Morgunblaðið - 13.06.2008, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 5
bílar
Eftir Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
„Við settum okkur það markmið
fyrir vertíðina að brúa bilið í topp-
liðin og vinna okkar fyrsta móts-
sigur. Að loknum sjö mótum get-
um við sagt að leiðangurinn sé
fullkomnaður,“ segir Mario Theis-
sen, liðsstjóri BMW, í tilefni þess
að liðið vann sinn fyrsta form-
úlusigur sl. sunnudag í Montreal í
Kanada.
Robert Kubica ók til sigurs í
Montreal og liðsfélagi hans Nick
Heidfeld varð annar, svo fullkomn-
ari gat frammistaða BMW ekki
orðið. Athyglisvert er að þeir
gengu til leiks með tvær gjörólíkar
keppnisáætlanir.
Kubica tók forystu í stigakeppn-
inni um heimsmeistaratitil ökuþóra
með sigrinum þar sem helstu
keppinautarnir, Lewis Hamilton
hjá McLaren og Kimi Räikkönen
hjá Ferrari, féllu úr leik.
Sigur Kubica er og markverður í
ljósi þess að kraftaverk þótti að
hann skyldi sleppa nær ómeiddur,
hvað þá lifandi, úr alvarlegu slysi í
Montreal í fyrra. Hentist bíll hans
á yfir 300 km/klst hraða milli
steinsteyptra öryggisveggja. Hlaut
hann aðeins vægan heilahristing
og snerist lítilsháttar á ökkla.
Sunnudagsins 8. júní 2008 verð-
ur um ókomna tíð minnst sem eins
af stórdögum í sögu þýska bíla-
framleiðandans BMW. Theissen
segir að þrátt fyrir að hafa náð
settu marki verði liðsmenn að vera
jarðbundnir því enn séu eftir 11
mót af vertíðinni.
„Það sem af er ári höfum við
ekki verið þriðja aflið í formúlunni,
heldur eitt þriggja toppliða henn-
ar. Sú staðreynd að Robert hefur
tekið forystu í titilkeppni ökuþóra
er rúsínan í pylsuendanum.
Ætla sér titil 2009
En við verðum að vera raunsæ-
ir, það eru enn eftir 11 mót og
þetta varir stutt. Við munum ein-
beita okkur að hverju móti fyrir
sig með það í huga að vinna sem
flest stig,“ segir Theissen. Með
tvöföldum sigri í Montreal dró
BMW verulega á Ferrari í keppni
bílsmiða, þar munar aðeins þremur
stigum, 73:70, en McLaren er í
þriðja sæti með 53 stig.
BMW hefur sett sér sem mark-
mið að vinna titil á næsta ári,
2009. Svo jöfn og góð hefur
frammistaða ökumanna þess verið
í ár að liðið var með forystu í
keppni bílsmiða að loknu þriðja
mótinu í ár, í Barein. Það mót hóf
Kubica fremstur en það var fyrsti
ráspóll bæði hans og BMW. Í mót-
unum sex fram að Montreal var
hann tvisvar í öðru sæti og einu
sinni í þriðja.
Með sigrinum bindur BMW á 24
móta röð þar sem einungis öku-
menn Ferrari og McLaren hafa
farið með sigur af hólmi. Og sig-
urkappaksturinn var aðeins sá 42.
í sögu BMW-liðsins í formúlu-1.
Áður en BMW hrósaði sigri í
Montreal verður að fara áratug
aftur í tímann til að finna lið sem
fagnaði sínum fyrsta mótssigri
með tvöföldum sigri. Það gerðist
er Damon Hill sigraði á Jordanbíl í
Spa-Francorchamps í Belgíu árið
1998. Liðsfélagi hans, Ralf Schu-
macher, varð annar.
Ógn BMW
Heimsmeistari ökuþóra, Kimi
Räikkönen, segir að ekki megi af-
skrifa Kubica og BMW í keppninni
um heimsmeistaratitlana í ár, allra
síst eftir árangur liðsins í Mont-
real. Hann segir að þótt BMW-inn
sé kannski ekki hraðskreiðasti bíll-
inn þá sé stöðugleiki árangurs slík-
ur, að ógn sé að.
„Þeir vinna alltaf stig, það má
ekki afskrifa þá. Kubica er fimm
stigum á undan Lewis og [Felipe]
Massa og sjö á undan mér,“ segir
Räikkönen. Aðspurður hvaða aug-
um hann líti að Kubica sé efstur
sagði hann: „Við höfum séð að þeir
hafa verið hraðskreiðir meira og
minna alltaf. Nú urðu þeir í tveim-
ur fyrstu sætunum, þegar eitthvað
fer úrskeiðis hjá toppmönnunum,
og ná góðri forystu. En ég held við
séum með bíl til að vinna mót og
setjast aftur á toppinn.“
Leiðangur BMW
fullkomnaður
ReutersEkið til sigurs Með sigrinum bindur BMW enda á 24 móta röð þar sem einungis ökumenn Ferrari og McLaren hafa farið með sigur af hólmi.
Reuters
Ys og þys Robert Kubica situr spakur á meðan hlúið er að bílnum.
ReutersHarka Mikil harka var í kappakstrinum í Montreal.
Subaru Legacy STW Sport.
07/07, ekinn 9 þ km. Sjsk,
álfelgur, hraðastillir,
dráttarkúla.
Verð 3.250.000 kr.
Raðnúmer: 113725
Nissan Terrano II. 06/02,
ekinn 175 þ km. Bsk, disel,
dráttarkúla. Fæst á yfirtöku, ca
990.000 kr.
Verð 1.490.000 kr.
Raðnúmer: 113796
MMC Pajero DID. 06/06,
ekinn 42 þ km. Sjsk, disel, 7
manna, 31".
Verð 4.450.000 kr.
Raðnúmer: 161427
Toyota Land Cruiser 120 VX.
10/03, ekinn 86 þ km. Sjsk,
disel, 8 manna, spól- og
skriðvörn, auka felgur,
dráttarkúla.
Verð 4.350.000 kr.
Raðnúmer: 113778
Toyota Land Cruiser 90 VX.
11/00, ekinn 120 þ km. Sjsk,
disel, 33", leður, dráttarkúla.
Topp eintak.
Verð 2.290.000 kr.
Raðnúmer: 113697
Toyota Land Cruiser 120 VX.
04/05, ekinn 21 þ km. Sjsk,
disel, leður, dráttarkúla,
heilsársdekk.
Verð 5.550.000 kr.
Raðnúmer: 113705
Lexus IS250 Sport. 02/07,
ekinn 10 þ km. Sjsk, sumar- og
vetrardekk, Xenon, topplúga.
Verð 5.580.000 kr.
Raðnúmer: 113570
Toyota Tundra D/C Limited
TRD.
11/07, ekinn 9 þ km. Sjsk, spól-
og skriðvörn, bakkmyndavél,
palllok, tvöfalt púst ofl.
Verð 5.270.000 kr.
Raðnúmer: 131155
Dogde Ram 2500 Quad 4x4.
04/03, ekinn 88 þ km. Sjsk,
disel, sumar- og vetrardekk,
35", dráttarkúla, leður.
Verð 3.300.000 kr.
Raðnúmer: 131060
Toyota Rav 4 4WD.
05/04, ekinn 52 þ km. Bsk,
bensín, motta í skotti, spoiler.
Topp eintak.
Verð 2.190.000 kr.
Raðnúmer: 151351
Baldursnesi 1, 600 Akureyri, s. 460-4300