Morgunblaðið - 09.05.2008, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Stofnað: 1950.
Heimavöllur: Kópavogsvöllur.
Aðsetur félags: Smárinn, Dals-
mára 5, 201 Kópavogi.
Sími: 510-6404.
Fax: 554-0050.
Netfang: knattspyrna@breidablik-
.is.
Heimasíða: www.breidablik.is.
Stuðningsmannasíða: www.blik-
ar.is.
Þjálfari: Vanda Sigurgeirsdóttir.
Aðstoðarþjálfari: Jóhannes Karl
Sigursteinsson.
Liðsstjóri: Magnús Valdimarsson.
Sjúkraþjálfari: Jófríður Halldórs-
dóttir.
Framkvæmdastjóri: Svavar Jós-
efsson.
Formaður knattspyrnudeildar:
Einar Kristján Jónsson.
Íslandsmeistari: (15) 1977, 1979,
1980, 1981, 1982, 1983, 1990, 1991,
1992, 1994, 1995, 1996, 2000, 2001,
2005.
Bikarmeistari: (9) 1981, 1982,
1983, 1994, 1996, 1997, 1998, 2000,
2005.
Deildabikarmeistari: (5) 1996,
1997, 1998, 2001, 2006.
Ungmennafélagið
Breiðablik
Elín Anna Steinarsdóttir, byrjuð
aftur
Elsa Hlín Einarsdóttir frá Þrótti R.
Erna B. Sigurðardóttir,
byrjuð aftur
Harpa Þorsteinsdóttir frá Stjörn-
unni
Sigríður B. Þorláksdóttir frá Hetti
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir í KR
Jill Mansfield til Bandaríkjanna
Kathryn Moos til Bandaríkjanna
Laufey Björnsdóttir í Fylki
Mette Olesen til Danmerkur
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, hætt
*+
Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson
thorkel@mbl.is
„Sumarið leggst bara mjög vel í
mig. Mikil stemning í hópnum og
fyrir mig persónulega finnst mér
þetta bara svo ótrúlega gaman, að
vera farin að þjálfa aftur, og það í
úrvalsdeild og hjá Breiðabliki. Ég
hef ekkert þjálfað í úrvalsdeildinni
síðan ég var með KR 2003.
Staðan á hópnum hjá mér er
mjög góð. Erna B. Sigurðardóttir
er að koma aftur eftir meiðsli – eft-
ir að hafa slitið krossbönd síðasta
vor. Petra, sem var markvörður
okkar í fyrra og einnig markvörður
í nítján ára landsliðinu, er meidd og
óvíst hvort hún nær að leika í sum-
ar, en við erum búin að fá Elsu,
sem varði markið hjá Þrótti, til að
standa í markinu hjá okkur í sum-
ar.
Breiðablik var með yngsta liðið í
deildinni í fyrra og liðið er auðvitað
ennþá mjög ungt. Stelpurnar hafa
öðlast reynslu síðan þá.
Elín Anna Steinarsdóttir er að
koma aftur eftir barneignarleyfi og
svo er Þuríður Þorláksdóttir einnig
að koma á ný í hópinn og það má
segja að hún lyfti aðeins upp með-
alaldrinum í hópnum. Að mínu mati
er Breiðablik með frábæran hóp,
sem er ætlunin að hlúa vel að.
Markmiðið hjá okkur í sumar er
að veita Val og KR harða keppni og
vera samkeppnishæf við þessi öfl-
ugu lið. Á pappírunum – þegar
landsliðsmennirnir eru taldir í lið-
unum – á þetta ekki að vera hægt,
en knattspyrnan er óútreiknanleg
og það er allt hægt á góðum degi.
Ég vil ekki nefna neitt ákveðið sæti
sem markmið í sumar. Við munum
gera okkar besta.
Að mínu mati er mjög gott að
það skuli vera tíu lið í deildinni í
sumar. Það hefur fjölgað verulega í
deildinni síðan ég var þjálfari síð-
ast, fyrir fimm árum. Ég finn fyrir
miklum breytingum – knattspyrna
kvenna hefur tekið mjög miklum
framförum á síðustu fimm árum.
Stúlkurnar sem leika nú með lið-
unum eru mjög vel þjálfaðar, enda
leggja þær meira á sig við æfingar
en áður. Svo er tækni þeirra og
leikskilningur mjög góður.
Við erum að hugsa aðallega um
tvennt hjá okkur í Breiðabliki fyrir
þetta tímabil; að vera í mjög góðri
líkamlegri æfingu – við höfum æft
grimmt til að ná því – og þá er það
skipulag. Það er mikill áherslu-
punktur hjá okkur að vera vel
skipulagðar.
Ég get ekki annað en verið bjart-
sýn. Það er mikill spenningur fyrir
sumrinu. Ég er með sigurlið fram-
tíðarinnar í höndunum,“ sagði
Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari
Breiðabliks.
Vanda Sigurgeirsdóttir er farin að þjálfa
á nýjan leik og stjórnar Blikunum
„Er með
sigurlið fram-
tíðarinnar í
höndunum“
VANDA Sigurgeirsdóttir, fyrrver-
andi leikmaður Breiðabliks og
þjálfari landsliðsins, er einhver
reyndasti þjálfari landsins í
kvennaknattspyrnu. Vanda mun
þjálfa Breiðablik í sumar, en fimm
ár eru síðan hún þjálfaði síðast í
efstu deild kvenna.
Morgunblaðið/Sverrir
Fögnuður Hér sjást fjórar stúlkur úr Breiðabliki fagna marki síðasta sumar.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Vanda Sigurgeirsdóttir ásamt dótt-
ur sinni, Þórdísi Dóru Jakobsdóttur.
' ,
0
, % $0
& *
+ (/
'
'
'F/
* &
& %
+
? ?
+
(/
1242
1244
1243
1248
1233
1226
1242
1249
1244
1247
1226
1227
7:
82
97
28
54
18
:
4:
7
166
71
:
6
1:
89
::
14
:
6
8:
6
51
8
6
6
6
76
:
6
6
6
2
6
71
6
6
6
6
7
6
6
6
1
77
;(
,' ./0
& ' &
@
+
;
7
12
78
1 '-
,.
8
3
2
16
11
14
76
79
73
,0/23-
,.
:
5
9
19
13
74
''-
,.
?)
1248
1244
:4
81
6
6
6
6
' @ $
,+0& '
$
!
$.*
*
/+
! ("#
1244
1244
124:
1245
1242
1249
7
85
38
73
19
8
6
6
:
8
1
6
4
B
%
C
D
„KVENNAKNATTSPYRNAN ryður sér mjög til rúms um allan
heim, og ávallt fjölgar þeim löndum sem taka kvennaknattspyrn-
una upp á stefnuskrá sína,“ segir í ársskýrslu Knattspyrnu-
sambands Íslands í lok árs 1972, en það ár fór fram fyrsta Ís-
landsmót kvenna utanhúss og urðu FH-ingar Íslandsmeistarar.
Til að þrýsta á að Íslandsmótið færi fram gaf Gull og silfur bik-
ar til að keppa um og var hann afhentur á stjórnarfundi hjá KSÍ.
Í ársskýrslu KSÍ segir um þennan atburð:
„Í keppni þessari var keppt um bikar sem verslunin Gull og
silfur, Reykjavík, gaf, en bikarinn afhenti Sigurður Steinþórsson,
eigandi verzlunarinnar, stjórn KSÍ, að gjöf til að keppa um á Ís-
landsmóti kvenna utanhúss. Við athendingu bikarsins til stjórnar
KSÍ, þakkaði formaður KSÍ [Albert Guðmundsson], blaðamanni
Tímans, Sigmundi Ó. Steinarssyni, fyrir áhuga hans á kvenna-
knattspyrnu, en hann átti mjög ríkan þátt í að bikarinn var gef-
inn.“
FH-stúlkurnar lögðu Ármann í úrslitaleik, 2:0. Anna Lísa Sig-
urðardóttir skoraði bæði mörkin.
Fyrst keppt um
Gull- og silfurbikarinn