Morgunblaðið - 13.06.2008, Side 1

Morgunblaðið - 13.06.2008, Side 1
Morgunblaðið/Frikki Fjölskyldubíll Hjónin Guðmundur og Anna ásamt börnum sínum Hafsteini, Skúla og Geirþrúði Önnu. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is TALSVERT hefur verið rætt um rafmagn sem fýsilegan kost fyrir íslenskar samgöngur enda er það bæði ódýr og hreinn aflgjafi. Engu að síður eru aðeins örfáir rafmagnsbílar skráðir á Íslandi og einungis fimm í einkaeign. Hjónin Guðmundur Hafsteinsson tónskáld og Anna Benassí tónlistarkona og skjalaþýðandi eignuðust Reva rafmagnsbíl í október síðast- liðnum. Þau segja að Íslendingar séu enn þá smeykir við rafmagnsbílana en að þeirra sögn hef- ur Reva bíllinn reynst þeim mjög vel. Hann komst þar að auki klakklaust í gegnum veturinn. Umhverfismeðvituð „Ég var alltaf að bíða eftir visthæfu ökutæki og var orðinn nokkuð gamall þegar ég eignaðist minn fyrsta bíl,“ segir Guðmundur. Það var ekki fyrr en fjölskyldan fór að stækka þegar þörfin fyrir öku- tæki var orðin brýn. Fjölskylda þeirra telur nú sex manneskjur en auk rafmagnsbílsins eiga þau einn jarðeldsneytisjeppa. Jeppinn er þó nær eingöngu notaður þegar farið er út fyrir borgarmúrana. Innan þeirra nægir Reva þeim til langflestra nota. „Síðan reyndist hann vel í vetur,“ heldur Anna áfram en margir voru svartsýnir á getu bílsins yfir íslenskan vetur. „Hann stóð sig vel í snjónum og hálkunni, a.m.k. ekkert síður en aðrir smábílar. Það fraus reyndar stundum í vatnsleiðslum og þá þurfti maður að bíða aðeins eftir að þær þiðnuðu. Ef maður er með bílskúr þá er það ekkert vandamál,“ segir Guð- mundur. Rafbílafælni „Það hefur verið eitthvert hik á Íslendingum í þessum efnum,“ segir Guðmundur. „Ég hef mikið hugsað um hversu upplagðar raf- mangssamgöngur eru fyrir íslenskt samfélag,“ heldur hann áfram og tekur sem dæmi innleiðingu hitaveitunnar. „Við sjáum í dag hversu dásamlegur kostur það hefur verið fyrir Íslendinga. Fyrir utan sparn- aðinn sem af því fæst þá er umhverfisþátturinn ómetanlegur. Innleiðing rafmagns í samgöngur yrði afar þjóðhagslega góður kostur. Við lifum í svo litlu samfélagi sem þýðir að ein hleðslustöð gæti strax breytt heilmiklu,“ segir hann. „Við góðar aðstæður kemst hann glettilega hratt,“ segir Guðmundur og segir bílinn álíkan vespu að því leyti. Annars segja þau að viðbrögð íslenskra ökumanna við bílnum knáa séu mismun- andi. „Oft brosir fólk til okkar með uppréttan þumal og á öðrum stundum finnur maður fyrir að sumum er svolítið í nöp við hann,“ segir Guðmundur. „Þegar ég fer fram úr stærri bílum þá espast þeir gjarnan og taka fram úr aftur,“ segir Guðmundur og hlær. „Einu sinni var sonur okkar spurður af bekkja- bróður sínum: „Af hverju keyrir pabbi þinn um á dótabíl?“ segir Anna og hlær. Spurningin er kannski ekki svo vitlaus þar sem hjónin hafa mikla skemmtun af því að keyra bílinn. „Ég kemst alltaf í gott skap þegar ég sest upp í bílinn,“ segir Anna og Guðmundur tekur í sama streng. „Það er mjög gaman að upplifa það að raf- mangsbíll skuli virkilega vera raunhæfur kostur.“ „Þjóðhagslega góður kostur“ föstudagur 13. 6. 2008 bílar mbl.isbílar Leiðangurinn fullkomnaður hjá liði BMW með þeirra fyrsta formúlusigri » 5 ÁHYGGJULEYSI ÍTALSKI SMÁBÍLLINN FIAT BRAVO TEKINN TIL KOSTANNA Í REYNSLUAKSTRI >> 8 HÖFUÐSTÖÐVAR Toyota í Japan hafa tilkynnt að tengiltvinnbíll frá fyrirtækinu sé væntanlegur á jap- anskan, bandarískan og evrópskan markað árið 2010. Koma þessara bíla inn á markaðinn mun eflaust hafa miklar breytingar í för með sér í bíla- heiminum en sumir hafa spáð að tengiltvinnbíllinn sé næsta stóra bylt- ingin í þróun visthæfra ökutækja. Þessir bílar munu innihalda nýja teg- und líþíumjónarafhlaðna sem ná tals- vert meiri hleðslu en núverandi raf- hlöður tvinnbíla. Auk þess verður hægt að hlaða tengiltvinnbílana, sem ganga bæði á rafmagni og jarðelds- neyti, með venjulegu heim- ilisrafmagni. Með því næst enn meiri drægi á rafmagninu eingöngu og þar af leiðandi verður losun koldíoxíðs enn minni. Margir kannast við líþíumjóna- rafhlöður í ferðatölvum en eins og áð- ur sagði þá ná þær meiri hleðslu og eru talsvert minni en þær rafhlöður sem núna eru notaðar í tvinnbílum. Notkun líþíumjónarafhlaðna í tvinnbíla Toyota er afrakstur sam- starfs bílaframleiðandans og Matsus- hita Electric Industrial Co. sem fram- leiðir Panasonic-vörur. Framleiðsla á rafhlöðunum mun hefjast á næsta ári og þær fara svo í fjöldaframleiðslu árið 2010. Yfir milljón Prius-tvinnbíla hefur selst um heim allan og er spáð mikilli söluaukningu á þeim á næstu árum. Morgunblaðið/Jim Smart Toyota með tengiltvinn- bíl árið 2010 Rafmagnskostnaður við akstur Reva- rafmagnsbíls þeirra Guðmundar Hafsteins- sonar og Önnu Benassí eftir 5300 kílómetra og átta mánaða notkun var tæpar 11 þúsund krónur. Miðað við núverandi bensínverð myndi upphæðin eftir sama akstur ná tæp- lega 100 þúsundum krónum á með- aleyðslufrekum bensínbíl. „Það var fyrst og fremst af umhverf- isástæðum sem við völdum þennan bíl því okkur ofbýður öll koltvísýringsmengun, sót og annar óþverri sem jarðefnaeldsneytinu fylgir. Hitt er náttúrulega gott ef maður getur á sama tíma komist þokkalega út úr þessu fjárhagslega,“ segir Guðmundur. Bíllinn kemst tæpa 50 km á hleðslu. Ódýr og hrein orka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.