Morgunblaðið - 09.05.2008, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
KR og Valur skáru sig nokkuð úr í
spá forráðamanna félaganna og
kemur það líklegast ekki á óvart
enda eru flestir þeirrar skoðunar
að Reykjavíkurrisarnir séu með
best mönnuðu liðin.
KR er spáð titlinum en Valur á
Íslandsmeistaratitil að verja en
KR veitti Hlíðarendaliðinu mjög
harða keppni á síðustu leiktíð.
Spáin í Landsbankadeild
kvenna er þessi:
1. KR.........................................283
2. Valur ....................................278
3. Breiðablik............................240
4. Keflavík ...............................192
5. Stjarnan...............................172
6. Fylkir ...................................134
7. Þór/KA ................................105
8. Afturelding ...........................86
9. HK/Víkingur ........................81
10. Fjölnir ....................................79
Hrefna Huld Jóhannesdóttir
framherji KR-inga sagði við
Morgunblaðið að vissulega væri
hún sammála spánni.
,,Nei, í sjálfu sér kom þessi spá-
dómur mér ekki á óvart. Við háð-
um hörkurimmu við Val í fyrra og
á undirbúningstímabilinu höfum
við skipst á að vinna. Ég vil meina
að við séum með betra lið heldur
en í fyrra og mætum sterkari til
leiks,“ sagði Hrefna.
Spurð hvort í vændum sé ein-
vígi KR og Vals um titilinn og
ekkert annað lið geti blandað sér í
þá baráttu sagði Hrefna; ,,Nei, ég
er eiginlega ekki alveg sammála
þeim sem hafa sagt þetta. Ég get
alveg séð fyrir mér að Breiðablik
geti blandað sér í þessa baráttu.
Mér finnst Blikarnir koma sterk-
ari til leiks en í fyrra og af eigin
reynslu veit ég að Vanda Sig-
urgeirsdóttir er mjög fær þjálfari
sem nær oft því besta út úr leik-
mönnum sínum. Þá held ég Kefla-
vík og Stjarnan geti alveg strítt
okkur og Val í sumar,“ sagði
Hrefna. Um eigin markmið í sum-
ar og hvort hún ætli sér ekki að
skora fullt af mörkum sagði
Hrefna: ,,Svo framarlega sem við
vinnum leikina og tökum titilinn
þá er mér alveg sama hver skorar.
Ég mun reyna að nýta mín mark-
tækifæri eins vel og ég get og
spila eins vel fyrir liðið og ég get.“
Þjóðin tippar á Val
Á kynningarfundinum var einn-
ig kynnt skoðanakönnun frá
Capacent Gallup. Spurt var í
henni: 1.100 manns voru í úrtak-
inu á aldrinum 16 til 75 ára. Nið-
urstaðan afgerandi. Flestir spáðu
Val titlinum eða 54,7%. KR var
með 15,8% og Breiðablik 15,7%.
KR og Valur
skáru sig úr
Stofnað: 1988.
Heimavöllur: Fjölnisvöllur.
Aðsetur félags: Íþróttamiðstöðin
Dalhúsum 2, 112 Reykjavík.
Sími: 567-2085.
Fax: 587-44584.
Netfang: fjolnir@fjolnir.is.
Heimasíða: www.fjolnir.is.
Framkvæmdastjóri: Málfríður
Sigurhansdóttir.
Þjálfari: Theódór Sveinjónsson.
Aðstoðarþjálfari: Magnús Guð-
mundsson.
Liðsstjóri: Eyjólfur Hilmarsson.
Formaður knattspyrnudeildar: Ás-
geir Heimir Guðmundsson.
Íslandsmeistari: Aldrei.
Bikarmeistari: Aldrei.
Deildabikarmeistari: Aldrei.
Ungmenna-
félagið Fjölnir
Elísa Ósk Viðarsdóttir, byrjuð aftur
Kim Lisun frá Bandaríkjunum
Kristin Hextall frá Bandaríkjunum
Kristin Sotak frá Bandaríkjunum
Carolyn Warhaftig til Bandaríkj-
anna
Edda M. Birgisdóttir í Stjörnuna
Elín H. Gunnarsdóttir í Stjörnuna
Fanný Ragna Gröndal í Fylki
Guðný Jónsdóttir í Stjörnuna
Hrefna Lára Sigurðardóttir til
Danmerkur
Meagan DeWan til Bandaríkjanna
Sigrún Eva Jónsdóttir í Fylki
*+
Andrés Ellert, sem hefur verið
með liðið síðustu árin, varð að
hætta af persónilegum ástæðum og
ég tók við 1. mars. Við fórum því
ekkert til útlanda og við erum búin
að hafa lítinn tíma - það er að segja
ég, en ég tek við góðu búi. Þetta
hefur verið ágætt nema hvað að
mínar hugmyndir eru ekki enn
komnar í gegn, en góðir hlutir ger-
ast hægt eins og sagt er,“ sagði
Theódór.
Spenningur í stelpunum
„Stelpurnar er mjög spenntar að
reima á sig skóna og hlaupa út á
grasið og berjast fyrir lífi sínu í
deildinni. Við eigum svona frekar
von á að vera í baráttunni á þeim
endanum og ætlunin er að tryggja
stöðu sína í deildinni og byggja upp
til fraḿtiðar hér í Grafarvoginum,“
sagði Theódór.
Leikmenn Fjölnis hafa verið til-
tölulega lausir við meiðsli í vetur
og gerir Theódór ráð fyrir því að
allir leikmenn hans verði tilbúnir í
fyrsta leik.
Theódór er hóflega bjartsýnn
Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur
„Undirbúningstímabilið hjá okkur
var ekki beint hefðbundið því
fyrir sumarið. „Þetta er mitt fyrsta
ár sem aðalþjálfari í efstu deild
kvenna og verkefnið verður ekki
auðvelt, en hópurinn er þéttur og
samheldinn. Ég lít ekki svo á að ég
standi einn í þessu verkefni heldur
er þetta fyrir allan hópinn og það
er það sem skiptir máli í þessu öllu
saman.“
Theódór segir að liðið muni fá
liðstyrk frá Bandaríkjunum en
þaðan er von á þremur leikmönn-
um.
Erum alveg á jörðinni
Fjölnir hefur orðið fyrir nokkr-
um skakkaföllum frá síðasta sumri
þar sem sterkir leikmenn hafa yf-
irgefið liðið, m.a. Elín Heiður
Gunnarsdóttir sem var fyrirliði
Fjölnis á síðustu leiktíð. Aðspurður
sagði Theódór að væntingarnar til
sumarsins væru hóflegar. „Við er-
um alveg á jörðinni, við stefnum
engu að síður að því að styrkja
stöðu okkar í deildinni og byggjum
upp til framtíðar. Við erum með
marga góða unga leikmenn innan
okkar raða sem eiga eftir að spila
stórt hlutverk í sumar. Í liðinu eru
margar stelpur með stórt Fjöln-
ishjarta og það á eftir að hjálpa
okkur mikið,“ sagði Theódór Svein-
jónsson, þjálfari Fjölnis.
Ljósmynd/Ingibjörg Hinriksdóttir
Tilbúin í slaginn Theódór Sveinjónsson, þjálfari Fjölnis, Sonný Lára Þráinsdóttir, Erla Þórhallsdóttir, fyrirliði,
Helga Franklínsdóttir og Kristrún Kristjánsdóttir.
Theódór Sveinjónsson, nýr þjálfari Fjölnis í Grafarvogi
„Við byggjum
upp til framtíðar“
THEÓDÓR Sveinjónsson stýrir nú liði Fjölnis og er hann á sínu fyrsta ári
sem aðalþjálfari í efstu deild en áður hefur hann aðstoðað þjálfara Vals, El-
ísabetu Gunnarsdóttur. Lið Fjölnis er, líkt og nokkur önnur lið í deildinni,
skipað tiltölulega ungum leikmönnum en meðalaldur liðsins er 19,3 ár.
%&
' ?
-(' $
0
C
A $
$
0
& A
+
./
'F
,+
! '(#+
' M
1244
1249
1244
1221
1249
1242
1245
1228
1227
1228
1242
1249
86
8
86
15
6
76
6
6
6
6
6
6
8
1
1
6
6
5
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
6
1
;(
,' ./0
/
;
4
1:
1 '-
,.
7
3
2
11
15
13
76
75
79
73
,0/23-
,.
8
:
5
9
16
78
7:
74
''-
,.
?)
1249 71 6 6
>
0?
+
#,(#
& /#
"
/
& %/
&!0
&!
1243
1243
1249
1248
1226
1244
1226
1221
9
1
6
87
5
16
6
6
6
6
6
6
6
1
6
6
4
B
%
C
D