Morgunblaðið - 01.05.2008, Síða 4

Morgunblaðið - 01.05.2008, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ voru Framarar sem komu með hugmyndina að keppa um Ís- landsbikar og var ákveðið að fá bikar frá Þýskalandi. Friðþjófur Thorsteinsson sagði svo frá í 50 ára afmælisblaði Fram að eftir að Fram hafði lagt KR að velli í fyrsta opinbera kappleiknum 1911 hefðu Framarar gengist upp við þann sigur – og kom brátt fram tillaga á fundi í Fram að nauðsynlegt væri að keppa um bikar á Íslandi að erlendum sið. „Hófum við þá sníkjur til að festa kaup á bikar frá Þýskalandi sem kostaði, að mig minnir, hvorki meira né minna en 85 krónur. Gekk allvel að safna þeirri upp- hæð nema hvað síðasti hjallinn reyndist örðugastur. Þegar allir höfðu lagt af mörkum hvað þeir gátu vantaði 1,75 krónur. Þá var gripið til að safna handbærri smá- mynt, allt niður í einseyringa, svo að við gátum fest kaup á gripnum. Var samin reglugerð um að Ís- landsbikarinn ynnist aldrei til eignar og ekki mætti breyta regl- unum nema með samþykki Fram.“ Sníkjur fyrir Íslandsbikarnum JÓN Sigurðsson skrifaði um stemn- ingu á kappleikjum Fram á Mel- unum í FRAM-blaðið í febrúar 1939: „Þegar inn á völlinn kom var mitt fyrsta verk að leita uppi Ingimar- skórinn fræga. Hann valdi sér venjulega stöðu austan turnsins, sem var fyrir miðri norðurhlið vall- arins. Þarna söfnuðust saman í hóp æstustu Framararnir, undir stjórn lág- en þéttvaxins náunga, með ótrúlega sterk raddbönd. Maður þessi var Ingimar Brynjólfsson, nú- verandi heildsali hér í bæ. Hans hægri hönd var okkar gamli góði Púlli. Hann var sem besta gjall- arhorn og fyrsti tenór í kórnum. Við smástrákarnir vorum heldur en ekki upp með okkur, að mega æpa með – hvað ekki var heldur sparað! Í þessum fræga kór lifði ég unaðslegar stundir, í tryllings- legum æsingi, þegar Fram var í sókn og knötturinn söng í neti óvin- anna. Var lítið um það hirt þótt raddböndin yrðu óstyrk og röddin hás eftir hildarleikinn. Í kringum Erlend Ó. Pétursson safnaðist annar kór – KR-kórinn. Reyndi hann eftir bestu getu að kæfa Ingimarskórinn. Var sam- söngurinn oft hin ægilegasti og heyrðist um allan bæ. Þó var alltaf háværari kór þess félags, sem betur hafði … … Og það var heldur ekki legið á liði sínu í þá daga! Það má segja með sanni að „karlakórar“ þessir voru þekktir af hverjum vallargesti og álitnir ómissandi þáttur í hvern hildarleik sem á vellinum var háður – þó sérstaklega er Fram og KR áttust við!“ Samsöngurinn heyrðist um allan bæ Fram og KR urðu að heyja aukaleik um Íslandsmeistaratitlinn og lauk viðureigninni með sigri KR, 3:2. Hin- rik Thorarensen og Friðþjófur Thor- steinsson skoruðu mörk Fram. Vegna deilna um móthald ákváðu KR-ingar að mæta ekki til leiks á Ís- landsmótinu 1913 og 1914, þannig að Framarar urðu meistarar bæði árin án keppni. Deilt var um hvenær mót- ið skyldi haldið. Framarar vildu keppa í byrjun júní, áður en mennta- skólapiltarnir í röðum þeirra dreifð- ust út um landið að loknum skóla, en KR-ingar vildu halda mótið í lok júní með þeim rökum að liðsmenn væru þá komnir í betri æfingu. Fram og KR mættust fimm sinnum í leikjum á þessum árum og höfðu Framarar betur – unnu þrjá leiki (2:0, 5:2, 1:0), en tveimur lauk með jafntefli, 2:2. Fram, KR og Valur tóku þátt í Ís- landsmótinu 1915. Framarar lögðu þá Val að velli 3:2 og síðan KR, 5:4. Íslandsmótið 1916 var sögulegt vegna þess að Fram og KR urðu að leika aukaúrslitaleik, þó svo að Fram hefði unnið Val og gert jafntefli við KR-inga, sem gerðu einnig jafntefli við Valsmenn. Fram var með 3 stig, KR 2 og Valur eitt. Framarar töldu sig sigurvegara, en KR-ingar mót- mæltu og vísuðu í reglur mótsins, þar sem sagði að í þriggja liða móti yrði það lið sigurvegari sem ynni tvo leiki. ÍSÍ úrskurðaði að Fram og KR þyrftu að leika aftur til að knýja fram úrslit. Framarar sigruðu í þeirri viðureign, 3:1. Gunnar Thor- steinsson skoraði tvö marka Fram í leiknum og Magnús Björnsson eitt. Fram lagði Val 3:2 og KR 4:3 á Ís- landsmótinu 1917. Friðþjófur Thorsteinsson var kominn heim á ný 1918 eftir fjögurra ára nám í Edinborg í Skotlandi, þar sem hann lék með Hibernian. Hann kom heldur betur, sá og sigraði! Friðþjófur skoraði 12 af 14 mörkum Fram á Íslandsmótinu – skoraði öll sex mörkin gegn KR, 6:1. Hann skoraði eitt mark í leik gegn Val, 2:1, og fimm mörk í úrslitaleik gegn Vík- ingi, 6:2. KR var meistari 1919 og Víkingur 1920, en síðan komu þrjú meistaraár hjá Fram – 1921, 1922 og 1923, en þessi ár töpuðu Framarar ekki leik, markatalan var 10:1 1921, 8:1 1922 og 12:2 1923. Framarar töpuðu úrslitaleik gegn Víkingi í framlengingu 1924, eftir að staðan var jöfn 3:3 eftir venjulegan leiktíma. Víkingar skoruðu sigur- markið í framlengingunni. Framarar urðu Íslandsmeistarar 1925 og var það tíundi meistaratitill þeirra á 14 árum. Fram tapaði aukaúrslitaleik gegn KR 1926, 8:2. Eftir hina glæsilegu sigurgöngu fór að halla undan fæti hjá Fram og tók Framliðið ekki þátt á Íslandsmótinu 1928 og var veik- leiki Fram fámennið. Góður félagsandi Pétur Sigurðsson ritaði um Gull- árin 1911 til 1925 í 50 ára afmæl- isblað Fram og sagði: „Fram hafði yfirhöndina á þessu tímabili og sigraði oft með miklum yfirburðum. Þessi velgengni stafaði að miklu leyti af góðum félagsanda og betri samleik, en líklega þó mest af því að það átti jafnan á að skipa nokkrum leikmönnum sem báru af. Fyrstu árin voru Friðþjófur Thor- steinsson, Gunnar Halldórsson og Pétur Magnússon skærustu fram- herjar hér í bæ, en Arreboe Clausen bar uppi vörnina. Enn finnst mér Friðþjófur bera af þeim miðfram- herjum sem hér hafa verið. Það kann að vera, að ég sjái fortíðina í hill- ingum, og auðvitað átti hann í höggi við veikari andstæðinga en bestu sóknarmenn á síðari árum. Árin 1914-1917 þegar Friðþjófur var er- lendis átti félagið jafnoka hans í Gunnari, bróður hans, en hann missti heilsuna 1918 og dó tveimur árum síðar.“ Friðþjófur skoraði 12 mörk af fjórtán! FYRSTA Íslandsmótið í knatt- spyrnu fór fram 1912 og tóku þrjú lið þátt í mótinu – Fram, Fótbolta- félag Reykjavíkur (KR) og Knatt- spyrnufélag Vestmannaeyja. Hlut- kesti réð því að Reykjavíkurliðin mættust í fyrsta leik mótsins að við- stöddum 500 áhorfendum á Mela- vellinum. Það var við hæfi að fyrsti formaður Fram, Pétur Hoffmann Magnússon, skoraði fyrsta mark Ís- landsmótsins, en KR-ingar náðu að jafna, 1:1. KR-ingar lögðu síðan Eyjamenn að velli, 3:0, en Eyja- menn gáfu síðan leik sinn við Fram vegna meiðsla leikmanna. Íslandsmeistarar Fram 1922 Aftasta röð frá vinstri: Osvald Knudsen, Brynjólfur Jóhannesson, Tryggvi Magnússon, Gísli Pálsson, Pétur H. Magnússon og Eiríkur Jónsson. Miðröð frá vinstri: Árni Daníelsson og Guð- mundur Halldórsson. Fremsta röð frá vinstri:Pétur Sigurðsson, Kjartan Þorvarðarson og Júlíus Pálsson. „Karl var alltaf að koma fram með nýjar hugmyndir, sem gáfu árangur,“ sagði Sigurður Einarsson, sem var línumaður í hinu sigursæla Framliði – hóf að leika með því um vorið 1960 er hann var 17 ára. Sigurður segir m.a. í 100 ára afmælisriti Fram, sem kom út í gær, að FH-liðið hafi verið geysilega vel mannað á þessum árum, en Fram- arar hafi lagt það að velli með leik- skipulagi. „Karl þurfti ekki endilega að vera með bestu einstaklingana til að gera lið að meisturum,“ sagði Sig- urður. Sigurður og Ingólfur Óskarsson léku með öllum sjö meistaraliðum Fram á tímabilinu. Sigurður sagði að það hafi orðið mikil breyting á hand- knattleiknum hjá Fram og á Íslandi þegar Karl G. kom heim og byrjar að leika á ný með og þjálfa Framliðið keppnistímabilið 1960-1961. „Karl byrjaði þá strax á því að leggja lín- urnar og byggja upp vel útfærðan og skipulagðan leik bæði í vörn og sókn. Við æfðum upp ýmsar leikfléttur og kerfi mjög vel og síðan var stöðugt verið að bæta ofan á það. Það þótti mörgum einkennilegt að sjá hvernig við lékum með þrjá línumenn í hinum litla Hálogalandssal. Þannig leikað- ferð var gjörsamlega óþekkt hér á landi. Línumennirnir voru ekki mikið á ferðinni, enda leikvöllurinn þröngur. Línumennirnir léku eftir kerfunum og voru þeir staðbundnir og færðu sig til eftir þeim. Við vorum með margar mjög góðar skyttur, eins og Ingólf, Guðjón og Ágúst Þór, þannig að and- stæðingar okkar fóru langt út á völl- inn á móti þeim. Við það skapaðist oft töluvert svigrúm fyrir okkur línu- mennina. Við höfðum Guðjón í okkar herbúðum, sem var geysilega útsjón- arsamur að koma knettinum inn á lín- una til okkar,“ sagði Sigurður þegar hann rifjar upp „Gulltímabil“ karla- liðs Fram í handknattleik. Þegar keppnistímabilið 1960-1961 hófst var Karl G. með nýjar hug- myndir, sem áttu eftir að gjörbylta handknattleiknum á Íslandi. Þeir sem léku þá með Framliðinu, auk Karls, voru fyrirliðinn Hilmar Ólafsson, sem var kominn á fertugsaldur og aldrei sprækari, en Hilmar lék með Íslands- meistaraliði Fram 1950, Ágúst Þór Oddgeirsson, Ingólfur Óskarsson, Guðjón Jónsson, Sigurður Einarsson, Tómas Tómasson, Jón Friðsteinsson og markverðirnir Gunnar Gunnars- son og Sigurjón Þórarinsson. Framliðið var orðið mjög öflugt, vel samæft og ekki veikan blett að finna. Karl G. var þá byrjaður að móta keppnislið, sem gjörbreytti íslenskum handknattleik og gerði hann nútíma- legri en áður. Framliðið lék sóknar- kerfi sem höfðu ekki sést hér á landi, í vörn var yfirleitt leikið fimm/einn. Það var hreint ótrúlegt að sjá hvernig liðið gat þróað leikskipulag á hinum litla keppnisvelli í Hálogalandsbragg- anum. Þegar Framarar urðu Reykjavík- urmeistarar um haustið 1960 vaknaði sú spurning hvort þeir væri ekki orðnir það sterkir að þeir myndu stöðva leikmenn FH, sem höfðu verið afar sigursælir – meistarar 1956, 1957, 1959 og 1960. Framarar byrjuðu Íslandsmótið með því að leggja sterkt lið KR að velli 22:21, síðan unnu þeir stórsigra á ÍR 30:16, Val 23:14 og Aft- ureldingu 38:17, áður en kom að leik við FH. Spennan var mikil og Framarar veittu Íslandsmeisturunum harða keppni – staðan var 11:10 fyrir Fram í leikhléi, en FH-ingar léku síðan fast gegn Fram í seinni hálfleik og slógu leikmenn Fram út af laginu, en þeir gerðu tólf mistök í byrjun seinni hálf- leiksins og FH komst yfir, 13:11, og fögnuðu síðan sigri, 18:16. Sama var uppi á teningnum næsta keppnistímabil, barátta Fram og FH var orðinn geysileg og þegar liðin mættust sunnudagskvöldið 15. apríl 1962 var stemningin mögnuð í troð- fullu Háloglandinu. FH-ingum, sem stefndu að fjórða meistaratitlinum í röð, nægði jafntefli. Spennan var mikil og þegar 15 mín. voru eftir, var staðan 17:15 fyrir FH. Þegar tíu mín. voru til leiksloka voru þeir Karl og Ingólfur búnir að jafna, 17:17, og spennan var rafmögnuð inni á vellinum og á meðal áhorfenda. Ing- ólfur skoraði 18:17 og Karl G. bætti um betur, 19:17. Karl fór síðan á víta- línuna og skoraði örugglega, 20:17. Það var allt á suðupunkti í Háloga- landssalnum og sigur Fram í höfn, þó að Ragnar næði að minnka muninn í 20:18 með síðasta marki leiksins. Það má með sanni segja að Háloga- land hafi sprungið. Fögnuðurinn var geysilegur hjá stuðningsmönnum Fram og öllum Reykvíkingum, því að sigurganga FH var stöðvuð. Fögnuð- urinn var svo mikill að áhorfendur ruddust inn á gólfið til að fagna leik- Sigurður Einarsson segir að FH-ingar hafi þegar rifjað er upp „Gulltímabilið“ í handkn Barátta Fram og FH tók á taugarnar KARL G. Benediktsson er maðurinn sem lagði grunninn að „Gulltímabili“ karlaliðs Fram í handknattleik 1962- 1972 er liðið náði að stöðva sigur- göngu hins öfluga meistaraflokks FH – og varð Íslandsmeistari sjö sinnum á ellefu árum eftir geysilega harða og oft spennandi baráttu við FH-inga. ÞEGAR Framarar urðu Íslands- meistarar 1963 með því að fagna stórsigri á FH í síðasta leik móts- ins, 38:26, mátti sjá þessa umsögn í Morgunblaðinu þriðjudaginn 9. apr- íl 1963: „Fram hafði í þessum leik létt hlutverk. Aldrei reyndi til hins ít- rasta á þá hæfni og kunnáttu í handknattleik sem Fram, eitt ís- lenskra liða hefur tamið sér. Liðið númer tvö á mótinu, Víkingur, á það sæti vel skilið, en munurinn á Víkingi og Fram kemur ekki í ljós fyrr en á fullstórum velli. Fram er Fram í sérflo Knattspyrnufélagið Fram 100 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.