Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is LÖGREGLAN hefur hætt rann- sókn á því þegar dýrmætum sýnum, einkum af fuglum, í eigu Náttúru- fræðistofnunar Íslands var kastað vorið 2006. Sýnin voru varðveitt í frystigeymslu sem stofnunin hafði þá leigt í um 16 ár. Jón Gunnar Ott- ósson, forstjóri Náttúrufræðistofn- unar, sagði að borist hefði bréf frá lögreglunni nýlega þar sem tilkynnt var að rannsókn hefði ekki skilað neinum árangri og henni því verið hætt. Náttúrufræðistofnun óskaði eftir því við lögregluna í Reykjavík haustið 2006, að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið, að fram færi opinber rannsókn á því hvað orðið hefði um sýni í eigu íslenska ríkisins sem varðveitt voru í frystigeymsl- unni. Jón Gunnar kvaðst hafa spurst fyrir um gang rannsóknarinnar nokkrum sinnum bréflega en aðeins fengið munnleg svör þar til bréfið barst um að rannsókninni væri hætt. Hann sagði að ekki hefði verið fjallað endanlega um þessa niður- stöðu innan stofnunarinnar og því óvíst um framhaldið. „Við þurftum að vita hvað gerðist – hvað varð af þessum sýnum – áður en við gátum farið að kæra,“ sagði Jón Gunnar. „Við afhentum lögregl- unni allar upplýsingar sem við höfð- um, bæði um viðkomandi einstak- linga og hvernig málið hafði borið að. Það virtist ekki skila neinu og í bréfi lögreglunnar eru engar upp- lýsingar um rannsóknina. Það kem- ur mér svolítið á óvart að málið skuli vera afgreitt með þessum hætti.“ Sýnin höfðu verið í frystigeymslu sem Náttúrufræðistofnun hafði haft á leigu í um 16 ár og uppgötvaðist tjónið haustið 2006. Í klefanum voru geymd yfir tvö þúsund fuglasýni, smáhvalur og ýmis minni sýni. Með- al fugla í geymslunni voru sex haf- ernir, fimmtíu fálkar, sjaldgæfir flækingsfuglar og afar verðmæt sería af teistum sem safnað hafði verið um árabil. Sum sýnin voru allt að þrjátíu ára gömul og því óbæt- anleg. Rannsókn á sýnahvarfi hætt Yfir tvö þúsund fuglasýni, smáhvalur og fleira í eigu Náttúrufræðistofnunar voru geymd í frystigeymslu í sextán ár áður en þau hurfu, þ.á m. 6 hafernir og 50 fálkar Mortgunblaðið/RAX Tæmt Frystigeymslurnar voru gal- tómar þegar að var komið. ATVINNUBÍLSTJÓRAR efndu til mótmæla á höfuð- borgarsvæðinu í gær, en hringveginum var einnig lok- að við Höfn í Hornafirði. Að sögn lögreglu varð lítils- háttar töf á umferð og mynduðust biðraðir í allar áttir. Flestir sýndu mótmælum bílstjóranna skilning en aðrir settu upp hundshaus. Ljósmynd/Eystrahorn Biðraðir mynduðust í allar áttir Atvinnubílstjórar lokuðu hringveginum við Höfn VÖRUBÍLSTJÓRAR segja að al- þingismenn og ráðherrar hafi skellt skollaeyrum við mótmælaaðgerðum bílstjóra að undanförnu og ætla að ýta við þeim með því að sturta nokkrum bílförmum af möl fyrir framan Alþingi árdegis í dag. Bílstjórar tepptu umferð á nokkr- um helstu samgönguæðum í Reykja- vík fyrir helgi og svo aftur í gær- morgun til að mótmæla vökulögum, háu eldsneytisverði og þungaskatti. Sturla Jónsson, talsmaður bílstjóra, segir að alþingismenn og ráðherrar hafi sem fyrr virt bílstjóra og reynd- ar allan almenning í landinu að vett- ugi og ýmsar hugmyndir hafi verið til umræðu til að vekja frekari at- hygli ráðamanna á alvarleika máls- ins. Þar sem fjármálaráðherra sé dýralæknir að mennt hafi komið til tals að sturta hrossataði eða hænsnaskít framan við Alþingi en þegar heyrst hafi af boðuðum mót- mælum á Austurvelli klukkan 16 í dag hafi verið ákveðið að gera fólki ekki erfiðara fyrir með skít og ólykt en dreifa miklu magni af möl fyrir framan Alþingishúsið í staðinn. Möl- in kæmi þá líka að gagni fyrir jeppa- mennina sem myndu leika sér í tor- færuakstri í henni síðdegis. Sturla segir að vörubílstjórar ætli að vera við Alþingi klukkan 10 ár- degis, en ekki verði greint frá frekari aðgerðum að svo komnu. | 11 Sturta möl fyrir fram- an Alþingi Sturta Bílstjórar hafa verið iðnir við að mótmæla að undanförnu. Íhuguðu að sturta taði en hættu við SAMGÖNGUMIÐSTÖÐ sem hýsa mun allar tegundir samgangna rís í Vatnsmýrinni og telur borgin mik- ilvægt að fyrsti áfangi samgöngu- miðstöðvarinnar verði tilbúinn ekki síðar en í árslok 2009. Þetta kemur fram í frétt frá Reykjavíkurborg, en á fundi borg- arstjóra, Ólafs F. Magnússonar, og Kristjáns Möller samgönguráðherra kynnti borgarstjóri tillögu að lausn samgöngumála í Vatnsmýrinni sem felur í sér byggingu samgöngumið- stöðvar sem verður miðstöð flug- starfsemi, almenningssamgangna, hópferðabifreiða, leigubifreiða o. fl. Lóðin sem um er að ræða er vestan Valssvæðisins og er sjö hektarar og miðast sú stærð við flugstarfsemi. Makaskipti þurfa að eiga sér stað milli ríkis og borgar vegna þessa og mun borgin heimila flugrekstrarað- ilum sem nú hafa ekki aðstöðu á vell- inum að nýta jaðar þeirrar lóðar til að byrja með. „Í samræmi við þetta hlutverk samgöngumiðstöðvar leggur Reykjavíkurborg áherslu á að öll uppbygging og starfsemi vegna flug- rekstrar í Vatnsmýri fari fram í fyr- irhugaðri samgöngumiðstöð og sam- einist þar á einu svæði í stað þess að dreifast víða um Vatnsmýrina,“ seg- ir þar ennfremur. Samgöngu- miðstöð rís í mýrinni „ÞETTA er eðlileg hæfniskrafa. All- ir vegamálastjórar hingað til hafa verið verkfræðimenntaðir,“ segir Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneyt- isstjóri í samgönguráðuneytinu, um auglýsingu vegna setningar í emb- ætti vegamálastjóra. Embættið var auglýst laust til umsóknar til eins árs frá og með 1. maí sl., en í auglýsingu um það er gerð krafa um verkfræði- menntun eða sambærilega menntun. Slíkt var ekki gert síðast þegar emb- ættið var auglýst. Gunnar Gunnarsson aðstoðar- vegamálastjóri er lögfræðingur að mennt og athygli Lögmannafélags Íslands á málinu hefur verið vakin. Að sögn Lárentsínusar Kristjáns- sonar, formanns Lögmannafélags- ins, mun stjórn þess að líkindum fjalla um málið á stjórnarfundi á morgun. Lárentsínus segir að almennt sýn- ist sér að samkvæmt starfsmanna- lögum sé ráðherra líkast til heimilt að gera kröfur um sérstaka menntun vegna ráðningar vegamálastjóra. Slíkt þurfi hins vegar að rökstyðja mjög vel „og mér finnst þessi ákvörðun hans kalla á það“. Hann segir að þetta mál komi öllum sér- fræðistéttum við, enda sé fyrst og fremst um stjórnunarstöðu að ræða. Ragnhildur Hjaltadóttir segir að í samgönguráðuneytinu hafi menn talið eðlilegt að óska eftir verkfræði- þekkingu vegna ráðningarinnar. Verið sé að setja vegamálastjóra í embætti í eitt ár, en ekki skipa í stöð- una til fimm ára, líkt og áður hefur verið gert. Sú ákvörðun að setja í embættið til eins árs tengist mögu- legum skipulagsbreytingum í kjölfar ábendinga frá Ríkisendurskoðun, sem um þessar mundir vinnur að því að skoða Vegagerðina og starfsemi hennar. Hjá samgönguráðuneytinu hafi menn átt von á því að endur- skoðuninni lyki fyrr en raun hefur orðið á, en vinnan við hana sé um- fangsmikil. Þegar ábendingar berist frá Ríkisendurskoðun verði farið yfir þær og hugað að endurskipulagn- ingu í framhaldinu. Ragnhildur segir algengt að óskað sé eftir tiltekinni þekkingu þegar stjórnendastörf séu auglýst laus til umsóknar. Við aug- lýsingu stöðunnar nú hafi verið litið til þess að nýr vegamálastjóri taki við stofnuninni með tiltölulega skömmum fyrirvara og tímabundið. Jón Rögnvaldsson, núverandi vega- málastjóri, lætur af störfum 1. maí. Hann hugðist upphaflega hætta 1. mars, en ráðuneytið óskaði eftir að hann gegndi stöðunni fram í maí. Að sögn Ragnhildar er það í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis þess efnis að nauðsynlegt sé að auglýsa setningu í stöðuna í eitt ár. Nýr vegamálastjóri hafi verkfræðimenntun Segir ráðherra þurfa að rökstyðja hæfniskröfurnar vel Í HNOTSKURN »Samgönguráðuneytið aug-lýsti í mars laust til umsókn- ar embætti vegamálastjóra. »Vegna fyrirhugaðrar endur-skipulagningar stofnunar- innar er um að ræða setningu til allt að eins árs frá 1. maí nk. LISTI uppstillinganefndar náði ekki kjöri í stjórn Landssambands lögreglumanna og féll með 30% at- kvæða. Listi sem borinn var fram gegn lista uppstillingarnefndar sigraði örugglega með 70% at- kvæða og mun stýra Lands- sambandinu næsta kjörtímabil. Listi uppstillingarnefndar var borinn fram af Gils Jóhannssyni, en hann tapaði fyrir lista sem Snorri Magnússon fór fyrir. 729 voru á kjörskrá og greiddu 523 atkvæði eða tæp 72%. Fékk listi uppstill- inganefndar 151 atkvæði gegn 351 atkvæði listans sem sigraði. Listi uppstill- inganefndar féll MIKILL meirihluti fólks telur að af- brot séu mikið vandamál hér á landi, að því er fram kemur í nýjum þjóðarpúls Gallup. Þannig telja 72% aðspurðra afbrot mikið vandamál, 16% að þau séu lítið vandamál hér á landi og 12% taka ekki afstöðu. Konur telja afbrot meira vanda- mál en karlar og sú skoðun að þau séu vandamál fer vaxandi með aldri. Þá telja 80% aðspurðra refs- ingar of vægar og einnig þar er af- staða kvenna fremur afgerandi en karla. 90% þeirra sem eru í yngsta aldurshópnum telja refsingar of vægar, en þeim fækkar eftir því sem aldurinn færist yfir og í elsta aldurshópnum, 55-75 ára, telja 68% refsingar of vægar. Refsingar of vægar ♦♦♦ GYLFI Þor- steinsson hefur tekið við stöðu auglýsingastjóra Árvakurs. Hann hefur verið aug- lýsingastjóri Morgunblaðsins og Mbl.is. Gylfi, sem starfað hef- ur hjá Árvakri frá 2005, hefur nú einnig yfirumsjón með sölu aug- lýsinga fyrir 24 stundir, en Steinn Kári Ragnarsson hefur látið af störfum sem sölustjóri þeirrar út- gáfu. Með sameiginlegri auglýsinga- stýringu segir Gylfi að fyrirtækið vonist til að samhæfa starfsemi sína enn frekar, efla sókn inn á auglýs- ingamarkaðinn og í senn veita við- skiptavinum betri þjónustu og auka hlut sinn á auglýsingamarkaði til muna. Auglýsinga- stjóri Árvakurs Gylfi Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.