Morgunblaðið - 09.05.2008, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 7
Margrét Lára var fyrsta árið
markakóngur með ÍBV og síðan
þrisvar með Val.
Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR-
liðsins, er sá leikmaður efstu deild-
ar kvenna sem hefur orðið marka-
kóngur með því að skora fæst
mörk, eða aðeins sjö árið 1990.
Það liðu níu ár á milli
markakóngstitla Laufeyjar Sigurð-
ardóttur, leikmanns ÍA. Hún varð
markakóngur 1983 og síðan aftur
1991. Það liðu átta ár á milli þess
að Ásta B. varð markakóngur 1982
og 1989.
2007
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val ..38
2006
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val ..34
2005
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val ..23
2004
Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV.23
2003
Hrefna Jóhannesdóttir, KR.........21
2002
Ásthildur Helgadóttir, Breiðab. ..20
Olga Færseth, KR........................20
2001
Olga Færseth, KR........................28
2000
Olga Færseth, KR........................26
1999
Ásgerður H. Ingibergsd., Val......20
1998
Olga Færseth, KR........................23
1997
Olga Færseth, KR........................19
1996
Ásthildur Helgadóttir, Breiðab...17
1995
Margrét Ólafsdóttir, Breiðab ......13
1994
Olga Færseth, Breiðabliki ...........24
1993
Guðný Guðnadóttir, Stjörnunni...12
1992
Guðný Guðnadóttir, Stjörnunni...15
1991
Laufey Sigurðardóttir, ÍA ...........16
1990
Helena Ólafsdóttir, KR..................7
1989
Ásta Benediktsdóttir, ÍA .............12
Guðrún Sæmundsdóttir, Val........12
1988
Bryndís Valsdóttir, Val ................12
1987
Ingibjörg Jónsdóttir, Val .............16
1986
Kristín Arnþórsdóttir, Val...........22
1985
Erla Rafnsdóttir, Breiðabliki ......20
1984
Erla Rafnsdóttir, Breiðabliki ......14
Olga hefur oftast
verið markakóngur
OLGA Færseth, markahrókur úr
Keflavík, hefur ferðast með skot-
skóna sína á höfuðborgarsvæðinu
og hrellt markverði. Hún hefur oft-
ast verið markakóngur í efstu
deild, eða alls sex sinnum – fyrst
með Breiðabliki einu sinni, síðan
fimm sinnum sem leikmaður KR.
Margrét Lára Viðarsdóttir hefur
orðið markakóngur fjögur síðustu
ár og Ásta B. Gunnlaugsdóttir var
þrisvar markakóngur – tvö fyrstu
árin í efstu deild.
Morgunblaðið/Golli
Boltinn Olga Færseth, leikmaðurinn marksækni.
1983
Laufey Sigurðardóttir, ÍA ...........18
1982
Ásta B. Gunnlaugsd., Breiðab .....15
1981
Ásta B. Gunnlaugsd., Breiðab .....32
Landsliðsmenn í tveimur
íþróttagreinum
Þrjár af þessum stúlkum hafa
verið landsliðsmenn í tveimur
íþróttagreinum.
Ásta B. Gunnlaugsdóttir var
landsliðskona í knattspyrnu og
frjálsum íþróttum – var hlaupari
góður.
Erla Rafnsdóttir var landsliðs-
kona í knattspyrnu og handknatt-
leik, en hún var leikstjórnandi
Fram og Stjörnunnar í hand-
knattleik.
Olga Færseth var landsliðs-
kona í knattspyrnu og körfu-
knattleik, en hún lék bæði með
Keflavík og Breiðabliki í körfu-
knattleik.