Morgunblaðið - 09.05.2008, Page 4

Morgunblaðið - 09.05.2008, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ   Helga S. Jóhannesdóttir frá Stjörn- unni Kristín Ýr Bjarnadóttir, byrjuð aft- ur Randi S. Wardum frá KÍ Klakksvík Sif Rykær frá SönderjyskE Linda Rós Þorláksdóttir í Keflavík  Lánuð út tímabilið 2008. Nína Ósk Kristinsdóttir, hætt Thelma Ýr Gylfadóttir í Fylki  Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðný B. Óðinsdóttir leika líklega ekkert í sumar vegna meiðsla.   *+   Stofnað: 1911. Heimavöllur: Vodafonevöllurinn að Hlíðarenda. Aðsetur félags: Hlíðarendi v/ Laufásveg, 101 Reykjavík. Sími: 414-8000. Fax: 414-8010. Netfang: valur@valur.is. Heimasíða: www.valur.is Framkvæmdastjóri: Ótthar Edvardsson. Þjálfarar: Elísabet Gunnarsdóttir og Freyr Alexandersson. Liðsstjóri: Ragnheiður Jónsdóttir. Sjúkraþjálfari: Jóhannes Már Mar- teinsson. Formaður knattspyrnudeildar: Edvard Börkur Edvardsson. Íslandsmeistari: (7) 1978, 1986, 1988, 1989, 2004, 2006, 2007. Bikarmeistari: (10) 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1990, 1995, 2001, 2003, 2006. Deildabikarmeistari: (3) 2003, 2005, 2007. Knattspyrnufélagið Valur Eftir Stefán Stefánsson stes@mbl.is „Við byrjuðum að æfa í janúar því tímabilið okkar var langt, spiluðum fram í október í Evrópukeppninni svo við tókum góða pásu. Liðið hefur æft eins og síðustu þrjú ár, en samt gefið frekar í ef eitthvað er. Það hefur verið mikið af landsliðsæfingum, mót í Portúgal og núna er landsliðið í Finn- landi svo þetta er meira púsluspil en áður. Evrópukeppnin gerði að verkum að tímabilið var mjög langt og veturinn er orðinn mjög erfiður. Það eru svo mörg mót, landsliðmenn okkar hafa spilað tuttugu leiki að undanförnu og það er spurning hvort þetta er ekki of mikið, er held ég meira en þekkist. Ég held að álagið hafi verið of mikið á landsliðsmönnum okkar en það er ekkert við landsliðið að sakast frekar en okkur, það þyrfti bara að samræma þetta betur en ég held að þetta líti vel út,“ bætti Elísabet við og hefur ekki farið varhluta af meiðslum. Meiðsli leikmanna eru mikil „Undirbúningurinn hefur verið góð- ur, en einnig mjög erfiður. Við höfum misst leikmenn í meiðsli og erum að jafna okkur á því. Guðbjörg Gunnars- dóttir markmaður sleit hásin og Guðný Björk Óðinsdóttir krossbönd og svo hafa Sif Atladóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir verið frá í tvo mánuði. Þetta eru allt leikmenn í landsliðsk- lassa svo við þurfum að tjasla hópnum saman fyrir mótið, það skiptir gríðar- legu máli því það var mikið áfall að missa þessa leikmenn og erfitt að tak- ast á við það. Við fengum þá til liðs við okkur markvörð úr færeyska landslið- inu og svo danskan leikmann á miðj- una, við vitum ekki mikið um hann en mér líst vel á.“ Elísabet má þó aftur búast við góðri törn með Evrópu- keppni en kvíðir engu. „Við setjum sjálfar pressu á okkur fyrir Evrópu- keppnina en setjum hana á ís fram til hausts, hún byrjar ekki fyrr en í sept- ember og við setjum stefnuna á að ná aftur þangað. Að sjálfsögðu ætlum við inn í Íslandsmótið til að halda titlinum en munum einnig gera atlögu að öllum öðrum sem eru í boði. Ég finn samt ekki fyrir neinni pressu frá félaginu, ekkert meira en áður en Valur er lið sem vill alltaf vinna titil og það hefur ekkert breyst. Mótið í fyrra var jafnt fram undir það síðasta og algert einvígi milli Vals og KR. Það má reikna með að það gerist aftur en Breiðablik mun kom sterkara til leiks og Afturelding mun koma á óvart og verður í efri hluta deildarinnar. Við höfum sett okkur markmið, þau eru fyrir löngu klár en við höldum þeim fyrir okkur. Auðvitað er alltaf spenna og pressa þegar maður er meistari en það er einmitt þess vegna sem maður er í þessu, maður vill fá pressuna, hún er skemmtileg. Við erum spennt að komast á nýja Vals- völlinn en það verður ekki strax því við spilum fyrsta leikinn í Egilshöll. Við vonum að nýi völlurinn, með glæsilegri aðstöðu fyrir áhorfendur og fjölmiðla, færi okkur lukku,“ bætti þjálfarinn við. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Íslands- meistara Vals, hefur ekki fengið nægilegt næði til að undirbúa lið sitt Alltaf spenna og pressa þegar maður er meistari „SUMARIÐ leggst vel í mig,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valskvenna, um Íslandsmótið í knattspyrnu sem er að hefjast. Þar hafa hún og lærisveinar titil að verja. Elísabet segir að þátttaka landsliðsins í Evrópukeppni og fjöl- mörg verkefni landsliða að und- anförnu hafi haft áhrif á undirbún- ing sinn með Valsliðið. Morgunblaðið/Ómar Markadrottning Margét Lára Viðarsdóttir, markahrókur Vals, er hér á ferðinni með knöttinn í leik gegn Breiðabliki.                  !   "# $ %&    ' (#     !) * $   ' +% *    ,!     -  +    .    ,+  /   *  .,0    1232 1241 1233 1245 1221 1226 1245 1244 1226 1227 1228 1249 124: 1221 1221 56 179 11: 47 9 : 54 6 7 6 6 4: 56 6 8 13 53 :6 82 1 6 4 6 6 6 6 1:8 87 6 6 54 1: 37 8: 6 6 7 6 6 6 6 :6 6 6 6 3 5 14 75 5 18 6 1 19 77 ;( ,' ./0 ,+<% ,    (= $ >% *+     ;  2 71 75 74 1 '- ,. 9 3 4 16 1: 13 12 78 7: 79 73 ,0/23- ,. 7 8 : 5 11 14 76 ' '- ,. ?) 1245 1249 1244 28 6 : 6 6 6 2 2 6  *    @  &     +&( +   >>   ' < ,(,    ,+ (A+    *,+   1245 124: 124: 1248 1249 1244 1244 97 9: 166 111 :7 83 : 14 1 15 6 : 11 6 4   B     % C  D Morgunblaðið/ÞÖK Á æfingu Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsliðsins, stjórnar sínum stúlkum. SJÚKRASAGA Kristínar Ýrar Bjarnadóttur er löng. Hún spilaði síð- ast fyrir Val 2004. Þá lenti hún í bílslysi og eftir aðgerð gekk sárum illa að gróa og þegar hún fékk blóðtappa í kjölfarið þurfti hún að hægja á sér. „Það er erfitt að koma sér í gang. Ég hef meiðst oftar en hinar stúlkurnar, en held að ég sé tilbúin núna. Reyndar tognaði ég í leik um daginn – þegar hraðinn var of mikill, en ég er klár,“ sagði Kristín Ýr. Hún reyndi að byrja með Val keppnistímabilið 2005, en líkaminn var ekki tilbúinn. „Ég reyndi en gat ekkert gert út af bakinu. Fór þá í Aftureldingu, þar sem ég vildi vita hvort það gengi að spila í neðri deild og það gekk eftir en svo fékk ég blóðtappa upp úr þurru. Ég ákvað samt að koma aftur í besta liðið. Ég hef farið eins hratt af stað og líkaminn leyfir, en hann ræður að mestu hversu hratt er farið og leyfir bara ákveðið. Hugurinn er til staðar, hefur verið öll þessi ár og var reyndar tilbúinn langt á undan líkamanum.“ Ljósmynd/Stefán Stefánsson Óheppin Það hefur mikið gengið á hjá Kristínu Ýr undanfarin ár. Kristín Ýr er tilbúin í slaginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.