Morgunblaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Sigurður segir að það taki tíma að byggja upp góð lið í kvennabolt- anum en hann fagnar því að fleiri lið í næstefstu deild kvenna séu að ná þeim styrk að geta veitt þeim liðum sem eru í neðri hluta Lands- bankadeildarinnar keppni. „Það er ekki mikill munur á efstu liðunum í 1. deild og neðstu liðunum í Lands- bankadeildinni. Ég fagna því að það sé búið að fjölga í deildinni og það verður spennandi að sjá hvern- ig þetta kemur út.“ Í sumar verða 10 lið í deildinni en á síðustu leiktíð voru þau 9. Að mati landsliðsþjálf- arans er of mikið bil á milli bestu liða landsins og þeirra sem verða um miðbik eða neðri hluta deild- arinnar. „KR og Valur eru með lang- sterkustu liðin. Þar eru flestir landsliðsleikmennirnir og í þeim liðum er mesta breiddin. Ég hef haft gaman af því að fylgjast með liði Breiðabliks úr Kópavogi. Þar eru margir ungir og efnilegir leik- menn sem eru stöðugt að bæta sig. Það lið er á uppleið og virka betri en í fyrra í þeim leikjum sem ég hef séð. Breiðablik er eina liðið sem ég tel að geti tekið stig af Val og KR í deildinni í sumar. Þriðja sætið verður hlutskipti Breiða- bliks.“ Úrslitakeppni eða ekki? Ójafnir leikir hafa einkennt Landsbankadeild kvenna í gegnum tíðina og er landsliðsþjálfarinn á þeirri skoðun að það gæti hjálpað íslenskri kvennaknattspyrnu að tví- skipta efstu deild kvenna um mitt keppnistímabil. „Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni. Það hefur verið rætt að setja 4 efstu liðin í sér- staka „úrslitakeppni“ þegar keppn- istímabilið er hálfnað. Og láta liðin í neðri hlutanum leika um fallið. Þegar ég skoða þessa hluti með gleraugum landsliðsþjálfarans finnst mér að bestu knattspyrnulið landsins þyrftu að mætast oftar. Það er of mikið um leiki þar sem að hraðinn og áreitið er ekki nógu mikið fyrir bestu leikmenn lands- ins. Með slíku keppnisfyrirkomu- lagi yrðu líka fleiri jafnir leikir og það er gott fyrir deildina.“ Sigurður nefnir sem dæmi að hann hafi lent í ákveðnum vand- ræðum með vængmenn íslenska landsliðsins og það vandamál mætti rekja til deildarkeppninnar. „Þeir leikmenn sem eru væng- menn þurfa oftast ekki að hugsa mikið um varnarleikinn hjá sínum liðum. Þær þurfa því ekki að spila vörn. Því miður fá bestu leikmenn landsins ekki nógu miklar áskor- anir í mjög mörgum leikjum á keppnistímabilinu. Og þau lið sem eru í neðri hlutanum eru oftar en ekki að leika á þeim hraða sem leikmenn þurfa í dag til þess að komast í A-landslið.“ Með boltann á tánum Sigurður var staddur á Gar- dermoen-flugvellinum við Osló í gær þegar viðtalið var tekið og þar voru sumir af landsliðsleikmönnum Íslands með boltann á tánum í flugstöðinni. Hann segir að þeir leikmenn sem æfi sig mest og sýni því áhuga að gera aðeins meira en hinir nái langt. „Sumir vilja meina það að konur leiki sér ekki í fót- bolta fyrir utan æfingar og það sé stórt vandamál við kvennaboltann. Ég hef séð aðra hlið á þessu sem landsliðsþjálfari. Leikmenn kvennalandsliðsins eru frekar of mikið að leika sér í fótbolta fyrir utan æfingar og keppni. Ég hef stundum þurft að draga aðeins úr þessum leik hjá þeim. Þær eru með boltann á tánum á ólíklegustu stöð- um, í flugstöðvum og hótelgöngum. Það er með þetta eins og allt ann- að. Þeir sem æfa mest verða best- ir.“ Það verður töluverður fjöldi af erlendum leikmönnum í liðunum 10 í Landsbankadeildinni en landsliðs- þjálfarinn hefur ekki stórar áhyggjur af því. „Að sjálfsögðu vil ég sem landsliðsþjálfari að sem flestir íslenskir leikmenn nái góð- um árangri í Landsbankadeildinni. Ég skil alveg að sum lið þurfa að fá liðsstyrk erlendis frá. Það er metn- aður hjá liðunum að vera í efstu deild og ef það vantar leikmenn í vissar stöður þarf oftar en ekki að leita erlendis að þeim leikmönn- um.“  Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari segir að bestu leikmenn Landsbanka- deildarinnar þurfi öflugri samkeppni  Breiðablik gæti stolið stigum af Val og KR „Valur og KR eru í sérflokki í deildinni“ „Það verða tveir „bikarúrslita- leikir“ í Landsbankadeild kvenna þar sem úrslitin um Íslandsmeist- aratitilinn munu ráðast. KR og Val- ur eru með yfirburðalið í deildinni og ég sé aðeins eitt lið sem gæti tek- ið stig af þessum tveimur liðum, það er Breiðablik,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, en hann fagnar því að efsta deild kvenna sé nú skipuð 10 liðum. Ljósmynd/Carlos Brito Fögnuður Íslensku landsliðskonurnar fagna marki á Algarvemótinu. Þær þyrftu að fá meiri samkeppni á Íslandsmótinu, að mati landsliðsþjálfarans. EDDA Garð- arsdóttir úr KR er leikja- hæst af núver- andi leik- mönnum Lands- bankadeildar kvenna en hún hefur spilað 145 leiki í efstu deild. Hana skortir þó enn marga leiki til að komast í hóp þeirra leikjahæstu frá upphafi. Sigurlín Jónsdóttir á leikja- metið í deildinni en hún spilaði 233 leiki fyrir ÍA og KR. Þessar tíu hafa spilað flesta leiki í efstu deild: 233 Sigurlín Jónsdóttir 220 Auður Skúladóttir 215 Guðrún Jóna Kristjánsdóttir 202 Olga Færseth 193 Helena Ólafsdóttir 184 Ragnheiður Víkingsdóttir 178 Laufey Sigurðardóttir 178 Sigrún Óttarsdóttir 172 Kristrún L. Daðadóttir 169 Steinunn H. Jónsdóttir Sigurlín á leikja- metið Edda Garðarsdóttir OLGA Fær- seth, sem nú hefur lagt skóna á hilluna eftir langan og glæsilegan fer- il, er lang- markahæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi. Olga hefur skorað 265 mörk í 202 leikjum fyrir KR, ÍBV og Breiðablik í deildinni. Þar að auki gerði hún 54 mörk í aðeins 12 leikjum fyrir Keflavík í næstefstu deild þegar hún var 16 ára gömul. Olga er með 111 mörk í forskot á næstu leikmenn og ljóst að markametið mun standa lengi. Margrét Lára Viðarsdóttir úr Val þarf 122 mörk til að ná henni. Þessar tíu hafa skorað flest mörk í deildinni frá upphafi: 265 Olga Færseth 154 Ásta B. Gunnlaugsdóttir 154 Helena Ólafsdóttir 143 Margrét Lára Viðarsdóttir 138 Laufey Sigurðardóttir 135 Ásthildur Helgadóttir 120 Hrefna Jóhannesdóttir 98 Ásgerður H. Ingibergsdóttir 91 Guðrún Jóna Kristjánsdóttir 87 Kristrún L. Daðadóttir Olga Fær- seth er lang- markahæst Olga Færseth TVEIR leikir í fyrstu umferð Landsbankadeildar kvenna verða spilaðir innanhúss. Opn- unarleikurinn, milli Vals og Þórs/KA á mánudaginn kemur, annan í hvítasunnu, fer fram í Egilshöllinni þar sem grasvöll- urinn að Hlíðarenda er ekki tilbúinn. Leikur HK/Víkings og Stjörnunnar á þriðjudags- kvöldið fer fram í Kórnum í Kópavogi en lið HK/Víkings mun væntanlega spila fleiri leiki þar á tímabilinu. Þriðji leikurinn á gervigrasi í fyrstu umferðinni verður við- ureign Aftureldingar og Breiðabliks en grasvöllurinn að Varmá í Mosfellsbæ er ekki orðinn leikfær. Þá má reikna með því að við- ureign Vals og HK/Víkings í annarri umferð fari einnig fram í Egilshöllinni. Byrjað í höllunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.