Morgunblaðið - 09.05.2008, Side 10

Morgunblaðið - 09.05.2008, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Anna M. Gunnarsdóttir, byrjuð aftur Edda María Birgisdóttir frá Fjölni Elín H. Gunnarsdóttir frá Fjölni Guðný Jónsdóttir frá Fjölni Karin Sendel frá Maccabi Holon Lilja Sigurgeirsdóttir frá Fylki Nanna Rut Jónsdóttir frá Fylki  Lánuð tímabundið til Hauka Pamela Liddell frá Hamilton Ann Marie Heatherson í Fulham Gunnur Melkorka Helgadóttir, hætt Harpa Þorsteinsdóttir í Breiðablik Helga Sjöfn Jóhannesdóttir í Val Karitas H. Elvarsdóttir í ÍA Kristín Lóa Viðarsdóttir, hætt   *+   Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkel@mbl.is „Sumarið leggst bara þokkalega vel í mig. Þetta lítur bara nokkuð vel út svona rétt fyrir mót – hópurinn minn er tiltölulega laus við meiðsli og annað. Reyndar eru tveir góðir leikmenn sem verða ekki klárir í upphafi móts, en það mun vonandi ekki hafa mikil áhrif á leik okkar. Við eigum að vera með meiri breidd núna en í fyrra. Við misstum tvo gríðarlega sterka leikmenn frá því í fyrra, Helgu Sjöfn í Val og Hörpu Þorsteins í Breiða- blik, en ég tel samt að þeir leikmenn sem við höfum fengið til okkar séu fullfærir um að fylla þau skörð. Stjarnan hefur verið með efnilegt lið í þrjú eða fjögur ár. Við getum ekki sagt að við séum með efnilegt lið lengur. Núna þurfum við að gera upp við okkur hvort við ætlum okk- ur að vera lélegt eða gott lið. Væntingarnar eru fyrst og fremst að við getum sýnt góðan leik í sum- ar. Við höfum sett okkur ákveðin markmið sem ég vil ekki láta uppi. En ég held að við séum klárlega betri núna en við vorum í fyrra. Það á að vísu við um öll lið – þau eru öll sterkari en í fyrra og deildin hefur líklega aldrei verið eins sterk. Það er nokkuð ljóst að Valur, KR og jafnvel Breiðablik munu heyja harða baráttu á toppnum, eins og áður. Stóru tölurnar eru á undanhaldi Keflavík gæti jafnvel blandað sér í þá baráttu. Ég hef það á tilfinning- unni að deildin verði mun jafnari í sumar en margir halda. Við sáum það í fyrra að stóru tölurnar voru að hverfa. Það var ekki nema tvisvar eða þrisvar sem lið tapaði leik með tveggja stafa tölu. Deildin er orðin miklu sterkari en hún var og verður sífellt sterkari og jafnari. Ég veit að ekki er öllum íþróttamógúlum vel við það að ein- hver hrokafullur rokkhundur sé far- inn að þjálfa meistaraflokkslið, en ég kæri mig svo sem kollóttan um það. Hef fulla trú á þessu liði og því sem við höfum verið að gera. Ég er uppalinn Stjörnumaður og Garðbæ- ingur og er stoltur af hvoru tveggj a. Ég tek það því mjög persónulega ef fólk vinnur ekki hundrað prósent fyrir félagið og bæjarfélagið. Ég hóf þjálfaraferilinn minn í Garðabæ fyr- ir 12 árum og nú stefni ég á að ljúka honum þar. Enda liggja allar leiðir niður á við úr Garðabæ. Nema þá kannski að manni bjóðist að taka við Leeds United – myndi klárlega hugsa mig um ef það byðist. Það hafa bæst við nokkur ný and- lit og þau hafa fallið vel inn í hópinn. Það er stemning í herbúðum okk- ar og mér finnst hópurinn orðinn vel samstilltur fyrir átökin. Það er öruggt að við ætlum að láta finna fyrir okkur í sumar,“ sagði Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunn- ar. Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, segist vera hrokafullur rokkhundur Hópurinn er orðinn vel samstilltur fyrir átökin Morgunblaðið/Golli Úr Grafarvogi í Garðabæ Guðný Jónsdóttir, Elín Heiður Gunnarsdóttir, Þorkell Máni Pét- ursson þjálfari og Edda María Birgisdóttir komu öll til liðs við Stjörnuna frá Fjölni. ,# J    *(,   *(,   &      & ' +,   H  <      %,   / @-   G  ? +    &$    @$  1244 1243 1246 1244 1246 1221 1244 1249 1244 1243 1228 1249 89 82 :: 78 95 6 6 94 1: 71 6 9 8 : : 1 8 6 6 87 1 11 6 7 6 6 6 6 6 6 11 1 6 6 6 4 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 1 17 ;( ,' ./0   +   ;   ;  : 2 1: 75 79 1 '- ,. 5 4 16 13 12 71 73 ,0/23- ,. 8 9 3 11 18 15 19 14 76 77 78 7: ' '- ,. ?) 1249 124: 41 77 6 6 5 6  +   " *    > +(      -,( 0   *+ '+   &     K   ,+   ,+0' ?    ,++'    &!0,+$         124: 1245 1243 1243 1249 1249 1226 1246 124: 1245 1243 124: 9: 99 :8 55 :1 13 6 58 26 :7 73 72 6 7 6 6 6 6 6 7 9 7 6 6 4   B     % C  D ÞORKELL Máni Pétursson er sennilega þekktari fyrir að vera dag- skrárgerðarmaður á útvarpsstöðinni X-inu og umboðsmaður rokksveit- arinnar Mínuss en að vera knattspyrnuþjálfari. Máni tók við liði Stjörn- unnar í Garðabæ síðasta haust. Stofnað: 1960. Heimavöllur: Stjörnuvöllur (gervi- gras). Aðsetur félags: Stjörnuheimilið v/ Ásgarð, 210 Garðabæ. Sími: 565-1940. Fax: 565-1714. Netfang: stjarnan@stjarnan.is. Heimasíða: www.stjarnan.is. Framkvæmdastjóri: Páll Grétars- son. Þjálfari: Þorkell Máni Pétursson. Aðstoðarþjálfari: Páll Árnason. Liðsstjórar: Helga Helgadóttir, Heiða Sigurbergsdóttir, Jón Þór Helgason, Hermann Kristjánsson, Unnar Reynisson. Sjúkraþjálfari: Elín Björg Harðar- dóttir. Formaður knattspyrnudeildar: Andrés B. Sigurðsson. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei. Deildabikarmeistari: Aldrei. Ungmennafélagið Stjarnan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.