fram í skýrslu Credit Sights um
skuldatryggingarálag á skuldabréf
bankanna.
Segir þar að CS hafi undanfarin
tvö ár verið í hópi hörðustu gagnrýn-
enda íslensku bankanna, en sé nú í
þeirri óvenjulegu stöðu að verja þá.
Almennt sé tryggingarálag vís-
bending um það hversu líklegt mark-
aðurinn telji að útgefandi bréfanna, í
þessum tilvikum bankarnir, geti ekki
staðið við skuldbindingar sínar.
Samkvæmt kenningunni ætti staða
íslensku bankanna því að vera ansi
slæm. Í skýrslunni segir hins vegar
að markaðurinn með skuldabréfin sé
hins vegar ekki virkur og því tak-
markað mark á honum takandi. Þá
er einnig bent á að gengi hlutabréfa
bankanna hafi hækkað undanfarið,
sem sýni að fjárfestar á hlutabréfa-
markaði hafi ekki miklar áhyggjur af
því að bankarnir lendi í greiðsluerf-
iðleikum.
Ríkið komi bönkun-
um til aðstoðar
Í HNOTSKURN
» Úrvalsvísitala kauphall-arinnar hækkaði um 2,47%
og er nú rúm 5.050 stig.
» Gengi krónunnar hækkaðisömuleiðis, eða um 2,84%.
Stendur gengisvísitalan nú í
153,4 stigum, en var 157,75
stig við opnun markaða í gær.
» Hefur Úrvalsvísitalan þvílækkað um 20% frá ára-
mótum og gengi krónunnar
um 23% á sama tíma.
● FL GROUP hef-
ur selt afganginn
af eign sinni í
finnska flugfélag-
inu Finnair fyrir
um 13,6 millj-
arða króna. Það
sem af er ári
nemur gengistap
vegna hlutarins
1,7 milljörðum
króna samkvæmt tilkynningu frá FL
Group.
Þar er jafnframt haft eftir Jóni Sig-
urðssyni, forstjóra félagsins, að sal-
an sé í samræmi við stefnu þess
að minnka vægi eignar í skráðum
félögum sem ekki falla undir kjarna-
fjárfestingar.
FL Group endanlega
út úr Finnair
Jón Sigurðsson
● HAGNAÐUR fasteignafélagsins
Landic Property dróst saman um
tæpa níu milljarða króna á síðasta
ári og nam 2,5 milljörðum króna. Fé-
lagið hét áður Stoðir og hefur stækk-
að verulega síðustu tvö ár, fyrst með
samruna við danska fasteigna-
félagið Atlas Ejendomme árið 2006
og síðan með kaupum á öðru
dönsku félagi sl. haust, Keops.
Eignasafnið hefur því stækkað en í
árslok námu heildareignir Landic
Property um 452 milljörðum króna,
borið saman við 156 milljarða árið
áður. Eigið fé nam í árslok 70,6 millj-
örðum og eiginfjárhlutfallið var
15,6%. Frá áramótum hefur félagið
fest kaup á hlut í fimm alþjóðlegum
fasteignasjóðum fyrir um 20 millj-
arða króna. Félagið á um 500 fast-
eignir á Norðurlöndum og starfs-
menn eru um 270 talsins.
Níu milljörðum minni
hagnaður hjá Landic
● TÖLUVERT mikil viðskipti áttu sér
stað með hlutabréf bankanna í gær.
Heildarvelta með bréf Glitnis nam
21,3 milljörðum króna en þar af voru
sex stök viðskipti upp á meira en
milljarð. Fern þeirra voru á genginu
30,05 krónur á hlut. Þá voru tvenn
viðskipti fyrir um 2,2 milljarða króna
hvor á genginu 17,3 og ein fyrir tæp-
lega 1,1 milljarð á sama gengi. Eng-
ar flagganir bárust kauphöll í gær en
eftir því sem næst verður komist
voru einhver viðskiptanna vegna
framvirkra samninga.
Þá urðu viðskipti upp á ríflega 11
milljarða með bréf Landsbankans í
gær. Þrenn stök viðskipti, samanlagt
upp á um 5,6 milljarða, urðu á geng-
isbilinu 41,65-42,95 en ein viðskipti
upp á 3,8 milljarða urðu á genginu
29. Þar er um 1,18% hlut í bank-
anum að ræða en ekkert meira liggur
fyrir um þau viðskipti. Loks var til-
kynnt síðdegis í gær um kaup Exista
á 7,7 milljónum hluta í Kaupþingi á
genginu 798, eða fyrir um sex millj-
arða króna.
Bankabréfin eftirsótt
VÖRUSKIPTIN við útlönd voru
óhagstæð um 12,5 milljarða króna í
febrúarmánuði, borið saman við 5,5
milljarða króna halla í sama mán-
uði í fyrra, miðað við sama gengi. Á
fyrstu tveimur mánuðum ársins
nemur vöruskiptahallinn 22 millj-
örðum króna, en var 8,3 milljarðar
á sama tíma í fyrra. Í febrúar sl.
voru fluttar út vörur fyrir 19,5
milljarða en inn fyrir tæpa 32 millj-
arða. Sjávarafurðir voru 45% alls
útflutnings í febrúar og iðn-
aðarvörur 49%. Samdráttur varð í
útflutningi á áli. Verðmæti vöruinn-
flutnings var 7,7% meira í febrúar
en á sama tíma í fyrra og mesta
aukningin varð á innflutningi á bíl-
um og eldsneyti.
Enn eykst vöruskiptahallinn
Morgunblaðið/ÞÖK
ÞETTA HELST ...
● HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR erlendis
hækkuðu almennt í gær, þótt ekki
væri um miklar hækkanir að ræða.
Breska FTSE-vísitalan hækkaði um
0,16%, franska CAC um 0,24%, en
þýska DAX-vísitalan lækkaði hins
vegar um 0,38%. Í Bandaríkjunum
hækkaði Dow Jones um 0,38%,
Nasdaq um 0,79% og S&P500 um
0,57%. Þegar horft er til fyrstu
þriggja mánaða ársins hefur Dow
Jones lækkað um 7,6%, Nasdaq um
14,1% og S&P500 um 9,9%. Hófleg-
ar hækkanir einkenndu einnig mark-
aði á Norðurlöndum, þar sem
sænska vísitalan hækkaði um
0,04%, sú danska um 0,18%, en
samnorræna vísitalan lækkaði hins
vegar um 0,04%.
Olíuverð lækkaði í gær eftir að
fréttir bárust af því að mikilvæg olíu-
leiðsla í Írak væri aftur opin, og er
fatið nú 101,61 dalur.
Hækkanir erlendis
SÆNSKA ríkið tók í gær tilboði
franska áfengisframleiðandans
Pernod í Vin & Sprit, áfengisfram-
leiðslufyrirtækið sem lengi hefur
staðið til að einkavæða. Langþekkt-
asta vörumerki Vin & Sprit er
Absolut Vodka en Pernod þarf að
reiða fram 55 milljarða sænskra
króna fyrir fyrirtækið, jafngildi um
711 milljarða króna.
Í samningnum við Pernod er
kveðið á um að framleiðsla V&S
verði áfram í Svíþjóð þótt Mats
Odell, fjármálamarkaðsráðherra
landsins, segi ekki hægt að tryggja
að svo verði um alla framtíð. Þrátt
fyrir það er hann að sögn Dagens
Industri sannfærður um að Pernod
muni ekki færa framleiðsluna. „Það
stendur á hverri einustu Absolut-
flösku að innihaldið sé framleitt úr
hausthveiti af skánskum ökrum.
Það er ekki þeirra hagur að breyta
því,“ segir Odell.
Tilboð Pernod þykir mjög hátt en
það er 21 sinnum hærra en
EBITDA-hagnaður V&S og 5 sinn-
um hærra en velta félagsins.
Pernod kaupir
JÓNAS Fr. Jóns-
son, forstjóri
Fjármálaeftirlits-
ins, staðfestir í
samtali við Morg-
unblaðið að eftir-
litið hafi hafið
rannsókn á því
hvort neikvæðum
orðrómi hafi verið
dreift með skipu-
lögðum hætti um Ísland og íslensku
bankana, í því skyni að hagnast á því.
Financial Times greindi frá rann-
sókninni í gær.
Jónas segir þessa gagnaöflun
standa yfir og síðan verði gögnin
metin, og hvort ástæða verði til að
leita tilsinnis hjá systurstofnunum
FME í nágrannalöndunum. Viðurlög
við meintri markaðsmisnotkun af
þessu tagi eru allt að sex ára fang-
elsi, en Jónas bendir á að málið geti
lent undir erlenda lögsögu. „Þetta er
ekki einfalt mál og sönnunarbyrði
getur verið erfið,“ segir Jónas.
Kaupþing íhugar kæru
Aðspurður tjáir hann sig ekki um
hvort heimsókn Bear Stearns og
fjögurra vogunarsjóða til Íslands í
janúar sl. sé til rannsóknar en Kaup-
þing íhugar að kæra Bear Stearns
fyrir þátt bankans í meintu áhlaupi á
íslensku bankana, eins og kom einn-
ig fram í frétt FT.
Jónas Sigurgeirsson, fram-
kvæmdastjóri samskiptasviðs Kaup-
þings, staðfestir að þetta mál sé til
skoðunar meðal lögfræðinga bank-
ans. Starfsmenn frá fjárfestinga-
bankanum Bear Stearns og vogun-
arsjóðunum DA Capital Europe,
King Street, Merril Lynch GSRG og
Sandelman Partners komu til Ís-
lands í lok janúar sl. og heimsóttu
bankana, Fjármálaeftirlitið og fleiri
aðila. Í framhaldinu kom m.a. grein-
ing frá Bear Stearns sem Kaupþingi
þótti vafasöm.
FME
rannsak-
ar áhlaup
Jónas Fr. Jónsson