Morgunblaðið - 09.05.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 09.05.2008, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ " #  $ Stofnað: 2001.Heimavöllur: Víkin, Kórinn,Kópavogsvöllur. Aðsetur félags: Víkin, Traðar- landi 1, 108 Reykjavík, og Fagril- undur v/Furugrund, 200 Kópa- vogur. Sími: 581-3245 og 570-4990. Fax: 588-7845 og 517-2140. Netfang: knattspyrna@viking- ur.is og hk@hk.is. Heimasíða: www.hk.is og www.vikingur.is Stuðningsmannasíða: www.vikingur.net Framkvæmdastjórar: Örn Ingólfs- son og Laufey Guðmundsdóttir. Þjálfari: Sigurður Víðisson. Liðsstjórar: Birgir Guðmundsson og Inga Lára Óladóttir. Sjúkraþjálfari: Valgeir Viðarsson. Formaður kvennaráðs: Óðinn Þórarinsson. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei. Deildabikarmeistari: Aldrei. HK/Víkingur HK og Víkingur hafa teflt fram sameiginlegum meistaraflokki kvenna undanfarin sjö ár, eða frá árinu 2001, og liðið leikur nú í fyrsta skipti í efstu deild. HK/Víkingur vann 1. deildina á glæsilegan hátt í fyrra og tapaði ekki leik. Félögin eru með æfinga- og keppnisaðstöðu í tveimur bæjar- félögum, Reykjavík og Kópavogi, en örskammt er á milli höfuðstöðva þeirra í Fossvogsdalnum. HK/Víkingur mun spila heima- leiki sína á tveimur, jafnvel þremur völlum í ár. Fyrstu og síðustu leikir tímabilsins verða í Kópavoginum, sennilega allir í Kórnum, hinni nýju og glæsilegu knattspyrnuhöll í Vatnsendahverfinu, annars á Kópa- vogsvelli, en aðrir leikir í Víkinni.           !"  " # !  $ %  & %  & $"   ' (   (    "                               Heimavellir í tveimur bæjarfélögum Eftir Ingibjörgu Hinriksdóttur „Við stefnum á að nota sama hóp og sigraði í 1. deildinni í fyrra. Við ger- um miklar kröfur til okkar, erum bú- in að æfa og vinna vel síðustu ár. Í fyrra sýndum við mikinn stöðugleika í spilamennsku, spiluðum fínan bolta og erum að þróa okkur enn frekar,“ segir Sigurður. Undirbúningur liðsins hefur geng- ið vel í vetur en meiðsli hafa þó verið að hrjá liðið. „Væntingarnar fyrir sumarið eru raunhæfar, markmiðið er einfalt en krefjandi; að halda sæti okkar í deildinni. Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega þótt nokkur meiðsli hafi sett strik í reikninginn. Við höfum spilað í þremur vormót- um á þessu misseri og hefur niður- staðan í þeim verið ásættanleg. Í Landsbankadeildinni eru tíu bestu liðin og frábært að vera komin í þann hóp.“ Meðalaldur leikmanna HK/Vík- ings er 20,9 ár en elsti leikmaðurinn er 29 ára á árinu en sá yngsti 17 ára. Sigurður kvíðir ekki sumrinu þótt flestir leikmanna hans séu að takast á við Landsbankadeildina í fyrsta sinn. „Við erum með ágæta blöndu af eldri og yngri leikmönnum. Þótt fæstar hafi leikið áður í úrvalsdeild- inni eru allar komnar með nokkra reynslu af leikjum í meistaraflokki. Ég kvíði því ekki að reynsluleysið verði hindrun. Held að eftirvænting- in og spennan yfir því að vera komn- ar upp og frábært ár í fyrra verði okkar sterkasta vopn. Ég hef mikla trú á því að við eigum eftir að bíta hressilega frá okkur og standa okk- ur með sóma,“ segir Sigurður Víð- isson, þjálfari HK/Víkings. Ellen Bjarnadóttir er fyrirliði liðs- ins og hefur verið lengi í boltanum þó hún sé ekki gömul. Henni líst vel á sumarið þrátt fyrir að liðinu sé ekki spáð góðu gengi. Erum ótrúlega spenntar „Okkur líst bara mjög vel á sum- arið og við erum allar ótrúlega spenntar. Við erum samt ekki yfir- spenntar, við tökum þessu rólega en erum samt spenntar yfir að spila í úrvalsdeildinni og sýna hvað við get- um,“ sagði Ellen. Liðið fór í gegn um fyrstu deildina í fyrra án þess að tapa leik. Hún sagðist samt ekki hrædd við efstu deildina. „Nei, nei, við erum ekkert smeykar við að keppa í efstu deild - bar aspenntar. Við fórum taplausar í gegn um deildina í fyrra og gerum okkur fyllilega grein fyrir því að þetta verður allt öðru vísi en síð- ðasta sumar. Við erum bara spennt- ar og hlakkar til að takast á við verk- efnið. Ég held að við gerum okkur allr grein fyrir að þetta á eftir að ganga upp og ofan hjá okkur í sumar. Við ætlum að reyna að stríða þessum lið- um og ég held að við eigum alveg möguleika í nokkur þeirra. Þó okkur sé ekki spáð ofarlega þá er ekki eins og þetta sé búið alveg strax. Við eig- um alveg von á að tapa leikjum og við erum alveg með bein til að tapa einum og einum leik. Við gerðum það hérna í gamla daga,“ segir fyr- irliðinn og segir að aðal liðsins sé liðsheildin. „Við höfum leikið lengi saman og þekkjumst vel og við erum bara við,“ segir Ellen sem segist Víkingur. „Ég er uppalinn Víkingur en þetta er eitt lið hjá okkur og uppruninn skiptir ekki máli. Sigurður Víðisson, þjálfari HK/Víkings Munum standa okkur með sóma HK/Víkingur, sem fór taplaust í gegnum 1. deildina síðasta sumar, er ásamt Aftureldingu nýliði í Landsbankadeildinni. Sigurður Víðisson, þjálfari HK/Víkings, er bærilega bjartsýnn fyrir sumarið. Hann nýtur þess að hafa nær óbreyttan leikmannahóp milli ára. Ljósmynd/Ingibjörg Hinriksdóttir Bjartsýn Ellen Bjarnadóttir, fyrirliði HK/Víkings, og Sigurður Víðisson, þjálfari liðsins. " A+     +"!    ' +           ,+   /#     A     ? !     ' +        G A         / !/     >& ,   '      AA   1242 1244 1243 1226 1249 1221 1244 1247 1243 1242 1245 1248 1244 1226 1226 1226 6 6 6 6 6 6 6 :5 13 6 6 74 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 11 1 6 6 1 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 6 :4 8 6 6 6 1 17 ;( ,' ./0 ; (,    ,+0? $A     ;  9 2 11 1: 71 77 7: 1 '- ,. 5 3 4 16 15 14 76 78 86 ,0/23- ,. 7 8 : 19 13 12 ' '- ,. ?) 1226 1242 1 6 6 6 6 6 &         N   ' +0&' %+    *    '  +   1249 1232 1247 1244 1242 1245 6 6 6 6 6 7 6 6 6 6 6 6 4   B     % C  D Guðrún Fema Ólafsdóttir frá Sindra Ingunn Ósk Benediktsdóttir frá Þrótti R. Annika Robertson til Svíþjóðar Ásdís Ósk Heimisdóttir í Fylki Guðrún Anna Atladóttir í Fylki Sigrún Þorsteinsdóttir í Skjold Þórhildur Þorgilsdóttir, hætt   *+  

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.