Morgunblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 3 Eftir Sigmund Ó. Steinarsson sos@mbl.is „Ég er afar stoltur og ánægður með að við Framarar eru ofarlega á blaði í öllum keppnisíþróttum og stöndum okkur vel í efstu deildum og erum þar að keppa um titla í knattspyrnu og handknattleik karla og kvenna á hverju ári. Þá er starf okkar í yngri flokkum mjög gott, þar sem unglingar okkar eru alls taðar í efstu riðlum og standa sig vel. Grunnurinn er góður og félagið er gott, þannig að framtíðin er afar spennandi. Við erum nú að fara að hreiðra um okkur á stórglæsilegu svæði í Úlfarsárdal. Menn geta verið stoltir af því að fara þangað, en við megum ekki gleyma því að við erum með ræturnar í Safamýrinni og við munum sinna okkar gamla og góða svæði áfram. Við hættum ekki að þónusta það fólk sem er hér í Safa- mýrinni,“ sagði Steinar Þór. Steinar Þór sagði að það væri ljóst að Framarar verða á nýja svæðinu til hundrað ára. „Já, og miklu leng- ur. Það má segja að í fyrsta skipti í uppbyggingu á íþróttasvæði í Reykjavík sé okkar svæði í Úlfars- árdal hugsað til framtíðar. Það er ljóst að aðstaðan mun duga hverfinu til næstu hundrað ára – það verður ekki þrengt að okkur með neinum mannvirkjum. Það er nýtt í skipulagi á íþróttasvæði hér í borginni og við höfum lagt áherslu á það. Það er alveg ljóst að við komum til með að starfa á tveimur svæðum á næstu árum – í Safamýrinni og í Úlf- arsárdal. Við munum kappkosta að hlúa sem mest og best að æsku borgarinnar í hverfunum okkar og gefa æskunni kost á því að njóta leiks af ánægju,“ sagði Steinar Þór. Þegar Steinar Þór var spurður hvort það kostaði ekki fjölmennara starfslið að vera með starfssemi á tveimur stöðum – starfsmenn sem vinna mikið í sjálfboðavinnu, sagði hann að Framarar hafi alltaf verið heppnir – átt frábært fólk. „Starfsemi okkar hefur breyst mikið, en við eigum sem betur fer stóran hóp af frábæru fólki sem mun leggja hönd á plóg til að gera veg fé- lagsins sem glæsilegastan. Rekstur félagsins er að breytast mikið. Aðalstjórn Fram er að koma meira og meira inn í starfið og hefur tekið að sér verkefni sem deildirnar hafa séð um áður. Við höfum verið að ráða starfsfólk til starfa – eins og bókara, framkvæmdastjóra, íþrótta- stjóra og íþróttafulltrúa. Við erum í vaxandi mæli að taka að okkur ým- isleg störf til að halda sem best utan um félagssstarfið. Með þessu fyrirkomulagi geta sjálfboðar okkar í deildunum sinnt því sem er skemmtilegt. Sjá um skemmtilegu hlutina og hlúa að krökkunum okkar sem best. Sjá um framtíðarþróun og uppbyggingu deildanna án þess að hafa stöðugt áhyggjur af peningum. Það erum við í aðalstjórninni sem eigum að taka á okkur þær áhyggjur, ef þær eru til staðar. Við tökum að okkur ýmisleg störf sem hafa oft vilja hlaðast á sjálfboðaliðana og gert þeim stund- um lífið leitt. Við höfum tekið þá sterku stefnumótum á hundrað ára afmælisári okkar og ráðið fólk til starfa til að létta störf sjálboðalið- anna. Það er ekki bara áhugi hér í Safa- mýrinni. Áhuginn er mikill hjá fólk- inu í Grafarholtinu og Úlfarsfelli – margir tilbúnir að starfa með okkur á fullum krafti í uppbyggingunni í Úlfarsárdal. Já, þar er bjart fram- undan hjá Fram, þó að það hafi háð félaginu nokkuð að við séum að reka tvö hverfisfélög samtímis. Við erum með tvö sett af öllu – tvo þjálfara í öllum flokkum. Það hefur stundum verið erfitt, þar sem það er langt á milli svæðanna, en við munum leysa það farsællega eins og annað. Það er mjög bjart fram undan hjá Fram og mjög góð stemmning í fé- laginu og frábær andi. Það eru margir sem eru tilbúnir að leggja hönd á plóginn og gefa Fram af sín- um frítímum,“ sagði Steinar Þór, sem hvetur alla Framara til að halda í heiðri á afmælisárinu söng Ingi- marskórsins, sem kenndur var við Ingimar Brynjólfsson og sunginn var eftir sigurleik Fram gegn KR á Melavellinum á upphafsdögum ís- lenskrar knattspyrnu fyrir tæplega hundrað árum: „Við skulum halda sigurhátíð snjalla!“ Steinar Þór Guðgeirsson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, segir að það sé bjart fram undan hjá félaginu og æsku þess á 100 ára afmælisárinu „Við skulum halda sigurhátíð snjalla!“ Ljósmynd/Jóhann G. Kristinsson Aðalstjórn Fram á 100 ára afmælinu. Fremri röð frá vinstri: Kristinn Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri, Pétur Óskarsson, Ragnar Lárus Kristjánsson, Stefán Hilmarsson, gjaldkeri, Kjartan Þór Ragnarsson, vara- formaður og Þór Björnsson, íþróttafulltrúi. Fremri röð: Ívar Guðjónsson, Skúli Helgason, Steinar Þór Guð- geirsson og Þóra Guðmundsdóttir, ritari. „Á þessum sögulegu tímamótum Fram hugsum við fyrst og fremst um framtíðina. Þó að saga félagsins sé glæsileg – þar sem margir sætir sigrar hafa unnist og margir stór- glæsilegir félagsmenn hafa komið fram – er það framtíðin sem við hugsum um og einbeitum okkur að. Eftir að Framarar hafa verið á ýmsu flakki í hundrað ár um borg- ina, þá er nú komið að þeim tíma- punkti að við höfum fengið úthlutað glæsilegu íþróttasvæði í Úlfarsár- dal og á þessum tímamótum förum við að hugsa til næstu hundrað ára. Félagsmenn þurfa ekki að kvíða, því að félagið býr nú afar vel,“ seg- ir Steinar Þór Guðgeirsson, for- maður Knattspyrnufélagsins Fram, sem heldur upp á 100 ára afmæli sitt í dag og út allt árið. FYRSTU búningar Fram voru hvítar peysur og hvítar buxur. Blár borði var þvert yfir brjóstið – með nafninu FRAM. Breytingar voru gerðar á bún- ingnum 1911 er byrjað var að leika í albláum peysum án kraga, með reim- um í hálsmálið. Þá þótti fínt að hafa peysuna utan yfir buxurnar, en sveita- legt að gyrða peysurnar niður í brók. Síðan kom hvítur kragi á peysuna og hvítar líningar á ermar – hvers vegna? „Það var eitt sinn að haustlagi í kalsaveðri að við áttum að keppa. Ég hafði vit á að klæða mig vel og átti hvíta peysu með kraga og löngum ermum. Fór ég í þessa peysu innan undir og síðan í bláu peysuna. Lét hvíta kragann koma utan yfir og braut upp ermarnar á þeirri hvítu yfir þá bláu. Þetta þótti fallegt og var síðan tekið upp,“ sagði Pétur J. Hoffmann Magn- ússon, fyrrverandi leikmaður og formaður Fram. Frampiltar höfðu orð á sér fyrir að vera heitir þjóðernis- og sjálfstæð- issinnar, og sú skýring var almennt gefin á félagsbúningi þeirra og merki að hvort tveggja væri undir áhrifum frá íslenska flagginu sem notað var á þessum tíma; blátt með hvítum krossi, sem Danir neituðu að samþykkja. Hvítt og blátt FLJÓTLEGA fer mynd að koma á nýtt framtíðarfélagssvæði Fram í Úlfarsárdal við Grafarholt sem verð- ur hið glæsilegasta í fögru umhverfi við Úlfarsá, eins og sést hér á teikn- ingunni til hliðar. Rauðu punktarnir sýna fornminjar, græna svæðið með gulum línum við ána er hverfisvernd- arsvæði og er opið eins og annað grænt svæði og á þeim eru tjarnir. Framsvæðið er innan punktalínu. Svæðin sunnan árinnar sem eru merkt Í eru íþróttavellir. Gönguleiðir eru gular, reiðleiðir gráar (mjóar) en vegir eru gráir, breiðir. Framsvæðið, sem fer undir íþróttamannvirki, grasvelli og fleira, er um 100.000 ferm. og síðan til við- bótar um 10.000 ferm. undir bílastæði og annað en þess má geta til gamans að allt svæðið í Safamýrinni er um 4.000 fm. Á svæðinu er fullbúið íþróttamann- virki (rauða húsið á teikningunni) með tveimur handknattleiksvöllum og aðstöðu fyrir áhorfendur. Húsið er um 60-90% stærra en íþróttahúsið og félagsaðstaðan í Safamýri. 8 grasæf- ingavellir í fullri stærð verða á svæð- inu. Þá verður á svæðinu fullbúinn keppnisvöllur – völlurinn fyrir sunn- an íþróttahúsið, með áhorf- endastúkum með báðum hliðum vall- arins og möguleika á stúku allan hringinn. Vestan við völlinn verður fullbúinn gervigrasvöllur. Samtals verða á svæðinu 10 fullbúnir vellir í fullri stærð. Á framtíðarsvæði austan við íþróttahúsið er gert ráð fyrir tveimur völlum til viðbótar, annar verður í knatthúsi. Helstu atriði varðandi umfang, stærðir og framkvæmdaáætlun eru: Fjölnota íþróttamannvirki Fram. Felur í sér fjölnota íþróttahús þar sem hægt er að koma fyrir tveimur handknattleiksvöllum í fullri stærð, þversum. Með áfastri áhorf- endaaðstöðu fyrir aðalleikvang og búningsklefum undir til viðbótar við aðra búningsklefa í mannvirkinu. Þrír minni íþróttasalir verða í kjall- ara mannvirkisins. Félags- og þjón- ustuaðstaða fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn ásamt samkomusal og fundaraðstöðu. Anddyri, verslun, þjónusta, áhaldageymslur, geymslur, líkamsræktarsalur o.s.frv. Gert ráð fyrir að íþróttasalurinn verði tekinn í notkun fyrri hluta 2010 og fjölnota mannvirkið fullbúið seinni hluta árs 2010. Lóðin ca 15.000 ferm. að stærð. Aðalleikvangur Fram fullnægir öll- um kröfum leyfiskerfis KSÍ um mannvirki til keppni í efstu deild karla í knattspyrnu með áhorf- endastúku undir sama þaki og fjöl- nota íþróttamannvirki og með hinni langhlið vallarsins. Við enda vallar beggja vegna verði möguleiki á áhorf- endastæðum í framtíðinni. Leikið verði á vellinum keppnistímabilið 2011. Gervigrasvöllur. Fullnægir öll- um þörfum skv. núverandi stöðlum varðandi grasið, flóðljós, stærð o.s.frv. Tekið í notkun 2009. Grassvæði við aðalleikvang er sam- tals um 12.000 ferm. – rúmar tvo knattspyrnuvelli í fullri stærð. Tekið í notkun 2010. Fjölnota grasæfingavöllur, sem er fyrir vestan aðalsvæðið á teikning- unni. Stærð 12.680 ferm. – rúmlega tveir knattspyrnuvellir í fullri stærð. Tekið í notkun 2011. Grasæfingavellir, suðaustur af að- alsvæði á teikningunni – rúmar þrjá knattspyrnuvelli í fullri stærð. Tekið í notkun 2010. Þjónustuhús við grasæf- ingavelli. Áhaldageymsla, búnings- klefar, þjónusta o.fl. Samtals 150 fer- metrar. Tekið í notkun 2011. Bílastæði, lóðafrágangur, trjá- gróður, gönguleiðir, hjólaleiðir, und- irgöng, svæðið afgirt o.fl. Allur frá- gangur kláraður í lok árs 2011 og í upphafi 2012 verður allt svæðið fullfrágengið. Knatthús o.fl. er í skipulagi svæðisins og er gert ráð fyrir framtíðar þróunarsvæði íþrótta- svæðisins með knatthúsi og æf- ingasvæði. Stærð svæðisins um 10.000 ferm., gert ráð fyrir knatthúsi, ca 6.000 ferm., og æfingaaðstöðu. Tekið í notkun eftir 2012. Framsvæðið í Úlfarsárdal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.