Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 43
Heimsferðir bjóða frábært
lúxustilboð til Vilnius 27. apríl.
Upplagt tækifæri til að njóta
vorsins í þessari fallegu borg og
dekra við sig í aðbúnaði.
Fararstjórar okkar kynna þér
sögu borgarinnar og heillandi
menningu. Bjóðum frábært sértilboð á Hotel City Gate sem er
frábærlega staðsett í miðborginni og einnig á frábært lúxustilboð á
Hotel Radisson
SAS Astorija sem
er glæsilegt og
frábærlega
staðsett fimm
stjörnu hótel.
Vorið í Vilnius er
komið á fleygi-
ferð á þessum
tíma og þetta er
því einstakur tími
til að heimsækja
borgina. Gríptu
tækifærið og
skelltu þér í til
þessarar frábæru
borgar og njóttu
þess að hafa
allan aðbúnað í toppi. Tíminn í þessari ferð nýtast einstaklega vel
þar sem flogið er í beinu flugi frá Keflavík að morgni og komið til
Vilnius um kl. 14, en heimflugið er síðan að kvöldi fimmtudags.
Ath. aðeins fá herbergi í boði á þessum kjörum.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Vilnius
27. apríl
frá kr. 36.990
Einstök vorferð til Vilnius!
Verð kr. 44.990
***** - 3 nætur
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með
morgunverði í 3 nætur á Hotel Radisson SAS
Astorija ***** með morgunmat.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Frábært lúxustilboð
5 stjörnu gisting
Radisson SAS Astorija *****
frá kr. 44.990
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 36.990
*** - 3 nætur
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
með morgunverði í 3 nætur á Hotel City
Gate *** með morgunmat.Ertu að leita þér
að aukavinnu?
EINS og fram hefur komið fengu
Sameinuðu þjóðirnar leikarann
Gael García Bernal til að vinna fyrir
sig stuttmynd sem byggist á einu af
hinum átta langtímamarkmiðum
samtakanna. Bernal tók myndina
upp hér á landi, enda staddur hér
vegna leiksýningarinnar Komm-
únunnar sem Vesturport stendur
að, en þar fer hann með hlutverk
Salvadors nokkurs. Bernal hefur
leitað fanga hjá íslenskri alþýðu við
vinnslu myndarinnar og þannig
tóku starfsmenn Hellisheiðarvirkj-
unar að sér aukahlutverk um liðna
páskahelgi. Bernal leitar á svipuð
mið í lokaatriði myndarinnar, sem
er einslags tónlistaratriði, og fara
upptökur á því fram í Kringlunni í
dag.
Sigkaðlar í Kringlunni
Samkvæmt talsmanni er um
draumkennt atriði að ræða og
stendur mikið til og verða sigkaðlar
meðal annars í stóru hlutverki auk
„múgs og margmennis“.
„Það hefur verið mjög gaman að
taka þátt í þessu,“ segir Birta Flóka-
dóttir, markaðsstjóri Kringlunnar.
„Það hefur verið töluvert tilstand út
af þessu atriði, það voru smiðir
hérna hjá okkur í gær og menn frá
flugbjörgunarsveitinni hafa verið að
ganga frá sigköðlum og tæknilegum
atriðum í kingum það. Við erum
auðvitað pínu upp með okkur að
Bernal skuli hafa valið vinnustaðinn
okkar fyrir þessa töku og viljum
gjarnan leggja okkur fram við að
þetta gangi sem best upp.“
Höfundur tónlistarinnar er Nick
Cave og verður hann í litlu hlutverki
í þessu lokaatriði, svokölluðu „cam-
eo role“. Cave kom til landsins í gær
vegna þessa en hann hefur starfað
nokkuð með Vesturporti í gegnum
tíðina og samdi m.a. tónlist við upp-
setningu hópsins á Woyzeck og
Hamskiptunum. Tökur á atriðinu
hefjast í dag klukkan 12.30 og er
áhugasömum þátttakendum bent á
að mæta um hálftíma fyrr.
Nick Cave og Gael
Garcia í samvinnu
Cave leggur til tónlist við stuttmynd Gaels García Bernals
Lokaatriði myndarinnar tekið upp í Kringlunni í dag
Morgunblaðið/Kristinn
Leikstjórinn Stuttmynd Gaels snýst um eitt af þúsaldarmarkmiðum Sam-
einuðu þjóðanna og er hann einn fjölda listamanna sem kemur að verkefn-
inu. Hér er hann í hlutverki sínu í Kommúnunni.
Morgunblaðið/Sverrir
Vinur Vesturports Nick Cave hefur áður lagt til tónlist við uppsetningar
Vesturports. Hér sést hann með Ingvari E. Sigurðssyni leikara.
UNICEF upp-
reisnin heitir
verkefni sem
Ungmennaráð
Unicef, þ.e.
Barnahjálpar
Sameinuðu þjóð-
anna, stendur að
þessa dagana. Af
því tilefni var
haft samband við
nemendafélög
framhaldsskóla á landinu síðasta
sumar og leita liðsstyrks þeirra og
svöruðu þrír skólar kallinu:
Kvennaskólinn í Reykjavík,
Menntaskólinn í Reykjavík og
Menntaskólinn við Hamrahlíð.
Afrakstur starfsins eru styrkt-
artónleikar á Nasa sem haldnir
verða annað kvöld og gefa þar
vinnu sína hljómsveitirnar Hjálmar,
Hjaltalín, Sprengjuhöllin, Rökk-
urró, Mammút og Retron. Prent-
smiðjan Oddi leggur verkefninu lið
með öllu því prentaða efni sem
þarf, veggspjöldum, miðum o.fl.
Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður
nemendafélags Kvennaskólans,
segir nemendafélögin þrjú hafa
skipulagt tónleikahaldið frá a til ö.
Allur ágóði renni til starfs Unicef.
„Það er mikil stemning fyrir þess-
um tónleikum, heyrist mér,“ segir
Lilja Dögg. Undirbúningur hafi
gengið mjög vel enda allir afar já-
kvæðir í garð verkefnisins. „Þetta
er mjög stórt og spennandi verk-
efni,“ segir Lilja Dögg, undirbún-
ingur framhaldsskólanemanna hafi
staðið yfir í nokkrar vikur og verið
afar lærdómsríkur.
Starf Unicef verður kynnt á tón-
leikunum sem hefjast kl. 20. For-
sala aðgöngumiða er þegar hafin á
midi.is og í menntaskólunum þrem-
ur á aðeins 1.500 kr. en einnig
verða miðar til sölu við innganginn
á 2.000 kr.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hjaltalín Sveitin er á meðal þeirra sem munu koma að styrktartónleikunum sem fram fara á NASA annað kvöld.
Nánari upplýsingar um starf Uni-
cef má finna á vef samtakanna,
www.unicef.is.
Lilja Dögg
Jónsdóttir
Styrktartónleikar fyrir Unicef