Morgunblaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 11 %  Stofnað: 1967.Heimavöllur: Fylkisvöllur.Aðsetur félags: Fylkishöll, Fylkis- vegi 6, 110 Reykjavík. Sími: 567-6467. Fax: 567-6091. Netfang: fylkir@fylkir.com. Heimasíða: www.fylkir.com. Framkvæmdastjóri: Örn Haf- steinsson. Þjálfari: Björn Kr. Björnsson. Aðstoðarþjálfarar: Hafsteinn Steinsson og Ingvar Guðfinnsson. Liðsstjóri: Ragnheiður Björg Magnúsdóttir. Sjúkraþjálfari: Guðmundur Óli Sig- urðsson. Formaður knattspyrnudeildar: Sig- rún Alda Jónsdóttir. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei. Deildabikarmeistari: Aldrei. Íþróttafélagið Fylkir Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is HRAFNHILDUR Hekla Eiríks- dóttir fyrirliði Fylkis segir að markmið liðsins sé að styrkja stöðu þess um miðbik deildar- innar. „Við höfum æft mjög vel í vetur en ég viðurkenni að það var stundum ansi kalt úti á gervigras- vellinum okkar. Björn þjálfari hef- ur hinsvegar haldið okkur við efn- ið með skemmtilegum æfingum og það er alltaf tilhlökkun að fara á æfingu,“ segir fyrirliðinn. Fylkisliðið fór ekki í æfingaferð til útlanda en þess í stað var haldið norður yfir heiðar í „móralska“ æfingaferð. „Við fórum í frábæra ferð sem þjappaði liðinu saman. Þar var farið í leikhús, snjóbretti og að sjálfsögðu líka í fótbolta. Það slasaðist enginn í Hlíðarfjalli en einhverjar skrámur komu í æf- ingaleikjunum í þeirri ferð.“ Hrafnhildur hefur alltaf leikið með Fylki og segir hún að kvenna- starfið sé blómlegt hjá félaginu. „Það er vel haldið utan um kvennaboltann líkt og hjá strákun- um. Við erum með fína yngri flokka og framtíðin er björt.“ Þrír erlendir leikmenn eru í röðum Fylkis og segir fyrirliðinn að íslensku leikmennirnir í liði Fylkis eflist við að æfa gegn þeim alla daga. „Við erum mjög ánægð- ar með þessa viðbót. Þetta eru sömu leikmennirnir og voru í fyrra. Þær smellpassa inn í þetta hjá okkur og ég kvarta ekki yfir þessum liðsstyrk.“ Hrafnhildur leikur ýmist á miðj- unni eða í hjarta varnarinnar og eru margir leikmenn í Lands- bankadeildinni sem hún telur að séu erfiðir viðureignar. „Það fer nú allt eftir því hvar á vellinum ég er. Á miðsvæðinu er Edda Garð- arsdóttir úr KR alltaf erfið. Ég gæti talið upp fleiri leikmenn en að sjálfsögðu eru framherjarnir margir erfiðir í sterkustu lið- unum, Val, KR og Breiðablik.“ Það er ljóst að Valur, KR og Breiðablik eru í nokkrum sér- flokki í Landsbankadeild kvenna og segir Hrafnhildur að markmið Fylkis sé að minnka það bil sem er á milli þessara liða og t.d. Fylkis. „Jú það er alveg rétt að þessi þrjú lið eru mun betri en hin 7 liðin í deildinni. Við gerum okkur alveg grein fyrir því en smátt og smátt mun þessi munur minnka. Þetta tímabil er eitt skref í þá átt og við ætlum að reyna okkar besta gegn þessum liðum. Fyrir nokkrum ár- um var ég mjög hlynnt því að skipta deildinni upp í tvennt þegar liðið var á deildina. Og láta fjögur efstu liðin leika innbyrðis um titil- inn en hin liðin myndu leika um fallið. Ég er búinn að skipta um skoðun núna og tel að munurinn hafi minnkað á liðunum. Það er 10 liða deild og ég tel að það sé skref í rétta átt,“ sagði Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir. „Framtíðin er björt hjá Fylki“ Morgunblaðið/Kristinn Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir. Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur „Það kemur maður í manns stað, en þetta er að sjálfsögðu mikill missir enda eru þetta þeir leikmenn sem sáu að miklu leyti um markaskorun hjá okkur á síðasta tímabili. Í staðinn höfum við fengið nokkra efnilega leikmenn, s.s. Laufeyju Björnsdótt- ur og Thelmu Ýri Gylfadóttur. Þá eigum við von á þremur erlendum leikmönnum til liðs við okkur í upp- hafi tímabilsins,“ segir Björn og vís- ar þá til þess að Ashley Hutton, sem lék með Fylki í fyrra, kemur til baka ásamt Sarah McFadden, en báðar eru þær norðurírskar landsliðskon- ur. Þá bætist bandaríski framherj- inn Lissy Karoly í hópinn við upphaf móts. „Væntingar mínar fyrir sumarið eru fyrst og fremst að spila góðan bolta og styrkja stöðu okkar í deild- inni. Við lentum með bakið upp við vegg á síðasta tímabili og þar af leið- andi þurftu stelpurnar að berjast svolítið við sjálfar sig og það getur verið stressandi og stressið getur verið ansi stór mótherji. Ég vil losna við þennan aukamótherja í sumar og safna jákvæðri reynslu með sigrum og góðum fótbolta. Þótt ég sé með frekar ungan hóp þá er ég með leik- menn sem hafa töluverða reynslu af því að spila í meistaraflokki og í efstu deild og nokkrar í yngri landsliðum,“ sagði Björn. Aðspurður hver væri helsti styrkur liðsins sagði hann að það yrði að koma í ljós. „En það eitt er víst að við óttumst ekkert lið og hlökkum til að takast á við sumarið, – kannski er tilhlökkunin okkar styrk- ur,“ sagði Björn Kr. Björnsson, þjálfari Fylkis. Björn Kr. Björnsson, þjálfari Fylkis, er hvergi banginn þó að tveir máttarstólpar liðsins verði ekki með Ljósmynd/Ingibjörg Hinriksdóttir Í Árbænum Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir og Björn Kr. Björnsson, þjálfari Fylkis. & @  %    <0 E   ? ,% ? ! *         ! %   #/+/+   #? LL! ! "# $.,!    1242 1249 1221 1244 1245 1242 1244 1243 1243 1242 12 11 9 12 :2 89 72 6 6 75 6 6 6 7 7 11 : 6 6 4 6 6 6 6 6 6 6 14 6 6 71 6 6 6 6 6 6 6 1 17 ;( ,' ./0 % %   ,+0**    ;  16 1: 15 71 1 '- ,. 5 19 13 14 12 76 ,0/23- ,. 7 8 : 9 3 4 2 11 ' '- ,. ?) 1242 1242 18 6 6 6 6 6 *# !'  "  (  E       &!0' '+   ' # '  &      % &    (&      % ,   1243 1242 1243 1248 1244 1249 1242 1243 18 13 74 78 79 15 73 12 6 6 1 6 1 7 1 6 4   B     % C  D FYLKIR er á sínu þriðja ári í efstu deild. Tveir af máttarstólpum liðs- ins undanfarin ár, Anna Björg Björnsdóttir og Ásta Hulda Guð- mundsdóttir, verða ekki með liðinu í sumar þar sem þær eru báðar er- lendis. Björn Kr. Björnsson, þjálfari Fylkis, er þó hvergi banginn. Freydís Anna Jónsdóttir frá Þór/ KA Guðrún Anna Atladóttir frá HK/ Víkingi Kolbrún Steinþórsdóttir frá Breiða- bliki Laufey Björnsdóttir frá Breiðabliki Lizzy Karoly frá Bandaríkjunum Ragnheiður B. Magnúsdóttir frá Fjarðabyggð Sarah McFadden frá Ballymena Thelma Ýr Gylfadóttir frá Val Anna Björg Björnsdóttir, hætt Ásta Hulda Guðmundsdóttir til Ástralíu Cecilia Maria Marrero til Banda- ríkjanna Heiða Rún Steinsdóttir, hætt Nanna Rut Jónsdóttir í Stjörnuna Natasha B. Brynjarsdóttir, hætt   *+   Tilhlökkunin er okkar styrkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.