Morgunblaðið - 01.05.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 01.05.2008, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ásgeir var afar snjall og hugmynda- ríkur leikmaður og þá var hann frá- bær þjálfari. Því fengu Framarar að kynnast er Ásgeir var ráðinn sem þjálfari meistaraflokks Fram haust- ið 1984 og byrjaði að byggja upp afar skemmtilegt og sigursælt lið, sem varð Íslandsmeistari 1986, 1988 og 1990 – átti með öllu eðlilegu að vera meistari sjö ár í röð – og bikarmeist- ari 1985, 1987 og 1989. Framliðið á þessum árum er án efa eitt skemmti- legasta liðið sem hefur komið fram í íslenskri knattspyrnusögu. Það byggðist upp léttleikandi, yfirveg- aðri og sókndjarfri knattspyrnu, sem áhorfendur kunnu að meta – bæði í leikjum á Íslandsmóti, í bik- arkeppni og í Evrópukeppni. Pétur Ormslev, fyrrverandi fyrir- liði Fram, sem er að öðrum ólöst- uðum einn allra fremsti knatt- spyrnumaður í sögu Fram, var samferðamaður Ásgeirs – fyrst byrj- aði hann ungur að leika við hliðina á lærimeistara sínum og síðan þegar Pétur kom heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi, lék hann undir stjórn Ásgeirs. Pétur sagði meðal annars þetta í viðtali í 100 ára afmælisrit Fram, sem kom út í gær: „Þar sem ég var búinn að leika fjölmörg ár með Ásgeiri, vissi ég ná- kvæmlega hvernig hann myndi byggja upp lið sitt. Ásgeir hafði ákveðnar, skýrar og sterkar skoð- anir hvernig leikmenn ættu að leika knattspyrnu og á þessum árum var Ásgeir mjög hrifinn af leikaðferðun- um 3-5-2 eða 4-4-2. Það var sóknar- knattspyrnan sem var númer eitt, tvö og þrjú hjá honum. Hann var eini þjálfarinn sem ég hafði á mínum leikmannaferli, sem setti sóknar- knattspyrnuna á oddinn og æfði sér- staklega að sækja frá aftasta manni. Hann skipulagði leik varnarlínunnar mjög vel og lagði mikla áherslu á að varnarmennirnir kæmu knettinum strax í leik og hvernig hreyfingar leikmanna áttu að vera – Ásgeir setti það hreinlega upp. Ég hafði ekki einu sinni æft þannig í Þýskalandi er ég var hjá Fortuna Düsseldorf. Sóknarleikur okkar var skipulagður allt frá því að Friðrik Friðriksson markvörður kom knettinum í leik, til dæmis út á bakverðina og hvaða hreyfing færi þá í gang hjá þeim og öðrum leikmönnum liðsins. Hann vildi að flæðið sem færi af stað fengi að njóta sín þannig að leikmenn myndi finna rétta hraðann á því. Þetta gekk mjög vel hjá okkur og þegar nýir leikmenn komu til okkar á þessu tímabili þá smullu þeir vel inn í leikskipulag liðsins. Æfingar Ásgeirs snerust um bolta og aftur bolta – og hvernig ætti að láta hann rúlla. Það má segja að Ás- geir hafi verið heppinn hjá Fram – að vera með góða og þroskaða knatt- spyrnumenn, sem gátu skilað því sómasamlega frá sér sem hann lagði upp fyrir þá. Til að leika góðan sókn- arbolta þurfa þjálfarar að hafa góða blöndu af leikmönnum, sem leika vel saman og bakka hver annan upp. Handbragð Ásgeirs sást strax á Framliðinu, eins og það sást einnig þegar hann landsliðið. Hann lét lið sín alltaf leika eins knattspyrnu – var trúr henni, sem var dámsamlegt við Ásgeir,“ sagði Pétur. Þegar Ásgeir tók við Framliðinu haustið 1985 kemur Friðrik Frið- riksson markvörður á ný til Fram, en hann hafði leikið eitt keppnis- tímabil með Breiðabliki. Bakvörður- inn Ormarr Örlygsson kom frá KA á Akureyri, miðjumaðurinn Ómar Torfason frá Víkingi og Pétur kemur á ný heim eftir að hafa leikið með Düsseldorf. Ásgeir var sjálfur leik- maður liðsins, spilandi þjálfari. Pétur sagði að á Ásgeirstíma- bilinu góða hafi margir leikmenn verið í liðinu sem höfðu alist upp í gegnum yngri flokkana hjá Fram. Í liðinu 1985 voru í yngri hópnum Kristinn R. Jónsson, Friðrik mark- vörður, Þorsteinn Þorsteinsson, Við- ar Þorkelsson, Jón Sveinsson, Steinn Guðjónsson, Gauti Laxdal og Örn Valdimarsson. „Þetta voru strákar sem höfðu öðlast reynslu á þeim árum sem ég lék með Fortuna Düsseldorf og voru orðnir góðir knattspyrnumenn. Ég, Ásgeir sjálf- ur, Guðmundur Torfason, Guðmund- ur Steinsson, Sverrir Einarsson, Ormarr Örlygsson og Ómar Torfa- son vorum leikmenn með meiri reynslu. Þetta var góður hópur og við vorum klaufar að vinna ekki tvö- falt þetta ár – við urðum bikarmeist- arar með því að leggja Keflvíkinga að velli 3:1, en köstuðum frá okkur Íslandsmeistaratitlinum á loka- sprettinum,“ sagði Pétur. Meistarar í fyrsta skipti í 14 ár Pétur sagði að það hafi verið sætt að taka á móti Íslandsmeistaratitl- inum 1986, þegar Framarar urðu meistarar í fyrsta skipti í 14 ár. „Við vorum aftur klaufar að vinna ekki tvöfalt – bæði deild og bikar. Við vorum betri en Skagamenn í bikar- úrslitaleiknum, en urðum að sætta okkur við tap, 2:1. Pétur Pétursson, sem var þá nýkominn heim úr at- vinnumennskunni, skoraði bæði mörk Skagamanna – sigurmarkið rétt fyrir leikslok,“ sagði Pétur, sem skoraði mark Fram í leiknum, 1:0. Guðmundur Torfason var valinn leikmaður Íslandsmótsins, en hann jafnaði markametið með því að skora 19 mörk í efstu deild. Gauti Laxdal var valinn efnilegasti leik- maðurinn. Slæm byrjun vó þungt 1987 Fimm nýir leikmenn komu til Fram 1987: Einar Ásbjörn Ólafsson frá Keflavík, Jón Oddsson frá Ísa- firði, Kristján Jónsson og Pétur Arnþórsson frá Þrótti R. og Ragnar Margeirsson frá belgíska liðinu Wa- terschei, en Guðmundur Torfason fór til Beveren í Belgíu, Steinn Guð- jónsson til Vard í Noregi og Guð- mundur Steinsson til Offenbach í Þýskalandi. Pétur sagði að það hafi engin teikn verið á lofti eftir að meistara- titlinn var í húsi 1986, að Fram myndi missa hann frá sér strax 1987. „Við byrjum mótið illa – fengun að- eins fimm stig af fimmtán mögu- legum í fimm fyrstu leikjunum – vor- um þá í sjöunda sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Val. Það má segja að við höfum kastað meistaratitlin- um frá okkur í leikjum gegn ÍA og KR um mitt mót. Við náðum tveggja marka forystu í báðum leikjunum, en fengum þó aðeins eitt stig sam- tals úr þeim – gerðum jafntefli við ÍA 4:4, en töpuðum fyrir KR, 3:2.“ Pétur var útnefndur knattspyrnu- maður ársins 1987 í lokahófi Íslands- mótsins. Fram varð bikarmeistari með stórsigri á Víði frá Garði, 5:0. Framarar voru komnir með geysi- lega öfluga fylkingu 1988 þegar Ís- landsmeistaratitlinn var endur- heimtur með glæsibrag. Yfirburðir Framliðsins voru svo miklir að meistaratitillinn var kominn í hús í 15. umferðinni. „Við vorum svo aftur á ný klaufar að vinna ekki tvöfalt, bæði deild og bikar, 1989. Þá lögðum við KR að velli í geysilega skemmtilegum bik- arúrslitaleik, 3:1, en vegna klaufa- skapar urðum að horfa á eftir meist- aratitlinum til KA, sem fékk 34 stig, en FH og Fram fengu 32 stig. Ungu strákarnir Ríkharður Daða- son, Steinar Þór Guðgeirsson og Anton Björn Markússon voru byrj- aðir að leika með okkur og settu þeir afar semmtilegan svip á leik liðsins og voru komnir í lykilhlutverk þegar við verðum Íslandsmeistarar 1990 í miklu einvígi við KR-inga. Pétur sagði að það hafi verið sárt að sjá á eftir meistaratitlunum 1985, 1987, 1989 og 1991. „Með smá-klók- indum og heppni hefðum við getað orðið meistarar sjö ár í röð. Það sem kom kannski hvað mest í bakið á okkur var hvað við vorum oft of ákafir og sókndjarfir í leikjum okk- ar. Það var aldrei slakað á í sókn- araðgerðum – heldur keyrt á fullu.“ Fengu viðurnefnið „Safamýrarstrákarnir“ „Það sem var skemmtilegt við Ás- geirstímabilið var að það var alltaf valinn maður í hverju rúmi hjá okk- ur. Ef menn meiddust þá komu aðrir inn og fylltu skarðið. Þegar vel- gengni næst inni á vellinum, þá verð- ur öll umgjörð miklu betri og and- rúmloftið allt annað. Það var alltaf eitthvað um að vera hjá okkur og menn dvöldust langtímunum saman í félagsheimilinu í Safamýrinni að ræða saman og lygabekkurinn frægi var á sínum stað, þar sem sögurnar voru sagðar og sögurnar urðu til. Já, það var stórkostlegt að umgangast allar þessar sterku persónur sem komu við sögu í Safamýrinni. Leik- mennirnir, sem fengu niðurnefnið „Safamýrarstrákarnir,“ voru ekki nískir á tímann sem þeir gáfu. Menn voru komnir í Safamýrina löngu fyr- ir æfingar og eftir æfingar sátu menn lengu og ræddu málin. Hóp- urinn hjá Fram var frábær á þessum árum. Safamýrin var annað heimili leikmannanna,“ sagði Pétur, sem fer yfir víðan völl í viðtalinu í 100 ára af- mælisriti Fram. Hann ræðir um Ás- geir og landsliðið – segir að hann hafi verið samkvæmur sjálfum sér og trúr sinni sannfæringu. Pétur segir frá hvað gerðist eftir að Ásgeir fór. Fram hefur ekki orðið Íslands- eða bikarmeistari síðan. Pétur Ormslev um Ásgeirstímabilið: „Stórkostlegt að umgangast allar þessar sterku persónur sem komu við sögu í Safamýrinni“ Lygabekkurinn frægi var á sínum stað Ljósmynd/Jóhann G. Kristinsson Á Nou Camp í Barcelona Framliðið sem lék leikinn gegn Barcelona í Evrópukeppni bikarhafa 1990. Aftari röð frá vinstri: Kristján Jónsson, Ríkharður Daðason, Baldur Bjarnason, Viðar Þorkelsson og Jón Erling Ragnarsson. Fremri röð: Pétur Arnþórsson, Pétur Ormslev, fyrirliði, Birkir Kristinsson, Steinar Þór Guðgeirsson, Jón Þórir Sveinsson og Kristinn Rúnar Jónsson. ÞAÐ þarf ekki lengi að velta spurn- ingunni – hver er besti og sigursæl- asti knattspyrnuþjálfarinn í 100 ára sögu Fram? – fyrir sér. Svarið er á allra vörum; Ásgeir Elíasson. Hans er sárt saknað á þessum tímamót- um – 100 ára afmælisfagnaði Fram. Ásgeir lést óvænt og langt um aldur fram á sunnudagsmorgni 9. sept- ember 2007, er hann var að búa sig undir að stjórna liði sínu, ÍR, í leik. Ásgeir er einn af bestu knatt- spyrnumönnum í sögu Fram og Ís- lands – það rann blátt blóð í æðum hans. Snjall Ásgeir Elíasson. FRAM varð tvisvar Íslandsmeistari í knattspyrnu undir stjórn Guð- mundar Jónssonar, Mumma – 1962 er Framarar lögðu Valsmenn að velli í sögufrægum aukaúrslitaleik á Laugardalsvellinum, 1:0. Baldur Sveinn Scheving skoraði þá sig- urmarkið í hávaðaroki, níu vind- stigum. Baldur var enn á ferðinni 1972 þegar Framarar urðu Íslands- meistarar án þess að tapa leik – þá sem fyrirliði. Baldur var hægri útherji er hann varð meistari 1962 – þá 23 ára, en hann lék stöðu vinstri bakvarðar er hann varð meistari 1972, þá 33 ára. Þrír bræður urðu Íslandsmeist- arar með Fram 1962 – Halldór mið- vörður, Birgir bakvörður, og Þor- geir útherji – synir Lúðvíks Halldórssonar, stórkaupmanns í Lúllabúð á Hverfisgötunni. Mummi og Baldur tvisvar meistarar ÞEGAR Fram tók fyrst íslenskra liða þátt í Evrópukeppni í hand- knattleik 1963, lék gegn danska lið- inu Skovbakken í Evrópukeppni meistaraliða, höfðu knattspyrnu- menn úr Fram mikinn hug á að feta í fótspor handknattleiksmanna og taka þátt í Evrópukeppni meist- araliða eftir að þeir urðu Íslands- meistarar 1962. Þeir hættu við á síðustu stundu að taka þátt í keppn- inni 1963-1964, þar sem þeir töldu að kostnaðurinn við þátttöku í henni yrði of mikill. Fram tók þátt í sinni fyrstu Evr- ópukeppni í knattspyrnu, Evrópu- keppni bikarhafa, 1971-1972. Fram dróst þá gegn Hibernians á Möltu og fóru báðir leikirnir fram á Möltu. Framarar léku fyrri leikinn í 35 stiga hita og máttu þola tap, 3:0. Það munaði ekki miklu að Fram- arar ynnu upp þriggja marka mun- inn í seinni leiknum, en þá voru yf- irburðir leikmanna Fram miklir. Fram náði þó ekki að skora nema tvö mörk og setti Erlendur Magn- ússon bæði mörkin, 2:0. Fram vann þarna fyrsta leik ís- lenskra liða í Evrópukeppni, sem var jafnframt fyrsti sigurinn hjá ís- lensku liði á útivelli. Fram með fyrsta Evrópu- sigurinn ÞEGAR menn hafa verið að velta fyrir sér hvað sé besti leikur sem ís- lenskt lið hefur náð í Evrópukeppni, eru flestir sammála að það sé leikur Fram gegn stórstjörnuliði Barce- lona á Laugardalsvellinum 23. októ- ber 1990. Framliðið lék fram- bærlega, en varð að sætta sig við tap á rangstöðumarki tveimur mín. fyrir leikslok, 2:1. Það var Búlgarinn Hristo Stoichkov sem skoraði mark- ið. Áður hafði Julio Salias skorað fyrir Barcelona á 32. mín., en Rík- harður Daðason jafnað fyrir Fram á 54. mín. með skalla, 1:1. „Framliðið lék mjög vel, er heil- steypt og skipað góðum ungum leik- mönnum,“ sagði Johann Cruyff, þjálfari Barcelona. „Það var svekkjandi að tapa. Strákarnir léku vel og þá sérstak- lega þegar miðað er við að liðið hefur ekki leikið alvöruleik í heilan mánuð – frá leikjunum gegn Djurgarden,“ sagði Ásgeir Elíssson, þjálfari Fram, sem lék án tveggja lykil- manna, sem tóku út leikbann – Pét- urs Ormslev og Viðars Þorkels- sonar. Þrír 19 ára leikmenn vöktu mikla athygli hjá Fram fyrir góðan leik – Steinar Þór Guðgeirsson, Anton Björn Markússon og Ríkharður. Þess má geta að leikurinn á Camp Nou í Barcelona tapaðist, 3:0. Voru frábærir gegn Barcelona Knattspyrnufélagið Fram 100 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.